Fálkinn


Fálkinn - 21.04.1939, Síða 12

Fálkinn - 21.04.1939, Síða 12
12 F Á L K I N N STANLEY SYKES: Týndi veðlánarinn. 1 I. KAPÍTULl: Dr. Laidlaw andast. JERNA UM DAGINN sagði einn af sjúklingum mínum mjer að hann hefði sótt um böðulsembætti,“ sagði James Os- horne læknir um leið og hann hagræddi sjer í hægindastólnum og kveikti í mjög til- reyktri pipu með rukkunarseðli frá hæjar- gjaldkeranum. „Skelfing er að heyra þetta!" sagði mað- urinn sem sat á liinum hægindástólnum. „Mikill erkifantur hlýtur þetta að vera!“ „Nei, það er öðru nær. Hann er fyrir- myndar heimilisfaðir, viðkunnanlegur sjúkl- ingur og í alla staði heiðvirður borgari þó ekki sje liann liátt settur i mannfjelaginu. Hann á þrjú börn, sem honum þykir eink- ar vænl um, og hann mundi ekki vilja selja hundinn sinn, þó allir peningar i bankan- um yðar væru í boði.“ „En hversvegna í ósköpunum er hann þá að sækja um böðulsstarfið?“ „Hann langar liklega til að hafa einhverja aukavinnu, á sama hátt og þjer stundið vá- tryggingastarfsemi í lijáverkum og jeg garð- yrkjuna. Flestir eru þannig gerðir að þeim leiðist aðalstarfið á stundum. Jeg held að þjer ættuð að ná yður i svoleiðis starf, W,ools, í staðinn fyrir vátryggingarnar. Það inundi að visu varla gefa eins mikið af sjer, en það gerir minna til, úr því að það er dægradvalastarf. — Listin vegna listarinn- ar, er ekki svo. Hugsið yður hve hugsval- andi það væri, eftir að telja annara manna l'je allan liðlangan daginn, að bregða sjer út og hengja mann, áður en tekið er til starfa næsta dag! Og það eru ekki einu hlunnindin. í stað þess að hanga lijer í þess- ari bölvaðri Beruvík fjörutíu og níu vikur af hverju einasta ári og dvelja þrjár vikur í Scarborough, þá fengjuð þjer að fara til Pentonville og ýmsra annara göfugra slaða.“ George W,oods, hankasljóra og bæjargjald- kera, blöskraði þetta gáleysislijal af öllu hjarta, því að hann var ráðsettur raunveru- maður, eins og stöðu lians sæmdi. I öllum lífsvenjum sínum var hann stundvis eins og lclukka, og lmgmyndir hans og heimsskoðun hafði fyrir mörgum árum tekið á sig fasta mynd, sem ekki var hægt að breyta. Þess- vegna gekk oft fram af honum er hann hlustaði á öfgar hins gálausa og sjervitra kunningja sins — þvi kunningjar voru þeir þrátt fyrir, eða máske einmitt vegna þess, að þeir voru ólíkir eins og eldur og ís. Osborne var fæddur skraffinnur, kapp- ræðumaður og pexari, jafn laus í rásinni og óbundinn og flestir læknar, og kærulausari um mannasiði en flestir i lians stjett. Hann var í stuttbuxum og með tuskuflibba jafn- vel þegar að liann kom til þeirra sjúkling- anna sem litu mest á sig, og skeytti því engu, að Southbourne var skemtistaður af skárra taginu. Og ávalt bar hann því við, að hann gengi svona klæddur af því, að aðrir læknar í Jiorpinu gerðu það ekki, og hann fullyrti, að þeir hefðu ekkert við lækni að gera, sem veldu sjer hann eftir sniðinu á fötunum hans. En ef satt skal segja þá gekk hann i stuttbuxunum af því áð honum fanst það þægilegt, og af þvi að hann slapp þá við allar áhyggjur af því að pressa bræk- urnar. Hann var þeirrar skoðunar, að sá sem fann upp stuttbuxurnar væri mesti hugvitsmaður allra alda og að hámark sannr- ar snildar lægi í þeim háleita einfaldleik að uppgötva, að það er mögulegt að 1‘orðast að pokahnje komi í buxur, með því að láta pokana vera á þeim lrá upphafi. Þannig var lians röksemdafærsla. Hann hafði talsverðar tekjur af eignum sínum og var þessvegna ekki alveg liáður atvinnu sinni, svo að liann gat leyft sjer að liafa sinar kenjar. En svo var öfuguggahætti mannlífsins alment fyrir að þakka, að hann hafði nóg að gera, þó hann gerði engar tilraunir til að liaga sjer í samræmi við almenningsálitið eða eltast við dutlunga sjúklinga sinna. Hann var frunta- legur, hreinskilinn og hrottalega herorður, en þó lijeldu sjúklingarnir upp á hann og komu aftur að fá meira af svo góðu. Ýmsir laugaveiklaðir menn, sem liinir læknarnir þorðu ekki að segja sannleikann, vegna huddunnar, liöfðu grátið og engst en síðan náð fullum hata, vegna hersögli Oshorne læknis. Woods var alger mótsetning liins mjög- talandi vinar síns. Hann var hispurslaus og tók öllum óvenjulegum nýmælum með fyr- irvara og fullri gát. Hann liafði ekki einu sinni athugað möguleikann á því, hvort ger- andi væri að fara á skrifstofuna í nokkru nema svörtum frakka og röndóttum huxum. Hann lá í sífeldum erjum við yngri mennina í bankanum, út af klæðaburði þeirra. Hann var reglusemin sjálf í öllum greinum og svaraði jafnan öllum brjefum samstundis, en Osborne svaraði sjaldan brjeli nokkurn- tíma. Osborne rjetti langar lappirnar upp, sem svaraði 45 gráða horni og bætti nokkrum förum eflir rákirnar á gólfskósólunum sín- um á marmarahilluna yfir arninum. „Veist þú,“ hjelt liann áfram, „að einn uppgjafaböðullinn hefir skrifað endurminn- ingar sínar og er að birta þær í sunnudags- blöðunum ?“ ,Nei, mjer er ekki kunnugt um það. Jeg les aldrei sunnudagsblöðin. Mjer er ekkert um belgidagavinnu.“ „Heyr, heyr! Það er mjer ekki heldur,“ svaraði Osborne, sem altaf var önnum kaf- inn alla sunnudaga. „En lestu þá blöðin á mánudögum ?“ „Já, það geri jeg að sjálfsögðu." „En þau eru prentuð á sunnudögum, veistu ekki það?“ W,oods fór ekki frekar út í þá sálnia, en sneri sjer að upphaflega málefninu. „Það ætti ekki að líðasl að prenta slíkan óþverra," sagði hann fyrirlitlega. „Hversvegna má*það ekki?“ sagði Os- borne, saklaus eins og lamb Mr. Woods gáði ekki að því, að Osborne var að veiða liann í rökræðugildru, sem liann liafði oft lent í, og jafnan beðið lægra hlut. „Hversvegna ekki?“ svaraði hann forviða. „Það veit sá sem alt veit, að jeg er ekki til- tektarsamur, en mjer finst það mega vera einhver takmörk sett fyrir frekju gífurtíð- inda-snatanna.“ Liklega hefir Oshorne verið samþykkur þessu í hjarta sínu, en honum var ómögulegt að standast þá freistingu, að pexa um málið við kunningja sinn. „Þvi skyldi sjálfsæfisaga hengingarmanns- ins ekki eiga sama rjett á sjer og saga að- mírálsins?“ Hann vissi vel, að bankastjórinn var nokk- uð einhæfur í lestri hóka, og sóttist mest eftir æfintýralegum frásögnum, til þess að bæla sjer upp, hve lítið var um æfintýrin i daglegu lifi hans. „Yður dettur vist ekki i hug að reyna að halda því fram, að frægir hermenn og sigl- ingamenn eigi ekki meiri rjett á sjer en þeir, sem lifa á því að hengja menn?“ „Jæja, er eiginlega nokkur eðlismunur á þeim? Strykið jijer yfir viðkvæmnina, for- dómana, jijóðfjelagslega og fjárhagslega að- stöðu og yfirleitt alt, sem orðið hefir til að hlaða undir hermannastjettina og lítillækka stöðu böðulsins, og litið svo á staðreynd- irnar. Þeir eru báðir i ríkisins þjónustu, er ekki svo?“ „Jú, sannarlega!“ svaraði W,oods nieð klunnalegri kátínu. „Þeir drepa báðir þegar yfirvöldin skipa beim, er ekki svo?“ , Jú-ú,“ svaraði Woods og dró seiminn; hann fann að röksemdir hans voru farnar að bila. „Og þeir eru báðir samningsbundnir að drepa hvern þann, sem jieim er skipað að drepa, án þess að þeim leyfist að laka tillit til sinna eigin skoðunar á jiví, hvort mað- urinn eigi dauðann skilið. Þeim er sagt fvrir verkum fyrirfram i öðru tilfellinu al' dómstólunum og í hinu tilfellinu af ráðu- neytinu. Svo að hvað jiað snerlir eru þeir í sínum fulla rjetti. Að minu áliti er mis- munurinn sá“, hjelt Osborne áfram og ljet fæturnar detta ofan af arinhillunni og sótti í sig veðrið, „að sem starfsmaður jijóðar- innar hefir böðullinn aðeins afskifti af þeim mönnum, scm liafa verið dæmdir til dauða eftir nákvæma og dýra rannsókn — með öðrum orðum þá, sem þjóðfjelagið getur vel verið án - en hermennirnir drepa stund um mæta og jiarfa borgara. Skál fyrir böðl- unum!“ Woods jiagði um stund. Hinar rökföstu kenningar kunningja hans voru ávalt erfið- ar viðfangs, jafnvel þó þær væru ekki sagð- ar nema i hálfri alvöru og gerðar til varn- ar hinum fáránlegustu staðhæfingum. „En sá lilýtur að vera'kaldrifjaður hrotti, án neista af tilfinningum eða samvisku — sein hýður sig fram til jiess, að drepa menn með köldu blóði,“ var jiað skársta, sem honum luigkvæmdist að segja í augnablik- inu. , Hann þarf ekki að vera verri en annað fólk,“ svaraði Osborne samstundis. „Setjum svo, að jijer væi-uð einn af þessum itölsku kumpánum á miðöldum, sem leigðu mann- drápara fyrir borgun út í hönd til jiess að reka hnífinn í óvini sína — væruð l>jer eklci alveg eins sekur um morðið eins og flugu- maður yðar? Vissulega. Gott og vel. Böð- ullinn framkvæmir löghoðið verk, en sið- ferðilega er hann ekki fremur ábyrgur fyr- ir dauða glæpamannsins en dómarinn, sem ákvað begninguna, eða kviðdómurinn sem kvað upp dóminn. Þjer eigið alveg eins mik- inn jiátt i hverri aflöku eins og böðullinn, því að sem borgari í ]>jóðfjelaginu veitið J>jer honum umhoð til að drepa menn. Harin er aðeins verkfæri í höndum laganna, og

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.