Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1938, Side 10

Fálkinn - 20.08.1938, Side 10
10 F Á L K I N N SKRAUTLEGUR SÍÐDEGISKJÓLL. Kjóll þessi er úr silki, óvenjulega fallegur i sniöinu og meö hvítn blúndumunstri. Vestið sjest undir breiðum uppslögunum á kjólnum, hatturinn og handsaumaðir hansk- arnir eru hvorttveggja svartir til þess að draga úr litskrúðinu á kjólnum HENTUGUR SUMRSTItÁHATTUR. Þessi hattur er mjög einfaldur að gerð og blátt áfram, hann er hæfi- lega stór, og maður getur staðið sig við að brúka hann ár eftir ár, með því að breyta barðalaginu á honum og skreyta liann á nýjan hátt með böndum eða blómum. Þessi hattur er úr tóbaksbrúnu strái og blómin blá. PERLUR Á SÍÐDEGISKJÓLNUM. Þessi kjóll er dökkblár og settur perlum á ermunum og neðanverðu pilsinu. Takið eftir að perlurnar eru mjög dreifðar efst, en þjettast eftir því sem neðar dregur. í hálsinn, ermunum og neðan á pilsinu er faldur úr hvítu „pique“. Treyjan er lokuð með hvítum renniiás. BAÐSTAÐAFÖT. Buxurnar eru hvítar og jakkinn iK*sæblár og sniðinn þannig, að maðúr Sýnist mjórri en maður er i raun og veru. Takið eftir uppslögunum, sem ná alveg út á ermarnar. Paulette Goddard, sem leikið hefir nema eðlilegt, ef ]>að er satt, sem á móti Chaplin í síðustu myndum ýmsir lialda fram, að Paulette hafi hans, hefir nú þvert ofan i vilja gifst Chaplin árið 1934, því að hjóna- hans farið frá honum og gert samn- böndin eru ekki haldgóð í Holly- ing við annað fjelag. Þetta er ekki wood. RJETTA BLÚSAN Á BAÐSTÖÐUNUM. Síðu brækurnar víðu eru enn í fullu gildi hjá kvenfólkinu þegar það lónar í fjörunni á baðstöðunum. Við þær er notuð ofuriítil peysa eða blúsa, sem þær kröfur eru fyrst og fremst gerðar til, að hún gangi í aug- un. Hjer er blúsa úr efni, sem er með áprentuðum myndum af akker- um, skipum, humrum, og harmoniku- mönnum. SÍÐASTA HOLLYWOOD-TÍSKA. Hollywood vill ekki láta París skáka sjer, að því er snertir ýms sjerlcennileg tísku-nýmæli, og hatt- urinn lijer á myndinni, sem er frá Hollywood gefur víst ekkert eftir nýjustu höttunum frá París. Það er ekki vandi að bera fram nýjar tísku- hugmyndir, þegar menn hafa heims- frægar kvikmyndadísir til þess að taka þær upp og kvikmyndahúsin til að sýna þær um alla veröldina. Prófessor einn í lllinois hefir kom- ist að raun um, að bros og hlátur sjeu um 400 sinnúm algengari en tár og reiðilegt augnatillit. Segir hann að ungar stúlkur gráti að með- altali einu sinni, tuttugasta hvern dag, en brosi 50—100 sinnum á dag og hlæi 20 sinnum á dag. Konur sem eru komnar yfir þrítugt gráta 30 sinnum meira en karlmenn á sama aldri, en karlmenn brosa, hlæja og gera að gamni sínu 10 sinnum oftar en konur. Skák nr. 43. Noordmijk júní 1938. DROTNINGARBRAGÐ. Hvítt: Dr. Euwe. Svart: Eliskases. 1. d2—d4, d7—d5; 2. c2—c4, e7— e6; 3. Rbl—c3, Rg8—f6; 4. Bcl—g5, Bf8—e7; 5. e2—e3, li7—h6; 6. Bg5— h4, o—o; 7. Rgl—f3, Rf6—e4; (Lask- ers afbrigðið) 8. Bh4xe7, Dd8xe7; 9. c4xd5, (Betra en Dc2. í skákinni Weil-Eliskases Bad Elster 1938 ljek livítt 9. Dc2 og framhaldið varð á þessa leið: 9 .... Re4xc3; 10. Dc2x c3, c7—c6; 11. Bfl—e2, Rb8—c7; 12. o—o, d5xc4; 13. Be2xc4, b7—b6; 14. Hfl—dl, Bc8—b7, o. s. frv.) 9. Re4xc3; 10. b2xc3, e6xd5; 11. Ddl— b3, De7—d6; (Hf8—d8 var álitið best en þó ekki nógu gott til þess að gefa svörtu jafnt tafl. Eliskases álítur þennan leik betri.) 12. c3—c4, d5xc4; 13. Bflxo4, Rb8—c6!; 14. Db3 —c3, Bc8—g4; 15. o—o, (Talið best. Ýmsir aðrir leikir koma þó lil mála eins og t. d. Rc4—e2 og Rf3—d2.) 15 .... Bg4xf3; 16. g2xf3, Iia8—d8; (í skák sem þeir Euwe og Eliskases tefldu 1935 ljek Eliskases 16 .... Kg8—h8; hinn gerði leikur er betri.) 17. Kgl—hl, Dd6—f(i; 18. Be4—e2, (Betra virðist f3—f4) 18. Hf8—e8; 19. Hal—el, (Svart ógnaði Rc6xd4) 19 .... Hd8—d7; 20. Hfl—gl, Rc6— e7; 21. Hgl—g2, Re7—f5; 22. Hel— gl, Kg8— h8; 23. Hg2—g4, g7—g6; 24. Hg4—f4, g6—g5!; 25. Hf4—e4, Hd7—e7; 26. Hgl—g4, c7—c6; 27. He4xe7, He8xe7; 28. f3—f4, Rf5—d6; 29. Be2—f3, Rd6—e4; — — 30. Bf3xe4, (Ef Dc3—c2 þá Df6— g6 ógnandi Re4—g3 + ) 30.....He7x e4; 31. Dc3—c5, He4—e8; 32. Khl— g2, b7—b6!; 33. f4xe5, (Ef Dc5—c2, þá g5xf4; 34.Hg4xf4, Df6—g6+; o. s. frv.) 33....Df6—e6!; 34. Dc5— e5 + , De6xe5; 35. d4xe5, He8xe5; 36. g5xli6, He5—a5!; 37. a2—a4, b6—b5; 38. a4xb5, c6xb5; 39. Hg4—g7?, (Betra var Hg4—b4.) 39........ b5—b4; 40. Hgi7xf7, a7—a6!; (Skákin er nú ljett unnin. Ef Hf7—b7, þá Ha5—b5;) 41. Hf7—f8 +, Kh8—h7; 42. Hf8—f7 + , Kf7—g8!; (Ef Kh7xh6, þá 43. Hf7— f6+ og siðaii Hf6—b6.) 43. Hf7—d7, b4—b3; 44. Hd7—dl, Ha5—b5; 45. Kg2—f3, b3—b2; 46. Hdl— bl, a6— a5; 47. Kf3—e2, a5—a4; 48. Ke2— d3, a4—a3; 49. Kd3—c2, a3—a2; 50. Hblxb2, Hb5—c5 +; 51. gefið. — Eliskases, sem er skákmeistari Aust- urríkis, varð efstur á þinginu, með 7V2 vinning i 9 skákum. Dr. Euwe fjekk 5 vinninga. Þegar maharajainn í Dewas i Indlandi var á leið lil Bombay að lokinni veiðiför, þaut pardusdýr ait i einu út úr fenjaskóginum og upp í baksætið í bílnum og rjeðist það- an á maharajainn og beit hann. Það voru tveir menn aðrir i bílnum og reyndi annar að rota pardusinn með byssuskeftinu, en þá hljóp skotið úr byssunni og. hitti hann í fótinn. En þó tókst hinum að skjóta dýrið, og ók hann siðan bilnum í skyndi til sjúkrahúss, þar sem búið var um liina særðu.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.