Fálkinn


Fálkinn - 03.12.1938, Blaðsíða 2

Fálkinn - 03.12.1938, Blaðsíða 2
2 F Á L K 1 N N -------- GAMLA BÍO -------------- Þrjár kænar stúlkur. GulJfalJeg og Jirífandi mynd. — Aðalhlutverkið leikur Iiin heims- fræga kvikmyndastjarna: DEANNA DURBIN. Mynd þessi var sýnd sem opn- unarprogram þegar hið fræga Palladiumleikhús var opnað i Kaupmannahöfn í fyrra. Gamla Bíó sýnir næstu daga mynd ina „Þrjúr kænar stúlknr“ (Tre smarte Piger), og er liin unga efni- lega Jeikkona, Deanne Durbin, í liöfuðhlutverkinu. Með leik sinum i þessari mynd hefir Durbin getið sjer liið mesta frægðarorð, svo að liún er nú talin í hópi hinna fremstu kvikmyndastjarna. Þegar hið mikla Palladium kvik- myndaleikhús opnaði salakynni sín i fyrra í Kaupmannahöfn, en það iuun nú vera glæsilegast allra slikra húsa á Norðurlöndum, þá var Tre smarte Piger fyrsta myndin, er þar var sýnd. Gekk hún vikum saman við gífurlega aðsókn, er vart á sinn líka. — Frú Dorothy Craig hefir búið i Suður.Frakklandi í tíu ár ásamt þrem ungum dætrum sínum, Kay, Joan og Penny (Deanne Durbin). Hún hefir skilið við mann sinn, Judson Craig bankastjóra í New "Vork, sem er maður vellauðugur. í blaði einu sjá þær mæðgur að búist er við giftingu hans og fallegrar leikkonu, Donna Lyons, — og systurnar sjá að móður þeirra er alt annað en vel við þetta og að ennþá elskar hún mann sinn. Og nú leggja þær upp til Ameríku allar þrjár til að eyðileggja áform föður síns. Systrunum verður það fljótt full- komlega ljóst, að Donna Lyons ann ekki föður þeirra, heldur auði lians, og þetta styrkir þær i baráttunni gegn fyrirhugaða hjónabandinu. Og nú byrjar hún af alefli, glíman milli systranna þriggja og Donnu Lyons, ei lætur einskis ófreistað til að koma þeim úr landi, og stappar nærri að henni takist það. — En það eru þó systurnar, sem bera sig- ur úr býtum að lokum. Og heimilis- hamingjan verður fjölskyldunni hlið- holl á ný. — Systurnar þrjár eiga hver sitt ástaræfintýri i New York, sem gaman er að fvlgjast með. „Þrjár kænar stúlkur“ er góð mynd, sem óliætt er að mæla með. Kún er skemtileg, en um leið „mor- ölsk“, því að hún sannar hið forn- kveðna, að ótrygð og svik fá jafn- an illan enda. Áskell Snorrason söngkennari og söngstjóri Karlakórs Akur- eyrar, verður 50 ára 5. þ. m. Suðnr heiðar. Gunnar M. Magnúss kennari hefir að maklegleikum getið sjer vinsæld- ir sem höfundur unglingabóka. Ligg- ur þegar margt eftir hann og af eldri bókum hans eru „Brennandi skip“ og „Börnin frá Víðigerði" einna kunnastar. Nú í liaust hefir sagan „Suður lieiðar“ verið gefin út á ný, og þarf engan að kynja það, sem lesið hefir þessa söguþætti um strák- ana á Lyngeyri, sem bundust sam- tökum um, að verða nýtir menn og láta gott af sjer leiða. Það sem einkennir þessa sögu- þætti — þeir mynda samfelda heild — er einkum næm eftirtektargáfa a Gísli Magnússon múrarameist- ari, Brávallagötu 8, verður 75 ára 2. þ. m. Árni Óla, blaðam. varð 50 ára 2. þ. m. Til þess að auka öryggið hvað við kemur bílaumferðinni á þjóðvegun- um hafa verið gerðar tilraunir með að mála bílana með fosforlit og þær hafa gefist vel. Sjálflýsandi bílar sjást í kílómeters fjarlægð, sem vit- anlega hefur mikla þýðingu hvað snertir umferðina. þvi, sem fyrir augun ber, og djúpur skilningur á barnalundinni. Og æfin- týri strákanna á Lyngeyri eru í sjálfu sjer svo skemtileg, að lesand- inn hrífst með — sagan fer með hann með sjer. Það væri einkennilegur unglingur, sem ekki þætti gaman að lesa bók- ina. Og fullorðnir ættu að lesa hana líka, því að þá mundu þeir skilja börnin betur. Frú Ragnheiður Bjarnadóttir, Bókhlöðustíg 2, verður 65 ára 7. þ. m. -------- NÝJA BlÓ. -------------- Sigur túnsnilliugsins. Tilkomumikil tal- og tónlistar- kvikmýnd er sýnir hugnæma sögu um ungan listamann. — Aðalhlutverkin leika: JACQUELINE FRANCELL o. fl. FERNAND GRAVEY, í myndinni syngja Comedian Harmonists og ítalski tenor- söngvarinn Tomas Alcaide frá Scalaoperunni í Milano. Undir- leikinn annast Symfoniuhljóm- sveit, undir stjórn þýska tón- skáldsins Werner Richard Hey- mann, er samið hefir tónlist myndarinnar. Þessi mynd er úm ungan söng- listamann, sem drlymir fagra drauma um framtíðina, en á við mikla örð- ugleika að striða. Það er eins og óhepnin elti hann. Honum er stöð- ugt vísað á dyr af sönglagaútgef- andanum, sem grunar frillu sína (operettuleikkonu) um að hún beri alt of hlýjar kendir til tónskáldsins. Eini geislinn hans í öllu stríðinu og vonbrigðunum er ung stúlka, er hefir atvinnu sem söngkona. Hún reynir altaf af telja i hann kjark. En að lokum bugast liann og missir lífsmóðinn. Hann verður viljalaus flækingur, er reikar milli nætur- skemtistaða Parísarborgar. En söng- konan sem er óþreytandi fyrir fórn- fýsi þá, er ást hennar til tónskálds- ins skapar, hætlir ekki fyr en lienni tekst að koma óperettu eftir hann á framfæri. Hún heitir „Sigur lónsnill- i, gsins“. Veldur óperettan hinni mestu hrifningu, svo að tónskáldið hlýtur að lokum þá frægð, sem hann hefir lengi dreymt og leitað eftir. Þó að dapurleg örlög sjeu dregin upp j þessari mynd með köflum, þá hvílir þó glaðvær tónn yfir allri kvikmyndinni og sem söngmynd er hún alveg frábær oig borin uppi af ágætustu kröftum, sem völ er á á þvi sviði. „Sigur tónsnillingsins“ er áreiðanlega kvikmynd, sem mun hljóta hjer miklar vinsældir eins og annarsstaðar þar sem liún hefir ver- ið sýnd. „Berlingske Tidende“ segir mn myndina: „Sigur tónsnillingsins“ er skemtileg og yndisleg mynd, mjög hljómþýð og glaðvær — þrátt fyrir einstaka dökka punkta.“ Byrjað verður að sýna myndina einhvern næstu daga. «f» Allt með islenskum sktpnm' «fi Ólafur Guðmundsson, Kárastíg 7, verður 70 ára k. þ. m.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.