Fálkinn


Fálkinn - 17.09.1938, Blaðsíða 9

Fálkinn - 17.09.1938, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 farið — en hann? Hann gat ekki búist við henni í dag, hún hafði komið fyr en áætlað var — og þó liafði liún — kanslce — kom- ið of seint. Það var gengið um hurðina bak við liana — liún lirökk við. Það var frú Gatherway. „Er hann einn?“ spurði liún —röddin skalf lítið eitt. „Já, ungfrú. En hann er far- inn upp á loft til að hafa fata- skifti“. Auðvitað, það gerði hann alt- af þegar hann mataðist ekki einn — „og maturinn sem við höfum sett sainan á svo sem smokingjakka skilið — finst yður ekki?“ Ilún liló við. Paul Bellamy staðnæmdist sem snöggvast á borðstofuþrösk uldinum: I sannleika liafði frú Gatherway yfirgengið sjálfa sig! Það var nærri því eins og hún vissi hvað á spýtunni hjekk! Blómunum á borðinu var ó- venjulega smekklega niðurrað- að, kertaljósin í stóru silfur- stjökunum glömpuðu í slípuðu reitunum á kristallinum — rauð vínið bafði verið sett til yljun- ar á arinhilluna, — engu var gleymt — hún hafði auðsjáan- lega vandað sig alveg óvenju- lega — tilefnið var nú líka þannig að það var ástæða til að vanda sig. Hann gekk fram og aftur fyrir framan arininn — hann fann sig miklu fremur leikara á þessu augnabliki en jafnvel þegar hann stóð á leik- sviðinu. „Fyrsti þáttur í gamanleik", hugsaði hann og kveikti sjer í sígarettu. í sama bili beyrði liann að bifreið slaðnæmdist l'yrir utan húsið — það var lnringt — hann heyrði liratt fóta- tak frú Gatherway í anddyrinu — samtal gestsins og ráðskon- unnar í hálfum hljóðum — og svo opnuðust dyrnar. Frammi í eldhúsinu sagði frú Gatherway frjettirnar með mikl um ákafa og handapati. „Svo fór jeg nú fram og opn- aði fyrir .... nú, já .... döm- unni. Er herra Bellamy heima? spurði hún. Já, segi jeg og at- hugaði hana i skyndi hátt og lágt — hún er nú ekki eftir mínrnn smekk, skal jeg segja yður — ef húsbóndinn á von á yður-------. Jú, það getið þjer hitið í nefið á yður uppá að bann gerir, skríkti hún. — Segið þjer mjer, sagði hún svo — i hverju er hann? Jeg góndi. Já, jeg meina í hverskonar fötum er hann — smoking? Húsbónd- inn liefir altaf fataskifti áður en hann borðar miðdegisverð, svaraði jeg virðulega. Og þá samkjal'taði hún sem snöggvast. Hún fór úr kápunni — og þá krossbrá mjer nú, ungfrú . . . .“ „I hverju var hún?“ tók Nancy hljóðlega fram í. „Það var nú ekki mikið . . hókstaflega ekki neitt á bak- inu en að öðru leyti eitthvað rautt og gljáandi — og bjórinn á henni var rauður eins og tómat og svo var öll ásjónan máluð og hárið eins og gulrót á Iitinn“. „Ósköp er að heyra þetta“, stundi Nancy, „. . . . og livað meira ....?“ „Hún var hjerumbil kortjer að mjela sig í framan, og þegar hún loksins var búin að því þá spurði jeg hana að nafni.... og þá mældi liún mig bein- línis — mældi mig! Hvað ætli yður komi það við, svaraði liún — en þá getið þjer nærri að jeg opnaði bara stofudyrnar og kallaði inn: Það er lijerna kven- maður, sem vill tala við Iiús- bóndann!“ „Gerðuð þjer það, Gather- way ?“ „Já, víst gerði jeg það. Maður kann nú tökin á svona — svona drósum — og svo . . . .“ „Gatherway, jeg vona að þjer liafið ekki staðið á hleri ?“ sagði Nancy alvarleg. „Vitanlega datt mjer það ekki í hug — jeg heyrði bara að hann sagði: Góðan daginn og verið þjer velkomnar, og liún bunaði út úr sjer, að einhver liræðileg kerlingarskrukka hefði opnað fyrir sjer. Og þá fór jeg. Paul Bellamy hneigði sig djúpt og rjetti gesti sínum hönd- ina — einmitt svona hlaut hún að líta út, datt honum í hug, til þess að geta leikið sitt hlutverk í þessum litla, vitleysislega gam- anleik — rautt hár, rauður munnur, rauður kjóll — rautt rósaverk um hálsinn, bakið og handleggirnir svo skjannalivítt, að það nægði til að blinda hvern dauðlegan mann nema liann væri vanur að sjá undraáhrif fai’ðans, eins og Paul Bellamy var. Hann bauð henni sæti, glas af víni og sígarettu: „Þetta hjerna“, sagði hann, „þetta eru talsvert óvenjulegir samfundir“. „Jeg er sannfærð um“, sagði liún með tæpitungu, að þetta verður yndislegt kvöld — ein- mitt — stóri vinningurinn". Hann ræskti sig og blessaði í huganum frú Gatherway, sem stakk hausnum inn i gættina í sömu andránni: „Ilvenær viljið þjer að mat- urinn verði borinn fram?“ spurði ráðskonan — fremur stutt í spuna. „Eftir tíu mínútur, þakka yður fyrir,“ svaraði hann. „Alveg mátuleg bið til þess að hann skemmist,“ tautaði Gatherway, fyrir utan dyrnar. Nancy var að fara í kápuna úti í eldhúsinu — hún strauk hárið frá andlitinu og lokaði augunum eina sekúndu — hún var þreytt.... „Nú ælla jeg að fara, Gat- herway, og svo minnist þjer ekki einu orði á að jeg hafi komið hingað.... ætlið þjer að lofa mjer því?“ „Auðvitað, fröken Nancy, þegar þjer biðjið mig um það — en sannast að segja finst mjer það skrítið tiltæki.“ Nancy brosti bara, þessu ein- kennilega brosi, sem var eins og sólskin eftir vorskúr: „Verið þjer sælar, Gatlierway — ætlið þjer ekki að þakka mjer fyrir lijálpina?“ Ármaðurinn á gistihúsinu hringdi upp til Nancy Wise og sagði að það væri gestur að spyrja eftir henni. Paul Bella- my beið niðri í anddyrinu. Hann kom á móti benni — hár og fríður, fríðari en á öllum myndunum, sem til voru af honum — fríðari en hún mundi hann — fyrir átján mánuðum. Þau stóðu augnablik og horfð- ust á. — Hvað skyldi koma til að liann kemur hingað? spurði hún sjálfa sig milli vonar og ótta. „Þú komst ekki með „Am- balaring“, sagði hann, „jeg var niður við höfn til þess að taka á móti þjer i morgun — og svo fór jeg hingað, mjer datt í liug, að þú yrðir hjerna eins og síðast.“ „Þú varst þá viss um, að jeg kæmi aftur?“ „Auðvitað“, svaraði liann ró- lega. „Þú lofaðir því.“ „Jeg kom í gær, jeg kom með flugvjel frá Marseille í gærmorgun/. „Hvervegna simaðirðu ekki? Jeg hafði áætlað að þú kæmir í dag, og hafði hlakkað svo til að vera með þjer fyrsta daginn sem þú yrðir heima“. „Hafðirðu það ?“ „Komdu nú með mjer, við skulum fara eitthvað og horða miðdegisverð saman. Við get- um ekki talað saman hjerna“, bætti hann við. Hún dró við sig svarið. „Jeg elska þig,“ sagði hann lágt, „jeg elska þig, Nancy — og þú?“ Þau sátu hvort á móti öðru í veitingasalnum. Nancy hallaði sjer aftur á bak í stólnum. „Jeg ætla að ákveða matinn,“ sagði hún hvatlega og rendi augunum til hans — og án þess að líta á matseðilinn, sem þjónninn rjetti fram, nefndi liún fjóra rjetti matar og ýmsar víntegundir. „Hvernig list þjer á það?“ spurði hún sakleysislega, „eða viltu kanske heldur buff með laulc og vanilíuís?" „Hvernig í ósköpunum, Nan- cy — hvernig Iiittirðu á þetta?“ „Hvað góði minn?“ „Sama miðdegisverðinn og jeg borðaði í gær - jeg og svo stúlka — nákvæmlega sama — þú hlýtur að hafa vitað um það, Nancy?“ Hún horfði hugsandi á hann. „Jeg hafði hugboð um það,“ sagði hún og kinkaði kolli, „það var nefnilega jeg, sem bjó matinn þinn til í gær.“ „Varst það þú sem — er það svo að skilja, Nancy, að þú haf- ir verið heima lijá mjer í gær?“ „Já, það var jeg“, svaraði hún. „Og hversvegna ljestu mig ekki verða varan við það?“ Svipurinn var svo raunalegur, að það var því líkast að hann gæti aldrei brosað framar. „I fyrsta lagi var jeg í ferða- fötunum og þau hæfa ekki þar sem húsbóndinn er í smoking- jakka — er það? Og í öðru lagi — í öðru lagi þá fjekstu aðra heimsókn. .. . “ Hann starði á hana. „Sástu hana?“ spurði liann. „Nei, jeg liefi það fyrir reglu, að gægjast ekki gegnum skráar- göt.“ „Veistu hver það var?“ „Nei, og jeg vil helst elcki vita það.“ „En þú skalt vita það. Hún hafði unnið mig!“ „Paul!“ „í jólaliappdrættinu, já. Einn af kunningjum mínum, sem hjeðan í frá skal verða erki- fjandi minn hafði lofað mjer — það er að segja miðdegis- verði með mjer, sem aðalvinn- ingi — án þess að spyrja mig leyfis. Jeg fjekk ekki að vita þetta fyr en í gær — og stúlkan, sem jeg sá í gærkvöldi í fyrsta og síðasta skifti á æfi minni — já, það var ,hún sem vann mig.“ „Nei,“ sagði Nancy og' saug dreymandi út humarkló, „nei, í rauninni er það nú jeg, sem liefi unnið þig — stóra vinning- inn.“ Neville Chamberlain forsætisráð- herra hefir ekki átt sjö dagana sæta síðustu mánuði. Hann tekur þátt i tveim—þremur stórumræSum í þing- inu á hverri viku, kennir fram i stað utanríkisráðherrans í neðri mólstof- unni, hefir mest að segja um undir- búning fjárlagafrumvarpsins — og þrátt fyrir þetta segir konan hans, að jafngóður eiginmaður sje ekki til, og að altaf hafi hann tíma til að ganga út með henni i St. James Park á morgnana og tali aldrei um stjórn- mál meðan liann sje að borða. Cham- berlain segir sjálfur, að það sje auð- velt að afkasta miklu ef maður gangi altaf morgungöngu með konunni sinni og drekki ekki nema eitt glas af whisky með morgunmatnum. Koffein-efnið er mjög mismunandi mikið í kaffibaununum. í sömu kaffi- uppskeru kemur það fyrir, að 30 sinnum meira koffein er í sumum baununum en öðrum. í Bandaríkjunum eiga heima tí.3 miljón útlendingar, í Argentínu 2.8 miljónir og í Frakklandi 2.7 miljónir. Hvergi er liltölulega jafn mikið af útlendingum og í Sviss. Þar er tiundi tiver íbúi útlendur ríkisborgari.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.