Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1938, Blaðsíða 3

Fálkinn - 26.11.1938, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. Sigurjón Guðjónsson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugard. Áskriftarverð er kr. 1,50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Aiifflijsinffaverð: 20 aura millim. Herbertsprent. Skraddaraþankar. „Mesli maðurinn sem jeg gæti hugs að mjer að hitta, væri sá er sagl gæli um sjálfan sig, að hann hefði aldrei valdið vonbrigðum“. Tolstoj sagði þetta einhverntíma, en þess sjest hvergi getið að hann hafi nokk- urntíma hitt fyrir slíkan mann. Traustið er undirstaða allra við- skifta í heiminum, hvort heldur er um fjárhagsleg mál að ræða eða annað. Þegar karl og kona ganga í hjónaband er það gert í trausti tii þess, að bvort þeirra um sig upp- fylli ýms óskrifuð og ónefnd skil- yrði. Þegar maður kaupir verðbrjef, er það tiltrúin til brjefsins sem liann greiðir fje fyrir, en ekki brjefið sjálft. Þegar þú kallar á hund, þá kemur hann til þín í trausti þess að þú munir ekki berja hann. Sje mað- úr ráðinn í stöðu, er það í trausti þess, að hann ræki störf sín. Þegar nianni er trúað fyrir leyndarmáli, er það af því, að honum er treyst til þess að þegja. Trúaður maður býst glaður við dauða sínum, af því að hann treystir því, að það rætist hinumegin sem hann trúir. Ýms liugtök eru aðeins partur úr almenna hugtakinu traust eða til- trú. Svo er t. d. um orðin láns- traust, vinátta, álit, hugrekki. Til- trúin getur verið til sjálfs sín ekki siður en annara. Alt byggist á henni og ef hún bregst tilfinnanlega, á sá ekki viðreisarvon sem vonbrigð- unum olli. Hann er jafnvel ver staddur en sá, sem frá upphafi hefir verið svo illa að sjer ger, að enginn hefir treyst honum til neins. Það er vandasamara en fljótt á litið virðist, að láta engan verða fyrir vonbrigðum. Þeir sem aldrei hafa vakið von um neitt bjá öðr- um komast kanske næst markinu. En hinir eiga erfiðara. Og það ligg- ur við, að því hærra sem þeir kom- ,ast i áliti, því liættara verði þeim. Þess eru t. d. fá dæmi um stjórn- málamenn, sem snemma hafa náð almennri viðurkenningu, að þeir hafi haldið heiðri sinum óskertum til æfiloka. Meðan þeir berjast gera andstæð- ingarnir þeim þann greiða að níða þá, og fólki gleymist ekki á meðan, að þeir sjeu ekki alfullkomnir menn. En ef þeir „alfullkomnu“ misstíga sig lítið eitt, ærast allir. Þessu áttu þeir ekki von af þeim! Rauði Rrossinn. Saga þessa merkilega fjelagsskap- ar hefst fyrir tæpum 80 árum. Þá er það svissneskur maður að nafni Henry Dunant, sem gerist sjálf- boðaliði til að bjúkra særðum og sjúkum í fólkorustunni við Solferino, og fekk aðra menn í lið með sjer til að stilla þjáningar þeirra, sem urðu lemstraðir og særðir — án þess að sofna hinn hinsta blund. Jakob Hafstein framkvœmdastjóri Rauða Krossins. Tveim árum síðar skrifar hann svo endurminningar sínar frá orustunni, og vöktu þær geysi eftirtekt. Urðu þær til þess að fjórir samlandar Dunant, ,gengu með honum í nefnd, sem nefndist: „Alþjóða Rauða Kross nefndin“ og var tilgangur liennar sá að sameina þjóðirnar td þess á friðartímum að útbúa hjálpar og hjúkrunarsveitir hver i sinu landi, sem yrðu sjúkum og særðum að liði í ófriði, og ennfremur að fá það viðurkent af þjóðunum að sjúk- ir og særðir hermenn sjeu frið- helgir í orustu, og lijálparsveitir Rauða Krossins sömuleiðis, og er nú eins og flestir vita tilgangi þess- um náð fyrir löngu. Alþjóðanefndin, sem stofnuð var 1863 er starfandi enn þann dag í dag, og hefir starf hennar hvar- vetna verið til mikillar blessunar, og það er rjett í þessu sambandi að geta j)ess, að árið 1917 lilaut hún friðarverðlaun Nobels, og var það aðallega fyrir hið óviðjafnan- lega og stórkostlega mannúðarstarf sem „Rauði Krossinn" inti af hendi í ófriðnum mikla. Eins og sjá má af því, sem hjer hefir verið drepið á, var „Rauði Krossinn“ upphaflega stofnaður með það fyrir augum að bæta böl manna í ófriði. En nú lætur „Rauða Kross“ starfsemin engu síður til sin taka á friðartímum, og það má með rjettu segja, að friðarstarfið sje nú orðið aðalstarf. Alsstaðar, þar sem hjálpar þarf, þar sem voða ber að höndum og slys, þar sem sporna þarf við út- breiðslu drepsótta, þar sem bæta þarf heilsu og hollustu eða rjetta hungruðum brauð — eða flytja sjúkra til læknis — þar kemur Rauði Krossinn til hjálpar, og neytir starfskrafta sinna. Hjer á landi er saga þessa fjelags- skapar aðeins á fermingaraldri. 10. des. næstkomandi verður Rauði Kross íslands 14 ára, en það mun þó mála sannast, að á þessum árum hefir fjelagið unnið mörg merkileg og þjóðarholl störf. „En betur má, ef duga skal.“ Rauða Kross íslands er það fullkomlega ljóst, að út um breiðar bygðir lands- ins, eru ótal margir sem á hjálpar- hendi hans þurfa að halda, og hann á enga ósk heitari, en þá, að geta □r. Jún HelgasDn biskup Iæíur aí Embætti. SigurgEir Sigurössnn próíastur tekur uiö. Dr. theol. Jón Helgason Eins og almenningur veit lætur biskup lands vors, dr. theol. Jón Helgason, af biskupSembætti um næstu áramót, eftir 22 ára starf. Hefir hann altaf gegnt því starfi með rögg og prýði, og þarf varla að efa það að dómurinn um hann verði sá að hann hafi verið í hópi merkustu manna á biskupsstóli hjer á landi. Sem fulltrúi íslands út á við á biskupafundum og kirkjuþingum hefir h'ann unnið sjer álit og verið þjóð sinni til sóma fyrir lærdóm sinn og skörungsskap. Mun ekki of- mælt að dr. theol Jón Helgason sje sá núlifandi íslendinga, sem kunn- astur er á Norðurlöndum. Og heið- ursdoktor er hann bæði frá Hafnar- og Oslóháskóla. — Sigurgeir Sigurðsson prófastur á ísafirði hefir nú verið skipaður eft- irmaður hans að afstaðinni kosn- ingu. Fór sú kosning fram í haust. Atkvæðisbærir voru biskup, kennar- arnir við Guðfræðideild háskólans, og þjónandi prófastar og prestar íslensku þjóðkirkjunnar. Voru 108 menn á kjörskrá og kusu af þeim 107. — Kosningin varð ólögmæt, en hæst- iv að atkvæðamagni ur.Su Sigurgeir náð til allra þessara manna. Honum er það ekki dulið, að fyrir okkar fámennu og fátæku þjóð, er hvert mannslífið mikill fjársjóður, og að þjóðin þarf á óháðu starfsþreki allra sinna barna að halda. Hvaða starf er þá göfugra, og til meiri þjóðarhollustu, en að rjetta þeim hjálparhönd, sem eiga í stríði við sjúkdóma, eða hafa orðið fyrir þvi harðfengi að slasast og verða ör- kumla? Út um gervallan heim hafa Rauða Kross félögin barist í þessum anda, og síðan 1924 hefir ísland verið með í þeim göfuga leik. Þetta starf hefir verið dáð og virt af þúsundum og miljónum manna, og þó að við hjer heima á íslandi höfum ekki horfst í augu við liryllingar striðs- ins — þar sem Rauði Krossinn hefir lyft stærstu Grettistökum — þá er vissulega þörf á því, að þjóðin sýni skilning sinn á jafn göfugum mál- stað, sem hjer um ræðir. Rauði Kross íslands er nú að auka og efla starfsemi sína. Vikuna, sem nú þegar er á enda, hefir þessi ágæti fjelagsskapur valið til útbreiðslu- viku. Rauði Kross íslands drepur nú á dyr hjá öllum, qg heitir á þá til fylgis við hið göfuga málefr.i ,sitt, því fleiri sem gerast Rauða Kross fjelagar — því fleirum verð- ur rjett hjálparhönd Rauða Krossins. Gerist Rauða Kross fjelagar! Sigurgeir Sigurðsson Sigurðsson með 60% atkvæðis, Bjarni Jónsson vígslubiskup með 59% og Þorsteinn Briem prófastur með 26 atkvæði. Þar eð kosningin varð ólögmæt kom til kasta kirkjumálaráðherra að ákveða hver yrði biskup, en sam- kvæmt kosningalögunum, sem ru frá 1921, getur ráðherra skipað einn af þeim þremur, er flest fá atkvæð- in. Hefir nú síra Sigurgeir verið skipaður í embættið. Síra Sigurgeir er maður á besta skeiði, fæddur á Eyrarbakka 1890, sonur Sigurðar Eiríkssonar reglu- boða og konu hans, Svanhildar Sig- urðardóttur. Hann varð stúdent ár- ið 1913 og kandidat í guðfræði við Háskóla íslands 1917. Það sama ár vigðist hann prestur til fsafjarðar og hefir gegnt prestsstörfum þar síðan. Fyrir nokkrum árum var liann skip- aður prófastur i ísafjarðarprófasts- dæmi. Síra Sigurður er mikill áhuga- maður um kristindóms- og kirkju- mál, prúðmenni liið mesta og livers manns hugljúfi. Hann tekur við bisk- upsembætti 1. janúar næstkomandi. iVlVlV/VfW tíuðjón Bjarnason, Bergþórug. 59, varð 75 ára 20 þ. m. Lagleg, ung „mannequin'* i London settist nýlega á brúðarbekkinn í 300. sinn. 299 sinnum hafði liún verið stað göngukona ýmsra tiginna kvenna. þar eð það er fastur siður i Eng- landi að liafa ,,generalprufu“ á öll- um viðhafnarbrúðkaupum. En í 300. skiftið ljek þessi unga stúlka sjálf höfuðhlutverkið og giftist í alvöru — og það án „generalprufu“.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.