Fálkinn


Fálkinn - 10.09.1938, Blaðsíða 3

Fálkinn - 10.09.1938, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. Sigurjón Guðjónsson. Frumkv.stjóri: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Hankastr. 3, Reykjavik. Sími 2210 Ojjín virlca daga kl. 10-12 og 1-0. Skrifstofa i Oslu: A n l o n Schjötsgade 14. IBlaðið keniur út hvern laugard. Áskriftarverð er kr. 1,50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Augiýsingaverð: 20 aura millim. Herbertsprent. Skraddaraþankar. Á siðustu áratugum lietir talsverð hreyting orðið i þá ált, að erlend- um gestum sje boðið til íslands og þá einkanlega iþróttafólki. Og jafn- framt aukast sýningarfarir íslensks íþróttáfólks til útlanda, þrátt fýrir þau miklu vandkvæði, sem slíkum ferðum stafa af yfirstandandi gjald- eyrishömlum. Intð er viðurkent, að þessar ferðir sjeu nauðsynlegar eflingu íslensks íþróttalífs, og skal því síst neitað. Samanburðurinn við aðra og sam- kepnin við aðra er íþróttaleg nauð- syn og um verulegar framfarir get- ur aldrei orðið að ræða í íþróttum, nema íslenskt iþróttafólk fái að vita „hvar það stendur" — með beinni samkepni við aðrar þjóðir. En hjer kemur fleira til greina. Það þarf að leggja alúð við gagn- kvæmar heimsóknir í fleiru en í- þróttum einum. Má benda á, að það er í áttina til vísindalegrar sam- vinnu, er háskólinn fær hingað er- lenrja visindamenn til fyrirlestrahalda og sendir íslenska vísindamenn lil þess að flytja erindi við erlendar vísindastofnanir. En að sjálfsögðu mælti méira að þessu gera en gert er. Þá er það og spor í rjetta ált, að halda hjer á landi námskeið fyrir kennara frá nálægum þjóðum, og gefa þeim lcost á að kynnast menn- ingu þjóðarinnar og landsháttum. Kennararnir eru dreifendur þekking- ar og upplýsingar og það sem þeir fá af vitneskju um landið berst til annara og ber margfaldan ávöxt. Það er viðurkent, að smáþjóð eins og fslendingum, sje brýn nauðsyn á því, að sem mest sje gerl að því, að auka þekkinguna á landi og þjóð er- lendis. Það eru tvær stjettir manna, sem standa best að vígi með að gera þetta: kennarar og blaðamenn. Fjöldi kennara kemur nú liingað til lands i sumarleyfi sinu, en margir koma svo og fara, að þeir hafa eigi kynst íslenslui stjettarsystkinunum sinum og haft það gagn af förinni eins og þeir hefðu getað haft, ef þeir liefðu notið aðstoðar og Íeiðbciningar starfs bræðra sinna og systkina. Og um blaða menn er það sama að segja. Blaða- mannafjelagið hefir að vísu fengið dálítinn styrk til þess að greiða fyr- ir útlendum blaðamönnum lijer. En betur má ef duga skal. Æskilegast væri, að hægt væri að bjóða hingað á hverju sumri nokkrum blaðamönn- um frá þeim þjóðum, sem mest skifti hafa við ísland, mönnum sem væru valdir til ferðarinnar af aðal-blaða- mannafjelagi síns lands. Gar ðy rk j usýningin í Markaðskálanum. Formaðnr hins islenska garögrkju- fjelags, Lngimar Signrðsson. Þakkaði hann að lokum öllum þeim, sem Ijeð liöfðu garðyrkju- fjelaginu lið til þess að koma sýningunni af stað. Er Ingimar hafði lokið máli sínu gaf liann Eysteini Jóns- syni' ráðherra orðið, sem er landbúnaðarráðherra i fjarveru Hermanns Jónassonar. Lýsti ráðherra ánægju sinni yfir þvi hve myndarleg sýningin væri, þakkaði garðyrkjufjelaginu dugnaðinn og árnaði því heilla í framtíðinni. í Iok ræðu sinnar lýsti hann yl'ir opnun sýningar- innar. — Á sýningunni bar margt fyrir auga gestsins, og allir höfðu mestu ánægju af að sjá hana og ekki sist fyrir það, hve öllu var vel fyrir komið í sýn- ingarskálanum. Þegar inn úr dyrunum kom blasti við á miðju gólfi grænt gróðurteppi, með gosbrunni í miðjunni, meðfram röndum þess voru allskonar skrautblóm. A sýningunni gaf að lita fjölda matjurta, m. a. mörg kartöflu- afbrigði með leiðbeiningum til fólks um bver þeirra reyndisl liarðgerust gagnvart sjúkdóm- um. Blómabúðir bæjarins höfðu hver sinn afmarkaða reil á sýn- ingunni og juku þær mjög fegurð sýningarinnar, en það voru Flóra, Blóm og ávexlir, Litla blómabúðin og Gróðrar- stöðin. En auk þeirra sýndu nokkrir einstaklingar, innan- og utanbæjar, garðblóm. Á sýningunni var lalsveri af garðyrkjuáliöldum, og ennfrem- ur voru sýndir jurtapoUar af ýmsum stærðum, unnir úr vikri úr Heklubrauni, af Guðmundi Ingibergs. Þá vakti athygli á sýningunni gróðurhúsið, sem komið var fvr- ir í einu horni skálans. Er jiað einskonar happdrættisgripur, sem fjelaginu vai gefinn fyrir sýninguna. En gefendurnir voru: Eggert Kristjánsson stór- kaupmaður, Iugólfur Jörunds- son, Málningaverksm. Harpa, Stálsmiðjan og Völundur. — Þessi sýning garðyrkjufje- /'Vam/i. ú l>ls. lii. Ilið íslenska garðyrkjufjelag efndi til mjög myndarleigrar garðyrkjusýningar í Markaðs- skálanum við Ingólfsslræli, dag- ana 2. lil 6. þ. m. og sótlu hana á 7. þúsund manns. Var það gleðilegur vottur áliuga fólks um að kynnast sem best fram- förunum á sviði íslenskrar garð yrkju á síðustu árum, sem bafa orðið mjög stórstígar, þó að enn megi betur, ef duga skal. Það eru aðeins fáir áratugir síðan að garðyrkja kom til sög- unnar lijer á landi. Ýmsir ágæt- ismenn þjóðarinnar höfðu þó sjeð nauðsjm hennar og brýnt þjóðina til dáða í þessu efni. En rödd þeirra var hrópandans rödd, sem ekki var á hlustað. Ber þar fvrst að minnast á Gísla sýslumann Magnússon á Illiðar- enda (Vísi Gísti), sem vel má telja föður íslenskrar garðyrkju. Ilann bafði dvalið lengi er- lendis, m. a. i Ilollandi, þar sem garðyrkjan var á mjög báu stigi. Og það sem liann sá þar vakti hjá honum sterka löngun til umbóta lijer heima. Auk Gísla mætti nefna brennandi áhugamenn um garðrækt eins og síra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal, mág Eggerts Ólafssonar, er skrifaði nokkuð um garðrækt og stundaði hana af kappi heima á prestsetrí sínu með ótrúlega góðum á- rangri, þegar litið er til þeirra aðstæðna, sem hann átti við að búa. Mætur garðyrkjumaður var Schierbech landiæknir, sem gaf út all-stóran bækling um garðyrkju, og ])á má ekki gleyma Einári Ilelgasyni, sem nú er nýdáinn, og varin íslenskri garðyrkju ómetanlegt gagn um langt skeið. A síðustu árum hefir svo garð yrkjrinni fleygt fram fyrir at- beina áhugamanna, vaxandi þekkingu á garðræktinni, og við notkun jarðhitans, sem unnið hefir undraverk á þessu sviði og gefur ótal möguleika á kom- andi tímum. Alt þangað til jarðhitinn var tekinn í þjónustu garðræktar- innar var hún mjög einhæf, að mestu bundin við kartöflur bg gulrófur. — Opnun sýningarinnar fór fram á bátíðlegan bátt. Voru mættir við hana margir gestir, er garðvrkjufjelagið hafði boðið. M. a. ráðherrarnir \ tveir, sem heima eru og bæjar- stjórn Reykjavíkur. Formaður Hins íslenska garðyrkjufjclags, Ingimar Sigurðsson, i Fagra- hvannni, hóf máls og bauð gesti velkonma. Rakti liann í stuttu máli sögu íslenskrar garðyrkju og þær framfarir, sem á henni hafa orðið á seinni árum. Hann gat um nauðsyn þá, sem á því væri fyrir Islendinga að efla hana og' mintist á að aðaltil- gangur sýningarinnar væri að vekja fólk til áhuga fyrir lienni. Sjeð inn í sýningarskálann. Á miðri mgndinni sjesl grasbletturinn með gosbriinninum. Að baki sjesl ferhyrndur reitur, þar sem ýmsuni nvöxt- um er haganlega fgrir komið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.