Fálkinn


Fálkinn - 03.12.1938, Blaðsíða 1

Fálkinn - 03.12.1938, Blaðsíða 1
16 síður 4D aura Úr álögum. Það er svo um hverja myna skáldsins mikla í Hnitbjörgum, sem „yrkir í leir“, eins og Bjarni Jónsson frá Vogi komst að orði forðum, að þar er jafnan mik- ið efni. .Einstöku mönnum finst það of mikið, finst það vera eins og þungt kvæði eftir annað skáld, sem líka heitir Einar og er Benediktsson. Það er margt skylt með þeim nöfnunum og hæði eru góð. Að öllum öðrum ólöstuðum, mun íslensk þjóð þó viðurkenna, hjer um bil einróma að í þeim tveimur birtist orðið og myndin á þann fegursta liátt, sem til þessa liefir gerst á ís- landi. Fálkinn birtir að þessu sinni eina af hinum nýrri mynd- um Einars Jónssönar. „Úr álög- um“ heitir hún. Þar sjest vernd- urvætturinn með skjöldinn, sem baktjald þessarar ungu og nýju manneskju, sem rís upp úr gjörningahamnum er liggur fyr- ir neðan. Og hinn sterki skapari alls góðs, sem á bak við er, styður broddi sverðsins á háls ófreskjuhamsins, um leið og hann heldur skildinum til hlífð- ar hinni endurfæddu veru, með hinni hendinni.. Sverðið er í krossmynd — táikn guðdómsins. Þjóðsagan um konungsson- inn í álögum hefir oft verið sögð. En hefir nokkur sagt hana betur og fegur en myndhöggv- arinn í þessari mynd?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.