Fálkinn - 14.04.1939, Qupperneq 2
2
F Á L K I N N
GAMLA BÍÓ.
Booloo — Hvíta tígrisdýrið —
er mynd, sem Gamla Bíó sýnir brá'ð-
lega. Er hún tekin af Paramount-
fjelaginu undir stjórn hins fræga
kvikmyndastjóra Clyde E. Elliott,
sem löngu er víðkunnur fyrir hinar
ágætu ferðamyndir sínar úr hita-
beltisheiminum, einkum þó frá Mal-
akka og fenjaskógum hans. — Við
upptökuna á þessari mynd, sem ger-
ist þar að mestu leyti hafði hann
fjölda Ijósmyndara og sjerfræðinga
sjer við íhlið og auk þess nokkra
tugi innfæddra manna. Var upp-
takan öll fyrir Elliott og flokk hans
hið mesta hættuspil sakir óholls
loftslags, villidýra og herskárra
þjóðflokka. En þó kom ekki til
neinna óhappa.
„Fálkinn“ hefir áður getið um
þessa stórslegnu kvikmynd með
nokkrum orðum. Fyrir þá sem hafa
gaman af náttúrufræði er hún eink-
ar gjöful. — Þarna má sjá villidýr
frumskóganua eigast við, svo sem
tígrisdýr, fila, kyrkislöngur, vís-
unda o. fl. Og ógnir frumskóganna
blasa við í ótal myndum,
Auk þess fæst i myndinni inn-
sýn í líf og háttu hálfviltra Malaja-
þjóðflokka, er viðhalda hinum ægi-
legustu mannfórnum.
— Á Malakka lifa Sakaiarnir, sem
Irúa á hvítt tígrisdýr, er þeir halda
að lifi þar i frumskóginum og fórna
þeir dýrinu öðru hvoru fegurstu
konum þjóðflokksins.
Bogers hershöfðingi hefir ferð-
ast mikið um meðal Malajanna, en
týnist í einuin leiðangrinum. Sonur
hans, Bob Rogers kapteinn, sem
leikinn er af Ný-Sjálendingnum
Colin Tapley fer að leita þessa
lands, þar sem faðir hans týnist.
í Singapur hittir liann hinn gamla
og trygga fylgdarmann föður síns,
sem ræðst til fylgdar við hann.
Eftir margra vikna ferðalag og
miklar mannraunir ná lieir landa-
mærum Sakaifyllcisins.
Framhald myndarinnar er svo
æfintýri Rogers, sem hann lifir í
þessu einkennilega og vilta landi,
jiar sem hann er stöðugt undirorp-
inn hinni mestu lífshættu.
Eru villimennirnir einu sinni að
því komnir að drepa hann, en þá
fær hann óvænta hjálp.
Kvikmyndin Booloo er í mesta
máta „spennandi", en hefir auk
þess inni að halda merkilegan fróð-
leik um fenjaskógalífið, dýr og jurt-
ir, og ennfremur um hina einkenni-
legu liáttu villimannanna, mann-
fórnir þeirra, dansa og vopnaburð.
TríóTónlistarskólans.
Eins og undanfarna vetur hefir
Tónlistarfjelagið efnt til hljómleika
fyrir styrktarfjelaga sína mánaðar-
lega. Hinn síðasti á þessum vetri
fór fram á þriðjudaginn var í Gainla
Bíó fyrir troðfullu húsi. Skemti þá
hið vinsæla Trio Tónlistarskólans
gestunum, en í því eru þeir Árni
Kristjánsson (piano), Hans Stepanek
(fiðla) og Heinz Edelstein (cello).
Á efnisskránni voru lög eftir Beet-
hoven, Dvorak og Ravel, sem er
franskt tónskáld en lítt þektur hjer
á landi.
Var hljómleikunum tekið með
miklum fögnuði að vanda.
Myndin, sem hjer fylgir er af
tríóinu. Talið frá vinstri: Heinz
Edelstein, Árni Kristjánsson og
Hans Stepanek.
Frú Guðrún Jónsdóttir frá
Hjalla í Ölfusi varð 50 ára
6. þessa mánaðar.
Hvernig má taka augnabliks-
myndir án fyrirhafnar?
Með því að nota myndavjel,
sem opnast sjálf þegar stutt
er á lásinn. Með því að vjel-
in hafi tvípunktinnstilling.
Með því að afhleyparinn sje
með þrýstihnapp á hlið vjel-
arinnar. Með öðrum orðum:
NETTAR vjel frá
ZEISS IKON.
Drekkið Egils-öl
Mikill kvennaskortur í Abcssiníu. —
Af 27 þúsundum nýlendufólks eru
20 þúsund karlmenn.
Iíarlmennirnir í Addis Abeba líta
dökkum augum á tilveruna. Þeir
hafa ekki aðeins búksorgir eða eru
óánægðir með að þurfa að vera
að byggja hið nýja keisaradæmi
II Duce, heldur kvarta þeir mjög
yfir vaxandi kvennaskorti i ný-
lendunni.
Síðasta misserið hafa örðugleik-
arnir í þesu efni aukist gífurlega. Á
því hafa flutst til ítalskra hafna i
Austur-Afríku 10 þúsund manna, og
af þeim eru 9U prósent karlmenn.
Hvitir menn í Addis Abeba eru nú
rúm 27 þúsund, og af jieim eru ö
þúsund konur.
ítalska stjórnin lokar ekki augun-
uin fyrir því hvaða örðugleika þetta
kann að hafa í för með sjer, og gerir
all sem hún getur til að hjálpa karl-
mönnunum í neyð þeirra. Hún hvet-
ur mjög ítalskar konur að flytja til
Abessiníu og giftast þar, og hefir
sett á stofn einskonar skóla til að
undirbúa þær til ferðalagsins, og
lofar þeim þar sjálfstæðri atvinnu.
En fæstar þeirra sem fara í því
augnamiði halda henni lengi, jiví að
þær hafa engan frið fyrir giftingar-
gölnum karlmönnum.
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritsljórar:
Skúli Skúlason.
Sigurjón Guðjónsson.
Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested
Aðaískrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og 1-0.
Skrifstofa í Oslo:
Anton Schjötsgade 14.
Blaðið kemur út hvern föstudag.
Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán.,
kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftir greiðist fyrirfram.
Auglýsingaverðr 20 aura millim.
HERBERTSprenf.
Skraddaratiankar.
Þegar herkonungurinn forni spurði
spekinginn, hvers hann óskaði, seg-
ir sagan, að spekingurinn liafi ósk-
að -jiess eins, að hinn þokaði sjer
svo mikið til hliðar, að sólin gæti
skinið á liann. Gamla sagan endur-
tekur sig öld eftir öld og ár eftir
ár. Og aldrei deyr ribbaldinn, sem
gerir sig ekki ánægðan með minna
en „taka sólina“ frá öðrum.
Nú er jiað alviðurkent, að „hvert
skaparans barn“ eigi jafnan rjett
til sólarinnar. Ofbeldismennirnir
viðurkenna liað sjálfir i orði, en al'-
neita jiví á borði. Og heimurinn
ýerður víst aldrei svo gamall, að
ofbeldismenn og illvirkjar hverl'i úr
sögunni. En hitt hafa hjartsýnir
rnenn vonað, að alheimsálitið
safn einstaklinganna — gæti vitk-
ast svo, að þessir ofbeldismenn ættu
óhægt með að koma ár sinni fyrir
borð og vaða uppi með orð og gerð-
ir, sem hverju hugsandi manns-
barni ætti að þykja óverjaiuli rang-
læti og syndsamlegt athæfi hverj-
um siðuðum manni.
Meðan þau andlegu smámenni eru
til í Jijóðfjelögum veraldar — og
jafnvel í íslensku þjóðfjelagi
sem gerast aðdáendur ofbeldisherra
nútímans, er ekki góðs að vænta.
Og sannarlega ættu þeir íslendingar
ekki að vera öfundsverðir, sem taka
sjer fyrir hendur að verja ofbeldis-
seggina, því að þá liafa þeir til lítils
lært' sina þúsund ára sögu. íslend-
ingar lærðu snemma að koma jafn-
vægi á valdið í landinu, þó að hitl
lækist þeim ekki eins vel, að lialda
þvi jafnvægi er frá leið. Röskun
þess leiddi af sjer hálfrar sjöundu
aldar ánauð og eymd þjóðarinnár.
Meðan lýðræðishugsjónin var i
heiðri höfð vegnaði þjóðinni vel,
en þegar ribbaldarnir konni til sög-
unnar leið sjálfstæðið undir lok.
Utstefnur einræðisins — til hægri
og vinstri — geta þegar smáþjóð
á i hlut aldrei endað með öðru
enn uppgjöf frelsisins og landsrjett-
inda í hendur stórjijóðar. Og inn-
anlandsdeilur lilaða jafnan undir
öfgastefnurnar og gefa óhlutvönd-
ustu þjóðmálaskúmum byr undir
báða vængi. Undirröður Hlinkaliðs-
ins i Slovakíu átli að heita sjálf-
slæðisstefna, en lauk á Jiá sömu
leið og Jiegar apinn átti að skifta
ostinum, að Þjóðverjar gleyptu bæði
Tjeklca og Slovaka. Rutenar sögðu
sig úr lögum við Tjekkoslovakíu og
Ungverjar gleyptu þá, er þeir höfðu
heitið sjálfstætt ríki í þrjá daga.
Dæmin, sem gerast dags daglega
í heiminum, ættu að vera íslending-
um áminning um að fara varlega,
og standa betur saman en þeir
gera nú.