Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1938, Blaðsíða 10

Fálkinn - 26.11.1938, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N Drengjaföt í bláum lit. Þessi föt far« vel og eru mjög klœðileg. Efni: 200 gr. fjórþœtt í Ijósbláum lit, 200 gr. milliblátt, prjónar sem sam- svara garninu og 9 hnappar. Snið og mál: Fötin geta farið vel ef prjónað er eftir góðu sniði. Sníðið ])vi snið i rjettri stærð eftir meðfylgjandi sniða sýnishorni. Fyrirmyndin er mátu- leg á ársgamalt barn. Auðvitað er hægt að útbúa sniðin bæði stærri og minni. Prjónið: Fötin eru prjónuð með þverrönd- um. Önnur röndin er með sljettu prjóni (rjett áfram og snúin til baka) 10 prjóna. Hin röndin er með perluprjóni sem prjónist þannig: 1. prjónn (rjettan) 1 1. r., 1. 1. sn. til skiftis. 2. prjónn (rangan) 1 1. r., 1 1. sn. en gæta verður þess að sú lykkja sem var prjónuð r. á rjettunni verði líka prjónuð rjett hjer, og að snúna iykkjan verði sömuleiðis prjónuð sn. lijer. Ef prjónn endar á sn. lykkju þá á næsti prjónn lika að byrja á sn. 1. Þetta er hið svokallaða perluprjón. Þessi rönd er 4 prjónar. PRJÓNAAÐFERÐ. Blúsan: (Mynd I). Bak og boðangar er prjónað út í eitt. Lykkjufjöldann sem fitja á upp fær maður með þvi að hekla Ioftlykkjuröð jafn langa neðsta kanti sniðsins. Teljið þessar loft- lykkjur og fitjið upp jafnmargar lykkjur. Byrjað á brugðnuin kanti (2 1. r., 2 1. sn.) 4 em. Hægra og vinstra megin er prjónaður 4 cm. breiður kantur ineð perluprjóninu. Hægra megin eru hnappagötin prjónuð i. Þau myndast við það að feldar eru 4—(i I. eftir slærð hnapp- anna og á næsta prjóni eru lykkjurn- ar slegnar upp aftur. Prjónið áfram 17 cm. beint, þá eru feldar af 8— 10 1. fyrir handvegunum. Því næst er þessu skift í þrent og bakið og báðir boðangarnir prjónað út af fyr- ir sig. Fyrst er bakið prjónað og er þar tekið úr nokkrum sinniim i hvorri lilið. Þegar komið er að öxl- inni er lykkjunum skift niður í þrent og öxlin feld af í þrennu lagi, og lykkjurnar í hálsinum í einu lagi. Boðangarnir eru prjónaðir beint upp að framanverðu og við handvegina er prjónað eins og bakið. Öxlin er feld at' í þrennu lagi og lykkjurnr.r á kraganum í einu lagi. Buxurnar: (Mynd II). Byrjið að ol'an með 4 cm breiðum brugðnum kanti, o;, munið að það eiga að vera hnappa- göt á honum. sem eru útbúin eins og áður er sagt. Framstykki að bak- slykki er prjónað nákvæmlega eins. Prjónið 26 cm., án þess að taka úr. Á framstykkinu er vasinn prjónað- ur þannig: Setjið lykkjur á hjálpar- prjón í breidd vasans og sláið sama lykkjufjölda upp aftur. Þegar búið er að prjóna 26 cm. þá er stykkið milli skálmanna prjónað þannig: Prjónið 2 lykkjur í miðlykkjuna, snúnu prjónarnir eru p.rjónaðir án þess að auka út. Á næsta rjetta prjóni er aukið út í 2 miðlykkjun- um, og þannig er haldið áfram atí auka út á hverjum rjettum prjón, þangað til stykkið er orðið það breitt eins og myndin sýnir. Ská- línurnar neðan á skálmunum mynd- ast við það, að tekið er úr í báð- um hliðum. Vasinn: Lykkjurnar á hjálparprjóninum eru prjónaðar í lengd vasans og er hann saumaður við á röngunni. Ermarnar: (Mynd III). Byrjið með brugðn- um kanti. Aukið svo út eftir sniðinu þangað til komið er að úrtökunni. Fellið af 3 til 4 lykkjur i hvorri hlið, seinustu 12 lykkjurnar á prjón- unum eru feldar af i einu lagi. Samsetning: Þegar búið er að prjóna öll stykk- iii eru þau vætt og strengd yfir snið- in. Þá er blúsan saumuð saman á öxlunum og ermarnar settar í; bUx- urnar saumist saman í hliðunum. Undir hnappa og linappagöt er saum- aður borði, svo að það sem prjónað vár fari ekki úr lagi. Hnapparnir eru saumaðir á. Neðan á skálmarnar er saumaður 3 cm. breiður kantnr með perluprjóni. Kraginn er broi- inn niður og pressaður Ijett. FRÁ TJEKKOSLOVAKÍU. Þegar deilan um Súdetahjeruðin slóð sem hæst var fjöldi hersveita settur á landamærin: fótgöngulið, riddaralið og bifhjólalið. En ekki nóg með það, því að eins og sjá má á myndinni var hjólreiðalið einnig til taks, mest til þess að bera boð milli hinna óliku hersveita. EINKENNILEG KIRKJA. í meira en ahlarfjórðung hefur smíði þessa musteris i Wilmette í Illinois staðið yfir, og er búið að leggja í það nokkuð á aðra miljón dollara. Kirkjan er bygð úr gleri og stein- steypu, í austurlandastíl, og er komið upp af sjertrúarflokki, sem á rætur að rekja til Persíu. Draumar rithöfundarins Bobert Louis Stevenson hafa ekki haft svo litla þýðingu fyrir bókmentaiðju hans, þar eð hann dreymir oft heila kafla, samtöl milli persóna, glæpi o. fl. Ein af kunnustu bókum lians heitir Dr. Jehyll og Mr. Hyde, og hún er að miklu leyti skrifuð eftir draumi. Kona rithöfundarins segir svo frá, að þegar hún eina nóttina vakti mann sinn, af því hún hjelt að hann væri undir martröð, hafi liann orðið reiður og sagt: „Hversvegna ertu að vekja mig. Mig dreymdi þessa afbragðs saka- málasögu — og nú varð henni ekki lokið!“ Svo þaut hann upp úr rúin- inu og fór að skrifa drauminn niður. *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.