Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1938, Blaðsíða 12

Fálkinn - 26.11.1938, Blaðsíða 12
12 F A L K 1 N N WYNDHAM MARTYN: 20 Manndrápseyjan. báðir fyrst í stað en skaut svo upp aftur. Þeir syntu eins og kraftarnir leyfðu. „Þeim þýðir ekkert að reyna að synda,“ sagði Phyllis. „Getum við veitt þeim nokkra björg?“ ,,Snúðu þjer undan,“ sagði Dayne er bann sá að þeir hurfu aftur. „Kanske skol- ar þeim á land.“ Hann gekk niður einstigið. „Bíddu hjerna.“ „Nei jeg kem með þjer.“ Þau voru einar tíu mínútur að komast niður að sjónum. Og þar mætti þeim óvænt sjón. í stað þess að sjá tvö limlest lík hittu þau tvo bráðlifandi og ómeidda menn, sem fengu sjer hressingu úr vasapela, sem sá mihni bafði dregið upp úr samfestingsvasa sínum. Dayne hljóp til þeirra. „Þjer munuð vera berra Livingstone," sagði Antbony Trent. „Nei, Trader Horn,“ svaraði Dayne lilæj- andi. „Hvernig datt yður í hug að fara svdna nærri Manndrápsey?“ „Vjelin bilaði. Jeg var að reyna hana, þvi að jeg var nýbúinn að kaupa bátinn af honum Maims þama.“ „Svei mjer ef þetta er ekki maðurinn liennar Söru Maims,“ sagði Phyllis. „Jeg þekti yður ekki undir eins í þessum fötum. En þjer ættuð nú að vita hve hættulegt er hjerna í kring á þessum tíma árs.“ „Þetta var ekki mjer að kenna, ungfrú,“ sagði Maims, sem hafði verið æfður fyrir fram í hlutverkinu sem hann átti að leika. „Mr. Antliony keypti bátinn, og jeg hjelt að hann gæti ráðið við vjelina.“ Maims gat varla leynt því hve vel lá á honum. Nú var hann farsællega sloppinn úr dauðans greipum og því sem honum þótti nærri því verra — margra mánaða erli og þrælkun. Og veturinn var framundan, með samfeldu iðjuleysi og góðum mat. Þegar sá timi kæmi að hann endursameinaðist kerlingu sinni þá var komið vor og tími kominn til að kaupa nýjan bát og fara að róa. Mr. Antli- ony frá Boston hafði undirgengist að út- vega honum nýjan bát. Maims bugsaði til þess hvernig konan hans mundi vera á svipinn núna, og Odyssevs hennar gleymdi alvöru þessarar stundar og skellihló. Mr, Anthony frá Boston brá auðvitað ó- notalega við. „Afallið,“ sagði hann og tók um ennið á sjer, „hefir líklega gert liann ruglaðan." „En þjer virðist vera jafngóður,“ sagði Dayne og horfði með aðdáun á hinn rólega gest. Enginn skyldi hafa (rúað, að hann væri nýsloppinn úr dauðans greipum. „Það er best að þið komið með okkur heim. Við erum hjer um bil jafnháir, svo að þjer get- ið fengið lánuð föt af mjer.“ Maims saup teyg af pelanum og hló aftur. Anthony gaf honum olbogaskol i mag- ann og hvislaði: „Gleymið ekki að þjer vor- uð að því kominn að drukna og eruð eftir yður.“ „Eftir mig, jeg?“ livíslaði hann á móti. „Eins og yður þóknast, meistari.“ „Jeg þekki Maimsfólkið vel,“ sagði Phyll- is. „Frú Maims liafði peningana sína í banlc- anum okkar —• það hlýtur að vera gróða- vegur að baka vöflur. En bóndinn er talinn drykkfeldur og latur, en hann er með bestu sjómönnum í öllu Mainefylki. Hanner frændi vinnukonunnar liennar langömmu, hennar Tilly, en henni er meinilla við hann vegna þess að hann ráðlagði benni einu sinni að setja peningana sína í niðursuðusmiðju, sem fór á hausinn.“ Antony Trent liafði einsett sjer að koma fram sem mr. Anthony frá Massaschusetts. Hann vildi ekki láta vita um það þegar í stað að bann væri með orðsendingu til frú Cleeve, það vakti minni eftirtekt fanst hon- um, ef hann þættist vera málari. Það hafði kostað hann talsvert fje að fá Maims til að aðstoða sig í þessu hlutverki. En nú var alt klappað og klárt. Maims var reiðubúinn til að votta, að mr. Anthony hefði keypt bát- inn, til þess að vera ekki upp á sjómenn- ina kominn, og að liann hefði ætlað sjer að láta gera fleytuna alveg upp og mála hana um veturinn. Sem ókunnugur maður á þessum slóð- um var það ekki nema eðlilegt, að mr. Anthony vissi ekkert um Athee og gesti hans. Þau klifruðu upp einstigið öll fjögur og stefndu síðan áleiðis að húsinu. Trent var forviða er hann sá hve stórt húsið var. 1 hliðinu hittu skipsbrotsmenhirnir hús- bóndann. Mr. Abtee var ekki sjerlega hlýr á manninn fyrst í stað; en svo rættist úr honum og hann virtist álíta það skyldú sína að óska hinum óboðnu gestum lil hamingju með, að þeir hefðu gengið dauð- anum úr greipum. Það skrölti i tönnunum á Trent. „Undir eins og við höfum fengið heita laug, skal jeg biðja afsökunar á því, að við skulum gera ónæði hjerna," sagði hann. „Já, já,“ svaraði Ahlee. „Okkur er gleði- efni að taka á móti gestum. Við þurfum líka á smið að halda hjerná, og eftir verk- færunum að dæma, sem samfylgdarmaður yðar liefir með sjer, mun liann vera snikk- ari.“ Því að vasar Maims voru enn úttroðnir þrátt fyrir sjóinn. Það glamraði í skoltun- um á honum líka. Hann hjet sjálfum sjer því, að undir eins og honum væri farið að volgna skyldi hann leiða húsbóndann í all- an saiinleika um, að bann væri enginn verkamaður. Húsbóndinn starði á liann með bros á vörunum, en augun voru köld. Af því að enginn maki Maims var á eyj- unni varð hann að bíða meðan fötin voru þurkuð af honum. Ef til vill hafa þau ver- ið of snöggþurkuð, því að þegar liann fór í þau aftur fanst honurii þau hafa minkað. Þegar þeir fóru niður hvíslaði mr. Antb- ony frá Boston að honum: „Ef þjer viljið fá peningana vðar þá gleymið ekki hvað þjer eigið að segja: Þetta var slys!“ „Reiðið þjer yður á mig,“ sagði Maims. Hann horfði kvíðinn fram á komandi vet- ur í eyjunni. Eldakonan var sænsk og kunni víst ekki að baka vöflur. Trent sá að gestirnir voru flestir saman- komnir niðri. Þessi bái laglegi piltur þarna var eflaust Cleeve en sá þrjóskulegi með úttútnaða andlitið Hugh Elmore. Trent tók eftir, að Ahtee horfði sjaldan framan í þann, sem hann talaði við. Hann hafði aug- un venjulega hálflokuð. Það var auðsjeð að liann var með' parruk, eins og svo margir miðaldramenn sem vildu leyna skallanum. Þegar liúsráðandinn virtist ætla að halda yfirheyrslu yfir gestunum tveimur romsaði mr. Antliony upp bina einföldu skýrslu sina og lauk mali sínu með því að mælast til að fá ráðleggingar um, hvernig bann ætti helst að komast í land. „Þjer komjst ekki í land bjeðan," sagði Hugh Elmore. „Jeg skyldi verða samferða ef það væri mögulegt að komast á burt úr þessari bölvaðri eyju.“ „Get jeg ekki komist i land?“ Anthony borfði undrandi kringum sig og þótti sem sjer kæmi sú frjett á óvart. Mr. Ahtee útskýrði nákvæmlega alt sem bann vissi um höfuðskepnurnar, sem lok- uðu öllu sambandi við meginlandið og hjelt öllum í varðlialdi til vorsins, sem þarna voru. „Þjer eruð listamaður,“ sagði hann að lokum. „Þjer getið unnið fyrir yð- ur hjerna með því að teilcna myndir. Og þjer,“ hann sneri sjer að Maims, „skuluð fá nóg að gera lika.“ „Á jeg að vinna?“ hrópaði Maims ótta- sleginn. „Já, þjer skuluð fá nóg að starfa. Tilly frænka yðar hefir sagt mjer, að þó að þjer sjeuð haugaletingi og landeyða, þá megi nota yður til ýmislegs. Þjer fáið ekki tæki- færi til að setja auðum höndum hjerna.“ Maims leit örvæntingaraugum til Antli- ony vinar síns, en fjekk engan stuðning úr þeirri átl. „Jeg skal ekki,“ sagði hann þrákelknis- lega. „ Við skulum nú bílast um það, Jim Maims,“ sagði rödd bak við hann. Það var Tilly, sem brann af hefnigirni. Hann sá liatrið loga úr augunum á henni þegar hann leit við. „Látið þjer mig um liann,“ sagði Tillv við húsbóndann, „jeg skal sjá um að það renni af honum eittbvað af spikinu.“ „Jeg skal snúa þig úr hálsliðnum ef þú lætur mig ekki í friði. Mundu að það er ekki við lambið, að leika sjer þegar jeg reiðist.“ Gamla, boraða kerlingin hló fyrirlitlega. „Ógnaðu bara, Jim, en jeg er ekki lirædci við þig jeg þekki þig.“ Tilly var ellilegri í sjón en sjötug. Hún gaf Jim sökina á því, að hún yrði að vinna fyrir sjer ennþá. Hún hafði trúað öllu lofinu um niðursuðuna og lagt alla sparipeninga sína í hana, í þeirri von að hún }rrði fjár- hagslega óháð. Hversu oft liafði hún ekki útmálað fvrir sjer þá stund, er hún segði upp vistinni hjá frú Cleeve. Frú Cleeve hafði hundsað hana og kvalið í öll þessi áv, svo að hún halaði matmóður sína. Já, stundum kendi hún nær óviðráðanlegrar löngunar til að setja rottueitur í ávaxta- maukið, sem bún bar gömlu frúnni á hverj- um morgni. Tilly vissi ekki hvorl hún bataði meira, frúna sem píndi úr henni líftóruna eða frænda sinn, sem — að hún hjelt af ásettu ráði — hefði svift liana aleigu sinni. Rödd mr. Ahtees var róleg en alvarleg: „Þjer verðið að vinna,“ sagði hann við ve- sælan fiskimanninn, „undir eftirliti Tilly Maims. Ef þjer verðið henni erfiður mun jeg hafa ráð til að láta yður hlýða.“ „Enginn getur neytt mann til að vinna,“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.