Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1938, Síða 4

Fálkinn - 20.08.1938, Síða 4
4 F Á L K I N N Lea Slezak i kvikmyndinni ,,/í Galciffnnni LEO SLEZAK EIR, sem hafa sjeð Leo Slez- ak og heyrt í kvikmyndum síðustu árin, eiga hágt með að trúa því, að þessi maður skuli hafa ferðast milli stórborga heimsins áratugum saman og Iieillað fjöldann með söng, hæði í óperum og sönghöllum. Því að röddin, sem heyrist í kvik- myndunum er ekki mikil, það er aðeins lítið eftir af hinni undurfögru rödd Slezaks. Og svo leikur hann sjer líka að því að afskræma þessar leifar, sem eftir eru, hann leikur hlutverk hins fyrverandi — uppgjafa- söngvarans og hlífist ekki við að gera hann og sjálfan sig hlægilegan. Því að galgopi liefir Slezak verið alla sína daga og það er hann enn. Leo er malarasonur sunnan úr Tjekkoslóvakíu, og faðir lians vildi endilega gera liann að liðsforingja eða embættis- manni. En Leo gekk bölvanlega í skólanum, og þó að það sje að vísu orðum aukið lijá hon- um, að hann liafði verið 11 ár í fyrsta bekk, þá lagði hann miklu meiri stund á hrekkjabrögð og' glettur í skólanum en á námið. Hann kaus jafnan að vera hetj- an í hverjum leik og laug oft á sig hrekkjunum, sem kunn- ingjar hans höfðu framið. Á þennan hátt varð syndaregistur hans svo langt, að þegar liann var i 3. bekk kallaði skólastjór- inn á hann og tilkynti honum, að skólinn óskaði hans ekki sem samverkamanns lramvegis. Þar lauk mentabraut Slezaks og liðsforinginn og embættis- maðurinn fóru i lumdana. Nú gerðist hann garðyrkju- lærlingur og plægði kálgarða um stund en leiddist það og fór að læra járnsmíði. Á þeim ár- um varð hann svo hrifinn af leiklist, að hann gat ekki um annað hugsað. Eftir ítrekaðar tilraunir fjekk hann loksins að aðstoða við leik hánn átti að framleiða öldugjálp og koma fram í hópsýningum og gekk svo innilega upp í hlutverki sínu, að allir lijeldu að hann væri vitlaus. Hann hafði ekki verið ráðinn í söngflokk leik- Iiússins, en hafði lært sundur- lausar hendingar úr því sem sungið var og rumdi þær með, eins og hljóðin leyfðu. Eitt kvöldið þegar verið var að leika „Rajazzo" staðnæmdist hann við hliðina á aðalsöngvaranum, Adolf Robinson og öskraði eins og verið væri að drepa hann. Söngvarinn varð forviða, sneri sjer að honum og hvislaði: „Komið þjer inn í búningsklef- ann minn eftir sýninguna, en haldið þjer kjafti þangað til.“ Robinson sá, að þarna var efni í hetjutenór og bauðst til að kenna honum ókeypis. Og sá sem fagnaði var Slezak, en sá sem bölvaði var gamli Slezak faðir hans og ætlaði að ganga ORABELGURINN illa að fá hann til að leyfa syni sínum að ganga út á lista- mannsbrautina. Varð Leo að lofa að verða föður sínum ekki til byrði og vann nú fyrir sjer á ýmsan hátt, sem hermaður, skrifari og marmelaðiagent en lærði söng jafnframt. Einn dag- inn, þegar hann var svangur át hann upp öl 1 sælgætissýnis- Iiornin sem hann hafði undir höndum og lauk þannig agents- tigninni. En nú var hann kom- inn svo langt í náminu, að fyr- ir meðmæli Robinsons gat liann fengið að láta reyna sig á leik- húsi í Rrno og var tekinn þang- að sem lærlingur. Þegar hann fjekk hlutverk varð móðir hans að glamra það á liljóðfærið með einum fingri þangað til hann hafði lærl það utanað, því að nótur og söngfræði hafði hann ekki hugmynd um og var hann þó orðinn nítján ára. En þann- ig lærði hann hlutverkin í „Freischiitz“, „Die Zauberflöte" og „Lohengrin“. Hann varð lengi vel að láta sjer lynda að syngja smæstu hlutverkin í leikhúsinu, en eitt kvöld var aðallenórinn veikur og þá bauðst tækifærið. Hann fjekk að syngja „Lohengrin" og vakti lirifningu. Með því kvöldi hófst frægðarbraut hans land úr landi i samfeld 30 ár. Slezak hefir skrifað endur- minningar sinar frá þessum ár- um og komu þær út eftir heims- styrjöldina, undir heitinu „Meine Gesannnelte Werke“. Þetta er skemtileg bók og laus við alvöru. Sögurnar sem sagð- ar eru af Slezak i eftirfarandi máli eru flestar úr henni, og því skrásettar af Slezak sjálf- um. Sjerstaklega hefir Slezak gaman af að skopast að auglýs- ingaskrumi og látum Ameríku- OG SONGVARINN manna. Þar vestra var ómögu- legt að fá áheyrn hjá fjöldan- Um nema blása básúnu skrum- auglýsinganna. Umboðsmaður hans hafði beðið hann að hafa með sjer sem mest hann gæti af einkamyndum úr lífi sínu, er hann kæmi vestur til að syngja. Til þess að vera viss um að hafa eitthvað sem vekli eft- irtekt ljet Slezak ljósmynda sig í baðfötum og með öll heiðurs- merki sín á brjóstinu og ridd- araorðu um hálsinn og nótna- blað í hendinni. Þessi mynd var mikið notuð i auglýsingaskyni og undirskriftin var þessi: „Slezak æfir nýtt hlutverk í sumarleyfinu, undir för sína til Ameríku!“ Þegar skijiið lagðist í Hoboken í New York var fjöldi fólks þar fyrir og umboðsmaðurinn, mr. Hánsel stóð á bryggjunni ineð kvikmyndara við hlið sjer. Þeir hleyptu öllúm farþegunum í land — iiQina Slezak — og tóku síðan nokkrar myndir — „úti í rúmsjó“ — á stýrispallinum, þar sem Slezak stendur með kiki í hendi og starir á áttavit- ann, síðan mynd á þilfarinu, þar sem fjölskyldan, kona og börn og mikið þjónalið er alt i kringum hann en sjálfur liggur hann í strigastól og brosir. Loks var kvikmynduð för hans frá borði og móttÖKur hins fagnandi fólksfjölda Allir voru farnir af bryggjunni. Þessi kvikmynd var ætluð bíóum þeirra bæja, sem Slezak álti að syngja í. I annað skifti er Slezak kom til Ameriku Iiafði liann gerl það af hrekk, að fá ljeða geit og stóra skjaldböku hjá far- þegum á þriðja farrými og þeg- ar blaðamennirnir komu um borð kom hann á móti þeim og tevmdi hvorttveggja á kjaft- bandi. „Iivað er þetla?“ spurðii þeir undrandi. „Þetta eru lieilla- skepnur mínar“, svaraði hann hinn alvarlegasti. „Jeg get ekki komið upp nokkru hljóði nema þessi geil sje nálægt mjer, hún er altaf hjá mjer í hljómleika- salnum. Og skjaldbakan elskarj mig, hún dinglar rófunni þegar jeg tala til hennar“. Allir skellihlóu. En þettá Iiafði tilætluð áhrif, og „dýrin þrjú“ voi'u ljósmynduð í bak og fyrir og ofan og neðan. „Hvað lieitir geitin?“ — „Dij‘ nornah“. — „Gerið þjer svo vel að stafa það“. — „Di-n-o-r-n-a- ha!“ — „Á hverju lifir hún?“ — „Á lifrarkæfu. Jeg man ekki Iivaða bnlli jeg laug i blaðamenn ina“, segir hann, „en það kom alt í blöðunum, og eftir það hafði jeg ekki stundlegan frið fyrir þessari geit. Allir vildu vita hvernig henni liði og loks varð jeg að bjarga mjer með því, að segja með grátstafinn í kverkunum, að hún væri dauð. — Cr hverju dó hún? — Það festist kartafla í hálsinum á lienni, svo fjekk hún „lampa- feber“ og sálaðist. — Hvar dó bún?— í Washington, Palace Hotel, 21. hæð, herbergi 2480. — Er það satt? Mikil leiðindi! Þegar liann kom til Wake- field las hann sjer til mikillar furðu i blöðunum, að hann liefði orðið stór og sterkur á því að ganga berfættur í ung- dæmi sínu. Það væri afbragð fyrir röddina lika. Og þegar hann kom upp á söngpallinn var fólk óánægt út af því, að bann var i stígv.jelaskóm. Skemtiskrárnar i Ameríku eru fullar af allskonar áuglýs- ingum, sem er kyrfilega fljett- að innan um efnið. Slezak söng Othello í Texas og þar byrjaði skýringartexti leiksins þannig: I fyrsta þætti kemíir Othello inn og heilsar lýðnum: Noliff allir hiff fræga Krusla- smjörlíki. GleSjist allir! Tyrkinn er lagður aS velli o. s. frv. Og fólkiS æpir gleSióp móti Othello: Sá sem ekki notav Krnsle lil bök- nnar er bandvillans! Þegar þessi óperuför kom lil Atalanla ællaði all að komast í uppnám þvi að Slezak ljek Otbello sem svertingja. Skömmu áður hafði nefnilega verið gerð allaga að svertingjum og þeir skotnir niður hundruðum sain- an.Nú voru yfirvöldin hrædd um, að skothríð mundi verða i leikhúsinu er fólkið sæi svert- ingja kyssa hvíta stúlku og meira að segja myrða hana, jafnvel þó í leik væri, og það var ekki laust við, að Slezak væri dálitið smeikur, er hann kom inn á leiksviðið í allri sinni svörtu dýrð. En hvort það var nú söngurinn sem lireif eða að fólkið skildi, að þetta var hvít- ur maður sem hafði verið mál-

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.