Fálkinn - 03.02.1939, Blaðsíða 15
FÁLKINM
15
VERÐIÐ HVERGI LÆGRA.
FLJÓTUST AFGREIÐSLA.
KRAFTMEST KOL.
H.F. EIMSKIPÁFJELAG ÍSLANDS.
Aðalfundur
Aðalfundur Hlutafjelagsins Eimskipafjelags ís-
lands verður haldinn í Kaupþingssalnum í húsi
fjelagsins í Reykjavík laugardaginn 24. júní
1939 og hefst kl. 1 e. h.
DAGSKRÁ:
1. Stjórn fjelagsins skýrir frá hag þess og fram-
kvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhög-
uninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir
henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoð-
aða rekstursreikninga til 31. desember 1938
og efnahagsreikning með athugasemdum end-
urskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum
til úrskurðar frá endurskoðendum.
2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um
skiftingu ársarðsins.
3. Kosning fjögra manna í stjórn fjelagsins, í
stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt fjelags-
lögunum.
4. Kosning eins varaendurskoðanda í stað þess
er frá fer, og eins varaendurskoðanda.
5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál,
sem upp kunna að verða borin.
Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa að-
göngumiða.
AÐGÖNGUMIÐAR AÐ FUNDINUM
verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum
hluthafa á skrifstofu fjelagsins í Reykjavík,
dagana 21. og 22. júní næstk. Menn geta feng-
ið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fund-
: inn á aðalskrifstofu fjelagsins í Reykjavík. —
Reykjavík, 26. janúar 1939.
STJÓRNIN.
I
HVAÐ SEGIR SIMASTULKAN?
Reykvíkingar eru nú hætlir að
heyra i simastúlkum þegar þeir
hringja innanbæjar, og i staðinn fyr-
ir „miðstöð" og „halló“ heyra þeir
nú í einhverri „suðu-vjel,“ sem vit-
anlega er kynduð með rafurmagni
en ekki gasi eða kolum. En hvað
segja símastúlkurnar i öðrum lönd-
um þegar þær eru ákallaðar? Það
skaðar ekki að vita það.
Ef þú ert staddur suður í Tjekkó-
slóvakíu og þarft að nota símann
þá er þjer svaraði með ofur mjúkri
kvenmannsrödd: „Prosim" — ekki
„prosit“ heldur „prosim“. Og þetta
„sim“ hefir ekkert með síma að
gera. Það þýðir: Gerið þjer svo vel!
— En ef þú værir suður i Argen-
tínu, þá mundir þú heyra svarað
„Numero“? og þú ert sennilega svo
gáfaður að skilja það orð, án þess
að þurfa að fletta því upp í orðabók.
í Frakklandi segir símastúlkan:
„J’ecoute!“ (Jeg heyri). í Þýska-
landi: „Hier Amt!“ (Miðstöð hjer).
Það er oíur auðvelt að skilja síma-
slúlkuna í Mexíkó, því að hún seg-
ir: „Que numero?" En ef þú ert
staddur austur i Japan, þá getur vel
verið að þú brosir, þegar þú heyrir
í símastúlkunni. Hún segir með of-
ur mjúkri rödd, alveg eins og liún
sje að gæla við kött: „Moshi, moshi!“
Þetta dularfulla orð þýðir svo mik-
ið sem „Halló!“ — En sjertu stadd-
ur í Kína þá svarar hin undirgefna
ambátt þín á miðstöðinni: „Day
huey bin shi ah?“ — það er að
segja: „Hvers óskar minn heiðraði
herra?“
Sex ára gamall drengur í Skellefte-
hamn í Svíþjóð lyftir 80 kg. i báðum
höndum og 50 i annari. Nú hefir
faðir hans farið fram á að fá leyfi
til að láta drenginn sýna aflraunir
fyrir peninga, því að honum hafa
borist tilboð bæði frá Stokkhólmi
og Gautaborg.
Bræni ueiðaríæraliturinn
IMPREGNOL
Bestur - Ódýrastur - Drýgstur
VERSLUN 0. ELLINGSEN h.f.
^38^3$ Best að auglýsa í Fálkanmn '&W&M