Fálkinn - 21.04.1939, Qupperneq 2
2
F Á L R I N N
GAMLA BÍÓ.
Gamla Bíó sýnir bráðum sænska
gamanmynd fírímudansleikurinn með
Gösla Ekman og Siyne líasso í að-
alhlutverkunum.
Hver er sá kvikmyndavinur að
hann langi ekki til að sjá Gösta
Ekriian, hinn óviðjafnanlega leikara
og ekki siður fyrir það að hann er
liorfinn rir þessum heimi nema í
kvikmyndunum, sem geyma munu
nafn lians um aldur og æfi sem eins
af stórmennum listaheimsins.
Gösta Ekman ljest fyrir rúmu ári
siðan og varð þá fullkomin þjóðar-
sorg í Svíþjóð, auk þess sem lát
lians vakti mikinn söknuð meðal
allra leiklistarvina viðsvegar urn
heim.
Gösta Ekman var einn af þessum
tiltölulega fáu listamönnum af guðs
náð. Hann var fæddur lil að sigra á
leiksviðinu og hljóta takmarkalausa
aðdáun allra, sem sáu hann. Ljek
hann hvert stórhlutverkið á fætur
öðru af ólíkustu gerð og virtist hann
jafnvígur á gaman- og sorgarhlut-
verk; hlátur og grátur lágu jafn
eðlilega fyrir honum, því liann var
maður sterkra tilfinninga og stór-
brotinnar lundar. Mörg af hinum
stórfenglegustu sögulegu hlutverk-
um úr leikritum Strindbergs ljek
hann svo að engum sem sáu, fær
liðið þau úr minni.
Grimiidansleikurinn er gaman-
mynd, og leikur Ekman þar ungan
skólastjóra, sem gengur í heilagt
hjónaband við vellríka konsúlsdóttur.
Hjónabandið gengur vel til að byrja
Framh. á bls. 15
LOUIS ZÖLLNER KONSÚLL
HÁLFNÍRÆÐUR.
Louis Zöllner er nafn sem margir
meðal eldri íslendinga kannast við.
Nú sem stendur er hann ræðismað-
ur Dana og íslendinga i Newcastle.
En um langt skeið var liann mikið
riðinn við verslunarmál íslands, og
ei jafnvel enn.
Þessi mæti maður og ágæti íslands-
vinur, sem unnið hefir hið liappa-
drýgsta starf fyrir verslun íslend-
inga, varð hálfníræður á mánudaginn
var, en er þó enn hinn ernasti og
hygst að ferðast til íslands innan
skamms.
Framh. á bls. 15
ADOLF HITLER
RÍKISKANSLARI
og foringi þýsku þjóðarinnar, eins og
hann kallar sig nú, átti fimtugsaf-
mæli i gær. — Hann fæddist i
Brunau, rjeft við landamærin milli
Austurríkis og Þýskalands, sein voru
afnumin með sameiningu þessara
ríkja í fyrra.
Hitler lifði sem óbreyttur verka-
maður, þangað til hann gerðist sjálf-
boðaliði í þýska hernum í heimsstyrj-
öldinni. Árið 1919 stofnaði hann nas-
istaflokkinn þýska, en þýskur ríkis-
borgari varð hann ekki fyr en
skömmu áður en hann var útnefndur
kanslari af Hindenburg ríkisforsef.a
árið 1933.
IHI
TÆKIFÆRISGJAFIR
Kventoskur, al vönduðustu gerð.
nýtísku skinn og Iitir, frá kr. 12.00,
samstæðir hanskar, verð frá kr. 11.50.
Buddur og Seðlaveski,
ITll nýjar gerðir, besta gjöfin handa drengjum
Ef komið er tímanlega er hægt að ' 'Í‘
merkja gjafirnar. 9 1
r ——m eS
HLJÓÐFÆRAHÚSIÐ
Eftir efnum ogástæöum.
Sportvöruhús Reykjavíkur
Talsími 4053 — Bankastræti 11
REYKJAVÍK
Fermingar og sumargjafir
NETTAR eða ERABOX
6x9cm. 6x9cm.
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Hitstjóraj’:
Skúli Skúlason.
Sigurjón Guðjónsson.
Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested
Aöalskrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og 1-0.
Skrifstofa í Oslo:
Anton Schjötsgade 14.
Blaðið kemur út hvern föstudag.
Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán.,
kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar úskriftir greiðist fyrirfram.
Auglýsingaverö: 20 aura miltim.
HERBERTS prent.
Skraddaratiankar.
Maður lieyrir stundum gamalt fólk
hrista höfuðið og jagast yfir „öllum
ferðafyrirganginum", sem sje í unga
fólkinu nú á tímum. Á vetrum eru
það skíðaferðirnar og á sumrin göng-
ur upp um fjöll og firnindi, útilegur
í tjaldi og aðrar fáránlegar tiltektir.
„Ekki var það svona í minu ung-
dæmi“, segir það og lætur sjer
blöskra.
Þetta er ekki nema eðlilegt. Gamia
fólkið þekkir þetta ekki. Og það er
að sínu leyti alveg jafn forviða eins
og unga fólkið núverandi mundi
verða eftir þrjátíu ár, ef það sæi
liiirnin sín híma inni í stofu á
sunnudögum og hafast ekki að. Hjer
ræður breyttur aldarháttur, og það
er ekkert nýtt þó aldarháttur breyt-
ist. Ef hann breytist ekki þá er þjóð-
in í voða.
Ef gamla fólkið hefði reynt það
sjálft, hve mikla liressingu og endur-
næringu það veitir kyrsetufólkinu, að
hreyfa sig, og þreyta sig um helgar,
og hve mikla unun það veitir og til-
breytingu, að sjá nýtt land og nátt-
úrufyrirbrigði, sem unglingar liafa
áður aðeins þekt af afspurn — þá
mundi gamla fólkið ekki telja úr,
heldur ýta undir. Það verður ekki
um það deilt, að hvernig sem á það
er litið, eru ferðalög langhollasta
skemtunin, sem nokkur maður á völ
á. Maður lærir meira á eins dags
göngu en á heilli bók, þó góð sje, og
maður skemtir sjer belur á ferða-
lagi, ef ekki steðja óvæntar hindran-
ir að, en við að horfa á Harald Á.
Sigurðsson, að honum ólöstuðum. Og
maður hefir að jafnaði betri endur-
minningar eftir ferðalög og útiveru
en eftir nokkuð annað, sem maðu;-
upplifir. — Þetta vita þeir sem reynt
luifa. Aðrar þjóðir urðu til þess að
uppgötva þetta á undan okkur, og
njóta ferðalaga sinna, jafnvel þó að
Jiær liafi hvergi nærri eins skemti-
legt land að ferðast um eins og við.
Því að það verður ekki rengt, að
norðan Alpafjalla á engin þjóð jafn
guðdómlegt land til skemtiferða og
íslendingar eiga. Norðmenn græddu
síðastliðið ár 68 miljónir króna á
útlendum ferðamönnum eingöngu og
eiga þó hvergi volgru i jörð, hvað
þá goshveri, og verða lielst að fara
norður fyrir Þrændalög til þess að
sjá fallegt sólarlag. Vill svo nokkur
maður neita því, að við, sem eigum
merkilegasta landið í Evrópu, höfum
ekki bæði gagn og gaman af að kynn-
ast því? Sá sem neitar því, verð-
skuldar að lifa í kjallara alla sína
æfi.