Fálkinn


Fálkinn - 05.05.1939, Síða 4

Fálkinn - 05.05.1939, Síða 4
4 FÁLKINN JTR UNT AU KOMA Á eilífum friði? Spurningunni svara sumir með jafn ákveðnu jái og sumir með nei-i, en aðrir svara með semingi: Tíminn sýnir nú jiað. Þeir sem svara með ákveðnu nei, hafa látið sjer sjást yfir eða melið of lítils ýms þýðingarmikil atriði, sem sennilegast reynast afdrifarík. En hinir, sem svara ákveðið já, hafa verið blindir eða óvitandi um fjárhagshlið styrjaldanna. Það er líka hægt að svara spurningunni óbeinlínis og ]iá verður svarið á þessa leið: Meðan til eru menn - og það .má hæla við fjöldi manna - sem geta grætt fje á styrjöldum, þá hvérfa styrjaldir ekki úr sogunni. Það er ekki vist að þetta sje alt svarið, en það er stór þáttur úr því, og eflaust sá þýðingarmesti eins og sakir standa. En þá koma uin leið tvö önnui spursmál: Hverjir eru það sem græða á stríðinu? Og hvernig er Hverjir hægt að afstýra því, að menn græði á styrjöldum? Fljótt álitið virðist það vera auð- velt að svara fyrri spurningunni. Þeir sem græða, á stríðinu eru vitantega vopnasmiðjurnar, hergagnaframleið- endurnir. Fyrir nokkrum árum reis megn andúðaralda gegn þeim og það var flett ofan af þeim og sumir þeirra reyndust beinlínis vera glæp- samleg fyrirtæki. Hergagnafram- leiðendur tóku ekkert tillit til eigin þjóðar og settu ekkert fyrir sig. Þeir seldu fjandþjóðum sínum vopn og efni í hergögn. Um Sviss og Norðurlönd gekk á ófriðarárunum sífeldur hergagna- flutningur til miðveldanna og frá þeim. Enskir hermenn fjellu, svo tugum þúsunda skifti, fyrir kúlum, sem gerðar voru í Englandi eða seldar Þjóðverjum af ágjörnum ensk- um borgurum. Og heimurinn hneyksl aðist á þessu, enda var ekki að furða. Almenningur staðliæfði, að það væru vopnaframleiðendurnir, sem hefðu komið styrjöldinni af stað og kendi þeim um, að það gæti haldið áfram. Það skal engan veginn reynt að draga úr sök þessara manna, en þó var gert of mikið úr henni. Það eru svo margir aðrir, sem græða á styrjöldum og úlfar eru líka til undir sauðargæru. Hvernig var þetta í gamla daga. Þá var það einn mikilsverðasti þátt- ur stríðsins að ná sem mestu her- fangi. Það var þetta, sem ginti ó- breyttu hermennina út í stríð og Itazil Zahuroff í gamla daga rjeðust menn í hernað í von um gróða af herfanginu. Síðan gengu óbreyttir liðsmenn á mála, en hershöfðingjarnir græddu. Nú gr.æða hvor- ugir. Hergagnaframleiðendur og „spekúlantar“ eru þeir einu sem græða á styrjöldum nútímans. yfirboðarana til þess að hætta lífi sínu í von um meiri eða minni hlut af herfanginu. Okkur stendur næst að minnast víkinganna. í víkinga- ferðunum fjekk hver frjáls maður sinn ágóðahlut. Og á 17. öld fóru Tyrkir í víking — aðeins til að ná herfangi, dauðu og lifandi, sem þeir gátu komið í peninga eftir á. í þá daga „borgaði stríðið sig sjálft“, sem kallað var. Það er að segja: þjóðirnar sem herjað var á borguðu. Á 17. öld var hlutur hinna óhreyttu farinn að ganga saman; ]iað voru fyrirliðarnir, sem fleyttu rjómann. ið saman í þjóðargjöf handa honum og urðu samskotin um 7 miljón mörk, en samkvæmt beiðni Hinden- burgs var mestur hluti þess gefinn örkumlamönnum úr stríðinu. Fyrir afganginn var keypt ættaróðal Hind- enburgs, Neudeck í Austurprúss- landi, en það kom brátl á daginn, að rekstur óðalsins var of dýr og þessvegna var enn hafist handa um samskot og komu þá inn um hálf miljón mörk. Þetta óðal flæktist inn í hálfgert hneykslismál, liið svonefnda „Ost- hilfe-mál“. Sjóður hafði verið stofn- benda á nöfnin Rotschild, Fiigger og gyðinginn Siiss. Hve stórfeld þessi viðskifti liafa verið má sjá af þvi meðal annars, að á árunum 1511 tíl 1527 jukust auðæfi Fiiggers úr 200.000 upp í tvær miljón florínur, sem svarar til 350 miljón króna nú, mest á útvegun fjár til styrjalda. Tuttugu árum siðar liöfðu eignirnar meira en tvöfaldast. Það voru að vísu ekki eingöngu herlánin til Karls V. keisara og Maximilians, sem skópu þennan gróða, en langmestur hluti hans var þó af þeim rótum runninn. Á 19. öld endurtók þessi saga sig jafnaðarlega og jafnvel á fyrstu ár- um heimsstyrjaldarinnar gat Morg- an sópað til sín fje, í umboðslaun á • lánum, sem hann útvegaði banda- mönnum Ameríku. Þetta breyttist eftir að Bandaríkjamenn voru sjálf- ir komnir í stríðið. Sem samherjar - Breta og Frakka, gat Bandaríkja- stjórn ekki látið það viðgangast, að borgari i landinu okraði á banda- græða á styrjöldunum? Sænsku hershöfðingjarnir i 30-ára striðinu voru loðnir um lófana þeg- ar þeir komu heim. Og samt var það smáræði, sem þeir fengu í aðra hönd, í samanburði við það sem menn eins og Wallenstein eða Marl- borough og aðrir frægir hershöfð- ingjar fengu í sínum ferðum. Þegar best gekk hjá Wallenstein var talið að hann ætti milli 50 og t}0 miljón krónur og langmestur hluti af þessu var arður af her- fangi. Það var góð atvinna að ljá keisaranum herlið. Launin, sem hershöfðingjar Napo- leons fengu, nær 200 árum seinna, voru ekki sambærileg við þetta. Þéir fengu ekki nema 50—150 þúsund franka á ári, en þeir sem urðu svo hepnir að verða marskálkar, fengu 200—300 þúsund franka —■ Berna- dotte fjekk t. d. 300.000, en svo var sjerstök þóknun fyrir hvern stór- sigur. Og eftir að Napoleon var orð- inn keisari hækkaði hann laun mar- skálkanna upp i 600—700 þúsund franka. Sá sem græddi mest ú Napóleons- styrjöldunum var Napoleon sjálfur. Hann hafði um 25 miljón franka í árstekjur og gat lagt helminginn af þeim upp. Varanlega ánægju hafði liann þó ekki af þessum auðæfum, því að þau voru gerð upptæk þegar liann misti völdin, en sigurvegári hans við Waterloo, Wellington, fjekk til samans 20 miljón krónur fyrir afrekið. Hæstu hershöfðingjalaun sem sagan getur um eru þau, sem Paskevitch hershöfðingi fjekk fyrir að leggja Transkákasíu undir Rúss- land. Nikulás I. keisari borgaði hon- um 80 miljón rúblur fyrir vikið, en pindi fjeð aftur út úr Persum í hernaðarskaðabætur. Skal þessi saga ekki rakin lengra um laun hershöfðingjanna. Það má að vísu taka til athugunar, hvort þeir 5 miljardar franka, sem Bis- marck neyddi Frakka til að greiða i skaðabætur 1871 hafi ekki verið ránsfengur í fornum stíl, en víst er það, að prússnesku hershöfðingjarn- ir fengu mjög litið af þeim feng. Verðlaunin, sem hershöfðingjarnir í heimsstyrjöídinni fengu, voru yfir- leitt mjög lág. Haig fjekk 100.000 pund og Allenby og Jellicoe 50.000 pund hvor. Englendingár eru eina Jijóðin í Evrópu, sem heldur enn gamla siðnum, að borga liershöfð- ingjum verðlaun fyrir framgöngu ]ieirra. Öðruvísi var í Þýskalandi. Þegar Hindenburg varð áttræður var skot- aður til þess að hjálpa bágstöddu fólki í Austur-Prússlandi, en junk- ararnir þar sölsuðu undir sig megnið af samskotunum. Þetta varð opin- bert og ráðstafanir voru aerðar til ]iess að láta opinbera rannsókn fara fram. En árangur þeirrar rannsókn- ar hefir aldrei komið fram og málið, sem að einhverju leyti snerti Neu- deck-óðalið, kvað hafa verið orsök þess meðfram, að Hindenburg ljet Schleicher fara frá völdum en fjekk Hitler og Hindenburg til liess að mynda nýja stjórn. Hver er ástæðan til þess að hers- höfðingjarnir græða ekki framar á styrjöldunum. Fyrst og fremst sú, að styrjöldin er nú orðin annað en ránsferð í hagsmunaskyni. Fyrsta markmið hennar er eyðilegging. Þegar her verður að hörfa undan eyðileggur hann alt sem hægt er, á því landsvæði sem hann sleppir, svo að það komi ekki fjandmönnum að notum. Og svo er styrjöldin skipu- lögð nú á dögum. Hershöfðinginn er undir annara stjórn og honum gefst ekkert tækifæri lil að auðga sjálfan sig í herferðunum. Nema þá i svipuðum löndum og Kína, þar sem enn er hægt að fara ránsferð að fornum sið.- Hershöfðinginn nú á dögum er einskonar „verkfræðingur stríðs- ins“, sjerfræðingur sem fær laun sin og eftirlaun en ekkert umfram það. Og svo kemur hin sálfræðilega lilið málsins. Eftir að herskylda var lögleidd með flestum þjóðum, og einstaklingurinn skyldaður til að fórna lifi og blóði fyrir ættjörð- ina, mundi það vitanlega vekja gremju almennings, að einstökum hershöfðingjum væri leyft að auðg- ast persónulega á styrjöldunum. SIílc- ir hershöfðingjar heyra fortíðinni til og það er ósennilegt, að sú for- líð komi nokkurntíma aftur. Að jiessari niðurstöðu kemst að minsta kosti hinn kunni franski fjármáiafræðingur Richard Lewin- solin i riti, sem hann hefir nýlega gefið út. Næsti flokkur stríðsgróða- manna, sem hann víkur að, eru bankararnir. Til þess að heyja strið þarf peninga, peninga og aftur peninga, sagði austurríski hersliöfð- inginn Montecuccoli. Þeir sem sáu furstum fortíðarinnar fyrir þessum óhjákvæmilegu „hergögnum“ voru bankararnir. Sagan segir frá fjölda manna, sem hafa eignast auðæfi á því að „fin- ansiera“ styrjaldir. Það nægir að mönnum austan hafs. Það var sett hámarksverð á allar nauðsynjar og ]iað dró vitanlega úr gróða Morgans. Þá nítján mánuði, sem Bandaríkin tóku þátt í styrjöldinni lánuðu þau bandamönnum sínum 6900 miljón dollara og eftir vopnahljeð ennfrem- ur 2500 miljónir, en lán tekin lijá einstaklingum námu aðeins 1500 miljónum alls, á sama tíma. Þetta bendir i þá átt, að framvegis ætli ríkin sjer að annast fjárhagshlið styrjaldanna sjálf, án þess að knýja á dyr bankara eða banka, sem í gamla daga græddu of fjár á þess- konar viðskiftum. — ■— Næst vikur Lewinsohn að her- gágnaframleiðslunni og þeim, sem að henni standa. Um þá hlið málsins hefir mikið verið ritað og rætt, svo að hjer verður farið fljótt yfir sögu. En höfundurinn keinst að þessum niðurstöðum: „Vilja hergagnaframleiðendurnir styrjöld?“ spyr liann. og svarar um hæl: „Það er engum vafa bundið, að í síðustu styrjöld græddu þeir ol' fjár, meira en nokkrir fyrirrenn- arar þeirra. En það steðjar að þeim hætta, ef nýja styrjöld bæri að hönd- um. Fyrst og fremst sú, að það eru lítil líkindi til, að þeir fengi að halda fyrirtækjum sínum. Þjóðnýt- ingarstefnan hefir fengið byr undir báða vængi og styrjaldir ýta ávalt undir þjóðnýtingu. Hjer yrði eklci um að ræða meinlaust eftirlil eins og á styrjaldarárunum síðustu, lield- ur beinlínis það, að ríkin tæki her- gagnaframleiðsluna að öllu leyti í Piermont Morgan

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.