Fálkinn - 05.05.1939, Side 2
2
F Á L K I N N
DANIELLE DARRIEUX FYRIIt
RJETTI.
Hin undrafagra franska leikkona
Danielle Darrieux hefir nú ráðið sig
til Hollywood, en líklega verður hún
ekki lengi þar, þvi að frönsku dóm-
stólarnir hafa dæmt hana seka fyrir
samningsrof og verður hún því að
fara til Frakklands aftur og fullnægja
samningum sínum þar fyrst. Universal
fjelagið, sem hafði ráðið Danielle
vestur býst þó við að hún geti leikið
í einni mynd enn áður en hún fer
aftur til Frakklands í apríl.
Siðasta myndin sem Danielle ljek
í í Frakklandi áðúr en hún fór vestur
hjet „Katie“ og segir frá ástum Al-
exanders annars keisara og fursta-
frúarinnar Katiu Dolgorouki.
Hann biðlaði símleiðis — i tónum.
Tækni og rómantik.
Ástarsaga.
Þeir, sem segja að rómantikin sje
útlæg ger úr heiminum, mega nú
skifta 'um skoðun. Að minsta kosti
sýnir eftirfarandi saga alt annað.
Irina Baronova, mjög þekt dans-
mær í Á'stralíu, var stödd eitt kvöld
í fataklefa á stóru leikhúsi í Mel-
bourne. Þá hringdi síminn:
Ríkissíminn til ungfrú Baronova,
frá London! tilkynti miðstöðin.
Dansmærin greip heyrnartólið al-
veg forviða.
—• — Það er Ronald Emanuel,
sagði karlmannsrödd, svo skýrt og
greinilega, eins og hann talaði úr
hliðarherberginu. Jeg elska yður,
ungfrú Baronova!
Yalsinn í símanum.
— Ungi maður, hvað eigið þjer
við, svaraði dansmærin. Siðan hve-
nær þekkið þjer mig?
Af síðustu kvikmynd yðar,
Framh. á bls. 15.
GAMLA BÍÓ.
Þá er hún loksins komin hin fræga
teiknimynd Walt Disney, sem bygð
er á æfintýrinu um Mjallhvít.
Mjallhvít er eitt af allra frægustu
æfintýrum Grimmsbræðranna þýsku
og var það fyrst birt undir nafninu
Schneeweisschen. Það er ekki of-
sagt.þó að sagt sje að meðal íslenskra
barna ha.fi ekkert æfintýri notið
meiri hylli en hún.
— — Walt Disney hefir breytt
æfintýrinu allmikið. T. d. lætur haun
dvergana leika stæri þátt í myndinni
en Grimmsbræður gerðu og gefur
þeim nafn, og auk þess sleppir hann
dauðdaga stjúpunnar, sem dansaði
yfir eldi uns hún datt dauð niður.
-----Hver er Walt Disney? Mað-
urinn, sem skapaði Mjallhvít að nýju?
Hann er fæddur í Chicago árið 1901.
Þegar hann var lítill drengur var
Chaplin uppáhald hans, og bjó hann
til smáleiki, þar sem hanu hugsaði
sjer Chaplin altaf í aðalhlutverkinu.
í barnaskólanum bar hann mjög af
um það hvað góður teiknari hann
var. — Undir lok lieimsstyrjaldarinn-
ar varð hann rauðakross-bílstjóri á
vesturvígstöðvunum í Frakklandi.
Eftir stríðið fór hann aftur til
Ameríku og ætlaði að verða leikari
eða málari og eftir ýmsa hrakninga
og mishepnaðar tilraunir á þessurn
sviðum, fór hann að fást við lifandi
teiknimyndir. Hann „sló í gegn"‘
með Mickey Mouse, og varð eftir það
einn af þeim „stóru“ i Holl ywood.
Það er annálað hvað Disney sje
skemtilegur og vinsæll maður.
Hann er hár og glæsilegur, mcð
jarpt hár og litið yfirvararskegg.
Og nú hefir hann hafnað í hjóna-
bandinu og er hverjunr manni ham-
ingjusamari.
Það var byrjað að taka „Mjall-
hvit“ árið 1934 og tók full þrjú ár.
Frumsýning fór fram 21. des. 1937 á
kvikmyndahúsi í Los Angeles. Kvik-
myndin tekur 83 minútur, og er sett
saman af 250 þúsund innbyrðis ólik-
urn teikningum. 80 manna hljómsveit
leikur undir. Inn i myndina er fljett-
að ljómandi fallegum smákvæðum,
sem sungin eru.
Það má telja stórviðburð fyrir
okkur hjer að fá tækifæri til að sjá
þessa frægu mynd Disneys, því að
eins og æfintýrið Mjallhvit bar af
öðrum æfintýrum, svo er kvikmyndin
Mjallhvít talin bera af öðrum kvik-
myndum.
— — Við sjáum Mjallhvít, dverg-
ana sjö og stjúpuna. Alt eru þetta
gamlir kunningjar. Og spegillinn seg-
ir:
— Hún Mjallhvít, sem fór yfir fjöllin
þau sjö,
og fæðist nú upp hjá þeim dvergun-
um sjö,
er þúsundfalt fríðari en þú.
Gamla Bíó hefir frumsýningu á
þessari mynd innan fárra daga, og
það má mikið vera, ef ekki verður
slegist um aðgöngumiðana.
Einar Einarsson, fisksali, Klapp-
arstíg 26, ueröur 70 ára 11. þ. m.
50 ára hjúskaparafmæli eiga á morgun (6. maí) frú Kristín
Jakobsdóttir og Sigfús E. Axfjörð frá Krónustöðum, nú til heirn
ilis að Hlíðarenda í Eyjafirði.
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Skúli Skúlason.
Sigurjón Guðjónsson.
Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested
Aöalskrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og 1-0.
Skrifstofa i Oslo:
A n t o n S c h j ö t s g a d e 14.
Blaðið kemur út hvern föstudag.
Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán.,
kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftir greiðist fyrirfram.
Aaglýsingaverð: 20 aura millim.
HERBERTSprent.
Skraðdaraþaiikar.
Þau eru talin ehdalok íslendinga
i Grænlandi, að bæði íslendingar í
heimalandinu og aðrar norðurlanda-
þjóðir „gleymdu“ þeim, eins og
bóndinn, sem gleymdi því eitt vorið
að láta út kindurnar sinar og mundi
ekki eftir þeim fyr en um haustið.
íslendingar í Grænlandi fundust aftur
í líku ástandi og kindurnar í kofa
karlsins — dauðir úr hungri eftir að
kynslóðin hafði mann fram af manni
lamast og úrkynjast af þeim skorti,
er ávalt yfirbugar menningarþjóð,
er hún á að fara að lifa frumþjóða-
lífi. Afkomendur hinna fornu vík-
inga voru orðnir líkamlegir örlcvisar
með beinkröm og blóðleysi, þrátt
fyrir alt selspikið í Grænlandi.
Þetta er talandi dæmi einangrunar-
innar og þeirra áhrifa, sem hún hefir
á mennina. Einangrun íslendinga
var komin vel á veg með að drepa
þá sjálfa — höfuðþjóðina, eftir að
dugmestu menn hennar liöfðu verið
brytjaðir niður hverir af öðrum í
nokkur hundruð ár. Því að á vígöld
er það altaf úrvalið sem deyr, lyddan
og þýið lifa. Og svo þegar uppgefmr
alkomendur veginna manna og inni-
brendra fólu sig umsjá Noregskon-
ungs þá lá við að hann gleymdi ís-
landi og að örlög þess yrðu hin sömu
og Grænlands. Fólkið fjell eins og
liráviði ef að út af bar um veðurfar
og þjóðin var komin undir innsigli
ómenskunnar og voluskaparins. Lík-
lega hefir það verið fiskigegndin og
þær heimsóknir útlendinga er af
henni leiddu, sem ollu því, að íslend-
ingar fengu ekki að lognast út af og
deyja drotni sínum i seyrunni, eins
og ættbræður þeirra á Grænlandi.
Nú eru margir orðnir þeirrar skoð-
unar, að íslendingar sjeu orðnir svo
stórir í meðvitund umheimsins, að
þeir geti ekki gleymst. Þessi barna-
skapur er raunalega almennur meðal
jafnvel þeirra íslendinga, sem vel
eru viti bornir. Við erum sjálfstætt
riki — við gleymumst ekki! En
hvernig fór fyrir Roosevelt hjerna í
vor. Gleymdi hann ekki íslandi þegar
hann var að telja upp smáríkin í
Evrópu? Víst gerði hann það, þó
reynt væri að klóra yfir það á eftir.
Og eiginlega er honum það ekki lá-
andi. Lloyd George gleymdi fimtíu
sinnum stærra riki, þegar hann var
að gera Versaillessamningana. Og
hver vill telja upp fyrirvaralaust lýð-
veldin í Mið-Ameríku eða fylkin í
Bandarikjunum, svo að nefnt sje
dæmi. Við verðum að muna, að heim-
urinn er stór, og að þessar 118 þús-
und íslensku sálir eru lítill hópur,
jafnvel þó okkur finnist það vera
stórar sálir.