Fálkinn


Fálkinn - 10.09.1938, Blaðsíða 7

Fálkinn - 10.09.1938, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 GETULO VARGAS forseti i Brasiliu hefir átt ónæSis- samt undanfarið, því að fasistar hafa verið uppvöðslusamir í landinu. Hjer á myndinni sjest hann vera að halda ræðu í útvarp. Á baðstaðnum Long Beach hefir fólkið allskonar samkepni sjer til dægrastyttingar. Þannig var nýlega samkepni meðal kvenna um það, hver þeirra liefði gullnast hár. Þess- ari stúlku var dæmdur sigurinn. Hún er 17 ára og heitir Lilian Nelson. HETTUKLÚTURINN er æfagamalt höfuðfat, sem islenskar konur hafa ekki afrækt til þessa, en víða er gengið úr tísku. En nú liefir hann gengið í endurnýjung lífdaganna. Meðal annars er hann mikið notaður af stúlkum sem hjóla og þykir þægilegri en nokkur hattur eða húfukolla. JEAN BATTEN hin fræga flugkona frá Nýja Sjá- landi, sem sett hefir ýms flugmet sjest hjer í viðhafnarbúningi að vera að fara í áheyrn til Bretakonungs í Buckingham Palace. RÚSSNESKUR HAMLET. Rússneski leikarinn Rafael Adel- heim er talinn einn besti Hamlet- leikarinn sem nú er uppi. Myndin er tekin af honum í þessu hlutverki á leikhúsi í Moskva. RÚNINGAMENN — eða rjettara sagt sauðklippinga, víðsvegar að úr Englandi og Skot- landi höfðu nýlega með sjer kapp- mót í Hyde Park í London og reyndu sig þar á kindunum i garðinum. Hjer á myndinni sjest gerðarlegt reyfi af einni kindinni. BRYNREIÐADÁTAR. Áhafnirnar á hinum ensku bryn- reiðum fá afar nákvæma kenslu og æfingu í meðferð þessara vígvjela nútímans, og þess er krafist af hverjum manni á brynréiðinni, að liann geti stjórnað brynreiðinni, skotið og sent loftskeyti, ef með þarf. Hjer sjest dáti vera að gefa bendingarmerki frá brynreið sem er að sækja fram. PETAIN MARSKÁLKUR, sigurvegarinn frá Verdun, sjest hjer á myndinni vera að lialda ræðu á minningarhátíð í Caen, þar sem nær- staddir voru 30.000 manns, er höfðu tekið þátt í heimsstyrjöldinni. SKJALDBÖKUVEÐHLAUP er það nýjasta í skemtilífi Ameriku- manna. Myndin hjer að ofan er frá slíku veðhlaupi, sem liáð var í Phila- delphia. THOMAS MANN, hinn frægi þýski rithöfundur, sem nú er í útlegð, var nýlega heiðraður í New York, í samsæti sem honum var haldið af nefnd þeirri, sem greiðir götu þýskra flóttamanna. Hjer á myndinni sjest blaðritarinn Dorotliy Thompson afhenda Mann „hina gullnu bók minninganna.“ BJÖRNINN TEDDY hefir lært hnefaleik af eiganda sin- um og ferðuðust þeir um og björn- inn kepti í hnefaleik við ýmsa kappa. En svo vildi það til að Teddy slas- aðist við járnbrautarslys og getur ekki sýnt sig framar. Eigandinn krefst 175.000 dollara skaðabóta fyr- ir björninn. hafa japanskir hermenn skreytt þetta Budda-líkneski með hermannahúfu og einkennisbandi, sem er með á- letruninni: hervæðing þjóðernisand- ans.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.