Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1938, Blaðsíða 5

Fálkinn - 26.11.1938, Blaðsíða 5
F A L K I N N 5 Oscar Clausen: Frá liðnum dögum II. Þegar „Þorskurinn“ fórst. a 11 þegar hann misti föður sinn og átta ára þegar hann misti móðurina. Hann fjekk g'óða mentun hjá hinum lærða bisk- upi Makari, en að öðru leyti umgekst hann ljelegt fólk og varð snemma dulur í skapi og þýddist illa aðra menn. Hann varð tortrvgginn og hugði öðr- um ávalt ilt og varð fjandsam- legur þeim, sem hann hafði skifti við. Ágerðist þetta og varð sálsjúkur eiginleiki. Bojararnir, sem stjórnuðu meðan liann var harn börðust í sífellu um völd- in og beittu hinni mestu grimd, svo að skólinn var ekki góður. Ivan varð einmana maður alla æfi sína og átti engan vin -— nema böðul sinn, Maluta Skura- tov. Óljós grunur um samsæri varð til þess, að Ivan rjeðist á borgina Novgorod og heitti þar hinni mestu grimd. í desember 1569 hjelt liann liði sínu þang- að. Hann umkringdi horgina, svo að engum varð undankomu auðið og brendi alt og bramlaði i nágrenninu. Svo hófust „refs- ingarnar.“ — „Lífvörðurinn" rændi öll ldaustur, batt múnk- ana og krafðist lausnargjalds fyrir þá. Síðan var settur rjett- ur yfir helstu borgurum bæjar- ins, sem grunaðir voru um svik við zarinn. Ivan og sonur hans dæmdu sjálfir. Og á hverjum degi voru 500—1000 bæjarbúar leiddir fram og pyntaðir og drepnir. Hryðjuverkin voru einn þátt- urinn i stjórnarstarfi Ivans, en sjálfur leið hann miklar sam- viskukvalir. Hanu var myrkfæl- inn og svo hræddur, að honum lá stundum við brjálæði. Þeir sem haim hafði tekið af lífi og kvalið eltu haim og hreldu — það var krökt af draugum kringum hann hvar sem hann fór! Til þess að friða samvislcu sína fór liann öfganna á milli, sumpart lá hann tímunum sam- an á bæn eða hann svallaði vikunum saman með skálkum sinum. Og í timburmönnunum sendi hann klaustrunum stór- gjafir fyrir sálu sinni. Liferni lians var ekki heilsu- samlegt og 54 ára gamall hafði hann ofgert sjer svo, að liann lagðist veikur. 1 veikindunum hafði hann af fyrir sjer með því að tefla og skoða gimsteina sina. Stjörnuspámönnunum hafði talist svo til, að hann ætli að deyja á ákveðnum degi, sem þeir sögðu honum. Ivan tók þessu rólega, en hætti því við, að ef spádómurinn rættist ekki skyldu stjörnuspámennirnir hrendir á háli. Það er líka talið vist, að stjörnuspámennirnir og Boris Gudonov mágur Ivans hafi sjeð fyrir þvi, að spádóm- urinn kom fram. Þeir eitruðu fyrir Jiann. Og Boris Gudonov varð eftirmaður lians. Jakob Havsteen forfaðir Haf- steinsættarinnar var annar fyrsti kaupmaður í Hofsós eftir að versl- unareinokuninni var afljett 1780. Hann var fjáður maður og keypti Drangey á uppboðinu þegar jarðir Hólastóls voru seldar 1802. Hann hagnýtti sjer fuglatekju eyjarinnar með miklum dugnaði og gerði út skip til veiðanna á hverju vori og græddi drjúgum á þeim útvegi. — Veturinn eftir að hann hafði keypt Drangey, ljet hann smíða skip mikið og fagurt, sem var nefnt „Þorskurinn" og var það bæði há- siglt og vel búið að seglum. Skip þetta smíðaði Þorsteinn bóndi Ara- son á Höfða, sem var talinn besti skipasmiður, en formaður á þvi var Jón nokkur Jónsson frá Brekkukoti í Óslandshlíð, en hann var vanur öllum veiðiskap við Drangey. Jón þessi var uppnefndur „Trúarkollur“ eða oftast i daglegu tali kallaður „Kollur“. — Hann þótli heldur mik- ill á lofti og djarffær í sjóferðum og er það haft til dæmis, að þegar Þorsteinn skipasmiður hafði orð á því að siglingin á „Þorskinum“ væri of há og að liana þyrfti að lækka, sagði Jón Iíollur þetta mestu fjar- stæðu, því að mastrið væri heldur lágt ef vel ætti að vera. — Hásetar Jóns voru sex, alt vaskir menn og lijelt hann þessu nýja glæsilega skipi til veiða við Drangey vorið 1803. — Það var á helginni næstu fyrir Jónsmessu að Reykstrendingar komu fram i Drangey og var með þeim kona, er Helga hjet, sem ætlaði sjer að komast austur yfir Skagafjörð, með Höfðslrendingum, úr eyjunui til lands, til læss að heimsækja Ivan hafði stórfeld framfara- áform um viðreisn landsins inn á við og aukin viðskifti út á við. Það er vafalaust, að liann var í mörgu á undan sinum tíma og sjálfur var hann vel ment- aður, þvi að hann hafði átt góðan læriföður þar sem Makari biskup hinn lærði var. Og sú grimd, sem hann liafði i frammi var svo algeng á hans tímum. Rauðatorgið í Moskva slóð jafnvel að haki ýmsum öðrum stöðum hvað liana snerti. Það má minnast á blóðbaðið í Stokkhólmi og Bartliolomeus- nóttina, athæfis Hinriks VIII. Englakonungs og fleira til sam- anburðar. Rússar sjálfir kölluðu Ivan aldrei hinn ægilega. Þeir köll- uðu hann grozny — sterkan mann. Og með þjóðdnni mynd- uðust mörg kvæði um atorku lians og baráttu við liöfðingj- ana. í vesturevrópeiskum mál- um er ekki til orð sem svarar að fullu til grozny svo að það var þýtt með orðinu ægilegur eða grilmnur. Og pjesarnir sem sögðu frá svívirðingum lians voru ekki lilutlausir heldur skrifaðir i pólitískum tilgangi af óvinum lians, sem liöfðu flúið land, t. d. Kurbski fursta og Þjóðverj- unum Taulie og Krause. bróður sinn, Svein bónda á Háleggs- stöðum. Hún varð því að dvelja með vermönnum nokkra daga i Drangey og biða eftir þvi að ferð fjelli, en það var siður að fara til lands um helgar, með vikuveiðina, þegar legið var við í eyjunni. — Helga af Höfðaströndinni hafði falað far með Jóni, sem kallaður var „Grímseyjar- formaður", sem nú var að veiðum við Drangey, þegar hann færi til lands á næstu helgi, en ekki fór hún samt með honum og lágu þar ein- kennileg atvik að, eins og sagt mun verða frá síðar. — Á fimtudag, sem var dagurinn fyrir Jónsmessu, livesti á vestan, svo að tvö skipanna sem voru í Drangey tóku leiðið og hjeldu til Höfðastrandar, en áður höfðu menn flutt fuglafleka sína i varið austur af eyjunni og verið þar við fugla- veiðar. Formenn á þessum skipum voru Þorsteinn bóndi á Vatni og Er- lendur í Hólakoti. — Vermennirnir í Drangey höfðust við í kofum eða byrgjum, sem Jjeir hlóðu í urðinni undir eyjunni, en Jjennan dag allan var Jón Kollur oe fjelagar hans í byrgi sínu og sungu þá oftast sama lagið: „Mörg er hryðja o. s. frv., enda voru þar saman komnir margir hestu söngmenn, eins og t. d. Sels- ness-Guðmundur og Sæmundur frá Bakka. — Einn formannanna var Jón Guðmundsson frá Grindum og fór Helga nú til hans og bað hann að flytja sig til lands og lofaði liann því, en ekki fór hún heldur með honum. Á Jónsmessumorgun iygndi vel, en kastaði þó jeli. Fóru þá allir Austlendingar þ. e. Höfðstrendingar út í niðurstöður sinar og bjuggust til íandferðar. Jón á Grindum skyldi Jón son sinn, sem þá var unglingur, eftir í fjörunni lijá Helgu og áttu þau að bera úr byrginu niður i flæðarmál meðan hann vitjaði nið- urstöðu sinnar. Þá kom Jón „Koll- ur“ þar að fjörunni, á „Þorsk“, og liljóp Helga upp í hjá honum og þótti það undarlegt tiltæki, þar sem hún hafði falað far hjá 2 öðrum, en aldrei ætlað sjer með Jóni „Koll“ og þótti þarna sannast gamla orð- tækið: „Ekki verður feigum forðað". Skipin hjeldu svo hvert af öðru til lands, því að leiði var ágætt upp á Höfðaströndina og ekki livassara en það, að róið var undir til þess að skerpa gánginn. Jón Grímseyjar- formaður var fyrstur og sá hann til tveggja skipa á eftir sjer og gátu liásetar hans sjer til, að annað þeirra væri „Þorskurinn“, því að sigling þess bar svo hátt upp. Þegar Jón yar kominn svo nálægt landi, að opin var Bæjarvík, voru skipin á miðju sundi milli eyjar og lands, en þegar þeir lentu við Bæjarklelta niður undan Bæ á Höfðaströnd, tók einn háseti Jóns, Vigfús nokkur frá Garðs- horni, eftir því, að segl annars skipsins livarf snögglega. Þeir hjeldu að seglbúnaður skipsins hefði bilað og sáu cklci seglið koma upp aftur, en smali, sem var yfir kindum fra Bæ sagði frá þvi, að hann hefði sjeð þústu eða rekald reka norður og inn fjörðinn. — Hitt skipið lenti í Þönglaskálavör, en á þvi var Jón nokkur Grintólfs- son formaður, þá orðinn gamall og hrumur. Einn háseta hans var Sig- urður Jónsson frá Á á Höfðaströnd. Hann var „sundurgerðarmaður, skap bráður og gambraði mikið“. Það þótti afar kynlegt, að Jón Grímólfs- scn eða hásetar hans, skyldu ekki hafa tekið eftir, eða vitáð um hvað varð Jóni „Koll“ að liftjóni, þvi að þarna fórst hann með öllum háset- um sínum ásamt Helgu, á Drang- eyjarsundi. Um þetta var svo miki'Ö talað, að nærri lá að rannsókn væri hafin, en sagt var að þar hafi Jakob Havsteen tekið út yfir, vegna Sig- urðar frá Á, sem hafði verið í þjón- ustu ltans og honum var vel til. — Jón gantli Grímólfsson sagðist hafa sest undir ár til þess að hita sjer og þvi hafi hann ekki gefið skipi Jóns „Kolls“ auga, en þá hefði Sig- urður verið undir stjórn á meðan og þóttist hann ekkert hafa sjeð til „Þorsksins“. Það furðaði alla, þar sem skipin höfðu lagt samsíða fra eyjunni og fylgst að upp á mitt sundið. Einn hásetanna á skipi Jóns Grím- ólfssonar var Eyjólfur, sem kallaður var „heyrnarlausi", en liann var bæði skilgóður og sannorður maður. Hann sagði síðar frá því, að hann hefði sjeð tvo menn á kjölnum og sagt Sigurði frá því, en hann haíi þá hótað að gefa sjer á kjaftinn með hnallinum, ef hann vildi vera að ljúga. — Þó að Sigurður væri frakk- ur og mikill á lofti, var það á allra vitorði, að hann var þegar á reyndi, sjóhrædd skræfa og var það þvi álit manna, að hægt hefði verið að bjarga einhverju af mönnunum á „Þorsk“, i ekki meira veðri en þá var, ef hugleysi Sigurðar hefði ekki verið um að kenna. -— Skömmu áður hafði það líka kom- ið fyrir, að þeir Sigurður og Jón „kollur“ liöfðu lent í deilu, i fjör- unni í Drangey og þessvegna báru þeir, sem voru Sigurði illviljaðir, það út, að henn hefði jafnvel af ásettu ráð siglt á „Þorskinn“, en þetta mun hafa verið einber upp- spuni eins og saga sú er komst á lofi, að Jón „kollur“ og Sigurður hefðu átt að veðja um hvert skipanna sigldi betur og yrði fljótara til lands í þetta skifti. Hitt er hins- vegar víst að enginn gat eða vildi gefa nokkra skýringu á því, hvernig þetta slys hafði borið að og svo fjell þetta mál i þögn. •— Skipið „Þorskur“ rak svo mann- laust, sama daginn undir Búðabrekk- um sunnan á Þórðarhöfða, með nærri öllum farangri og höfðu fugla- kippurnar flækst um þófturnar. Skipið var að mestu óskaddað nema hvað lítið gat var á kinnungnum og svo hafði mastrið brotnað þegar það kendi gruns. „Þorsk“ var svo róið inn í Hofsós um kvöldið og þar var gjört við liann og lækkað á hon- um mastrið og var Jón á Grindum lengi formaður á lionum eftir þetta. Það var haustið 1804, eða hálfu öðru ári eftir að Jón „Kollur“ fórst á „Þorsk“, að Jón Hallsteinsson smiður reri ásamt öðrum formönn- um, undan Bæjarklettum á Höfða- strönd. Hann lá þá með hásetum sín- um í hurðarlausri skemmu, sem var á hlaðinu i Bæ og var þá Gisli Kon- ráðsson sagnaritari einn háseta hans. Þá var það heila viku, að Jón kvart- aði um það, að svipir Jóns „Kolls“ og liáseta hans væru á kvöldin að sveima kringum báthró silt á klettunum, og bað Gísli hann þá að sýna sjer þetta. Jón reyndi tvisvar eða ])risvar að sýna Gisla þessa drauga, en aldrei sá Gisli neitt og sagðist Jón vera hissa á því hve óskygn hann væi i. 7— Svo reru þeir viku seinna í góðu veðri, fram á mið, sem kallað er Kerlingarbrún og lögðu lóð sína þar, en þegar farið var að draga þótti þeim lóðin nokkuð þung, og kom þá upp mannslík, liöfuðlaust og handalaust og var svo mikill ó- þefur af því, að varla var hægt að þola hann. Gísli kallaði þó að besl væri að skera á öngultauminn og hleypa þessu hiður aftúr, en það vildi Jón með engu móti og svo varð Gísli að innbyrða líkið með honum, en hinir, sem á voru, feng- Frnmh. á bls. 13.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.