Fálkinn


Fálkinn - 17.09.1938, Side 2

Fálkinn - 17.09.1938, Side 2
2 F Á L K I N N GAMLA BlO Eiouni við að dansa? Ný dansmynd með dansparinu GINGER ROGERS og Fred Astaire. Það er lífsgleðin sem heldur inn- reið sína í borgina, þann dag, sem þessi mynd byrjar. Engin af þeim myndum, sem áður hefir verið sýnd með þessu danspari getur jafnast á við þessa mynd sem kemur. Gamla Bíó sýnir bróðum fjöruga <lans- og söngvamynd, sem heitir Eiffum við að dansa? Höfuðlilutverk- in eru leikin af tveimur heimsfræg- um leikurum, sem næstum hver kvik- myndavinur hjer á landi þekkir, þeim Fred Astaire og Ginger Rogers. Fyrsti liluti myndarinnar gerist í París, annar um borð í skemtiferða- skipinu „Queen Anne“, sem er á leið yfir Atlantsbafið, frá Evrópu til Ameríku, en síðasti kaflinn gerist í borg skýrjúfanna, New York. --------Rússneski balletdansarinn Petrov (Fred Astaire), sem í raun og veru er nú rjettur og sljettur Peter P. Peters frá Massachusetts, er að leggja af stað frá París til Ameríku með flokk balletdansara, sem sýna á list sína á Metropolitan ('iperunni í New York. Um borð i „Queen Anne“ er Linda Keene ( Ginger Rogers), falleg og töfrandi „revy“stjarna, sem Petrov verður mjög ástfanginn af. Þau kynn- ast og alt lítur vel út með framliald- ið. En alt í einu verður slúður og blaðagreinar, sem spunnið er upp af stúlku einni, er unnað hefir Petrov, en ekki fengið ást sína endurgoldnu, til þess að stía Petrov og Lindu í sundur. Linda, sem heldur að Petrov eigi sökina á þessu slúðri, verður ofsa- reið, og flýr burtu af skipinu, í póst- flugvjel, svo að hún þurfi ekki að vera nálægt Petrov. Eftir nokkurn aðskilnað liaga ör- lögin því nú þannig til að þau finn- ast í heimsborginni — og sá fund- ur hefur auðvitað eitthvað sögulegt í för með sjer. — Kvikmyndin Eiffiim við að dansa er að vísu ekki efnismikil, en hún er skemtileg, iðandi af söng og dansi. Svíar ráðgera, i sambandi við það, að þeir eru að ljúka við að raf- magna norður-járnbrautina frá Stokk hólmi alla leið til Boden, að fá sjer sterkari dráttarvagna en áður, er geti ekið með 120 kílómetra hraða á klukkustund. Núverandi hraðlest ir þeirra komast 100—105 kílómetra og i Danmörku heldur minna. En i Noregi er hámarkshraði járnbrauta ekki nema 65 kílómetrar, enda eru sporin bugðóttari og mishæðir meiri þar. Sjerci Ásgeir Ásgeirsson próf. að Hvammi í Dölum, verður 60 ára 22. /jessa mánaðar. Halldór Jónsson, fyrrum bóndi að Hrauntúni verður 60 ára 23. þessa mánaðar. BRÓÐIR BENES. Maðurinn lijer á myndinni er hús- gagnasmiður frá Milwauke í Banda- ríkjunum og heitir John Benes. Er hann nýlega farinn í skemtiferð til Evrópu, m. a. til að sjá bróður sinn, sem hann hefir ekki sjeð í nær fim- tíu ár. Sá bróðir er Edoard Benes, forseti Tjekkoslovaka. ÍTALÍUKONUNGUR gerði sjer nýlega ferð til þess að skoða æskustöðvar Mussolini. Hjer sjest konungurinn i dyrunum á bernskuheimili Mussolinis i Predapio. Sjúkrahúslæknir einn í London kvað liafa fundið meðal gegn sykur- sýki, sem dugir betur en insulin. Vinnur hann þetta efni úr lax og silungi. í ánni Petsjora í Síberíu hefir veiðst gerðarlegur lax, merktur á bakuggann með merki dýrafræðings eins í Oslo. Leiðin sem liann liefir farið er talin um 4500 kilómetrar. ----- NÝJA BlÓ. — Styrjöld yfirvofandi. (Fire over England). Gunnar Einarsson fyrv. varð 85 ára II. þ. kaupm. m. Söguleg stórmynd frá „United Artists" gerð undir stjórn Erich Pommer. Myndin gerist 1587 þeg- ar England og Spánn börðust um yfirráðin í Evrópu. Aðalhlutverkin leika: FLORA ROBSON (Drotning Elisabet). RAYMOND MASSIíY Filippus Spánarkonungur). LESLIE BANKS (Jarlinn af Leicester). o. m. fl. Nýja Bíó sýnir núna alveg á næst- unni stórfenglega sögulega kvikmynd frá „United Artists" undir nafninu Styrjöld yfirvofandi. Myndin gerist á siðari hluta 16. aldar, þegar baráttan um völd stend- ur sem liæst milli Spánverja og Eng- lendinga, er lýkur með sigri hinna síðarnefndu, þegar floti Filippusar II. Spánarkonungs (flotinn ósigrandi) býður ósigur fyrir Englendingum. Með þeirri orustu, er háð var 1588, er spanska heimsveldið heillum horf- ið, cn valdasól Englendinga rennur upp, er skinið liefir skært síðan, i liálfa fjórðu öld. Höfuðpersónur kvikmyndarinnar, söguleg stórmenni, eru leikin af á- gætum teikurum, eins og ætla má, þar sem Englendingar hafa lagl metn- að sinn í að gera hana sem best úr garði. Elisabet Englandsdrotning er leikin af Flora Robson, Filippus Spánarkonungur af Raymond Massey, en jarlinn af Leicester af Leslie Banks. — Árið 1587. Spánn er voldugasta ríki jarðarinnar. Þar ríkir Filippus II. með hárðri hendi, sem allir stjórnmálamenn álfunnar óttast. All- ir standa og sitja eins og hann vill nema ríkisstjórnandi Englands, Elísa- bet drotning, mágkona hans. Enskir sjógarpar gerðu spánversk- um kaupförum mikinn óskunda, er þau voru að flytja gull og gersemar frá nýlendunum í Ameriku, og rændu þau oft. En fyrir ránsfeng þennan kemur Elísabet sjer upp ftota. Tit sögunnar kemur ungur, glæsi- legur maður, Micliael Ingolby. Hann er mjög ástfanginn af einni af liirð- meyjuin Elisabetar. Hún heitir Cynth- ia og er dóttur dóttir Burleighs lá- varðar, sem ásamt jarlinum af Lei- cester er helsli ráðgjafi drotningar. Michael þessi ratar í mörg æfin- týri. Hann er tekinn tit fanga af Spán- Framh. á hls. 15. <J erðbréfabankin £/uistuvstY\ 5 símt 5652. Opið kU1-12oq5- 9 Kaupir: Hlutabrjef Eimskipaf jelagsins og Útvegsbankans. Selur: Veðdeildarbrjef og kreppulánabrjef.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.