Fálkinn


Fálkinn - 10.02.1939, Blaðsíða 3

Fálkinn - 10.02.1939, Blaðsíða 3
F Á L K 1 N N 3 LEIKFJELAG REYKJAVÍKUR: Fljettuð reipi úr sandi. Ellg Þorláksson og Lárus Ingólfsson sýna dans i öðrum þætti. Leikfjelag Reykjavíkur hafði frum- sýningu 2. J). m. á rússneskum gam- anleik, undir nafninu Fljettuð reipi úr sandi. Höfundur leiksins er Val- entine Ivatajev, en þýðinguna gerði Ólafur Halldórsson cand. phil. — Stjórn leiksins annaðist Indriði Waage. Valentine Katajev er talinn vera einn af snjöllustu leikritahöfundum Rússa og sem dœmi um þá miklu hylli er leikril lians njóta má geta þess að fyrnefnt leikrit liefir verið sýnt sjö hundruð sinnum á frægasta leikhúsi Moskvaborgar. Og utan Rússlands hefir það verið víða sýnt. Katajev er fremur ungur maður, ættaður frá Odessa og uppalinn ]jar, Hann byrjaði ungur að yrkja ljóð, en þvi lengra sem leið hneigðist hugur hans æ meira að leikrita- gerðinni og hefir hann nú náð heiðurssessi á því sviði. Leikurinn, Fijettuð reipi úr sandi, gerist i Moskva á vorum dögum, og eru persónurnar sem leiddar eru fram á sviðið kommúnistiskur æsku- lýður er tekið liefir inn hugmyndir kommúnismans, en hefir ekki melt þær, svo að úr verða skoplegar og óheilsteyptar persónur. — Tveir félagar, Vasya og Abr- am, búa í óvistlegri kytru, og telja livorn um sig „destineraðan" pipar- svein. En einn góðan veðurdag taka báðir upp á því að fá sjer meðhjálp og fara því ,til hjónabandsskrifstof- unnar. En úr öllu saman verður spaugilegt vandamál, og húsnæðis- Emilian öreigaskáld. spursmálið ekki síst. Og í leikslok skifta þeir á konum. Aðrar persón- ur leiksins en þeir fjelagar og kon- ur þeirra, eru öreigaskáldið og Flavius fjelagi. Leiknum var mjög vel tekið af áhorfendum og fóru leikendur all- Indriði Waage og Regina Þórðani. vel með hlutverk sín, þó að draga megi kanske i efa hvort leikendurn- ir hafi skilið þau nógu vel, enda þess varla að vænta. Árni Jónsson ljek Vasya. Árni er nýr maður á sviði hjer og virðist fremur efnileg- ur, þó að hann hafi enn nokkra galla byrjandans. Svipbrigðin eru ekki nógu eðlileg og fumið of mikið. Indriði Waage ljek Abram og vakti ánægju lijá áhorfendunum. En það er spurning, hvort hann hefir ekki gert Abram of skoplegan. Þóra Borg ljek annað kvenhlutverkið, 'I'onyu, en Regína Þórðardóttir hitt, Ludmillu. Leikur Þóru Borg var góður, einkum framan af leiknum. Vafalaust var leikur hennar sann- astur. Regína var ljett og fjörug, en ekki eins sannfærandi og Þóra. Valur Gíslason ljek fjelaga Flavius, nokkuð reyndan kommúnista, en hlutverkið var ekki til þess „að slá sjer upp“ á þvi. Leikarinn sem „gerði mesta lukku“ sem fýr var Har. Á. Sigurðs- son, sem ljek Emilian öreigaskáld. Húsið bergmálaði af fagnaðarlátum meðan hann var á sviðinu. En án efa átti Haraldur bróðurpartinn af þeim en ekki Emilian. Fjelagi Flavius. Þau Elly Þorláksson og Lárus Ingólfsson sýndu rússneskan daus i öðrum þætti og tókst vel. Einkum vakti dans Elly mikla aðdáun. Það er óhætt að fullyrða að hægt er að njóta góðrar skemtunar við að horfa á leikinn, og væri vel ef Reykvíkingar styrktu starfsemi Leik- fjelagsins með því að sækja þenna leik. Því að það hefir undanfarið átt harða keppinauta í „Fornum dygðum“ og „Meyjaskemmunni“. Og liakkir miklar á fjelagið skilið fyrir Smjörlíkisoerðin „Smári“ 20 ára. Eitt al' hinum eistu og merkustu iðnaðarfyrirtækjum bæjarins, Smjör- ljkisgerðin „Smári“, átti nýlega 20 ára afmæli. Það var stofnað í janúarmán- uði 1919. Gísli Guðmundsson gerlafræðingur átti hugmyndina að stofnun „Smára“, en fekk í lið með sjer marga góða menn til að hrinda henni í fram- kvæmd. Þó að Gísli væri fyrst og fremst vísindamaður, þá var hann um leið hinn mesi áhugamaður um iðnaðarmál og nýtasti framkvæmda- maður á mörgum sviðum. Og framkvæmdastjóri verksmiðj- unnar var hann frá stofnun og þar til hann ljest árið 1928. Starf sitt hóf verksmiðjan í rann- sóknarstofunni i Lækjargötu, og hafði til þess að byrja með aðeins 4 starfsmenn. En það sannaðist hjer Gisli Guðmundsson gerlafræðingur. sem oftar, að mjór er mikils visir. Vjelar til verksmiðjunnar voru keypl ar frá Danmörku og nam kaupverð þeirra 10 þúsund krónum. Það kom brótt á daginn að smjör- likisþörfin var brýn, þvi að strax fyrstu árin hafði verksmiðjan ekki við að fullnægja pöntunum fólksins. Smjörlíkisgerðin hafði aðeins starf- að stuttan tíma þegar það kom í Ijós, að húsakynnin voru of þröng, og því var ráðist í byggingu verk- smiðjuhúss við Veghúsastíg og þar er enn í dag aðsetur „Smára“. Skömmu eftir lát Gísla Guðmunds- sonar keyptu núverandi eigendur verksmiðjuna, þeir Ragnar Jónsson og Þorvaldur Thoroddsen, og hefur lnin náð miklum vexti í höndum þeirra, enda báðir hinir mestu á- huga og atorkumenn, sem gengið hafa á undan með endurbætur og nýjungar i smjörlíkisiðnaðinum. Vjelaumbætur hafa orðið miklar i þeirra tíð. Afköst vjelanna er nú 500 kg. af smjörlíki á 50 minútum. Önnur hönd framkvæmdastjóranna á síðustu árum í ýmsum helstu end- urbótunum er dr. Jón E. Vestdal, sem lokið hefur doktorsprófi í efna- frieði við háskólann í Dresden i Þyskalandi. — Það er smjörlikisgerðinni „Smára ' til mikils sóma að hún tók upp þá nýbreytni að blanda smjörliki sitt smjöri löngu áður en lög voru gefin út um það enda mæltist það brátt vel fyrir. Fyrir 20 árum voru aðeins 4 fast- ii starfsmenn við „Smára“, en nú eru þeir nær 30, ef með eru talin smærri fvrirtæki hans. Frá stofnun og til þessa dags hefur verksmiðjan Framh. á bls. 15. það, hve vel það fylgist með nýjum Ieikritum utan úr stóra heiminum og færir þau hjer upp eftir því sem föng standa til. Öreigaskáldiff í hópi glaðvwrra ungkommúnista.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.