Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1938, Blaðsíða 2

Fálkinn - 26.11.1938, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N -------- GAMLA RlO -------------- Frumskógastúlkan. Skemtileg og hrífandi kvikmynd frá Suðurhafseyjum, tekin í eðli- legum litum (Teclinicolor) af Paramount-fjelaginu. Aðaihlutverkin leika: DOROTHY LAMOUR og RAY MILLAND; aðalleikendur úr hinni vin- sælu mynd: „Drotning frum- skóganna.“ Gamla Bíó sýnir um þessar mundir Paramountkvikmyndina Frurnskógastúlkan. Er höfuðhlut- verkið, frumskógastúlkan, leikið af hinni fögru, heimskunnu leikkonu, Dorothy Lamour. — Ungur flugmaður, Bob Mitchell, og vinur hans, loftskeytamaðurinn Jimmy Wallace sem báðir eru starfs- menn Indo-malajiska flugfjelagsins, liafa lagt upp í ferðalag til Suður- bafseyja til að leita vinar síns, sera hefir týnst þar í flugferð. Gera þeir fjelagar sjer vonir um að finna hann og því er för þeirra farin. Elenor, unnusta Bobs, en dóttir forstjóra flugfjelagsins, er reið yfir þvi, að unnusti hennar skuli sendur i jietta áhættufulla ferðalag. En á- kvörðun föður hennar varð ekki breytt og allra síst fyrir það að Bob var óðfús að fara. Þeir fjelagar lenda i miklu 01- viðri og verða að nauðlenda á eyði- ey, þar sem flugvjelin eyðilegst og sleppa þeir lífs af með naumindum, og særist Bob nokkuð. Þeir fjelagar fara nú um eyjuna i rannsóknarskyni. Finna þeir þar sitt af liverju. Bob finnur taminn ljónsunga og sjimpansa, sem hendir gaman að þvi að henda kókoshnel- um í höfuðið á honum, og að lokum finnur hann unga stúlku, — stúlku frumskógarins. Hún á bæði ljóns- ungann og sjimpansann. Fer hún með Bob til hellis síns og bindur þar um sár þau, er hann fekk við nauðlendinguna. Wallace ber þarna að skömmu síðar og verður harla forviða að sjá fjelaga sinn ásamt ungri stúlku. Sjálfur segir hann farir sínar ekki sljettar, þar sem krókódílar urðu a vegi hans og manneyg geit, sem hann varð mjög hræddur við. Myndinni heldur áfram á eyjunni, og er hún viðburðamörg með köfl- um, ekki síst eftir að Malajahöfðing- inn — Kuasa .— kemur til sögunnar. Á eynni verður hræðilegt eldgos, og mannfórn er færð guði Malaja- kynþáttarins, sem er i krókódílslíki. Og sá, sem fórnað er, er enginn annar en fjelaginn, sem þeir Bob og Jimmy hafa verið að leita að. Það er enginn efi á því að fólk hefir gaman af þessari mynd. Hún er „spennandi" i mesta máta. Maður, Louis Goulon að nafní, fædd ur í Vandenesse í Frakklandi 1828, hafði þegar hann var aðeins 14 ára að aldri 30 cm. iangt alskegg. Þegar hann var 22 ára gamall náði skegg- ið honum niður á hnje, og þegar hann var fullvaxinn — hann varð bara 1,59 m. á hæð — var skeggið 2.60 metra langt. Þrátt fyrir ótal til- boð um að sýna sig stóðst Goulon freistinguna, hjelt sig heima og ræktaði sitt mikla skegg. Ítalía er það land Norðurálíunn- ar, þar sem flestir Ameríkumenn búa. í Englandi og Frakklandi eru aðeins 10 þúsund Amerikumenn bú- settir en í Ítalíu 32 þúsundir. Eyjólfur Stefánsson frá Dröng- um, varð 70 ára 20. þ. m. Þorkell Clausen verslunarm., verður 55 ára 26. þ. m. Gísli Sigurðsson Öldugötu 22 í Hafnarfirði verður k0 ára 26 þessa mánaðar. Frú Ingibjörg Guðmundsdóttir Grettisg. 32 ,B., varð 60 ára 22. þessa mánaðar. Frú Jóhanna Björnsd., Brunn- stíg 10, verður 50 ára 26 þ. m. Gróa Tyrfingsdóttir frá Kirkju- bæ, nú til heimilis Vitastíg 17, verður 80 ára 27. þ. m. Frú IJalldóra Björnsdóttir Spít- alastíg 5, ekkja Þórðar Sigurðs- sonar prentara, verður 60 ára 28. þ. m. Meðlimir baptistasafnaðarins í bænum Ivilgore í Texas fá nú pen- inga i kirkjunni á hverjum sunnu- degi í staðinn fyrir að áður urðu þeir altaf að leggja skildinga i safn- bauk kirkjunnar. Orsökin til þess arna er sú, að olíulind fansl i grunni kirkjunnar. Safnaðarstjórnin deilir síðan tekjuafganginum út á þenna frumlega hátt. — Vegna ]mss hve margir sóttu um inntöku í söfnuöinn eftir að olíulindin fór að gefa tekjur, ákvað safnaðarstjórnin að taka ekki móti nýjum meðlimum. Hæsti staður í Evrópu, sem bygð- ur er af mönnum, er smáþorpið Juf í Averserdalnum í Sviss. Það liggur 2133 metra yfir sjávarmál. En hæst- liggjandi þorp í veröldinni er Huan- chaca í Bolivíu, það er í 4102 metra hæð.. --- NÝJA BlÓ. ---- í ræningja hðndnm. eftir Itobert Louis Stevenson, sem amerísk stórmynd frá Fox. Sagan hefir hlotið hjer miklar vinsældir í þýðingu Guðna Jóns- sonar magister. Aðalhlutverkin leika: WARNER BAXTER, FREDDIE BARTHOLOMEW, ARLEN WHELAN. Sagan, sem kvikmyndin er lekin eftir gerisl í Skotlandi árið 1747. Tvívegis hafa Hálendingarnir gert uppreisn gegn Englendingum, en þær liafa verið barðar niður með hræðilegum blóðsúthellingum. Einn Skoti er það þó, sem ekki liefir beygt sig undir ok Englend- inga. Það er aðalsmaðurinn A1 m Breck, sem dæmdur hefir verið i útlegð. Hann er afkomandi Maríu drotningar Stuart. Fimm lnindruð sterlingspund hafa verið sett 111 liöfuðs honum en án árangurs. í skosku smáþorpi skýtur ungur Hálendingur skattheimtumann Eng- landskonuiigs („rauða refinn“) til bana. Alan Breck, sem er nærstadd- ur verður mjög felmt við þetta, því hann veit hvaða afleiðingar þetta muni hafa í för með sjer. Hann býður nú Hálendingnum að flýja til Ameriku, en hann vill ekki fara nema unnusta hans, Jean Mac Donald, komi með honum, en hún býr all langt frá. Alan Breck tekur það nú til bragðs að láta sína traust- ustu menn fylgja Hálendingnum til Glasgow, en sjálfur tekst hann á bendur þá áhættufullu ferð að sækja kærustuna hans og koma henni til skips. En á því ferðalagi verður Jean Mac Donald ástfangin af honum. Þetta sem hjer liefir verið sagl eru aðeins upphafsatriði þessarai' ágætu myndar. Myndin er ágætlega leikin, einkum þó hlutverk drengs- ins, David Balfour, er mikið kennir við myndina. Það er leikið af undra- drengnum Freddie Bartliolomew. - 011 stórblöð Kaupmannahafnar hæla þessari mynd mjög. Kvikmyndakoss má ekki vera meira en 5 metrar á lengd! Það tekur fimm metra kvikmynd 11 sek- úndur að fara yfir „ljereftið“, og það er alveg nóg, eða þvi er að minsta kosti haldið fram af ný- stofnuðum klúbb í Ameríku, sem hefur það á stefnuskrá sinni aö vaka yfir velsæmi í kvikmyndunum. Ólafur Bergmann Erlingsson, verkstj. í ísafoldarprentsmiðju, átti 25 ára starfsafmæli þ. 2h. þessa mánaðar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.