Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1938, Síða 11

Fálkinn - 20.08.1938, Síða 11
F Á L K I N N 11 ái Einfalt tjald er þægilegt. Ef þi'ð liggið úti er nauðsynlegt að hafa skýli til matselda í, vegna þess að óþrifnaður er að prímusvjelinni i tjaldinu, sem maður liggur i. Þegar lygnt er og gott veður er hægt að elda úti, en oftast er svo mikill kaldi, að ekki logar jafnt á primusnum. Þá er gott að hafa skjóltjald, eins og það, sem sýnt er á myndinni. Má búa það til úr afgöngum af tjald- dúk eða úr gömlu tjaldi, sem orðið er ónýtt. Þið sjáið á myndinni hvern- ig tjaldinu er haldið uppi — með nokkrum renglum. Það er jafnvel hægt að komast af án þess að hafa mæniás, en hafa stög í staðinn og strengja tjaldið út til hliðanna. Að festa saman stafi. Það getur oft komið fyrir, að þið þurfið að binda saman tvo stafi í kross, en þetta er vandgert ef bind- ingin á að vera föst og stöðug. Hjer á myndunum sjáið þið livernig best er að binda. Þið búið fyrst til lykkju á spottaendann, eins og sýnt er á 1 og bregðið lienni utan um stafina (sjá mynd 2.) Nú er vafið fast um samskeytin þrisvar til fjórum sinn- um (mynd 3) í þá átt sem örin sýnir, og loks er endanum vafið nokkrum sinnum utan um stafinn. £ Matargeymslan. Myndin hjer að ofan er útlend og sýnir hvernig matarkarfan er hengd upp i trjágrein lil þess að verja hana þvi, að maðkar og maurar komist i matinn. Hjer á landi er að vísu eng- inn maur, svo að ekki þarf að ótt- ast liann, en ýmiskonar kvikindi eru á jörðinni, sem ekki er gott að fá í matinn sinn og verst er þó flugan. Það er best að láta matarpinkilinn altaf standa á steinum eða vörðu- broti. Og svo ]>arf að hafa rýju utan um matinn svo að fluga komist ekki að honum. Munið að lá'ta matinn al- drei standa i sól, þá bráðnar smjörið og maturinn verður allur ólystugur. Það þarf að finna sem kaldastan stað handa honum, ef alt á að fara vel. Alll ineð Islenskum skrpom' Tindaiga-negrarnir i Afríku hafa mjög einkennileg trúarbrögð. Þeir tigna sólina sem guð. Áður en karl- mennirnir fara á veiðar á morgnana segir foringi þeirra: „Sól, okkur vant- ar ket!“ Þegar hann hefir mælt þessi orð hrækir hann i áttina til sólarinnar og fer siðan út i skóg á veiðar. Það þykir nefnilega kurt- eisi að hrækja framan i það, sem maður vill sína virðingu. Fangar lamafólksins, framhaldssaga með myndum. 8. kafli: Engin leið til baka. 22. John spratt upp dauðhræddur. Honum var ljóst, að hann og faðir hans voru alveg á valdi lamafólksins — og jafnvel þó þessi borg, sem þeir voru í, væri bæði stór og merki- leg, þá langaði hann ekki til að eiga heima þarna alla sína æfi. Hann hugsaði sig um sem snöggvast, og komst að þeirri niðurstöðu, að það væri þýðingarlaust að gerast æstur við gamla lamann, sein horfði á hann í sifeílu mildum augum. John hneigði sig því auðmjúklega og sagði: „Mikli Titra Lama — þetta byggist víst á misskilningi, jeg er óbreyttur hvítur drengur frá fjarlægu landi, og það er ómögulegt, að mjer sje ætluð tignarstaða, sem hæstráðandi þeirra vitringa sem hjer eru. Drengurinn var að glamra á hljóð- færið. „Smjörbrauðsvalsinn" í sí- fellu, aftur og aftur. Og með einum fingri aðeins. Gesturinn sem er í heimsókn segir við hann: — Þjer þykir víst gaman að spila á piano? — Nei, en hann pabbi segir mjer altaf að spila „smjörbrauðsvalsinn“ þegar gestirnir sitja of len'gi hjá honum. 23. En lamainn hristi höfuðið al- varlegur: „Þetla stoðar ekkert, ungi vinur. Stjörnurnar hafa fyrir löngu sagt mjer, að sál hins fyrverandi lama hafi endurfæðst í líkama þín- um og að þú sjert kjörinn til þess að stjórna fólkinu og þessari horg meðan þjer endist aldur til, sem hinn nýi Titra Lama. Við þetta fær enginn ráðið' og þú verður að venj- ast þessari tilhugsun." Um leið og hann sagði þetta klappaði hann sam- an höndunum og Tzo Lin kom inn í salinn. Kaupmannahöfn er að verða mil- jónarborg, þégar úthverfin eru talin með. Við manntalið 5. okt. í fyrra- haust var fólksfjöldinn 986.700 og hafði aukist um 20.400 á árinu eða um 1700 manns á mánuði. Með sama áframhaldi á borgin að hafa miljón íbúa um þessar mundir. FALINN FARÞEGI — FRÍMERKJAKONGUR. Mesti frímerkjakaupmaður í heimi heitir Bela Sekula. Viðskiftavelta hans nemur 6 miljónum króna á ári, og venjulega gengur hann undir nafninu frímerkjakongurinn. Bela Sekula, sem er 35 ára gamall, læddist einu sinni um borð í skipi einu án þess að hafa grænan eyri í vasanum. Hann var settur á land í Gambíu, á austurströnd Afríku, næst- um nakinn og án þess að hann hefði nokkra von um að bjarga sjer i þessu ókunna landi. Hann byrjaði að versla með gömul frímerki á Madagaskar, segir hann sjálfur. — Hann keypti frönsk frímerki fyrir 200 franka, sendi þau til Parísar og fjekk fyrir þau 20,000 franka. Sekula hefir altaf á sjer skrá með 25 nöfnum og nauðsynlegustu upp- lýsingar um þau. • Það eru hans allra bestu viðskiftavinir, sem liann sendir fágætustu frímerki frá öllum löndum. Hann hefir skrifstofu bæði í New York og Sviss. Víðsvegar um heim hefir hann öryggisskápa, þar sem hann geymir þessi ágætu frí- merki sín. — — Hvernig líður henni tengda- móður þinni eftir að þeir tóku úr henni gallsteinana? — Ekki sem best. Þeir skildu gallið eftir. I bænum Mournfield í enska greifadæminu Kent er kvensmiður, einn af fáum. Sjötug kerling, Elísa- bet Arnold, hefir stundað smíðar með manni sínum í meira en 50 ár. Þegar þvegnar eru dyr eða mál- aðir veggir á aldrei að byrja efst. Vatnið rennur niður og setur bletti og rendur á málninguna, sem ekki er liægt að ná burt. Byrjaðu altaf neðst og þvoðu uppeftir, þá heldur liturinn sjer fullkomlega. 24. Eftir skipun lamans var nú farið með John og föður hans inn í tvö samliggjandi herbergi og þeim sagt, að þeir gætu tekið á sig náðir þegar þeir vildu. Jolin leitaði fyrsl ráða hjá föður sinum og sagði hon- um alt, sem fyrir hafði borið. Föður hans þóttu þetta hræðileg tíðindi: „Jeg hefi heyrt svona frásagnir fyr,“ sagði hann, -„og veit, að Tíbetbúar trúa í blindni á endurfæðingu sáln- anna. Jeg veit líka, að í sumum klaustrum i Asíu lifa Evrópuménn. sem liafa tekið þessa trú og álíta, að þeir hafi sjálfir verið Tibetbúar á fyrri æfiskeiðum. Við verðum að reyna að sleppa á burt hjeðan og það sem fyrst!“ Sem svar við þessu opnuðust dyr og tveir sterklegir menn litu inn. Það var með öðrum orðum haldinn vörður um þá. Hvernig tekst John og föður hans að sleppa úr þessari klipu? Lestu um það næst. Tóta frænka.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.