Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1938, Blaðsíða 7

Fálkinn - 20.08.1938, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 Þó að frægustu listamenn veraldar, eins og Fritz Kreisler eða Benja- mino fíigli komi til London, \)á ber ekkert á því og fjöldanum dettur ekki í bug, að hlaupa upp til handa og fóta við slík tækifæri. Öðru máli er að gegna, ef kvikmynda- leikari, sem frægur er orðinn, læt- ur svo lítið að sýna sig í heims- borginni. Þá ætlar alt að ganga af göflunum og sannar þetta að kvikmyndirnar gefa fólki meiri lýðhylli en hinar gömlu listgreinar. Myndin hjer til hægri er tekin fyr- ir utan járnbrautarstöð í London, seinast þeyar Robert Taylor kvik- myndaleikari kom þangað. Lög- reglan átti fult í fangi með að verja hann fyrir ásókn fótksins — eink- um ungu stúlknanna. Myndin hjer að neðan er af ann- ari manneskju, sem einnig hefir lýðhylli: sundkonunni Lily Ander- sen, sem synti yfir Eyrarsund í fyrra■ Hún er jafnan umkringd af fólki, hvar sem hún sýnir sig á mannamótum. Samvinnu-sláturfjelögin dönsku áttu nýlega áttatíu ára afmæli. — Er það þeim að þakka með- fram, hve kjötsölumálum Dana varð komið í gott horf og hve vel bændum tókst að ná markaði í Englandi og fá orð á sig þar fyrir vöruvöndun. Fgrsta sláturfjelagið var stofnað í Horsens og svo komu þau lwert af öðru. Myndin hjer að ofan er úr minningarriti slátur- fjelaganna og sjest þar sláturhúsið gamla i Horsens en mennirnir á myndinni eru ýmsir frömuðir slát- urhúsanna. þar á meðal P. Bojsen. Myndin til vinstri sýnir kvikmynda- tjósmyndara við starf sitt og gefur nokkra hugmynd um, hve marg- brotnar vjelar og allar tilfæringar við kvikmyndun eru orðnar. Þarna er Ijósmyndarinn upp á hreyfanleg- um trönum, sem færa vjelina til svo að viðhorfið breytist í sífellu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.