Fálkinn


Fálkinn - 14.04.1939, Blaðsíða 1

Fálkinn - 14.04.1939, Blaðsíða 1
15 XII Reykjavík, föstudaginn 14. apríl 1939. r GLIMAN VIÐ ÆGI Óvíða hjer við land er sjósókn öllu erfiðari en í Vestmannaeyjum, því að oft er úfinn sær fyrir Eyjum. Enda hefir alist þar upp harðger og djörf sjómannastjett, sem Ægir hefir bægt öllum kveifarskap frá. —Myndin hjer að ofan er tekin fyrir rúmu ári síðan og er af vjelbátnum lsleifi, sem er að fara í róður. Er báturinn að halda út úr Faxasundi og sær mjög rokinn. 1 baksýn eru björgin þverhnýpt, Miðklettur til vinstri og Klifið til hægri. Má ekki miklu muna að báitinn þeri upp í hamrana. Myndina tók Guðbjartur Ástgeirsson háseti á botnvörpungnum Garðari frá Hafnarfirði, en svo vildi til að botnvörpungurinn og vjelbáturinn hjeldu samtímis út úr sundinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.