Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1938, Side 12

Fálkinn - 20.08.1938, Side 12
12 F Á L K I N N WYNDHAM MARTYN: 6 Manndrápseyjan. Og frú Barkett brann í skinninu eftir hefnd. Hún var ein í tölu þess ógæfusama fólks, sem aklrei kemur gott s\>ar í hug fyr en það er orðið of seint. En það var þó alt- af huggun, að frú Hydon Cleeve liafði eng- in völd i samkvæmislífinu framar. Állir vissu, að ríkur ættingi hennar, Cnrtis Weld, liafði gefið henni hús, og að Cleeve varð að vinna til þess að ljúka námi sínu við Yale-háskólann og að Phyllis var skrifstofu- slúlka. Og samt var þessi gamla fuglahræða derrin. Frú Barkett vissi ekki Iiversvegna maðurinn hennar liafði endilega viljað (lvelja heilan mánuð þarna á eynni. Hvers- vegna liafði hann ekki sagt henni, að mr. Athee ætti fallega dóttur? Hann vonaði vist, að Tom gæti náð í liana. Augun urðu mýkri er henni varð litið á son sinn. Hún viðurkendi, að sumum gæti fundist Cleeve Cannell laglegri — ef menn þá feldu sig við jtann svip. Cleeve var í rauninni of lagleg- ur til að vera karlmaður. Hvaða kona gat Itúist við að fá að hafa hann í friði fyrir sig? Móður Toms gramdist að sjá, að sonur hennar var greinilega hugfangnastur af Phyllis, sem á hinn bóginn virtist hafa svo slæman smekk, að hún kaus helst Barton Dayne. Frú Barkett beindi nú athygli sinni að matnum,sem var prýðilegur. Hún var svo heppin að hún gat jetið livað sem hún vildi án þess að verða of feit. Hún brosti þegar hún sá, að frú Jaster varð að afþakka hvern rjettinn eftir annan. Undarlegt var það, fanst henni, að hún skyldi sitja við sama borðið og Jasterbjónin. Og ennþá undar- legra var það, að viðbjóðurinn hún gamla frú Hydon Cleeve skyldi vera þarna líka, og það meira að segja í heiðurssætinu. Frú Barkett vonaði, að man.ninum hennar tæk- ist að fá mr. Athee til að leggja fje í „Western Oil Fields“. Annars yrði framtíð- in kvíðvænleg. Svo hugleiddi frú Barkett, bvort liún væri ellilegri en maðurinn henn- ar. í rauninni var hún fimm árum yngri, hun var aðeins nýsloppin úr skólanum þegar hún giftist. Hjónabandið hafði ekki verið farsælt. George hafði ekki farið duit með, að bann var kraminn þegar Cick Cannell tók frá honum stúlkuna sem hann elskaði. Ilve frú Barkett hataði innilega kerlingarnornina og alt hennar afsprengi! Hún hafði verið óttaleg manneskja, þó ekki hefði veríð satt nema brot af jjví, sem um hana var sagt. Hún hafði lent í ótal æfintýrum með hertogum og furstum. El- isabeth hafði spent bogann hart. Og nú sat bún þarna og breiddi úr sjer og rjeð öllu eins og hún var vön og enginn þorði að anda á hana. Frú Barkett vaknaði af þönkum sínum um órjettlæti heimsins við að Phyllis á- varpaði húsbóndann: „Vilduð þjer ekki gera svo vel“, sagði unga slúlkan, „að segja okkur svolítið af Skalla lcapteini og Drauga-Fratton frá Manndrápsey ?“ „Jeg vil belst ekki segja ykkur neitt í bili“, svaraði Athee/ „vegna þjónanna,“ bætti hann við með lágri rödd. „Mjög skynsamlegt,“ tók frú Hydon Cleeve fram í. „Persónulega er jeg ekki hrædd við neitt, fyrir mínum sjónum eru jæir dauðu dauðir. Ef jeg fengi tækifæri til að segja sumum þeirra, sem komist hafa undan mjer með því að deyja, hvað mjer finst um þá, skyldi jeg ekki hafa neitt á móti því heldur.“ „Nei, því skal jeg gjarnan trúa,“ sagði Georg Barkett. Frú Cleeve, sem liafði orðið fyrir þeim vonbrigðum af miðdegisverðinum, að Hugb Elmore var ekki viðstaddur — hann var lasiml og varð að liýrast á herbergi sínu hrestist dálítið við, athugasemd Barketts. Það var fifldirfska af honum að ýta svona undir hana. Augnaráð hennar var svo hvast og nístandi, að það var eins og sumir yrðu að gjalli fyrir því. í rauninni hataði frú Cleeve Barkett. Þegar ólánið sótti Richard Cannell, hefði Barkett getað bjargað hinum gamla vini sínum, en hann hafði kosið fremur að minnast þess, að Cannell tók Betty Tiler frá honum. Upp frá því hafði frú Cleeve haft sína meiningu um hann, og ekki farið dult með. Og hún hafði ekki kallað hann afsíðis og hvislað meiningu sinni að honum. Hún liafði kosið að svala sjer á fórnardýri sínu í samkvæmi, þar sem honum var ó- mögulegt að komast undan. Hún hafði sannarlega verið í essinu sínu kvöldið það. „Hvað voruð þjer að segja?“ spurði hún smeðjulega. „Að jeg öfundaði stundum þá sem dauðir eru,“ svaraði hann. Það voru ekki margir sem grunaði, að Barkett hefði síðustu dag- ana oft hugsað um síðasta örþrifaráð þeirra sem í ógæfuna rata. Ef honum tækist ekki að selja liúsráðandanum eitthvað af ö’ílú- hlutabrjefunum sínum, þá gæti farið svo, að æfilokin yrðu þau sömu hjá honum og hjá Cannell, sem hann fyrirleit svo mjög. „Þjer eigið máske ekki langt eftir ólifað,“ sagði frú Cleeve með uppgerðar liluttekn- ingu. „Þjer hafið verið að grafa yðar eigin gröf síðan þjer voruð svo lítill að þjer stóðuð ekki út úr hnefa. En jeg mun sakna yðar, George. Þjer hafið veitt mjer margar ánægjustundir. Mjer þætti gaman að vita, hvað blöðin skrifa um yður þegar þjer er- uð dottinn upp fyrir.“ „Jeg er nú ekki dauðnr ennþá,“ sagði Barkett þyrkingslega. Honum varð órótt innanbrjósts undan gömlu augunum, sem ellinni hafði ekki tekist að glepja. Hann hjelt áfram að borða og var í djúpum hug- leiðingum. Jaster mundi reyna að spilla fyrir honum. Það var meira en óheppilegt, að hann skyldi vera þarna í gestahópnum. Athee mundi sennilega spyrja um álit lians á olíu-hlutabrjefunum. Og ef liann gerði það þá væri öll von úti. Hann gæti reynt að fá Jaster til að leggja sjer liðsyrði, en það yrði víst þýðingarlaust. Hann liataði liann svo mjög, að ekki yrði tjónkandi við liann. Það var merkilegt að verstu fjand- menn hans skyldu vera staddir þarna kring- um hann. „Jeg er nú ekki dauður ennþá,“ sagði hann aftur, „og að því er mjer skilst kemur Jaster miklu oftar til læknis en jeg.“ „Jeg borga lækninum fyrir að varðveita í mjer heilsuna," sagði Jaster. „Svo að það er þá nauðsynlegt?“ Ungi Dayne, sem sat við liliðina á Pliyllis, sagði lágt: „Jeg er ekki næmur fyrir sál- rænum áhrifum, en mjer finst andinn hjer inni vera kominn í svoddan ósamræmi. Jeg hjelt það væri gamlir kunningjar, sem hjer væri saman komnir, en svo situr fólk- ið og liorfir heiftaraugum hvað á annað, eins og það væri verstu hatursmenn.“ Hann leit frá Barkelt til Jasters. Konnrnar þeirra gutu líka hornaugum hvor til annarar og synirnir líka. „Hún langammá yðar er sú eina sem skemtir sjer. Hún er mörgum ár- um yngri í útliti núna, en hún var fvrir klukkutíma." „Herrar mínir,“ sagði mr. Athee veimil- títulega, „hversvegna á maður að tala um dauða og sjúkdóma yfir fyrstu máltíðinni, sem við snæðum saman?“ „Viljið þjer lieldur gevma það þangað til seinna?“ greip frú Cleeve fram í. „Hvers- vegna?“ „Við mr. Athee erum ekki blóðþvrst," sagði Phyllis, „við viljum lielst bafa frið og ró.“ „Er það þessvegna sem hann byggir hús hjer á Manndrápsey?“ spurði George Bar- kett. „En er annars ekki kominn timi til ,að fá að heyra eilthvað um sjóræningj- ana?“ Hann sneri sjer að Jaster og brosti bæðilega. „Jeg sá, að „Wall Street Budgel“ kallaði þig sjóræningja í fvrri viku, Jaster. Það var ekki beinlínis kurteisi.“ „Það var hrós,“ sagði Jaster og brosti. „Jeg liafði einmitt þá komið Semmon og þorpurum lians á knje. Jeg he'fi haft auga á Ludwig Semmon í mörg ár. Það fer altaf svo á endanum, að jeg fæ því framgengt sem jeg vil.“ Frú Jaster leit ibyggin á frú Barkett. Ungi Barkett gladdist við tilhugsunina um, að hann væri sterkari en nngi Jaster, og einsetti sjer að nota sjer það í nánustu framtíð. Cleeve Cannel var hár piltur, ljóshærð- ur. Langamma hans hafði ekki ennþá sett hann inn í framtíðaráætlanir sínar; en bann grnnaði — og sú tilliugsun gerði lion- um órótt -- að hún óskaði þess, að Phyllis giftist Hugh Elmore. Cleeve hafði verið það þvert um geð, að hafa Hugh með sjer: Hugh var laglegur en landeyða, og dáði Cleeve Cannell meira en nokkurn annan mann í veröldinni. í augnablikinu lá liann fyrir í herbergi sínu með hausinn sárverkj- andi af limburmönnum. Cleeve var því vanur, að ungar stúlkur horfðu á liann og reyndu að lála hann taka eftir sjer. Honum gramdist dálítið, að það virtist svo sem Erissu Athee findist hinir ungu piltarnir eins laglegir. Hún var með alveg nýjum svip, fanst Cleeve. Hún virtist vera hygnari en ungum stúlkum er holt og undir stórum og Ijómandi augunum var liláturinn í felum. VI. kapítuli. Þegar staðið var upp frá borðum bauð Cleeve langömmu sinni arminn og þau leiddusl inn í stóra salinn. Hún settist þar í stól, sem var likur hásæti og benti liús- bóndanum með stafnum sínum að setjast á annan, sem stóð við hliðina.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.