Fálkinn


Fálkinn - 10.09.1938, Blaðsíða 11

Fálkinn - 10.09.1938, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 YNCWW L£/&HbURNIR Gömul list endurlífguð. Þið liafið ef íil vill einhverntíma heyrt húktalara? Þeir hafa lag á þvi, að tala þannig, að röddin virðist koma einhversstaðar úr fjarska en alls ekki frá húktalaranum sjálfum. Og mörgum liafa þessir menn gert hverft við með þessari list sinni. Fólk heldur máske, að það sjeu draugar sem tala. Búktalið er æfagömul trúðlist. — Ýmsir vísindamenn halda því fram að æðstuprestarnir í Egypfalandi hafi verið snjallir búktalarar og hafi leikið þessa list sína þegar fólk kom í skurðgoðámusterin. Því að þá heyrð ust goðin tala. Nú vita menn að dauðir hlutir úr stokk og steini geta ekki talað, svo að líklega voru það æðstu prestarnir, sem höfðu brellur í frammi og töluðu fyrir munn guð- anna. __. Nafnið „búktalari" er í rauninni villandi, því að vitanlega talar eng- inn með búknum. Búktalið er í því fólgið, að geta talað hátt og skýrt án þess að hreyfa varirnar. Mynd- irnar hjer að ofan sýna frægasta núlifandi búktalara i heimi, norska Ameríkumanninn Edgar Bergen og hina frægu leikbrúðu hans, sem geng ur úndir nafninu Charlie McCarthy. Þessir fjelagar sýna sig á fjölleika- húsum Ameríku og fá of fjár fyrir, og auk ])ess tala þeir i hverri vilcu á einni útvarpsstöðinni i Bandaríkj- unum. Einnig hefir verið gerð kvik- mynd þar sem Edgar Bergen og leik- brúða lians hafa stór hlutverk með höndum. Kvikmyndin heitir ,,'Góld- wyn Follies“ og verður eflaust sýnd á öðruhvoru kvikmyndahúsinu í Keykjavik i vetur. Efst á 'myndinni sjáið þið þrjár teikningar af brúðunni Charlie Mc- Carthy. Takið eftir, hve andlitssvip- ur brúðunnar er breytilegur. Neðst til vinstri sjáið þið vjelaútbúnaðinn í brúðunni. Hausinn er laus og má snúa honum sitt á hvað með kefli, sem gengur ofan í maga brúðunni. Og með þvi að taka í þræði má láta brúðuna opna munninn og rang- hvolfa augunum. Á myndinni í miðju að neðan sjest þverskurður af brúðu- hausnum. Þið sjáið að kjálkarnir á brúðunni eru á hjörum (A). en fjöðurin (B) heldur munninum sam- an. Ef stutt er á C hreyfast kjálkarn- ir. Hálsinn er að framan úr togleðri, sem hreyfist um leið og kjálkarnir, þegar brúðan talar. Til hægri sjest Bergen með brúðu sína í þeim stell- ingum, sem að jafnaði sjást á leik- sviðinu. Bergen situr með brúðuna í fanginu, svo að hann á hægt með að stjórna öllum hreyfingum hennar með hægri hendinni, án þess að á- horfendur taki eftir því. Fangar lamafólksins, framhaldssaga með myndum. 11 kapítuli: Flóttinn. 31. „Taktu nú vel eftir,“ hvíslaði John áfram. „Ef við eigum að geta sloppið lijeðan þá verðum við að gera það með skyndiáhlaupi. Beinl fyrir aftan liásætið 'hjerna er hurð, með slagbrandi fyrir utan; þessi hurð er í hálfa gátt núna — jeg sá það áðan, þegar jeg kom inn í sal- inn og dragsúgurinn bærði vegg- tjöldin. Eftir þvi sem jeg best get sjeð gengur þessi lnirð út í langan gang, sem liggur út í forgarðinn rjett við jarðgöngin gegnum klettinn. Við verðum að beita ofbeldi við varð- mennina — hjá því verður ekki kom- ist og svo verðum við að treysta því, að við getum hlaupið fljótar en þess- ir menn í síðu skikkjunum sínum. Jeg reyni að smokra mjer úr þessu rykkilíni sem jeg er í, undir eins og jeg kem fram i ganginn. John stóð upp til þess að faðma föður sinn. Faðir hans stóð líka upp. Tvent í tjaldlegu. Það er vitanlega nauðsynlegt að hafa hreint loft þegar maður liggur í tjaldi. Mynd 1 sýnir hvernig hægt er að gera „glugga“ á tjaldið með hægu móti. Maður hýr sjer til spýtu með sýlingum í báðum endum og setur liana þversum efst i tjald- dyrnar og reimar svo saman fyrir neðan. Mynd 2 sýnir dálitið, sem hver útilegumaður verður að múna. Það er einskonar þröskuldur úr horð- renningi eða kviatum, sem varnar því, að fólk beri með sjer óhrein- indi inn í tjaldið þegar blautt er um. Hún: — Er þetta mikilsvert hlut- verk„ sem þú hefir i leiknum? Hann: —: Nei, það er iiðru nær. Jeg er eiginmaðurinn. PRINS LOUIS FERDINAND elsti sonur þýska krónpr'insins fyr- verandi, kvæntist nýlega Kyru dótt- ur Cyrills stórfursta af Rússlandi og hjelt Vilhjálmur gamli i Doorn veisluna. Sjást brúðlijónin lijer á myndinni, ferðbúin í brúðkaups- ferðina. MARCO POLO. Framh. af bls. 5. var erindið það, að komasl lcringum hnöttinn, til ríkja stór- khansins, finna leiðina sem Magellaes fann. Þannig varð það Mareo Polo, sem varð hraut ryðjandi hinnar glæsilegu ald- ar i sögu hvitra manna, serii kölluð er Landkönnunaröldin. 2. Og augnabliki síðar stóðu þeir í faðmlögum. Dr. Madigan hvíslaði að John: „Þessi ráðagerð er vísl betri en þjer dettur í hug sjálfum, drengur minn! Þegar jeg var leiddur inn hingað um dyrnar sá jeg að for- garðurinn að dómsalnum var troð- fullur . af mönnum, vopnuðum og óvopnuðum, og þessvegna er senni- legt að músterisgarðurinn sje nærri mannlaus. Og jeg vona, að varðmenn- irnir þrír úr jarðgöngunum hafi látið ginnast inn í hinn forgarðinn af for- vitni. Hann klappaði John á öxlina og lagðist á knje aftur, en John hvíslaði: „Nú ætla jeg að halda dá- litla ræðu fyrir ])jer, svo að fólkið haldi, að jeg sje að segja skilið við þig og áfellist þig þunglega. Vertu viðbúinn að koma hlaupandi á eftir mjer þegar jeg segi: „Nú“! Dr. Madigan kinkaði kolli — og John tók lil máls með hárrí röddu! 33. Það fór ánægjulegur kliður um allan mannsöfnuðinn, því að nú voru allir sannfærðir um, að Johri væri fallinn frá því að verja föðúr sinn. En alt í einu kallaði John orðið, sem aftalað liafði verið og eins og kólfi væri skotið þutu þeir feðgarnir bak við hásætið, út um litlu, sterku hurð- ina og skutu slagbrandinum fyrir að utan. í flughasti fleygði John af sjer viðhafnarbúningnum og stóð nú í stuttbuxum og skyrtu. Madigan varð að hlaupa með hundnar hend- urnar fyrsta kastið. Fólkið í dóm- salnum sat um stund eins o'g steini lostið, en siðan kvað við óp og öskur og alt var i uppnámi. Komast nú vinir okkar óá- reittir gegnúm musterisgarð- inn eða verða nýir örðug- leikar á vegi þeirra? Það frjettist i næsta hlaði. Tóta fræhka. » o-'ia. © ••'n.. ©-»«h. ••"«► •-'«*•••■«*. ©■••**•••■••*••**»► DREKKIÐ E 5 I L 5 - 0 L ^•-fc.-o-,nu.-o

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.