Fálkinn


Fálkinn - 14.04.1939, Qupperneq 5

Fálkinn - 14.04.1939, Qupperneq 5
F A L K I N N, a l'NDIRKONUNGURINN í ABESSINÍU. Graziani marskálkur liefir nú fengið sig fullsaddan á konungstign- inni í Abessiníu og hefir verið kall- aður heini. Eins og menn muna var lionum sýnt banatilræði í hitteðfyrra og drápu ítalir þá fjölda Abessiníu- manna í hefndarskyni og yfirleitt liefir stjórn Graziani verið hin mesta blóðstjórn en ítöium gengið illa að koma fram lögunt i landinu. Kunnugir fullyrða, að í raun rjettri sje Abessinia alls ekki undir stjórn Itala ennþá, þegar frá eru taldar nokkrar borgir, einkum Addis Abeba og Harrar, sem eru aðalsetur ítalska setuliðsins. Nú hefir nýr maður verið kjörin.i til þess að koma lögum yfir Abess- iníumenn og jafnframt halda ítalir áfram að flytja herlið til Abessiníu og þó einkuni til Lybíu, þar sem Balbo ræður. Mussolini hefir nú tek- ið sjer það hlutverk að gerast „verndari'* Múhameðstrúármanna í Afríku og Suðvestur-Asíu og lætur útvarpsstöðina í Harrar básúna fórn- fýsi sína og góðvilja til Araba á tungu þeirra, jafnframt þvi sem Bretar eru affluttir á hinn svívirði- legasta liátt. Með því móti hygst hann að vekja Araba til uppreisnar gegn Bretum, bæði í Sudan, Arabiu og Irak og hnekkja á þann hátt veldi Breta gegn ítölum í Spánarmálinu og Miðjarðarhafsmálunum. Og til þessa fyrirtækis hafa ftalir leitað Breta i hefndarskyni fyrir andóf bandalags við Japana. Hæfir þar skel kjafti. Hinn nýi undirkonungur í Abess- iníu er italski prinsinn hertoginn af Aosta. Langafi hans var Victor Emanúel II. Sardiniukonungur 1849 -61 og síðan konungur Itala 1878. Sonur hans var Amadeus, sem var konungur á Spáni 1870—73, en leidd- ist svo sú staða, að hann sagði af sjer og fluttist aftur lil ftaliu en sonur Amadeusar var Emanuel Phili- bert hertogi al' Aosta, faðir hins nýja undirkonungs í Abessiniu. Voru þeir því bræðrasynir Victor Emanúel III. núverandi konungar oj; Philibert Aostahertogi, er hinn nýi konungur að öðrum og þriðja við konunginn, og stóð næstur til ríkis- erfða eftir Umberto krónprins, þang- að til hann eignaðist son í fyrra- vetur. — Það er alkunna, að konungsfjöl- skyldan italska er ekki í neinu vin- fengi við Mussolini, enda hýrist hún í skugga hans og konungdómur Vict- ors Emanuel er litið nema nafnið tómt. Einkum hefir Umberto krón- prins margt við Mussolini að at- huga og hygst að lækka í lionum drambið þégar hann verður konung- ur sjálfur. Hefir það l>ví vakið al- hygli, að Mussolini skuli hafa gert mann af konungsfjölskyldunni að undirkonungi. En hinn ungi Aosta- hertogi er eldheitur fasisti — og var orðinn það, áður en fasistar komust til valda. ög nú hefir hann fengið laun fyrir. Sve l'all en þokkalegt. Æskulýðitr I göngnför fleslir i stuítbuxiim mei) ber hnjen. og passa og með ljósmynd eigandans, sem veitir þeim aðgang að hælunum meðan rú.rn leyfir. Fyrir gistingu verður fólk að borga 50 aura á nóttu og hlýða reglum þeim sem um þau eru sett. Þegar gestur kemur á gisti- hæli afhendir hann göngumiða sinu eftirlitsmanni hælisins og er skráður í gestabókina. Gistinguna borgar hann fyrirfram. Gestir eiga að vera komnir i bólið áður én dimt cr orð- ið og aldrei seinna en kl. 11. Á- fengisnautn og reykingar eru bann- aðar á gistihælunum og eftirlitsmað- ur hefir leyfi til að vísa á burt gest- um, ef þeir halda ekki reglurnar. Heldur hann þá eftir göngumiðanum og sendir stjórninni skýrslu tun mál- ið og getur hún vísað viðkomandi manni úr fjelaginu. Fjelagið gefur út blað, sem flytur allar tilkynning- fólksfjölda, enda hefir Svenska Tur- istföreningen lagt sjerstakt kapp á að greiða götu þessarar hreyfingar. Þessi gistihæli eru með öðru fyrir- komulagi en hin eiginlegu gistihús og sæluhús fjelagsins og ódýrara að nota þau. Víða hafa skólahús og fundarhús verið tekin á leigu, en sumstaðar hafa hús verið keypt eða bygð af stofni handa „umrenning- unum“. Eðlilegast hefði verið, að þessi gönguhreyfing hefði verið stofnuð innan vjebanda Ferðafjelagsins hjer á landi, því að áhugamálið er það sama og viðfangsefnin, sem fram- kvæma þarf, falla mjög saman. ög þegar á það er lilið hve landið er l'áment en stórt um leið, þá gæti það beinlínis orðið báðum fjelögun- um til niðurdreps að hafa þau tvö inn“ verður oftast gangandi. Fyrst i stað munu það verða skólahúsin, sem ferðalangurinn hallar sjer að, en líka er hægf að nota hlöður og önn- ur útihús til gistingar, ef að sjeð er fyrir rúmstæðum þar og einhverjum viðleguútbúnaði. Það er fyrsta boð- orðið: að spara fólki að bera „húsið sitt á bakinu" eins og tjaldfólk verð- ur að gera. Tjaldbúnaður kostar líka allmikið fje ef hann á að vera í lagi og hentar best þeini, sem ætla að dvelja í lengri tíma á sama stað og geta þvi búið vel um sig og þurfa ekki að bera flutninginn á staðinn. En þess ber að gæta, að það er víðar en í sveitum og óbygðunt, setn gistihæli þurfa að vera. Þeirra þarf ekki síst við í kaupstöðum og kaup- túnum. Því að það er sjaldnast, að gesturinn getur flúið á náðir ættingja Um víða verold. ar og leiðbeiningar, sem á þarf að halda. Árið 1935 voru 57.277 gist- ingar á gistihælum danska sambands ins, en alls hafði fjelagið yfir að ráða 32.000 rúmstæðum, svo að meðaltali hafa komið 18 gistingar á rúm. í þýsku gistihælunum voru þær um 100 sama árið. í Svíþjóð er gönguinannahreyfing- in deild úr hiþum volduga fjelags- skap „Svenska Turislforeningen' sem hefir ntikið á annað hundrað þúsund meðlima. Hvergi eru jafn- mörg gistihæli göngu- og hjólreiða- fólks og í Svíþjóð, að tiltölu við í staðinn fyrir eitt. Bæði fjelögin þurfa fasta starfsmenn og mikið fje til l'ramkvæmda og það er drerfing á þeim kröftum, sem til eru, að þau bauki sitl í hvoru lagi í stað þess að vinna sem ein heild. Iljer á landi yerður það vitanlega fyrsla viðfangsefni „farfuglanna“, að koma sjer upp gistihælum eftir samfeldu kerfi, þannig að þeir geli komist allar helslu leiðir urn landið án þess að þurl'a að gista annars- staðar en í gistihælum fjelagsins, hvort heldur farið er gangándi eða hjólandi. Og islenski „umrenningur- og vina þegar hann kemur i ókunn- an kaupstað. Hann verður þá ann- aðhvort að fara á gistihús og það kemur við buddúna eða standa uppi eins og hestur á gaddi. En í fíestum kaupstöðum og kauptúnum eru til bús, sem með litlum kostnaði má lagfæra og skipa húsgögnum, svo að hægt sje að sofa þar. Má eflaust með litlum tilkostnaði koma upp slíku gistihæli að sumrinu til i hverju einasta kauptúni á landinu. Ekki til að hlæja að! Það var einu sinni þegar lífeðlis- fræðingurinn Karl Ludwig var við tilraunir sínar ásamt mörgum stúd- entum og var að taka part úr lifandi froskheila, að froskurinn losnaði og hoppaði milli stúdentanna, sem sátu á frentsta bekk. Þetta vakti mikinn hlátur meðal þeirra. Ludwig sleit fyrirlestrinum um augnablik og sagði ofur rólegur: „Herrar minir, nú getið þið sjeð hvað þarf litinn heila til þess að koma heilum niann- söfnuði til að hlæja“!

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.