Fálkinn


Fálkinn - 16.07.1938, Blaðsíða 12

Fálkinn - 16.07.1938, Blaðsíða 12
12 F Á L Ií I N N CARL ZUCKMAYER: Liðsforinginn. 5 ur alla. Jost er liðsforingi — einn af þeiin fremstu“. Hún kinkaði kolli og leit niður á gólf- ið. „Svo að þú ætlast þá til að jeg yfir- gefi hann?“ sagði hún í tortryggnum rómi. „Já, þú verður að hætta við hann“, svar- aði Prittwitz með ögrandi ákvörðun. „Þú berð ábyrgð á því, að hann haldi gefin heit“. „Já, jeg ber ábyrgð á lífi hans“, sagði liún eins og við sjálfa sig. „Já“, hrópaði Prittwitz, „og lif hans er nú í veði“. Hún horfði á hann. „Jeg get það ekki!“ hvíslaði hún. Prittwitz gekk fast að henni og lagði handlegginn á öxlina á henni. Hún skifti sjer ekki af því. „Stiltu þig, Lili“, sagði hann, og það brá fyrir nokkurri blíðu i rómnum. „Þú veist með sjálfri þjer að þessu getur ekki haldið áfram“. „Jeg get ekki hætt að elska hann,“ sagði hún. „Ef þú elskar hann“, sagði Prittwitz, „þá skilurðu hvað jeg er að fara. Hvort viltu heldur snögga lækningu, er kostar sársauka eða seinvirka útblæðingu“. Hún hallaði sjer upp að honum og hann fann að liún titraði i knjáliðunum. „Heldurðu að það sje ómögulegt að við getum haldið áfram að lifa saman?“ spurði hún. „Ætti jeg að geta svarað þeirri spurn- ingu, Lili ?“ „Jeg get það ekki“, sagði hún, sleit sig af honum og settist niður á stól. „Þú þarft ekki að taka ákvörðun um þetta", bætti hann snögglega við. „Það er nóg, ef þú spornar ekki á móti!“ Þegar hún leit á hann var eins og líf augna hennar væri sloknað út, og það brá skugga yfir andlitið. „Jeg mun sjá um alt“, sagði hann. „Jeg skal útskýra þetta alt. Hann verður enginn einstæð- ingur. Hann á fjölda vina.“ Hún sagði ekki neitt. „Alt er undirbúið“ sagði Prittwitz. „Lög- reglan hefir gefið út skipun að þú hverfir burt úr borginni. Vertu ekki hrædd“ hann gekk nær og strauk yfir hárið á henni. — „Þetta er aðeins formsatriði. Það forðar þjer frá því að yfirgefa hann af frjálsum vilja. Þegar hann kemur aft- ur ertu á bak og burt og sökin lendir a yfirvöldunum“. Hún ansaði engu orði. „Hann mun taka þetta nærri sjer“, sagði greifinn, „en honum verður bjarg- að. Og varla deyr þú heldur af því“. „Margur deyr, en heldur þó áfram að lifa,“ sagði hún hnuggin. Prittwitz gekk fram og aftur um her- bergið, staðnæmdist svo við borðið og sagði í þurrum, skipandi róm: „I fyrramáhð nemur vagn staðar hjer fyrir utan og hann á að flytja þig í burt“. „Hvert á jeg að fara?“ spurði hún. „Því ræður þú sjálf“, sagði Prittwitz. „Ef til vill er best fyrir þig að fara til Berlín". Því næst, eftir litla þögn hjelt liann áfram: „Ef þú ert í einhverjum vandræðum, þá er hægt að sjá fyrir þjer fyrstu mánuðina“. Hún stóð upp og lyfti upp höndunum. „Nei“, sagði hún, og það var harka i rómn- um. „Það þigg jeg ekki“. „Afsakaðu, það var ekki ætlun mín að særa þig“, sagði hann. „Jeg veit það“, sagði hún róleg. Hann gekk fast að henni og rjetti henni höndina. „Get jeg þá reitt mig á þig?“ spurði hann. Hún svaraði ekki, og' tók ekki í fram- rjetta hönd hans. Hún sneri sjer við og Ijet höfuðið síga. Það var eins og liún riðaði á fótunum. Hann hneigði sig þegjandi og gekk út. TC’INS og ætla má var Jost ekki rólegur í Berlín. Og eftir skamma dvöl þar tókst honum að fá leyfi til þess að halda til Brandenborgar. Hann reið þangað alt hvað af tók, svo að nærri lá að hann væri búinn að sprengja hestinn. Þegar liann nálgaðist liúsið þar sem Lili bjó, sá hann vagn fyrir utan dyrnar. Hann lileypti þegar á spretti. Prittwitz stóð við opnar vagndyrnar, og Lili, sem var í síðri ferðakápu var að stíga upp í vagninn. Þegar hún kom auga á Jost stóð hún grafkyr og náfölnaði. Hann þaut af haki. Hún rak upp óp og hneig niður. Ilann greip hana i fallinu. Hönd greifans var föst á liandfanginu á vagnhurðinni eins og hann ætlaði að snúa það af. Jost starði á hann nötrandi af hatri og reiði. Lili reis upp í fanginu á honum og los- aði sig með hægð. Jost sneri sjer að greifanum og' það lá við að andlit þeirra snertust. „Hvaða er- indi átt þú hingað?“ sagði hann í þrumu- rómi. Andlit gægðust út í alla nærliggjandi glugga. Greifinn stilti sig furðanlega; hann vildi enda þennan þátt eins fljótt og unt var, en liann var ákveðinn, hvað sem það kostaði, að koma sínu fram. „Liðsforingi von Fredersdorff" sagði liann og orðin komu slitrót,t, „jeg skal kæra yð- ur á æðri stöðum, ef þjer vikið ekki undir eins“. Jost hreyfði sig ekki. „Jeg heimta að fá að vita hvað er hjer um að vera“, sagði hann kuldalega. „Lögreglustjórinn hefur gefið út skipun", hreytti Prittwitz út úr sjer. „Það hefur eng- inn i Brandenborg levfi til þess að skifta sjer af þessu“. Hann færði sig nær Lili. Kreptur hnefi Jost skall á brjóstinu á honum, svo að hann riðaði. Lögregluþjónarnir, sem voru þarna hjá höfðu stigið af baki og nálguðust hálfvand- ræðalegir. Prittwitz, sem hallaði sjer upp að vagnhjólinu, kinkaði kolli til þeirra. Josl tók utan um Lili og gekk með hana upp að búðardyrunum. Á þröskuldinum sneri hann við: „Þið megið gera við mig livað sem þið viljið“, sagði hann, „en Lili skal jeg vernda svo lengi sem mjer er unt“. Og því næst bar hann liana öllu fremur en leiddi til herbergis hennar. Prittwitz stóð við vagninn alveg ráðþrota. Eftir nokkra stund þaut hann upp í vagn- inn, lagði einliverjar skipanir fvrir lög- rögregluþjónana og ók af stað á hörkuferð og lögregluþjónarnir ríðandi á eftir. Þetta sama kvöld kom liðsforingi einn til Jost og hað liann að láta af hendi sverð sitt. Um stundarsakið hafði honurn verið vikið frá embætti. Daginn eftir, þegar deildin, sem Jost hafði ráðið yfir og verið liafði í Berlín nokkra daga, kom til Brandenborg varð hún livumsa við þeim frjettum, sem hún fekk. Deildin var fullkomlega einhuga um að liðsforingi hennar liefði orðið fyrir ó- rjettlæti. Og þegar greifa Prittwitz var fal- ið til bráðabirgðar að koma i skarðið fvrir Jost, neitaði herdeildin að hlýða. A LT frá þeirri stundu er Jost hafði tek- ið Lili í arma sjer hjá vagninum og borið hana inn, höfðu þau haldið kyrru fvrir í herberginu hennar. Þau dvöldu i hrifningarástandi, og gleymdu því sem fyr- ir liafði komið. Allur ótti og kvíði var horfinn úr hjarta liennar; hún vissi að ást eins og þeirra gat aldrei dáið. Einn morgun fekk Jost brjef frá Pritt- witz. Greifinn benti þar á að hann hefði ekki aðeins móðgað sig persónulega heldur glatað hermenskuheiði’i sínum. Þessvegna vrði hann að láta hann sæta ábyrgð fyrir, þó að það væri leiðinlegt, þar sem þeir lefðu verið vinir og embættisbræður. Og samdægurs frjetti Jost að lierdeildin, sem hann liafði ráðið yfir hefði verið svift vopnum. Þegar hjer var komið hafði viðburður þessi borist til æðstu yfirvalda liersins. Æðsti hershöfðinginn, Staff í Potsdam, skipaði yfirhershöfðingjanum að koma til sín og segja sjer nákmæmlega hvernig í öllu lægi. Ummæli yfirhershöfðingj- ans um Jost voru liin vinsamlegustu. Og ákvörðun liershöfðingja Staff um að iáta hann sleppa við refsingu var samþykt aí' kónginum. En þær frjettir virtust engin áhrif liafa á Jost. Þær komu utan úr heimi, sem hann liafði sagt skilið við. Einn morgun kom lögfræðingur til þeirra. Hann átti lengi tal við Jost. Lili beið í svefn- herberginu þangað til liann var farinn. Þeg- ar hún kom aftur inn, sá hún fjölda reikn- inga á borðinu, peningapoka og stórt inn- siglað skjal. „Hann borgaði þá peningana út eftir alt saman“, sagði Jost, og það var eins og þetta hefði engin áhrif á hann. „Nú getum við farið livert sem okkur sýnist“, sagði Jost og liló lágt. „Taktu við þeim! Ekki veit jeg hvað jeg á að gera við þá“. En þegar hún virtist ekki vilja taka við pen- ingunum eða skjalinu opnaði hann skúffn og staklc þeim ofan i liana. í rökkrinu fór Lili i búð. Hún kom aft- u r með fangið fult af rósum, sem hún hal'ði keypt af blómasala á torginu. Á meðan hún var úti hafði liðsforingi kom- ið til Jost með skjal undirskrifað af kon- unginum. I þvi voru honum vottaðar þakk- ir fyrir djarflega framgöngu í Sjö ára stríðinu og veilt lausn úr þjónustu hers- ins. Því næst l'jekk liðsforinginn honum aftur sverðið hans eftir skipun yfirhers- höfðingjans. Þfegar Lili kom inn í herbergið, stóð Jost grafkyr með hið mikla skírteini fvrir fram-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.