Fálkinn


Fálkinn - 14.04.1939, Side 13

Fálkinn - 14.04.1939, Side 13
F Á L K I N N 13 Trent var ekki særður, en lá lireyfingar- laus með aðra hendina framrjetta, eins og hann væri dauður. Einu sinni hafði hann lekið fyrir kverkar andstæðingi sínum, sem beygði sig niður að honum og hjelt að liann væri dauður, og hreytt þannig ósigri í sigur. Þetta tiltæki var alls ekki hættulaust. Hann átti á hættu, að Alitee hleypti kúlu gegnum hausinn á honum, en Trent ályktaði sem svo, að andstæðingur hans þættist svo sigurviss nú, að hann teldi slíkt athæfi sjer ósamboðið. ()g það reyndist rjelt. Alt í einu fann hann að sparkað var i bringuna á honum. „Vinur minn, Trent,“ sagði Abtee sigri hrósandi og sparkaði í hann aftur. „Sá djarfi Anthony gerðist fulldjarfur þegar hann reis upp á afturlappirnar gegn yfir- boðara sínum.“ Trent liafði jafnan haft þann veikleika, að þola illa lítilsvirðingu. Það fauk í hann er hann heyrði drembitóninn, sem liinn tal- aði í og hann spratt upp, en í sama bili sló Ahtee liann í höfuðið með þungri skamm- byssunni, og Trent hneig niður aftur og var uú meðvitundarlaus. Hefði Cleeve Cannell ekki komið þarna á vettvang að óvörum, hefði Ahtee eflaust drepið Trent, i því æðiskasti, sem greip liann nú. Meðan Erissa var vakandi hafði hann ekki þorað að yfirgefa hana. En undir eins og bún var sofnuð, hafði liann sett Dayne lil þess að halda vörð og hafði skreiðst út i náttmyrkrið. Ilinar svívirðilegu aðdrótt- anir Alitees liöfðu gert hann sjóðandi vond- an og tilraunir frú Cleeve til að lialda í bann, höfðu reynst gersamlega árangurs- lausar. Honum hálfgramdist, að Trent skyldi verða fvrri lil að fara út. Cleeve starði á Alitee, þar sem hann stóð yfir Trent, sem virtist vera steindauður. Brjálaði maðurinn hjelt skammbyssunni um það bil í brjósthæð piltsins. Það skein í fölt andlitið í skínnmni og það var ferlegt álitum. „Dick Cannell,“ drundi í lionum með liásri rödd, „þú komst undan mjer lorðuin, en hver getur hjálpað þjer núna?“ Þá upplifði Cleeve noldaið, sem var merki- legra, en all það merkilega, sem liann hafði upplifað á Manndrápsey. Hann lijelt að liann ætti ekki annað eftir en að deyja og lokaði augunum til ]>ess að losna við að sjá framan í napra sigurbrosið á andliti böðuls síns, og til þess að dylja sína eigin skelfingu. Hann beið eftir skotinu. Hvers vegna gal Ahtee ekki liaft kvölina stutla? En í stað skotsins heyrði hann liögg og niðurbyrgt óp frá hatursmanni sínum. Þegar hann opnaði augún trúði hann ekki sínum eigin augum. Skammbyssa Ahtees ógnaði honum ekki framar. Og Alitee sjálf- nr færðist fjær og fjær honum. Hann gekk ekki eins og venjuleg mannvera en hrej'fðist eins og verur sem maður sjer í martröð, sveif um loftið með fæturna langt frá jörðu og andlitið var svo afmyndað af brjálæði, skelfingu og ofsa, að Cleeve varð að snúa sjer undan. Ahtee hófst hærra og hærra, nú var meler milli hans og jarðarinnar, hann dinglaði bandleggjunum spottandi en ekki kom nokk- urt orð af vörum hans. Cleeve gat ekki sjeð nokkra skýringu á þessari merkilegu loftför. Hann mintist ósjálfrátt myndar sem hann hafði sjeð í barnæsku, af sálum framlið- inna til dómsdags. 1 sama bili fjekk Anthony Trent meðvit- undina aftur. Hann grei]) um sárið á höfði sjer. Svo kom hann auga á Cleeve. Aldrei bafði hann sjeð piltinn jafn óttasleginn. „Hvað er að?“ hrópaði hann. Cleeve benti á eina greinina á kyprustrje föður Embrow. „Ahtee flaug upp á eina greinina," hvíslaði hann, „sjáið þjer, hann er þar ennþá.“ Trent spratl upp. Cleeve hlaut að tala ó- ráð, nei, önei, sem hann var lifandi maður þá var Ahtee þarna uppi í trjenu. Hann fór að klifra upp í trjeð á eftir honum. Abtee mundi ekki eiga gott með að skjóta á hann núna, því að trjeð var á milli og hlífði. Dayhe og frú Cleeve höfðu heyrt háreist- ina og komu út. „Jeg sá Ahtee líða gegnum loftið,“ sagði Cleeve ákafur. „Og nú situr hann þarna uppi á liæstu greininni. Trent er að reyna að komast að honum.“ Það var auðheyrt á hvellri og háværri röddinni, að pilturinn var æstur. „Jeg get svarið ykkur að jeg sá það. Hann var í þann veginn að skjóta á mig þegar það gerðist. Alt í einu fór liann að baða út öngunum og svo þaut hann upp, aftur á bak. Jeg sá það með mínum eigin augum.“ „Hjerna kemur mr. Trent,“ sagði gamla konan. Það var ekki um að villast, að það var sigurbros á andlitinu á honum. „Það er víst ekki úli um okkur ennþá,“ sagði hann brosandi „Cleeve segir, að hann hafi svifið upp i trjeð. Jeg get sjeð hann þar sjálf. Ilvað í ósköpunum á þetta að þýða, mr. Trent. Er drengurinn genginn af vitinu. Trent tók vingjarnlega um axlir unga mannsins. „Það var sjón, sem liefði gert hvern mann hræddan," sagði hann, „þvi að Cleeve sá i raun og veru það sem hann þóttist sjá. Ahtee hangir uppi í trjenu og hann er stein- dauður.“ „Dauður?“ hrópaði hún. „Hvernig hefir það alvikast?“ „Hengdur,“ svaraði Trent. „Tvær lykkjur af akkerissnúru hafa dottið ofan um liáls- inn á honum, dregið hann upp á liausnum og kvrkt hann. Þarna kemur það, sem jeg hefi verið að biða eflir síðasta sólarhringinn.“ Trent benti upp í loftið. Þar sást móta fyrir loftskipi, sem vaggaði í daufri morgun- skimunni. „Það er Swithin W,eld,“ sagði Anthony. „Jeg skrifaði honum, að hann skyldi kaupa loflskij) og lenda hjer á afmælisdaginn minn. Hann var í enska flughernum áður en við fórum í slríðið, og er sjerfræðingur í loftsiglingum. Jeg sagði honum, að þetta væri eina leiðin til þess að ná sambandi við þessa eyju á, og það hefir revnst óhætt að reiða sig á Swithin, eins og jeg hjelt.“ „Mikil hundahepni," hrópaði Dayne, „að akkerislínan skyldi flækjast um Ahtee. Það var ótrúleg tilviljuh!“ „Flestir mundu álíta það,“ svaraði Trent. „En jeg hefi nú þá trú, að þegar sumir eru komnir langt á þeirri skuggabraut, sem Ahtee hefir farið, þá taki eitthvað æðra vald í taumana og láli tjaldið falla.“ Svo sló hann út í aðra sálma og varð á ný liinn ákveðni og röggsami Anthony Trent. „Nú verðum við vist að reyna að toga til okkar bjargvættinn okkar þarna uppi,“ sagði hann, „látið alla koma út!“ ENDIR. I næsta blaði | heíst spEnnandi lEynilögrEglusaga EÍtir hinn íræga höíund STANLEY SYKES, er heitir 1 TÝNDi VEÐLÁNARINN Fylgist með frá byrjun. Munið að sagan byrjar í næsta blaði. Gjörist áskrifendur. h L. ¥~r~l : ■ EEeA

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.