Fálkinn


Fálkinn - 17.09.1938, Blaðsíða 11

Fálkinn - 17.09.1938, Blaðsíða 11
F Á L Ií I N N 11 YMG/tU bS/&NftURMIR Hreyfanlegur dimmuklefi. Úr þunnum fjölum eða krossviði býrð þú þjer lil kassa eins og sýndur er á mynd 1. Málin eru öll í centimetrum og þyktin á trjenu á að vera einn centimetri. En áður en þú neglir botninn i hann skaltu búa til lokið, sem sýnt er á mynd 2. í ferhyrnda opið á lokinu setur þú rúðu úr dimmrauðu gleri, sem þú getur sjálfsagl fengið keypt í ein- hverri búðinni. Glerið er fest með smánögluum og svo kíttað, alveg eins og venjuleg gluggarúða. Á 3. mynd sjerðu hvernig lokið er fest á kass- ann. Það á að vera nálægt 1 cm. milli frambrúnarinnar á lokinu og tilsvarandi brúnar á kassanum. — Taktu eftir litla lokinu á þessari hlið kassans, það sjest á mynd 1. Það verður að falla vel í, og rand- irnar eru fóðraðar með þykkum ullardúk. Gegnum þennan hlemm eða lok eru framkallaraskálarnar og annað það sem þarf látnar inn í kassann og teknar út úr tionuin. Lokið er nú fest á kassann með tveimur rónöglum, þú sjerð annan þeirra á mynd 3 til hægri, þar sem örin vísar á. Innan á lokið eru tveir tistar festir með skrúfum, eru þeir hafðir til þess að halda lokinu uppi þegar verið er að nota kassann. Punktalínan á mynd 3 sýnir hvernig listínn liggur þegar kassinn er lok- aður. Mynd 4 sýnir ræmu úr svörtu þjettu efiii, sem límd er yfir glúfuna, sem ér fyrir aftan tokið. Það á að vera nokkurnveginn stritt á þessari rærnu þegar kassinn er lokaður og umfram alt má hvergi komast birta inn með henni um samskeytin. Úr samskonar efni er klipt eftir sniðinu á mynd 5. Rifurnar, sem merktar eru með x eru saumaðar saman með þjettum saumförum, svo að hvergi sjáist skína í gegn og á ávala gatið er saumað stór „trekt“ úr þjettum dúk (mynd C). Siðan er þetta límt forsvaranlega á kassann, eins og sýnl er á mynd 7 og á göt- in á hliðunum eru settar tvær „'trekt- ir“ úr þjettum dúk, fyrir hendurnar. í endunum á ermahólkunum eru tcygjubönd, svo að ermarnar falli fast að. Þegar þessu er lokið er kassinn allur málaður með dumb- svörtum lit að innan og öll horn og samskeyti athuguð, hvort þau sjeu ijósþjett. Loks er botninn negldur á. Nú er dimmuklefinn tilbúinn og myndin til hægri að neðan sýnir liann i notkun. Skálarnar með fram- kallarana, festibaði og hreinu vatni eru settar inn um litla hlemminn ásamt filmunni, áður en hyrjað er að framkalla. Og ljósmyndarinn dreg ur fyrst trektarhettuna yfir höfuðið Fangar lamafólksins, framlialdssaga með myndum. 12. kapítuli: Sannleikurinn um drepna varðmann- inn. 34. Sem betur fór rættist ágiskun dr. Madigans: musterisgarðurinn mikli var mannlaus, en náumast voru þeir feðgar komnir hálfa leið yfir garðinn er þeir lieyrðu hróp og köll ofan af marmaraþrepunum og brát kom sægur af fólki út i forgarðinn. En Jolin og faðir hans lilupu eins og þeir ættu lif sitt að leysa, en þeir sem ráku flóttann flæktust hver fyrir öðrum. 35. Meðan þeir voru á lilaupunum gat dr. Madigan sagt John þetta: „Auðvitað var það ekki satt sem prestarnir sögðu, að jeg hefði drepið varðmanninn í nótt. Jeg hafði læðst að jarðgöngunum til þcss að skoða JEANNE D’ARC-DAGURINN. í Orleans er jafnan haldinn liátíð- legur minningardagur Jeanne' d’Arc. Myndin sýnir franskar stúlkur í þjóðbúningi við líkneski mærinnar frá Orleans á Matroitorginu i Or- leans. Olsen kaupmaður mætti Nilsen málaflutningsmanni kunningja sínum. — Hvað gengur að þjer, mjer sýn- ist þú vera svo linugginn, sagði Nil- sen. — Já, er það ekki von. Fyrir nokkrum dögum týndu þeir fyrir mjer handtösku á járnbrautinni, og jeg krafðist 300 króna í skaðabætur. — Og vilja þeir ekki borga þessar þrjú Iiundruð krónur. — Nei, því að nú hafa þeir fundið töskuna, bölvaðir. og stingur síðan höndunum inn um hliðargötin. Um rauða glerið á lok- inu kemur næg birta inn í kass- ann, svo jafnan má sjá hvað mynd- inni líður. möguleika til þess að flýja, en þá hitti jeg varðmanninn. Jeg var kom- inn dálítinn spöl inn í jarðgöngin er hann tók eftir mjer, og þegar jeg flýtti mjer til baka inn í musteris- garðinn elti maðurinn mig, en hann flækti fæturna í forhenginu fyrir opinu á jarðgöngunum. í. fallinu rak hann hausinn í gólfhelluna — og hafi hann dáið á annað borð þá er það af slysi, en ekki af því að jeg hafi unnið honum mein.“ 30. Nú voru þeir komnir að jarð- göngunum. Flóttamennirnir komust gegnum forhengið og inn í hálfdimm göngin og sem betur fór voru ekki varðménn þar. Dr. Madigan hvíslaði lafmóður: „Hláuptu áfram, drengur minn — hlauptu eins og þú getur — jeg tók eftir dálitlu í nótt, sem jeg hugsa að geti bjargað okkur! Hlauptu fram að munnanum á jarð- göngunum, jeg kem undir eins á eftir þjer.“ NÝI FURSTINN AF LICHTENSTEIN. Myndin er af I'ranz Jósef, hinum nýja fursta af Lichtenstein, sem tók ríki i vor eftir föðurbróður sinn, Franz I., sem var orðinn 84 ára og liefir verið búsetlur í Wien í fjölda ára. Nýi furstinn er aðeins 31 árs og er nú þjóðhöfðingi i 159 kílómetra stóru landi með 11.500 íbúum. — Eins og þið liafið lieyrt, þá höl'- um við fimm skilningarvit: sjón, þefnæmi, bragðnæmi, heyrn og til- finning, sagði kenslukónan. Jæja, Sveinn, hversvegna heldurðu að við höfum eyru? — Jeg hefi eyru svo að jeg geti sjeð, svaraði Sveinn. — Enga útúrsnúninga. Þú sjerð ekki með eyrunum, flónið þitt. — Jú, því að húfan min er svo stór, að hún mundi detta ofan á nef ef hún stansaði ekki á eyrunum, sagði Sveinn. Óvinirnir komu nær og nær og nú voru aðeins fáeinir metrar út að hellismunnanum, en dr. Madi- gan sneri óhræddur á móti þeim sem eltu. Nú átti það að koma í ljós, hvort það sem hann hafði uppgötvað um nóttina gæti komið honum að gagni. En hvað var það, sem dr. Madigan hafði uppgötvað um nóttina? Kemst liann og John undan úr þessari hættulegu klípu? Tóta frænka. Það bar við fyrir nokkru við suður strönd Arabíu, að þýska skipið „Tri- fels“ rakst_ á — lival. Áreksturinn varð svo mikill, að kinnungurinn á skipinu sprakk sundur og einhvern- veginn festi hvalurinn sig milli plat- anna. Skipstjórinn setti skipið á fulla ferð aftur á bak og eftir 18 minútur losnaði hvalurinn. Hann var helsærð- ur en gat þó komið sjer undan.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.