Fálkinn


Fálkinn - 14.04.1939, Page 7

Fálkinn - 14.04.1939, Page 7
F Á L K I N N 7 LANGUR ALPALÚÐUR. Svissneski bóndinn hjerna, sem án efa hefir góð lungu, skemtir gesl- unum á kaffiliúsi í St. Moritz með þvf að blása í Alpahornið sitt. BAKARINN f BETLEHEM er á leið gegnum bæinn með bra'u'ð á handleggnurn til viðskiftavina sinna. Bakaraiðnin hefir gengið í arf til hans ættlið fram af ættlið. Þó ófriðlega syngi í ítölum i garð Frakka liefir það ekki haft nein á- hrif á þessa landamæraverði, sem sjást hjer á myndinni. Annar er franskur og hinn ítalskur. Myndin sýnir dyrnar að liinni nýju vinnustofu Hitlers í stjórnar- ráðshyggingunni miklu í Berlín. - Byggingin er að miklu leyti úr marmara og í henni eru 90 stofur. HEIMSMEISTARATIGN Á SKÍÐUM. Heimsmeistarakepni í skíðaíþrótt á þessum vetri fór fram í Zakapone í Póllandi. — Myndin sýnir stökk- hrautina. Þarna var það sem Birger Ruud tapaði heimsmeistaratitlinum fyrir Þjóðverja. ATVINNULEYSINGJAR í LONDON Nokkrir atvinnuleysingjar í Lon- don liafa bundið sig fasta með hlekkjum við járngrindurnar fyrir framan atvinnumálaráðuneytið. — Lögreglan varð að leysa jiá með stálsögum. MINNISMERKI GEORGS FIMTA. Þetta fagra minnismerki um Georg fimta Bretakonung á að reisa hjá þinghúsinu í London. Er aðeins til eftirlíking af því ennjiá, en hún hefir verið samþykt af ekkjudrotn- ingunni og Georg konungi. í bog- anum yfir standmyndinni gætir sama stílsins og á þinghúsinu. VIÐHAFNARHÓTEL í HEIMI. í bænum Toronto í Kanada liefir verið opnað stærsta viðhafnarhótel í lieimi. Það er útbúið öllum liugs- anlegum þægindum, en það kvað vera dýrt að búa i því! KVIKMYNDALEIKKONAN MADELEINE CAROLL, sem boðið hefir ensku konungs- hjónunum heim til Hoilywood með- an þau dvelja í Ameriku, er heima hjá sjer i Englandi um þessar mund- ir. Hjer sjest hún á Breston flugstöð- inni ásamt manni sinum, Phillip Astley kapteini. Þegar Júliana Hollandskrónprins- essa kom til Khafnar í sumar not- aði hún litla strákörfu til þess að bera dótlur sina á 1. ári í. Nú hafa ýmsar danskar mæður tekið upp þessa tisku, og það er eigi fátitt að sjá liær með „Júlíönukörfu" í liend- inni. Við sjónvarpsútsendingu í London var sýndur nýlega þessi fallegi brúðarkjóll. Konan, sem er í kjóln- um er lafði Bartett. Hún leikur ]iarna í smáþætti, sem kallaður er „Markaður fordildarinnar" og lýsir hún kjólnum samtímis þvi sem hún sýnir hann. DOItOTHY LAMOUR, í nýrri kvikmynd, sem tekin er í Ameríku. Lamour er amerísk og nýt- ur mikils álits sem leikkona.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.