Fálkinn


Fálkinn - 03.12.1938, Blaðsíða 3

Fálkinn - 03.12.1938, Blaðsíða 3
FÁLK.1NN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Rilsljórar: Skúli Skúlason. Sigurjón Guðjónsson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjötsgade 14. Blaðið keniur út hvern laugard. Áskriftarverð er kr. 1,50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Ertendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Aaglýsingaverð: 20 aura millim. Herbertsprent. Skraðdaraþankar. island sjálfstætt í aldarfimtung! Uve stutl tímaskeið í sögunni, en þó: hve viðburðamargt og ríkt á skin og skugga. Hinn 1. desember 1918 var hátíðís- dagur. Um tugi ára höfðu bestu menn þjóðarinnar barist fyrir end- urheimt íslensks sjálfstæðis þrot- lausri og að jafnaði vonlítilli bar- áttu fátækrar smáþjóðar við þrít- ugfalt ofurefli að mannfjöldanum til og þó ennþá margfatt máttkari að efnum og reynslu. Sú barátta var ekki unnin fyrir gýg og henni lauk með sigri hins minni máltar, sigri sem heita mátti óvæntur. Og íslend- ingar munu aldrei gleyma þeim göfga skilningi, sein Danir sýndu þá á tilfinningum íslendinga. Þau tuttugu ár .sem liðin eru síð- an hefir aldrei verið reynt að mis- þyrma sjálfstæði íslands utanfrá. Þeir hafa fengið að vera óáreittir á þeirri Sturlungaöld, sem gengið hef- ir yfir heiminn. Og íslendingar vona að svo megi og verða í framtíðinni og að aðr.ar þjóðir munu jafnan virða sjálfstæði íslands. En þá verða íslendingar sjálfir að virða það. Það má segja að í orði etski íslendingar sjálfslæðið, sem þeir heimtu 1918. En á borði? Hefir islenska þjóðin gert sjer svo ljóst sem vera ætti, að hún hefir skyldur við sjálfstæði íslands og að hún hefir ekki gætt þeirra skyldna sem vera ætti. Hefir hún skilið það, að lil þess að smáþjóðin íslendingar geti blessast og blómgast og haldið sjálfstæði sínu, þá verður hún að leggja meiri rækt við efnahagsmál þjóðarinnar, styrkja þau og gera grundvöll þeirra traustari. Frumbýl- ingurinn, sem er að byggja frá grunni, er jafnan i meiri hættu en sá, sem stendur á gömlum merg að efnum og reynslu. Og hann má síst við því, að eyða þreki sínu í tær- andi rifrildi við sjálfan sig, eða rífa það niður með annari hendinni, sem hin hendin byggir upp. En hefir hann varast það sem skyldi? Nei, hann hefir ekki gert það. Hann het'ir elcki enn skilið, að Islendingar verða að ganga einhuga að lausn vandamálanna ef lausn á að fást og þjóðinni á að fara fram. Margt hefir verið framkvæmt og i margt ráðist. En víst er um það, að hagur þjóðarinnar væri betri nú en raun er á, ef samlyndið hefði verið betra á þjóðarheiinilinu. Ef mönnum verður á næstu 20 árum tamara en nú hugtakið „íslandi alt ‘ verður bjartara yfir eftir næstu 20 Kirkjngarðnrinn „við Miðvikudaginn 23. fyrra mánaðar for fram minningarathöfn í líkhúsinu í kirkjugarðinum við Suðurgötu, í tilefni af því að þá voru rjett hundr- að ár liðin frá vigslu garðsins og fyrstu greftrun í honum. Upphaf- lega var kirkjugarðurinn kallaður kirkjugarðurinn við Reykjavík, því að þá lá hann tatsvert utan við bæinn, þó að nú megi segja að hann sje i honum miðjum. Fyrsta manneskjan, sem i garðin- um var greftruð var frú Guðrún Oddsdóttir, kona Þórðar háyfirdóm- ara Sveinbjörnssonar og fór greftr- un hennar fram í sambandi við kirkjugarðsvígsluna. Af gömlum frásögnum er svo að sjá að kirkjugarðsvígslan hafi verið mjög hátíðleg. Var hún framkvæmd af Helga Thordarsen, er þá var dómkirkjuprestur (síðar biskup'. Við vígsluna er talið að mætt hafi nokkuð yfir þúsund manns, en þá voru í Reykjavíkursöfnuði 1200 sálir. Líkhúsið i kirkjugarðimim. Það er bggt alltöngu eftir að kirkjugarðiu- inn var vigður. Mgndin er tekin meðan á minningarathöfninni slóð. Minningarahöfnin i líkhúsinu, þar sem mætttir voru um 80 manns, fór fram með þeim liætti, að fyrst söng dómkirkjukór þrjú vers úr ,,Alt eins og blómstrið eina‘“. Þá flutti síra Bjarni Jónsson vigslubiskup ræðu. Gat iiann þess i ræðu sinni, að í kirkjugarðinum hvildu, eftir því sem hann liefði næst komist, 12470 tík. Geymir kirkjugarðurinn við Suður- gölu því miklu fleiri lík en nokkur annar kirkjugarður á landi voru frá elstu tið. — 26. nóv. 1918 (i spönsku veikinni) voru jörðuð 26 lík í garð- inum og er það meira á einum degi en nokkru sinni fyr eða síðar. Eftir ræðu síra Bjarna, sem var í senn falleg og fróðleg, söng kórinn sátminn: „Dauðinn dó, en lifið lifir“. Minnismerkið ú leiði hágfirdómara- frúar Guðrúnar Oddsdóttur. Maður- inn er sjest á mgndinni er Felix Guðtnundsson kirkjugarðsvörður. Reyhjavík" 100 ára. — Þegar athöfninni í líkhúsinu var lokið var gengið að leiði frú Guðrúnar, sem er skamt frá líkhús- inu; stendur á því minnisvarði úr steyptu járni, er maður hennar reisti l'.enni, og eru á það letruð jiessi orð: Hjer hvílir Guðrún Oddsdóttir Frú Sveinbjörnsson 59 ára gömul. Og neðar á minnisvarðanum eftir- farandi orð: Á garði þessum grafin fyrst allra 23ja nóvembr. 1838. Matth. V. 8. Fótstallur minnismerkisins. Sveigur- inn er lagður var á leiðið sjest á mgndinni. 1 tilefni af aldarafmælinu hafði verið lagður sveigur á leiðið. Flutli sira Bjarni bæn við leiðið og talaði nokkur orð. Lauk athöfninni með því að sunginn var sálmurinn: „Jurtagarður er herrans hjer“. Það vekur margar kendir í hrjósti manns að liorfa yfir stóran kirkju- garð. Ólík örlög rifjast upp, er end- uðu í einum punkti — skauti grafar. „All harðan þessi barning beið, og byrinn tjúfan hinn, en beggja liðugt skipið skreið i skúta grafar inn. Einn út í lengstu legur fór, en leitaði annar skamt. Hvers hlutur er lítill, hvers er stór? Þeir hvilast báðir jafnt“. fíjarni Matthíasson, er var hringjari við Dómkirkjuna í Regkjavík marga áratugi hringdi fleiri inn lil hinstu hvíldar cn nokkur annar íslendingur fgr eða siðar. Hann Ijest 5. maí 1936, 91 árs að aldri. Thov Jensen, stórkaupm. oy óð- alsbóndi, verður 75 ára S. þ. m. Ásgeir Guðmundsson, prentari, Kárastíg 3, verður 't5 ára 6. þ. m. Guðmundur Björnsson, fyrv. sýslumaður Borgarnesi, verður 65 ára 5. þ. m. SAFN DR. KNUD UASMUSSEN. Iínud Rasmussen heimskautakönn- uður átti íbúðarhús í Spodsbjerg eigi langt frá Kaupmannahöfn og er nú ráðgert að þar verði komið upp safni til minningar um Ras- mussen. Það er vinur hans, málar- inn Sigurd Schou, sem hefir beitt sjer fyrir þessu. í Thule og Jacobs- havn í Grænlandi er afar mikið af úlbúnaði þeim, sem Rasmussen not- aði í ferðir sinar um Grænland og vestur yfir Canada og verður það nú flutt til Spodsbjerg og varðveitt þar, ásamt munum, einkum veiðiáhöld- um, er hann safnaði meðal Esla- móa. Og ekkja lians hefir gefið Grænlaiulsbókasafn hans á safnið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.