Fálkinn


Fálkinn - 03.12.1938, Blaðsíða 5

Fálkinn - 03.12.1938, Blaðsíða 5
F Á L K 1 N N 5 Friðriks og Sturla Jónssonar við Hverfisgötu — sama húsinu, sem siðar varð sendilierrabústað- ur Dana í Reykjavík. Og nú var farið að semja. Og eftir tæpar þrjár vikur, þ. 18. júli, er gefin út tilkýnning um, að nefndarmenn iiafi orðið sam- mála um frumvarp að lögum um samband íslands og Dan- merkur, sem feli i sjer afdrátt- arlausa viðurkenningu á sjálf- stæði íslands. I>jóðirnar samþykkja. í byrjun september kom Al- þingi saman lil aukafundar til þess að segja álil sitt um frum- varpið. Þessu þingi var slitið 10. september og bafði máhð þá iilotið þá afgreiðslu, aö það var samþykt gegn tveimur mótat- kvæðum aðeins, Benedikts Sveins sonar og Magnúsar Torfasonar, 1 ótti það nýlunda í umræðum þeim, er fóru fram um sam- bandslögin, að þar sýndist sitt bverjum samherjunum Bjarna frá Vogi og Benedikt, en eigi var kunnugt, að það hefði nokk- urntíma skeð fyr, í sjálfstæðis- málinu. Deilur urðu ekki miklar um málið á þingi, en ialsverðar i blöðum, einkum af hálfu Magn- úsar Arnbjarnarsonar lögfræð- ings, sem var rainmur andstæð- ingur frumvarpsins. En þó má segja að sjaldan eða aldrei hafi Islehdingar verið betur samtaka urn nokkurt mál en þetta, tnda sást það á atkvæðagreiðslu þjóð- arinnar, er fram fór um sam- bandslögin 19. október. Þar var frumvarp’ð samþykt með yfir- gnæfandi meirihluta, en þátttak- an liefði inátt vera betri. Með þeirri atkvæðagreiðslu var fengið fulnaðarsvar íslend- inga. Nú kom til kasta ríkisþings- ins danska og voru úrslit máls- ins þar fyrirfram vituð. Frum- varpið var samþykt og skyldi koma til framkvæmda 1. des- ember. ]. desember 1918. Eins og áður getur var dapurl jfir Reykjavik um þessar mund- ir. Flestir Reykvikingar höfðu orðið fyrir ástvinamissi þá al- veg nýlega og drepsóttin var enn eins og dinnnur skuggi yfir dag- legu lífi bæjarbúa. Það var því ákveðið, að engin hátíðaliöld færi fram í tilefni af þeim merk- isatburði, sem fram fór 1. des- ember. Forsætisráðherrann, Jón Magn- ússon, var staddur í Danmörku þennan dag, en Sigurður Eggcrz ráðherra kom frartt af hálfú sljórnarinnar við þelta tækifæri. Stundarfjórðungi fyrir ld. 12 hafði fjöldi íólks safnast fyrir framan stjórnarráðið og tilkynti ráðherrann þar sjálfstæði Islands en liðsveit af danska varðskipinu heilsaði fána liins fullvalda Is- lands er hann var dreginn að liún á stjórnarráðshúsinu. At- Oscnr Clausen: Frá liðnum dögum m. ðr kvikmyndahelminnm. Ríkmannlegur borðbúnaður. Jeg hefi á öðruin stað lýst ríkis- mannsheimili við Breiðafjörð á öld- inni sem leið, þar sem var hús og heimili Árna gamla Thorlacius í Stykkishólmi, en við Breiðafjörð hjuggu margir ríkir liöfðingjar í þa daga eins og t. d. Kristján kammer- ráð á Skarði, Eggert prestur á Bad- ai á, Þorvaldur Sivertsen i Hrapps- ey o. fl. — hjá þessum mönnum var vel liýst eftir þeim kröfum, sem þá voru gerðar til húsakynna á stór- býlum. — Þar voru stórir lorfbæir, alþiljaðir með mörgum vistarverum, stofum og svéfnhúsum. Ekki var þar samt mikið af húshúnaði, þó að horið væri saman við það, sem efnalitlir menn telja sjer nauðsyn- legt nú, en þar var ríkmannlegt á gamla vísu. — Allir þessir ríku menn lögðu efni sín mest í fasteignir til þess að gera þau arðberandi. Til þess að fá vexti höfnin var stutt en hátíðleg, og algerlega án nokkurs gleði- Lrags. Og veðrið var „hvorki vont nje gott“. Og fólkið hærði lílt á sjer. Það fór þá sem oftar, að Islendingum er ólagið að láta fögnuð í ljósi þeim er jafnan eðlilegra að láta heyra í sjer, þegar þeim þvkir miður fara. Margs er að minnast síðan. Og margt liefir breyst síðan. Það er vafalaust, að um margt hafa orð- ið stórstígar framfarir hjer á landi. En eitt liefir ekki breyst. Dægurþrasið hefir ekki rjenað nje fjandskapurinn i stjórnmál- uni og þjóðfjelagsmálum. Marg- ir munú liafa vonað, að eftir að þjóðin væri sjálf orðin fullábyrg orða sinna og verka, mundi ann- ar liáttur tekinn upp í uinræðum um stjórnmál og annar hugur fá vfirhöndina — liugur samhjálp- arinnar og einingarinnar. En ]iað hefir ekki ræst. — Margs er að minnast frá þessum liðnu tuttugu árum. En lijer skal aðeins minst eins gleði- dags. Og gleðilegastur var liann í'yrir það, að þá fjekk nöldrið ekki að njóta sín, og hatrið látið sofa. Það var á Alþingisliátið- inni 1930. Þar hefir orðið hjart- ast yfir Islandi á þessari öld. Og víst er um það, að ef Is- land á að bera gæfu til að lifa um ókomin ár og aldir sem frjáls ])jóð í frjálsu landi, þá veitir ekki af, að þjóðin lifi sem oftast slíka einingardaga sem dagana þrjá á Þingvöllum, þrjá langa daga og næturlitla. Þjóðinni þarf að verða að ósk skáldsins, sem orlcti um hið „unga íslands merki“ og bað. teng í oss að einu verki, anda, kraft og hjartalag.“ Fáninn er fenginn. En hitt ekki. Það ætti að verða verkefni næstu áranna að öðlast það, og það er íslendinguih i sjálfsvald sett, hvort þeir gera það eða ekki eða arð af fjármununum í þá daga, var ekki nema um tvent að gera, sem sje að kaupa jarðir eða bú- pening og láta hann í byggingu, enda áttu ríkismenn og ættir þeirra við Breiðafjörð, jarðir svo tugum skifti og barst þvi mikið fje í jarða- afgjöld á hverju ári. Á heimilum þessara manna voru líka til ýmsir dýrir munir og þá oflast silfurgripir, sem þóttu ör- uggust eign af öllu lausafje. ■— Það var þá fyrst og fremst kvensilfur, belti og iinappar, og kom það fyrir að ríkari konur áttu silfur á marga búninga, sem þær höfðu erft úr ætt- um sínum. — Svo var oft til á stór- búunum, mikill borðbúnaður úr silfri, svo sem skeiðar, skálar, könn- ur og staup. Þetta ljetu menn oft sleypa og smíða úr gömlum pening- um. — Sjera Eggert Jónsson á Ballara, forfaðir Eggerzanna og fleiri góðra manna var einn ríkasti maður við Breiðafjörð á öldinni sem leið og hafði hann erft bæði fje og dýra gripi úr ætt sinni og konu sinnar, og svo bætti hann við þetta, þvi að hann var enginn eyðsiuseggur eða óstandsmaður. — Einu sinni ljet hann smiða stóran bikar og er sagt að farið hafi í hann nálægt (4 kg. af silfri. Orð fór af því hvað þetta var stórt og kostulegt ílát og var því bikar þessi kaliaður „SámurJ' Hann var gyltur að innan og var þessi vísa grafin á hann: Meðan nokkuð i mjer er, andann kætast láttu, ekki tel jeg eflir þjer, óhætt sötra máttu. — Þetta staup ljet prestur altaf setja fyrir vildustu vini sína, þegar þeir komu að heimsækja hann, en svo átti liann líka 2 aðra silfurbikara dálítið minni. — Sjera Eggert vildi enga gripi eiga, nema þá sem eitthvað gagn var i og ekki vildi liann að silfurgripir símr væru svo þunnir og veigalitlir, að liægt væri að dala þá eða beigla. - — Hann ljct smíða tóbaksdósir úr silfri, seiii vógu 20 lóð silfurs (rúmt % kg.) og voru þær gyltar að innan. Silfur- smiðir voru góðir i nágrenni við hann, og má þar nefna Hákon Oddsson á Kjarláksstöðum. Hann smiðaði mikið af silfurskeiðum og öðrum borðbúnaði fyrir ýinsa ríka menn við Breiðafjörð, eins og t. d. Thorlacius og Hjaltalín í Stykkis- hólmi, Sivertsen í Ilrappsey, Bene- diktsen í Flatey o. fl. Árið 1840 ljet sjera Eggert smiða fyrir sig afar vandaðan grip út i Kaupmannahöfn. Það var skál eða tarina úr hreinu peningasilfri og fóru i hana 192 lóð silfurs, sem er ca. 3 kiló, en til þess að gylla hana að innan þurfti 5 dúkata, en það eru gulipeningar sem þá voru i umferð. — Þessi skál var listaverk mikið. Á lienni voru upphleyptar myndir á barminum fyrir ofan bumbuna, og var það af seluni og æðarfugl- um, en sitt hvoru megin á umgjörð- inni voru nöfn hjónanna, sjera Egg- erls og konu hans, Guðrúnar dóttur Magnúsar sýslumanns Ketilssonar. — Þá ljet hann um leið smiða tvær stórar súpu- og púnsskeiðar, sem voru í mahognikassa. — Alt þetta kostaði yfir 300 dali og fór orð af þessum dýru gripum um alt land. Margir gamlir erfðagripir voru i húi sjera Eggerts, svo sem fallegt silfursykurkar með höldu, gamalt smíði og vandað; 3 silfurkönnur með lokum, grafnar vel og fallegar. Svo voru skeiðar i tugatali og annar „Sláandi“ sönnun. Þegar einn af fremstu kvikmynda- leikstjórum Paramountfjelagsins, Ilenry Hathaway, sem er kunnur af myndinni „Synir Englands“ kom til Hollywood nýlega eftir að hafa tekið síðustu sjómyndirnar í nýju kvik- myndinni „Spawn of the North“, hafði hann öðlast nýja reynslu og upplifað einkennilegan atburð. -— Það var síðasti dagur upptökunnar, og George Raft er að reyna að bjarga sjer upp úr Miðjarðarhafinu með þvi að klifra upp stigann á fiskiskipi einu, en hin fagra kona, Dorothy Lamour hindrar hann i því, með því að slá hann i höfuðið með stærðar laxi. Hathaway varð aldrei ánægður. Hann tók upp þátt- inn aftur og aftur, en í sjötta skiftið lýsli Raft yfir þvi, að hann væri ekkert lirifinn af laxi, er framreidd- ur væri á þenna hátt. „Blessaðir verið þjer nú ekki að gera yður neitt merkilegan,“ sagði leikstjórinn, „þetta er ekki neitt.“ Og um leið og hann sneri sjer að hinni fallegu konu, sem sveiflaði laxinum, sagði hann hressilega: „Sláðu mig Doro- thy“. Dorothy gerði það, og það kom skellur — Hathaway deplaði aug- unum og skail niður á þilfarið. Þegar hann raknaði við, leit hann hálf ráðviltur alt í kring um sig og stamaði: „Hvað var þetta?" — Það var bara laxinn, svaraði Raft mein- fýsinn, og allir nærstaddir skelli- hlóu. En síðan þetta kom fyrir er lax strikaður út á matseðlinum á heimili Hathaways — eða svo segir George Raft að minsta kosti. Drekkið Egils-öl smærri borðbúnaður, alt úr skíru silfri. — Þar var líka merkileg postulinsskál með gyltum rósum úr búi Staðarlióls-Páls og var þá búin að ganga að erfðuin ca. 250 ár og altaf verið virt i erfðaskiftum búa á 4 dali. Henni hafði Hka altaf fylgt rósótt sykurker á fæti, úr postulini. — Þessir munir hafa. efaiaust verið látnir varlega á borðið þegar þeir voru notaðir, sem feinkum var í veislum. , Margir dýrgripir voru i eigu ann- ara ríkra manna við Breiðafjörð, en svo hefir auður þeirra allra, dreifst til margra erfingja ög hjá þeim sumum mun eitthvað vera til ai merkilegum og dýrum silfurgrip- um úr þessum fornu búum, en sumt er komið á þjóðminjasafnið og er vel geymt þar, þangað til að safnið einhverntíma brennur i timburþak- inu á Safnahúsinu. —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.