Fálkinn


Fálkinn - 17.09.1938, Síða 3

Fálkinn - 17.09.1938, Síða 3
F Á L K I N N 3 Til hægri: Búasteinn, siiðausliir-hlið. Til vinstri: Búasteinn, brekkumegin. Búi hefir sénnilega varist þar sem mennirnir standa Bnaiteinn og Búaliellir. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. Sigurjón Guðjónsson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Síml 2210 Opin virka (iaga kl. 10-12 og 1-0. Skrifstofa i Oslo: A n t o n Schjötsgade 11. Blaðið kemur út hvern laugard. Áskriftarverð er kr. 1,50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. Herbertsprent. Skraddaraþankar. í íslendingasögum er það atburð- ur, sem endurtekur sig oftar flestum öðrum, að maður vinnur á andstæð- ingi sinum. „Klauf hann í herðar niður,“ „hjó hann banahögg." Og það er oftar sem sagt er frá þessu með velþóknun en með fyrirlitn- ingu, jafnvel þó að einvígið hafi verið unnið ó hinn óriddaralegasta hátt, og só sem veginn var hafi ver- ið alsaklaus. Fró sjónarmiði nú- timamanna er þetta veila, sem menn reyiia að afsaka með því, að tím- arnir, viðhorfið, hugsunarhátturinn hafi verið svo gjörólíkur þá og nú. Vígin og jafnvel morðbrennurnar hafi verið svo sjólfsagður hlutur. En er ekki talsvert af þessari veiiu eftir í íslensku skapferli enn í dag? Eru íslendingar ekki meiri vígamenn og lirottar en t. d. frænd- þjóðirnar ó Norðurlöndum? Það verður víst ekki hægt að neita því. Sjerstaklega á stjórnmálasviðinu, — Það er blátt áfram stórmerkilegt fyrirbæri, hvernig prúðustu og i- hugulustu menn, sem i venjulegum skiftum við náungann vilja ekki vamm sitt vita, sem eru hjálpfúsir og velviljaðir í daglegri umgengni, geta umhverfst og orðið að tígris- dýrum undir eins og stjórnmálin eru annarsvegar. Ekki þannig að þeir vegi víg eða limlesti, heldur í orðum. Tónninn í stjórnmálaumræðu'num þarf umbóta við. Það er nefnilega afar erfitt, að halda uppi heilbrigðri stjórnmólastarfsemi, ef orðbragðið hjá þeim sem deila, er ekki sæmi- Iega þokkalegt. Það er erfitt að kom- ast að rjettri niðurstöðu með þeim umræðum, sem að mestu ganga út á að móðga, styggja og svívirða. Því að flestuin er svo farið, að þeim rennur í skap við stygðar- yrðin, en reiðin er jafnan versti þröskuldurinn fyrir skynsemd i starfinu. Það álit þarf að fara for- görðum, að menn grípi til fáryrða og fúkyrða, til þess að Iáta öðrum skiljast hvað þeir meini. Þvi að það eru einmitt fúkyrðin, sem kæfa meininguna. Fá orð i fullri mein- ingu, eru ekki fúkyrði, ef maður- inn kann að stilla skap sitt. Og það jmrfa stjórnmálamenn að kunna, eigi síst. Deilan er glíma og vopnin eru röksemdir -- þá fæst oft nið- urstaða og það sigrar, sem mætara er. Þegar menn níða og bolast i glímu þá eru þeir dæmdir úr leik. Nú væri það skemtilegt, að vel- ferðarmálum þjóðarinnar væri gert eins hátl undir höfði og islenskri glímu og menn dæmdir úr leik fyrir að níða. Það bar við einn sunnudag, fyrir um það bil þúsuncl árum, að maður einn kom ríðandi vestur yfir Hellis- heiði. Vegurinn liggur nú meðfram fjöllum þeim er ganga suðvestur úr Henglinum, en þá lá hann yfir þau, og var komið að vestan niður skarð það, sem er upp af Kolviðarhóli og hjet það Öxnaskarð. Þessi leið var farin til tiltölulega skamms tima enda eru djúpir slóðar slitnir þar viðá í klappirnar eftir hófa ferðamanna liestanna. Hellisheiði var lengri fjallvegur í gamla daga en nú, því engin bygð var, frá því farið var upp úr Ölfusi, þar til komið var að Lækjarbotnum, efsta bænum i Seltjarnarneshreppi, en þar heitir nú Lögberg. Maðurinn sem kom ríðandi var mikill vexti og gjörfilegur og reið við alvæpni. Hann hét Búi And- ríðsson og var rikur bóndason frá Brautarholti á Kjalarnesi. Faðir hans hafði komið seint á landnámsöld, á- samt fleiri mönnum, frá írlandi, en norrænir víkingar liöfðu þá víða lagt undir sig strendur þess lands, og má segja að tunga sú, er síðar var nefnd íslenska, hafi hljómað liring- inn í kringum gjörvalt írland. And- ríður giftist Þuríði, hinum mesta kven skörungi, er var dóttir bóndans í Þormóðsdal í Mosfellssveit, og var hún móðir Búa, og enn á lífi, er þetta gerðist. Búi var að koma frá Noregi, og liafði skip það, er liann kom með, haft skjóta ferð, því veður höfðu verið hagstæð og stýrimaður glögg- ur á gang stjarna og sólar, en þá var ekki leiðarsteinninn fundinn, svo að stýra varð eftir gangi himin- tunglanna og var það nokkuð örugt meðan léiðarstjarnan sást, er jafnan sýndi hvar hánorður var. En um sumardag, þegar koinið var það langt norður, að nótl var björt, varð að stýra eingöngu eftir sólargangi og tungli (ef það sást) og reyndi þá mjög á farmensku stýrimanns. Skipið hafði tekið höfn við Eyr- ar við Ölfusárós, er þá lijet Hvitárós, því fljótið lijet þá Hvítá alla leið til sjávar. En á bakkanum upp frá Eyrurn myndaðist þorp er nefnt var Eyrabakki en síðar breyttist nafnið i Eyrarbakki. Það var siður þá, að þeir, sem tóku sjer fari milli landa, keyptu hlut í skipinu eða að minsta kosti áttu hlut i varningi og þótti þetta nauðsynlegt til þess, að allir skip- verjar væru fúsir til þess að verjast, ef víkingar, eða aðrir ránsmenn, rjeð- ust á þá. Búi hafði því ekki þegar riðið vestur yfir fjall, heldur tafist nokkuð eystra því hann þurfti að gera ýmsar ráðstafanir viðvíkjandi eignum sinum. Hann gat því búist við að fregnin um að hann væri kominn út til íslands væri kominn á undan honum vestur yfir lieiði. En þó að hann ætti óvini bjóst liann tæplega við, að þeir myndu bregða svo skjótt við, að honum væri ekki óliætt yfir heiðina, enda var hann liinn mesti fullhugi og ekki liafði hann viljað heyra, er skipsfjelagar hans töluðu að óvarlegt væri fyrir liann að fara einn síns liðs yfir heiðina. Andriður faðir Búa og fjelagar lians höfðu verið skírðir menn, en víst að öðru leyti lítt kristnir, en land laut alt þá hinum forna átrún- aði feðra vorra. En Búi vildi á upp- vaxtarárum sinum engin goð blóta, og hneykslaði það mjög trúaða menn, því þeim var Ásatrúin eins hugstætt mál, ug eins mikið hjartans mál, eins og kristntnn mönnum siðár hin kristna trú, og hötuðu jafn mikið og þeir trúleysingjana. Þessi van- trúnaður Búa mæltist því illa fyrir hjá trúuðum mönnum og varð það til þess, að einn framgjarn ungling- ur, Þorsteinn sonur Þorgríms goða á Kjalarnesi stefndi Búa til Kjalar- nesþings fyrir rangan átrúnað, og ljet varða skógangssök. Var Búi sea- ur dæmdur og því rjettdræpur. E’i Búi skeytti ekki dómnum, leitaði ekki af landi brott, eins og siður var sekra manna, og fór allra ferða sinna. Lög feðra vorra voru þannig, að sá, sem fjekk mann sekan gerðan, varð sjálfur að sjá um fullnægingu dómsins, og hafa margir undrast, að svo vitur lög, sem þeir gerðu yfir- leitt, að þeir skyldu ekki mynda sterkt framkvæmdavald. En þetta var mjög að ráði gert, því þeir voru lýð- veldismenn í eðli sínu, og höfðu flutt til eylands þessa af því, að þeir vildu ekki ofríki einstaks manns. En þeir óttuðúst, að ef hjer væri sterk miðstjórn, myndi bráðlega leita í sama horfið hjer, og þeir liöfðu snúið frá í Noregi. En það þótli hin mesta vanvirða, að koma ekki fram dómum, gagnvart sekum mönn- um með því að fella þá, eða að minsta kosti að stökkva þeim úr landi. Það sem Þorsteinn Þorgrímsson hafði ætlað að gera til að afla sjer álits, snerist þvi honum til vanvirð- ingar, er Búi fór ekki úr landi, og það þvi frekar, sem Búi fór ferða sinna milli Brautarholts og Esju- bergs (en þar bjó lóstra hans) án þess að bera eggvopn, en hann hafði aðeins slöngu eina knýtta um mitti sjer, því hann var slyngur. Þorsteinn hlaut því, til þess að lialda heiðri sinum, að drepa Búa, þó það liafi fráleitt verið ætlun hans í fyrstu. Þorsteinn veitti því Búa eftirför einn dag, með tólf af mönnum föð- ur sins, eitt sinn er hann fór f.a Brautarholti til Esjuhergs. Þetta var um vetur og veður útsunnan með jeljagangi, eins og títt er við Faxa- flóa, en ekki var sporrækt. Búi sá eftirförina er hann kom á hæð þá, er Kljeberg lieitir. Beið hann þar eft- ir þeim, og er þeir komu yfir læk þann er þar var vestan við, var eitt jelið að skella á. Slöngvaði Búi stein- um á nokkra þeirra, og var það sumra þeirra bani. En þeir Þorsteinn hlupu þá sem ákafast að lionum, en þeir náðu honum ekki, því Búi komst undan i jelinu, enda þekti hano þarna hvert gil og liverja lægð. Eti þegar saga þessi var sögð, nokkrum mannsöldrum síðar var undankoma Búa þökkuð galdramyrkri, er fóstra Búa hefði gert. Og þannig er sögnin rituð niður i Kjalnesingasögu. Nokkru seinna koin Búi seint um kvöld til Brautarholts, og var þar um nóttina. Næsta morgun árla sneri hann aftur til Esjubergs. En er liann kom á holtið, þar sem sá heim að bænum á Hofi, sá hann mann ganga þaðan til hofsins og þekti að það var Þorsteinn. Gekk hann þá á eftir honum inn í hofið og vó hann þar, og skyldi við hann dauðan undir hofgarðin um. Siðan kveikti hann með hinum vígða eldi hofsins i tjöld- unum, sem það var klætt með, og hrann hofið. En Búi kom við á bæ þeim, er hjet Hólar, líklega þeirn sama og nú heita Skrauthólar, og lýsti þar.vígi Þorsteins á hendur sjer. Fóstra Búa á Esjubergi vísafci honum á helli, sem er austur og upp af bænum á Esjubergi, og liafði hún látið safna þangað vistuni með leynd, og fór Búi þangað. Þorgrímur goði kom með marga Framh. á bls. 74.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.