Fálkinn


Fálkinn - 10.09.1938, Qupperneq 14

Fálkinn - 10.09.1938, Qupperneq 14
14 F Á L K I N N GARÐYRKJUSÝNINGIN. Framh. frá bh. 3. lagsins sannfærði án efa niarga vantrúaða um það, að garðyrkja á mikla framtíð lijer á landi og er nú þegar komin á furðanlega liátt stig, þegar lilið er til þess, hve skamt er síðan verulegur skriður komst á liana. En eng- um má blandast lengur hugur um, að garðyrkjumöguleikarnir eru miklir lijá okluir fslending- um, enda þótt við byggjum við hið ysla liaf, þar eð við höfum ylinn frá iðrum jarðar, sem ekki er háður okkar annars kalda og dutlungafulla lofts- lagi. — Úr kvikmpdaheiminum. Frönsk dansmær, Olympe Bradna, hefir getið sjer mikla frægð í Ameríku. Ein af nýju „stjörnunum". Hún heitir Olympe Bradna, er að- eins 18 ára, hefir dansað síðan liún var 3ja, hefir frábæra svipbrigða- hæfileika, og yndislega og vel æfða söngrödd, sem nálgast mést að vera tyriskur sópran. bar að auki er hún fögur, alveg töfrandi, og á til að bera lmð, sem við köllum persónu- leika. Foreldrar hennar störfuðu við gamla Parísar leikhúsið „Theatre OIympe,“ og |)au ákváðu að láta barnið heita eftir leikhúsinu, þar sem þau ljeku. Þegár telpan var 8 ára dansaði húji svo vel, að fólk hafði ekki sjeð neitt þvi líkt. Næstu árin ferðuðust foreldrar hennar víðs- vegar um Evrópu, og fyrir 8—9 ár- um vakti hún feikna athygli í hinum frægu Stokkhólmsskopleikjum (revy) Ernst Rolf. líi ára gömul kom hún til New York, þar sem hún fjekk tækifæri að sýna hæfileika sína í nokkrum kvikmyndum, og hún leysti starf sitt svo vel af hendi, að áhorf- endurnir urðu sannfærðir um, að hún hefði meðfædda hæfileika til að verða „stjarna". Það hepnaðist að liafa upp á handriti, sem hentaði henni vel, og nú er fyrsta kvikmynd- in, sem hún ljek í, tilbúin. — Hún heitir „14 dagar í París“ og er leyni- lögreglumynd, með mikilli músik. í þessari nýju mynd kemur Olympe að svipbrigðahæfileikum sínum, dans- leikni og hrífandi söngrödd. Ljónshvolpar og mannabörn. Á síðasta ferðalagi mínu kom jeg við í Bertín, en átti þar aðeins stutta viðdvöl. í Berlín er stór og merki- legur dýragarður. Jeg vanræki aldrei að heimsækja dýragarða, þar sem þeir verða á leið minni. Jeg heim- sótti þannig dýragarðana í Munchen, Berlín og Hamborg. í Berlín hafði stór hópur manna staðnæmst fyrir framan búr, þar sem 2 velstálpaðir Ijónshvolpar Ijeku sjer innan við grindur, annars úti. Þessi yndislegu náttúrubörn ljeku sjer likt og litlir krakkar með ærslum og kæti og á- flogum. Eftirlitsmaður þeirra bauð mönnum að koma inn í búrið og láta taka mynd af sjer með hvolpunum. Leit út fyrir að menn væru ófúsir að ganga inn í búrið, því enginn gaf sig fram. Þótti mjer eink’ennilegt að menn skyldu óttast svo meinleysis- leg ungdýr, þó rándýraættar væru, og gekk inn og var þá þessi mynd tekin af mjer, með þessi skemtilegu börn á hnjánum. Ekki er langt síðan að tókst að ala upp heilbrigða til þroskaaldurs hvolpa hinna stærri rándýra. Fyrst lengi var svo óeðlileg meðferð á þessum frelsiselskandi dýrum, að þau eignuðust sjaldan afkvæmi. En eftir að Hagenbeck í IJamborg hafði kent mönnum rjettari meðferð þeirra, þar sem dýrin fengu meira frjálsræði og vinsamlegri meðferð, er það algengt. Framan af mistókst uppeldi rán- dýrahvolpa oftast eins og oft mis- tekst að ala upp hraust börn á nú- límavísu. Allir rándýrahvolpar fengu beinkröm, skyrbjúgsvott og fleiri vitaminsskortskvilla, og síðan berkla- veiki, og dóu úr henni. Þrátt fyrir alla berklavarúð tókst ekki að verja þessi sterku börn náttúrunnar fyrir þessum algenga menningarkvilla. Á síðari árum hefir þetta þó lag- ast. Menn hafa láert að rjett fóðrun og hreyfing úti undir beru lofti er einasta áreiðanlega vörnin gegn bein- kröm, skyrbjúg og berklaveiki. Þann- ig gildir nákvæmlega hið sama lög- mál um rándýrahvolpa og mannanna börn. Meðan rándýrahvolpar eru lillir, eru þeim gefin mulin bein með kjöti af ungum dýrum og ennfremur dálít- ið af góðu þorskalýsi. Með þessari fóðrun og nægilegri hreyfingu úti undir beru lofti, verða þessi náttúru- börn fögur, sterk og stælt, svipuð þeim sem algst upp við fullkomið frelsi í sinum uppbaflegu heimkynn- um, þar sem þau lifa samkvæmt lög- máli lifsins. Ef rándýrahvolpar fá ekki bein með fæðunni verða þau veik af VOPNAHLJEÐ KOM OF SNEMMA. Hinn 7. nóvember 1918 sendi Roy Wilson IJoward, sem nú er orðinn forstjóri frjettastofunnar United Press svohljóðandi skeyti frá Frakk- landi til frjettastofu sinnar: „Samn- ingar um vopnahlje milli banda- manna og Þýslcalands voru undir- skrifaðir kl. 11 í morgun. Vopnavið- skifti hætta í dag. Ameríkumenn tóku Sedan í morgun." Eftir stutta stund voru aukaútgáfur og fregnmið- ar frá öllum blöðum Bandaríkjanna komnir á göturnar og alt var á tjá og tundri af fögnuði. En morgun- inn eftir vaknaði þjóðin með slæma timburmenn, því að það kom á dag- inn að frjettin var bygð á fullkomn- um misskilningi. Og enginn gat vitað þá, að vopnaldjeð kæmi eftir fáeina daga. Nú urðu allir hamslausir af gremju við Unitéd Press og Roy Howard, sem kallaður var landráða- maður, en frjettastofunni vildi það til happs að vopnahljeð kom rjett á eftir, annars liefði hún mist áskrif- endur í stórum stil. Enginn veit enn þann dag í dag hvernig frjett þessi komst á loft. Menn vita það eitt, að hún stafaði frá einum af samvei'ka- mönnum Housé ofursta, ráðunaut Wilsons forseta. Og nú dó House í vor, svo að það er útsjeð um, að hann Ijósti ekki upp því, hvernig á fregninni stóð. „BAJAZZO“ Á LITAKVIKMYND. Ein af fyrstu tilraununum sem gerðar voru til þess að kvikmynda söngleiki, var gerð árið 1914 á itölsku óperunni ,,Bajazzo“. IJún var kvik- mynduð en jafnframt var Caruso látinn syngja ýms lög úr óperunni á grammofónplötur og var svo reynt að spila þær samtímis því að myndin var sýnd. Þetta tókst ekki vel — að minsta kosti mundi fólk fussa við svoleiðis kvikmynd núna. Og söngur- inn stóð ekki nema 4Va mínútu. — Nú er nýlega búið að taka „Bajazzo" á kvikmynd, sem er dálítið öðruvísi. Það er Richard Tauber, sem syng- ur hlutverk Canios í myndinni en Steffi Duna syngur Neddu, og enska leikkonan Diana Napier, sem cr gift Tauber syngur Trinu. Og nokk- ur liluti myndarinnar er tekinn með litum, eftir nýrri aðferð. kalkskorti og öðrum þeim efnum, sem bein nýslátaðra dýra innihalda. Þau fá beinkröm, tannveiki og berkla veiki, eins og manna börn fá ef þau eru alin upp á menningarfæði. Und- antekningarlítið fá börn einhvern snert af þessum kvillum, sem stafa af vitaminskorti. Þessvegna eru þau svo móttækileg fyrir eitlabólgu og jafnvel berklaveiki ásamt öðrum kvillum. Siðan sýklarnir fyrst fund- ust, hefir læknisfræðin starað á þá og ekki annað sjeð. IJún hefir ekki varað sig á því, að þessar sníkju- plöntur þrífast torveldlega í þeim jarðvegi, sem rjett er ræktaður, eins og arfi þrífst illa í vel ræktuðu og vel ræstu túni. Þannig er það eklci aðeins með berklasýklana, heldur og flesta afsýkjandi kvilla, sem fylgja menningarþjóðunum eins og skugg- inn. Þannig er það einnig með efna- skiftasjúkdóma, og elli fyrir aldur fram. 23/7 ’38. Jónas Kristjánsson. HJÓNIN VORU .SYSTKIN. Ung hjón í Belgíu, sem liöfou vcrið gift í tvö ár og nýlega eignast harn, fengu þá illu frjett i vor, að þau væru syslkini. — Þegar Þjóðverjar ruddust inn í Belgíu í byrjun styrj- aldarinnar flosnuðu foreldrar þeirra upp en ensk lijón tóku dóttur þeirra til fósturs, þá ómaga barn, og vissu ekki deili á foreldrunum. Þessi hjón áttu heima í Briissel. Bróðir telpunn- ar, sem var tveimur árum eldri en húii, flæktist vestur yfir landa- mærin til Frakklands og ólst þar upp hjá bændafólki. Móðir þeirra systkinanna beið bana í styrjöldinni, en faðir þeirra lenti í fangabúðum Þjóðverja og dó þar. Fyrir þremur árum hittust svo systkinin — Yvonne og Henri heita þau — í Briissel. Þau liöfðu bæði atvinnu við stórt versl- unarhús. Tókust ástir með þeim og svo giftust þau. En nú hafa yfir- völdin komist að skyldleika þeirra og uppleyst hjónabandið. HEUNAÐUR OG ELDSNEYTI. Serrigny hershöfðingi, forstöðu- maður bifreiðadeilda franska hersins befir gefið ýmsar upplýsingar um álit sitt á eldsneytisþörf vígvjelanna ef lil ófriðar kæmi í Evrópu. Hann telur, að á fyi'sta ári nýrrar Evrópu- styrjaldar mundi þurfa um 70 miljón smálestir af olíu og bensíni og til- tölulega ipeira, ef striðinu væri hald- ið áfram lengur. En á friðartimum eru 27 miljón smálestir af olíu og bensini notaðar i Evrópu. Frakkar gætu ekki fengið alt það eldsneyti sém þeir þyrftu hjá bandamönnum sínum, Rússum, því að þeir fram- leiða ekki nema 28 miljón tonn á ári. Yrðu því aðallega að fá eldsneytið frá Ameríku. Og hvernig færi, ef Ameríkumenn færu að telja elds- neytið sem bannvöru í hernaði? •— Þjóðverjar yrðu þó enn ver staddir livað eldsneyti snertir. Þeir reyna eftir megni að framleiða eldsneytíð á efnafræðilegan hátt, en ekki er framleiðslan orðin nema IV2 miljón tonn ennþá. Eina ráðið til þess að afstýra eldsneytisskorti er að safna að sjer óhemju birgðum á friðarár- unum. Það er dýrt, en þegar slríðið er annarsvegar er ekki liorft í pen- ingana. SCHMELING ÆFIR SIG. Hinn 22. júní síðastliðinn fór fram hnefaleikurinn um heimsmeistaratign milli Max Schmeling og Joe Louis, með þeim úrslitum að Louis vann. Myndin sýnir Sclnneling vera að æfa sig fyrir kappleikinn. Af finnn nýjum kardínálum, sem páfinn útnefndi fyrir jólin eru þrír ítalskir, einn enskur og einn fransk- ur. —

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.