Fálkinn


Fálkinn - 17.09.1938, Page 14

Fálkinn - 17.09.1938, Page 14
14 F Á L K I N N BtJASTEINN. Framhald frú bls. 3. menn til Esjubergs til bess að drepa Búa, en fann hann þar ekki. Sneri hann þá i Brautarholt, til þess að drepa Andríð, sem þá var maður gamail. Var hann tekinn höndum, og tjáði ekki þó að Þuríður hús- freyja byði fje fyrir bónda sinn. Fjekk Þorgrímur mann til að vega að honum, og varð' Andriður vel við dauða sínum. En Þuríður ljet lieygja hann í ey þar skamt frá landi, er siðan heitir Andríðsey. Eigi leið á löngu áður en Búi fór að fara nokkurnveginn ferða sinna og ljet Þorgrímur goði eins og liann vissi eigi af. Var haldið að hann myndi hafa iðrast þess, að hann Ijet vega Andríð, og að hann þessvegna hafi ekki viljað eiga meira ilt við Búa. Leikar tókust nú í Kollafirði en þar var dóttir bónda, Ólöf liin væna, er orðlögð var fyrir fegurð og aðra kvenkosti. Sátu þeir hvern dag sinn hvoru megin við hana Búi og norð- maður einn (eða austmaður eins og þeir voru þá kallaðir) er Örn hjet, og stjórnaði kaupfari, er lijer hafði vetursetu. Töluðu þeir báðir við Ólöfu og heyrðu hvor um sig sam- tal hins, en ekki ræddust þeir við. Brátt bættist þriðji maðurinn i hóp- inn, sem var Iíolfiður frá Elliðavatni i Seltjarnarneslireppi, mikill maður og sterkur, en þótti lítt kunua manna- siði og gekk með lurk einn að vopni. Austmanninum þótti óvirða að þess- um meðbiðli, og sat fyrir honum við annan mann, en leikar fóru þar öðru- visi en til var stofnað, því hann fjell'þar sjálfur. Síðar skoraði Kol- fiður Búa á hólm, en varð undir i þeirri viðureign, en greri þó fljót- lega aftur sára sinna. En Búi fór með Ólöfu vænu í hell- irinn til sin, og ætlaði Kolfiður eitt sinn að sækja hann þar, en varð frá að hverfa. Að lokum fór Búi utan að ráði fóstru sinnar með skipi er uppi stóð i Hrútafirði. En á leiðinni fyrir Esju, veittu nokkrir frændur Þor- grims goða honum eftirför, þvi þeiin þótti óvirðing að því að banamaður frænda þeirra skyldi ríða fram hjá garó’i þeirra. Börðust þeir þar, er síðar var nefnt Orustuhóll, en menn lcomu og skildu þá, og reið Búi norð- ur og fór utan. En er hann var farinn, tók Kol- fiður Ólöfu hina vænu, er aftur hafði farið i Kollafjörð og hafði hana hja sjer á Elliðavatni. En hún eignað- ist dóttur með Búa, er nefnd var Þuriður, og tók fóstra hans á Esju- bergi hana til sín. Og nú var Búi kominn aftur heim til íslands. Þegar hann kom á fjall- ið, þar sem sjá mátti út á Faxaflóa, fór hann af baki og gekk upp á tind einn, þar sem hann sá yfir flat- lendið næst sjónum. Landið var hið efra mjög likt því, sem það er nú: hraun og mosa- þembur, en hið neðra var það næsta ólikt, því að þar sem nú eru grá og grýtt holt, eða berir melar, voru grænir birkiskógar. Landið okkar, sem er nú mest grátt og nakið var þá víðast grænt. Búi hjelt áfram ferð sinni, hann fór niður Öxnaskarð, og er hann var kominn langt til niður undir sljett- una, þar sem nú er bærinn Iíolviðar- hóll, spruttu þar upp margir vopn- aðir menn, og þóttist hann vita, að þar væri fyrirsát. Hann reið því hestinum að steini einum geysistór- um, því honum sýndist þar gott vígi. Þarna var þá kominn Kolfiður við tólfta mann. Sagði Búi drengi- legra að það gengi einn að honum í einu, en Kolfiður vissi hvernig þeir leikar myndu fara, og sagðist neyta liðsmunar. í Kjalnesingasögu er sagt, að Búi hafi varist við stein- fir kvikmyndaheiminum. Harry Piel og ■ besti vinur hans, hundurinn Greif. Leikarinn, sem fær kjötbein í kaup. Fullhuginn, Iiarry Piel, leikur í nýrri sakamálamynd: Besti vinar hans, sem hann sjálfur hefir sjeð um upptöku á. Hann leikur leyni- lögreglumann, sem af tilviljun kemst yfir liund einn, Greif að nafni. Þessi hundur verður lionum að ó- metanlegu liði, í baráttunni við glæpamenn stórborgarinnar og lijálp- ar til við handtöku á forhertum gimsteinaþjófum. Það er altaf mikið gaman að sjá dýr í kvikmynd og „Greif“ er sagður vera óvenju greindur hundur, sem fer betur með hlutverk sitt en margur leikarinn. Hann er ánægður með að fá kjöt- bein, þegar hann liefir leikið eitt- hvert atriði sjerlega vel — en það þætti nú tvífættu „stjörnunum“ lje- leg laun. Enda þótt „Greif“ geri ekki miklar kröfur með tilliti til launa, þá er hann þó samt sem áður engan veginn ódýr leikari. Eiganda hans, þýskum póstmeistara, var nýlega boðið í hann 20.000 mörk, en hann vildi ekki selja þetta greinda dýr. Ilann telur það borga sig betur að láta liann leika móti Harry Piel. inn, en þó má á sögunni sjá, að hann hefir varist upp á honum, enda er þar betra vígi því steinninn er mjór í nyrðri endann svo varla hafa meiri en tveir til þrír menn getað sótt að honum þar í einu. En ef þeir urðu sárir að nokkrum mun, hlutu þeir að steypast út af honuin, og það riða þeim að fullu. Segir Kjalnesingasaga, að hver sá er Búi hafi komið sári á, hafi ekki þurft um sár að binda. Er engin skýring á þessu i sögunni, en hún er sú, að þeir steyptust tvær mannhæðir, eða meira, fram af steininum. Endalokin urðu þau, að Kolfiður fjeJI þarna og margir menn með hon- um. Margt er bersýnilega rangt i frásögn Kjalnesingasögu, en senni- Jega er að mestu leyti rjett frásögn liennar um viðureignina í Öxna- skarði. Enn í dag heitir steinninn Búa- steinn þar sem þeir börðust og er hann rjett hjá Kolviðarhóli. En nafn- ið á hólnum mun þannig tilkomið, að Kolfiður hafi þar heygður verið, og hóllinn verið nefndur eftir hon- um, en nafnið siðar afbakast í nú- verandi nafn. Engin bygð var á Kolviðarhóli fyr en á nítjándu öld, að komið var þar upp gistihúsi með styrk af almannafje vegna þess livað leiðin þótti löng yfir heiðina. Búi flutti Ólöfu vænu til föður hennar í KoIIafirði og sagði að sjer væri hætt að þykja vænt um hana. Giftist hún síðar Helga Arngríms- syni bróðursyni Þorgríms goða, en Búi sættist við Þorgríin og giftist Helgu dóttur lians. fíitað við Faxafen. Islenskt píanó. Um síðustu helgi dró skenimu- glugginn hjá Haraldi að sjer athygli fyrir það, að þar stóð lítið og ljóm- andi fallegt stofupíanó. Þvi að slíkir munir hafa ekki verið hafðir á glámbekk hjer síðustu árin. Meir: athygli vakti það þó, að hljóðfærið var íslenskt. Það er smiðað af Pálm- ari ísólfssyni hljóðfærasmið, sem i allmörg ár hefir haft vinnustofu i Reykjavik fyrir viðgerðir og lagfær- ingar hljóðfæra. Nú hefir liann smíð- að hið fyrsta píanó sitt, að svo miklu leyti sem hægt er að smíða þessi hljóðfæri á einum stað. Því að í píanóinu kennir margra grasa og sjerverksmiðjurnar búa til sinn hlutinn hver úr hljóðfærinu. Píano- verksmiðjur sem hafa framleiðslu i stórum stíl verða jafnvel líka, að leita til sjerverksmiðjanna. Strengja- grindin kemur frá einni verksmiðj- unni, strengirnir frá annari o. s. frv. En verksmiðjan, sem setur nafn sitt á hljóðfærið, setur hljóðfærið saman, smíðar umgerðina á það og notar sinar sjerstöku aðferðir, sem liggja í vitund smiðsins sjálfs, til þess að gera sínar tegundir betri en annara og með öðrum einkenn- um en annara. Pálmar ísólfsson lærði píanósmiði hjá einni ágætustu verksmiðju Dana, en þeir eru sem kunnugt er frainar- lega í greininni. Áður liafði hann notið tilsagnar föður sins, ísólfs Pálssonar, en hann var, sem kunnugt er fyrsti íslendingurinn, sem fór ut- an til þess að læra af fagmönnum viðgerðir á orgelum og píanó og að stilla hljóðfæri. Pálmar hefir nú um langt skeið rekið vinnustofu sína og „læknað“ mörg hljóðfæri, sem voru orðin hás, hjáróma eða veik á aðra lund. Og nú hefir hann loks smið- að sitt fyrsta hljóðfæri. Jafnvel sjálfur kassinn, sem út af fyrir sig virðist vera hið ágætasta húsgagna- smíði, er sfníðaður þar á vinnu- stofunni, auk alls þess í hljóðfær- inu, sem ekki rúmast undir hug- takinu „verksmiðjuiðnaður." í stuttu viðtali lætur Pálmar þess Formaður sjálfsmorðingjafjelagsins i Tokio er nýlega látinn. Hjet hann Shuji Egawa. Fjelag þetta var stofn- að fyrir 6—7 árum, og skuldbundu meðlimir þess sig til að stytta sjer aldur, eftir hlutkesti. Kvað mikið að sjálfsmorðum fyrstu árin eftir stofnunina og frömdu margir kvið- ristu á sjer, steyptu sjer i vötn eða nóið, sem smíðað er hjer á landi. Gissur Elíasson hefir smíðað tvö pianó, en notar aðra gerð en Pálm- ar. Þessi gerð píanóa, sem Pálmar hefir tekið sjer til fyrirmyndar, er tiltölulega ný, en hefir rutt sjer mjög til rúins á síðari árum. Aðal mismunurinn Jiggur í því, að þessi „stofupíanó“, sem kalla mætti, eru allmiklu minni en gömlu píanóin voru og hæfa því einkar vel miðlungs stórum húsakynnum, þar sem venju- legt píaii'ó tæki hlutfallslega full- mikið af stofurúminu. En litla píanóið gerir sama gagn. Hljómelskum manni, sem sjálfur vill iðka píanóleik, er engu minna gagn að litla pianóinu en því stóra. Þvi að hreimurinn í þessu fyrsta píanói Pálmars er gullfallegur, tær og mjúkur. Og þeir, sem kunnáttu hafa góða í píanóleik, liafa látið í ljósi, að það sje einkar liægilegt, að leika á hljóðfærið. Pálinar gerir ráð fyrir, að hægt muni veröa í framtíðinni, ef rek- spölur kemst á þessa iðju, að selja þessi píanó fyrir 1300—1400 krón- ur. Af þeirri upphæð þarf aðflutt efni fyrir sem svarar þriðjungi. Hver veit nema þetta gæti orðið til þess, að fleiri fengi tækifæri til að iðka tónlist sjálfir, en nú er, í stað þess að láta grammófóninri sjá fyrir þörfum sínum. ofan í eldgíga. í fyrra hafði verið ákveðinn „sjálfsmorðsdagur" og áttu þúsundir manna að fórna sjer þann dag, en þá tók stjórnin í taumana. Lögreglan náði í fjelagsskrána og hindraði flest af sjálfsmoVðunmn. Og Egawa var settur í fangelsi. Þar fjekk hann tæringu, og lnin hefir nú riðið honum að fullu. getið, að þetta sje ekki fyrsta pía-

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.