Fálkinn - 20.08.1938, Page 15
F Á L K I N N
15
inga heimsins á þessari öld,
hreyfingar, sem vill sanna, að
maðnrinn geti, þegar nógu marg
ir vilja, snúið horfinu við að
nokkru leyti, syo að alt það,
sem þjakar, rjeni. — Það er
mikils virði að temja sjer þann
hugsunarhátt, að gera „eitt góð-
verk á dag“, eins og skátarnir
segja. Vegna þess að þó að eitt
góðverk verði því aðeins fram-
kvæmt að tilefni. sje til þess,
þá verður huganum tamara að
venjast þessu gamla hoðorði:
„Það sem þjer viljið að menn-
irnir geri yður....“
— — — Það á ekki heima
að fara að tala um margt, sem
fram kom við þetta tækifæri
af lofi en ekki lasíi. Þó má sjer-
staklega geta þess, hve kven-
skátaflokkurinn vakti mikla at-
hygli þessa daga hjer í bæn-
um, og hve stúlkurnar, hæði
börn og fullorðnar, virtust
ganga að leiðsögnstarfi sínu
með mikilli háttprýði og leikni.
Það kann að vera, að eftirtekt-
in hafi vakist að nokkru vegna
þess, að „bláu stúlkurnar“ eru
sjaldsjeðari en piltarnir á gulu
stökkunum, en víst er um það,
að það var meira talað um
kvenskátana hjer í bænum eftir
lieimsóknina en „strákana okk-
ar“. Það er óhætt að segja frá
því, vegna þess, að hjer ern
háðir aðilar þannig, að þeir
kunna ekki að öfnnda.
Andvari.
Lystisnekkjan „Warrior“.
Nýlega var lijer á ferðinni
ensk lystisnekkja, „Warrior" að
nafiii. Var þetta stórt og glæsi-
legt skip, sem mörgum Reyk-
víkingum var starsýnt á, þar
sem það lá við Faxagarð.
Eigandi snekkjunnar er ensk-
ur stóriðjuhöldur Sir Hugo-Cun-
liffe-Owen og var í l'ör með
honum kona lians, hörn, ætt-
ingjar og nánustu vinir. Yfir-
menn skipsins voru Bretar, en
flestir hásetanna spænskir menn
(Baskar).
Erindi Sir Owen var að kynn-
ast landi og þjóð ásamt sínum
nánustu og til að nlega hjer
næðis njóta í sumarfríi sínu.
Sir Hugo Cunliffe Owen er
vellauðugur maður, svo að liann
er talinn meðal ríkustu manna
Breta. Er liann forstjóri fyrir
hinu mikla tóbaksfirma „British
American Tobacco Co. Ltd.“ Er
lóbak frá því firma nokkuð
þekt hjer á landi.
„Warrior“ ljet amerískur
miljónamæringur, W anderbilt
að nafni byggja árið 1904. Var
það skamman tíma í eign hans.
Var snekkjan þá seld til Spánar
og fjekk þar nafnið „Gouzika
Isarra“ og hjelt hún því nafni
þangað til hún kom í eign áð-
urnefnds iðjuhölds, er gaf henni
strax silt upphaflega nafn.
Konrad Mötler heitir Þjóðverji
einn, sem átt hefir heima í Ameríku
síðastliðin fimtíu ár. Hann er nýlega
orðinn áttræður og tók þá inntöku-
próf i mentaskóla og ætlar sjer að
taka stúdentspróf.
Lögreglan i Varsjá hefir hand-
samað 17 ára gamla stúlku pólska,
sem heitir Julía Javorska og stjórn-
aði stórum óaldarflokki í höfuðstað
Póllands. Náðisl stúlkan eigi fyr en
eftir heiftuga viðureign með skamm-
byssum. Hún hefir nú skýrt frá
mörgu viðvíkjandi fjelagi sínu, sem
hjet „Hin leynilega dauðasveit“ og
sem einkum hefir haft það að starfi,
að lióta ýmsum ríkismönnum bráð-
um bana, ef þeir ljetu ekki af hendi
stórar fjárupphæðir. Hefir stúlkan
lifað tveimur tilverum, á daginn hef-
i>' hún verið einstaklega ljúf-
mannlegt heidri manna barn en bófa-
foringi á nóttinni. Meðal þeirra, sem
orðið hafa fyrir barðinu á henni er
miljónamæringur Godlewski. Hótaði
hún að drepa hann, ef hann borgaði
henni ekki 100.000 krónur.
í Mexiko er gamall námubær, þar
sem liúsin eru verðmætari til niður-
rifs en að láta þau standa. Þau liafa
nefnilega verið múruð saman með
sandhræru, sem inniheldur gull. Eitt
tonn af þessum gullsandi inniheldur
gull fyrir 125 franka. Helmingur
húsanna í bænum hafa nú verið rif-
in og þau seld fyrir fjórfalt verð við
það sem þau kostuðu.
PROTOS
BRfiUDRIST
Steikt brauð með te eða
kaffi-—herramannsmatur.
Snoturt áhald á matar-
borðinu, krómhúðað.
SIEMENS
VESTA
heimsfræga
saumavjelin
sein kveufólkið
vill lielst eiga.
Aðalumboð á íslandi:
Garðar Gíslason
Reykjavík.
* Allt með íslenskum skipum! í