Fálkinn


Fálkinn - 14.04.1939, Qupperneq 4

Fálkinn - 14.04.1939, Qupperneq 4
4 F Á L K I N N „Við förum það gangandi Nútímaæskunni hefir skilist, að það er engin lítilsuirð- ing á sjálfum sjer, að nota hesta postulanna. En þess er skemst að minnast, að allra besta sveitafólk kendi í brjósii um og leit niður á þá langferðamenn, sem bar að garði gangandi eða hjólandi. „Veslings pilturinn, skelfing er hann vist fátækur“, hugsaði það og mintist flakkaranna úr ungdæmi sínu. — Nú setur enginn þetta fgrir sig lengur. Æskan hefir uppgötvað, að gönguferð- irnar veita líkamsþjálfun, sálarnæring og heilsubót -— meiri en nokkurt annað ferðalag. A LLA langar til a'ð ferðast. Og þó hefir það verið svo til þessa, að fjöldinn allnr hefir lifað svo æfi sína, að hann hefir sjaldan komist út fyrir hreppamörkin.Lengstu ferða- lögin hafa verið í kaupstaðinn eða máske í jarðarlör eða brúðkaup vina og vandamanna í næstu sýslu. Því að sumarið, sem er besti ferðatíminn, er líka mesti annatíminn. Og vei þeim, sem lætur orfið eða hrífuna liggja um sláttinn. Nema á sunnu- dögum vitanlega. En þá var venju- lega riðið á næstu bæi og rabbað við kunningjana eða kærastan heirn- sótt — ef beinin voru þá ekki svo lúin, að þau kusu heldur hvíld upþi i rúmi yfir helgina. Starfi margra í kaupstöðunum er þannig varið, að það bindur ekki frekar sumar en vetur. En í kaup- stöðunum var hestafátt og fólk hafði ekki uppgötvað, að það var gaman að ferðast gangandi, heldur liafði mestu skömm á slíkum flakkaramáta. Þessvegna hófst skemtiferðaöld fiestra íslenskra kaupstaðarbúa með bifreiðunum. En þær undantekning- ar voru þó til áður, að menn skeytlu ekkert um almenningsálit og fóru gangandi þó um meira væri að ræða en eina bæjarleið, og þó að neyðin ræki þá ekki til þess. Svo kom Feíðafjelagið, sem að mestu leyti var stofnað fyrir til- verknað nokkurra ungra lteykvík- inga, sem árum saman höfðu varið sumarleyfum sínum til þess að fara gangandi um bygðir og óbygðir. Ferðafjelagið er að visu fjelag allra þeirra sem ferðast, livort heldur er gangandi, riðandi, akandi eða sigl- andi, en þó voru það fyrst og fremst gönguferðir, sem stofnendurnir höfðu í huga — ferðir um óbygðir, fjöll og ókunna stigu, sem ekki var hægt að komast neina gangandi. Og nú hefir æskan í skólum lands- ins bundist samtökum í ílýjum fje- íagsskap, um að ferðast gangandi og hjólandi um iandið og jafnvel leggja önnur lönd undir fót. Fyrir- myndin að þessum fjelagsskap er er- lend, og þessi nýju fjelög kalla sig „farfugla“, en það er óviðfeldið nafn og á ekki að komast inn í málið, þó að það sje dregið af þýska orðinu „wandervogel" og að hreyfingin hafi í fyrstu náð almennri útbreiðslu í Þýskalandi. Annars var hún iðk- uð i smærri stil og ófjelagsbundin í mörgum löndum áður, þar á meða! í Englandi. Það er orðið langt síðan æfintýra- elskir unglingar slóu sjer saman i smáhópa og lögðu út á þjóðveginn með alla búslóðina á bakinu og oft hljóðfæri í fórum sínum og ljetu þar „nótt sem nam“ og báru engar áhyggjur fyrir morgundeginum. Og enn lengra er síðan að handverks- menn „gengu á valsinn“, sem kallað var, ferðuðust stað úr stað sumpart til að leita sjer atvinnu og sumpart til þess að kynnast nýjum löndum og fólki, og framast í greininni, enda eru sumir liandverksmenn allra manna víðförlastir. En hreyfingin nýja stefnir fyrst og fremst að því, að flýja bæjarmolluna og komast í hreint loft og sjá fallegt land. Það er útþráin og þörfin á innilegra sam- bandi við náttúruna, sem hefir vak- ið þessa hreyfingu og knúð fram nýja ferðalagatilhögun, sem gerir öll- um kleyft að ferðast þó litið sje í buddunni. Nýtísku ferðalangarnir nota fæturna eða reiðhjólið sem far- artælci, sofa i hlöðum eða ódýrum gistihælum, sem fjelög þeirra sjá þeim fyrir, liafa mat með sjer eða kaupa hann jafnóðum en matreiða sjálfir, svo að fæðið verði þeim ekki dýrara en þó þeir hefðu verið heima hjá sjer. Upphafsmaður hréyfingarinnar er talinn þýski barnaskólakennarinn Richard Schirrmann í Westfalen, sem tók upp á því sumarið 1912 að fara með nemendur sína í gönguferð út um sveilir. í fyrstu voru ferðirn- ar stuttar og jafnan komið heim að kvöhli, en smámsaman var farið að leggja upp á laugardagskvöldum og gista nóttina i hlöðum, en það þótti æfintýri út af fyrir sig, og með þessu móti var hægt að komast lengra. Innan skamms höfðu þúsundir kenn- ara í Þýskalandi tekið upp þennan sið, og eftir að börnin liöfðu lokið skólanum lijeldu þau áfram svona ferðum, því að þau höfðu lært að fíöngufólk á teið framhjá dönskum búgarði. meta þær. Sjerstaklega breiddisl hreyfingin mikið út eftir slriðið og kom brátt að því, að óhjákvæmilegt yrði að gera sjerstakar ráðstafanir til gististaða handa hinum ungu ferðalöngum. Fjelögin mynduðu þá með sjer „Samband þýskra æslcu- lýðs gististaða“ og á þetta samband nú um 3000 liæli víðsvegar um land- ið. Sum þessara gistihæla eru mjög einföld, litið betri en peningshús, en í borgunum má líka sjá nýtísku stórhýsi, sem „farfuglarnir“ liafa komið sjer upp og einnig hafa þeir fengið gamlar liallir og kastala til afnota. Ennfremur eru skólahús, leik fimishús, geymsluhús og hlöður teknar á leigu yfir sumartímann og sjer sambandið um það, að þar sjeu rúmstæði með dýnu og værðarVoðir, ásamt eldunartækjum eða jafnvel greiðasölu. Mjög eru þessar vistar- verur misstórar -— hýsa frá 20 og upp í 000—700 drengi og stúlkur í einu. En samtímis þessari þýsku hreyf- ingu má ekki gleyma skátahreyfing- unni ensku. Skátar hafa einnig ferða lög og útilegur á dagskránni og fje- lagsskapur þeirra er allur stórum betur og ítarlegar skipulagður en þýski farfuglafjelagsskapurinn. Hjer á landi hefir sá fjelagsskapur starf- að í aldarfjórðung og kent fjölda unglinga að ferðast og liggja úti, svo að heilsubót sje að, en ekki kvöl. Þessvegna hafa runnið tvær- stoðir undir þennan fjelagsskap, þar sem hann hefir verið tekinn upp í öðrum löndum, önnur ensk og hin þýsk. í Danmörku hefir þýska fyrir- myndin orðið ofan á — „Dansk Vandrerlaug“ er sniðið eftir þýsku hreyfingunni. Það var stofnað vorið 1930 og hafði 100 fjelaga í lok næsta árs, árið eftir 400, 1932: 1000, en i árslok 1930 um 18.000. Byrjunin hefir því orðið hægari en hjer á landi i vor sem leið, en svo hefir verið sótt vel á, að nú hefir sam- bandið danska yfir að ráða nær 200 gistihælum fyrir meðlimi sína. Danskir unglingar ferðast mest á reiðhjólum, enda er ckkert land ver- aldar jafn vel lagað til hjólaferða eins og marflöt Danmörkin. í flestum hælunum eru rúmstæði og heydýna en værðarvoðir ekki nema sumstað- ar og hafa flestir því svefnpoka með sjer. Og allir hafa að minsta kosii ljereftspoka, því að sparlök eru eng- in í rúmunum og ekki er viðfeldið að leggjast í annars ból. Danska félagið tekur 3 kr. árgjald > af fjelögum sinum og þeir fá af- hent „göngumiða“ — útbúinn eins Svona era ftest yistihælin, sem byyðhafa verið í Danmörku. Þreyttir yöngumenn við glæðurnar að kvöldi.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.