Fálkinn - 05.05.1939, Page 5
F Á L K 1 N N
5
sínar hendur, eins og sum þeirra
eru þegar farin að gera.
Það eru hverfandi lítil likindi til
þess, að hergagnaframleiðendur geti
grœtt á styrjöldum í framtiðinni.
Þeir geta grætt á viðbúnaði undir
styrjaldir, heræfingum og á nýjum
endurbótum á hergögnum. En ef
styrjöld skellur á veit ertginn hvað
verða kann. Hergagnaframleiðend-
ur vilja ekki strið heldur ótryggan
frið“.
En stríð nútímans þarf ekki að-
eins hergögn lianda hermönnunum
heldur einnig allar lífsnauðsynjar.
I þ'essu tilliti er munur mikill á því
sem áður var. Þá lifðu herirnir á
því, sem þeir gátu ,náð i þar sem
þeir fóru um, hvort lieldur var í
eigin landi eða annara, og borguðu
stundúm fýrir en stundum ekki, þó
vinir ættu í hlut. Það voru aðeins
sjóleiðangrar, sem þurftu að flytja
vistir með sjer i þá daga. Spanska
„armadan“ hafði t. d. með sjer 5
miljón kg. af skónroki oð 300.000
kg. af fiski, þegar förin var gerð
til Englands.
Það ræður að líkum, að vistasal-
arnir maka krókinn enda hafa oft
orðið hrein fjársvikamál í því sam-
bandi, og skemdar vislir verið seld-
ar fyrir ránverð. Og þeir sem flytja
vistir á stríðstímum hafa ekki ver-
ið ófeimnir við að selja dýrt.
Þegar heimstyrjöldin hófst kom
það til mála í Englandi, að stjórnin
tæki skip leigunámi til herflutninga
og vistflutninga, en þetta þótti of
nærri gengið einstaklingnum og
skipin voru leigð. Afleiðing þessa
varð sú, að flutningsgjöld hækkuðu
úr 3 sh. árið 1914 upp í 50 sh. á
næstu þremur árum. Hreinn arður
enska kaupskipaflotans var aðeins
20 miljón pund árið 1913. en 1910
var arðurinn orðinn 250 miljónir.
Enska ríkið tók að vísu 115 miljón-
ir af þessum gróða í aukaskatt, en
hreinn arður af hlutabrjefum skip-
anna varð eigi að síður 67 af hundr-
aði, að meðaltali.
Það var Lloyd George, sem tók
fastar í taumana og fór jafnvel að
taka skip leigunámi og þessvegna
lækkuðu fargjöldin og hinsvegar líka
af því, að nú var farið að byggja
skip i stórum stíl og bygt hraðar en
þýsku kafbátarnir gátu sökt skip-
unum.
En eftir stríðið varð ægilegt hrun
á siglingarmarkaðinum. Nýju skipin
hjeldu áfram að hlaupa af stokkun-
um :en samtímis varð heimsverslun-
in sáralítil og farmgjöldin lág. Ein-
ustu útgerðarmennirnir, sem riðu
af sjer þessa öldu voru þeir, sem
ekki höfðu aukið flota sinn í von
um, að stríðið stæði lengi enn.
Meðal þeirra var sir John Eller-
man, sem hafði lagt gróða sinn í
húsakaup í London í stað þess að
smíða skip fyrir hann. Hann var
lalinn eiga 700 miljón krónur og er
]>að miklu meiri uppliæð en gróði
þess hergagnasalans sem oftast er
nefndur, sir Basil Zaharoff.
Þó ensku útgerðarmennirnir
græddu fje í stríðinu þá græddu
hlutlausu þjóðirnar enn meira. Árs-
hagnaður af skipahlutabrjefum í
Hollandi hækkaði úr 10 upp í 100
af hundraði. Þrjú þúsund ný skipa-
fjelög spruttu eins og svampur úr
jörðu á Norðurlöndum, og fjeð sem
í þau var lagt, nam tveimur milj-
ördum króna.
Stærst þessara fjelaga — það rak
ekki aðeins siglingar heldur lika
verslun — var það, sem stofnað var
i Kaupmannahöfn 1910 af Glúck-
stadt bankastjóra. Það hafði meira
en fimtíu útibú víðsvegar um ver-
öldina og viðskiftun gaf stórgróða
fyrsl i stað.
Viðskiftin við Rússland urðu sjer-
slaklega mikil. En Rússar gátu ekki
borgað út í hönd og „Glúskstadl
skrifaði það hjá þeim.“ Svo skall
byltingin á og allur gróðinn varð
að ösku, því að nýju valdhafarnir
viðurkendu ekki skuldir keisara-
stjórnarinnar. Til þess að reyna að
bjarga innstæðunum lagði Glúckstadt
ásamt fleirum, sem í likum sporum
voru staddir, fram fje til þess að
gera út hernaðarleiðangur til Petro-
grad og koma keisaranum að aftur.
Judenitch hershöfðingi stýrði för-
inni en beið ósigur, og Glúckstadt
tapaði öllu. — Bankinn sem hann
stýrði, Landmandsbankinn, varð
gjaldþrota og rikið varð að leggja
fram tugi miljóna til þess að þyrma
sparisjóðsfjenu. Glúckstadt, sem á
stríðsárunum hafði verið talinn
mesti fjármálamaður Norðurlanda,
dó i fangelsi árið 1923.
Til þess að glöggva sig á, hver
áhrif stríðsgróðinn hafi haft á
heimsstyrjaldarárunum er rjett að
líta á hve margir skattgreiðendur
í Bandaríkjunum hafa yfir miljón
dollara tekjur. Árið 1915 voru þeir
64' en tveimur árum síðar helmingi
fleiri. 1918 þegar hámarksverð hafði
verið sett og eftirlit af hálfu hins
opinbera, fækkaði þeim niður í 72
og 1920 voru aðeins 29 eftir. Morgan
var meðal þeirra, sem voru týndir
úr lestinni.
Lewinsolm hefir gert tilraun til að
reikna út stríðsgróða einstaklinga
með því að telja fram ])að sem
goldið var i skatt af þeim gróða.
Bretar urðu fyrstir til að innleiða
þennan skatt, en í hinum löndunum
kom hann 1910. Árið 1918 nam hann
í Bandaríkjunum 5% miljard doll-
urum, í Bretlandi tveim miljard og
í Þýskalandi einum miljard dollur-
um. Iíf áætlað er að skatturinn hafi
numið 40% af hreinum stríðsgróða,
sem fram var talinn, hefir gróðinn
í þessum þremur löndum numið
um 20 miljard dollurum alls, árið
1918. í öðrum löndum var skattur
þessi lægri, en Lewinsohn telur, að
alls hafi stríðsgróðinn í þessum
löndum numið 200 miljard krónum,
og af þeim hafi ríkið fengið um
þriðjung í skatt. Og þeir sem græddu
þetta fje voru að mestu leyti her-
gagnaframleiðendur og matvælaselj-
endur og nauðsynja, og svo skipa-
eigendur.
Þá er enn einn flokkur manna,
sem græðir á styrjöldum, flokkur,
sem skattstofurnar eiga erfitt með
að ná til, því að það ber svo lítið
á þeim. Það eru kauphallaspekúl-
antarnir. Frægt dæmi um þesskon-
ar braskara er Rotschild gámli. —
Honum tókst að frjetta á undan
öllum öðrum um úrslit orustunnar
við Waterloo og keypti þá alt sem
hann komst yfir, meðan kauphöllin
í London gerði ráð fyrir, að Napo-
leon hefði unnið sigur. Nokkrum
tímum síðar gat hann selt aftur það
sem hann hafði keypt með gífur-
legum ágóða.
Á heimsstyrjaldarárunum var hæg-
ara að sjá gang stríðsins á gengis-
skráningu kauphallanna en á skeyt-
um frá vigstöðvunum. Frönsk og
ensk ríkisskuldabrjef fjellu óðfluga
meðan Þjóðverjar ruddust yfir Belg-
íu og Frakkland haustið 1914. —
Eftir að spádómarnir um, að striðið
yrði stutt, reyndust rangir, byrjaði
spákaupmenskan fyrir alvöru og
voru það einkum hlutabrjef fjelaga,
sem fengust við hergagnaframleiðslu
og flutninga, sem hækkuðu í verði.
Frjettir um væntanlegan frið þóttu
jafnan sorgartíðindi í kauphöllun-
um í þá daga.
Þegar Bethmann-Hollweg kanslari
tilkynti árið 1916, að hann hefði
lagt fram friðartilboð, ætlaði alt að
tryllast á kauphöllinni i New York.
En þegar Lloyd George tilkýnti, að
hann vildi ekki semja um frið varð
gleðin mikil o;g öll brjef hækkuðu
jafn hratt og þau liöfðu lækkað
nokkrum dögum áður. Skömmu sið-
Farfuglarnir og
i.
Prófessor Guðm. heitinn Magnús-
son, læknir, hafði mikinn áhuga á
náttúrufræði, og athugaði m. a. komu-
tíma farfuglanna. Var niðurstaða
hanst fyrir 30—40 árum, hin sama
og mín, að um 20. apríl færi lóan
að sjást, en um 14. maí spóinn og
krían. Á þessu hefir, eins og svo
mörgu öðru, orðið breyting eigi all-
lítil, samfara þeim umskiftum sem
nú eru að verða á veðurfari, og
koma farfuglarnir nú alt að því
mánuði fyr en um aldamót, svo að
t. d. lóan hefir hér sést um mánaða-
inótin jnars—april.
Furðuleg næsta eru ferðalög þess-
ara 'fugla. Hvernig fara þeir að rata
hina „háu vegaleysu“? Hvernig
geta þeir vitað, þar sem þeir eru
langt suður í löndum, að vorið er
að koma heima á íslandi. Það er
lítil skýring þó að sagt sje, að þelta
verði fyrir eðlishvöt (instink). Skýr-
ingin er sennilega sú, að fuglarnir,
sem eru svo langtum fremri að Jífs-
þrótti eigi einungis mönnunum,
heldur öllum, spendýrum, hafa til
að bera á mjög háu stigi það sem í
dulfræðum er efnt dulskygni, clair-
voyance. Fuglarnir eru skygnir, þeir
sjá í huga sjer. Visus interior, innri
sjón, nefnir Swedenborg þetta, og
telur vist alveg rjettilega, að svert-
ingjar taki þar öðrum fram, og
kynni það að standa í sambandi við
hið meira lifsafl þeirra. Sbr. „ó-
freskisgáfa‘“, ófreskur = ófröskur,
mjög röskur. Má i þessu sambandi
minna á það, að gáfa þessi virðisl
hafa v-erið mun algcngari en nú er,
hjá forfeðrum vorum, á þeim tímum
er hjer á landi var sumt hraustasta
fólkið á jörðinni. Helgi Njálsson sjer
i huga sjer, þegar hann er í Orkn-
eyjum hjá Sigurði jarli, þau tiðindi
sem gerasl á Skotlandi. Hann var
skygn einsog faðir hans — og
skegglaus eins og liann, þó sagan
geti ekki beinlínis um ])að. En það
er ekki ólíklegt, að þessvegna hafi
það verið, sem reynt var til að
bjarga honum úr brennunni i kven-
búningi. Mætti i slíku sjá bendingu
um það, hversu sannar íslendinga-
sögur eru. —
Skygnigáfa fuglanna er svo rík,
að þeir sjá í huga sjer land það sein
þeir ætla til, og í rjetta átt, og fljúga
eftir því. En nánari skýring á þessu
er á þá leið, að fuglsheilinn er nokk-
urskonar útvarpstæki, sem getur tek-
ið við þessum geisla frá alviskunni
ar bauðsl Wilson til að reyna sættir
og þá lækkaði alt aftur. Kauphallirn-
ar vilja sem sje ekki frið þegar
strið er i heiminum, hinsvegar eru
þær á friðartímum lafhræddar við
ófrið.
Þegar Ítalía sendi lið að landa-
mærum Austurríkis eftir morð Doll-
fuss kanslara 1934 varð verðfall á
öllum kauphöllum í heimi. Og í
hvert skifti sem striðsbliku dregur
upp þá skeður sama sagan á kaup-
höllunum: flest fellur.
Lewinsohn kemst að þeirri niður-
stöðu, að stríðsgróðinn verði þvi
meiri, því fjær sem dregur löndun-
um, sem stríðið heyja. Hermennirnir
sem heyja striðið fá minst i aðra
hönd. Hergagnaframleiðandinn á nú
orðið á hættu, að alt verði tekið af
'inum ef til styrjaldar kemur.
Niðursuðuverksmiðjá úti í heimi
hefir betri líkur til að græða á
styrjöld en hershöfðinginn sem
vinnur orustu. Og hlutlausa landið
græðir jafnan meira en jafnvel sig-
urvegarinn i styrjöldinni.
gátur lífsins.
sem fuglinn þarf að nota. Nægir ann-
að eins og þetta til að sýna, að til
er æðra vit en mannlegt.
Samstilling margra kemur mjög til
greina þegar um ófreskisgáfu er að
ræða, shr. hina „miklu og heilaglegu“
sýn Ólafs konungs Helga á fjallinu þar
sem hann er umkringdur af þúsund-
unum sem lutu boði hans og banni.
Og þegar vjer á haustin sjáum lóuhóp-
ana — en í þeim eru nær eingöngu
■ungar — mætti láta sjer til hugar
lcoma, að þessar þúsundir af lóum
væru eigi einungis að samæfa flugið,
heldur einnig, og það jafnvel ennþá
fremur, að samstilla sig til að öðlast
þá skygni sem þarf til að sjá í huga
sjer ókunnu löndin sem þær leita tii.
Á líkan hátt verður líklega einnig
að skýra t. d. göngur fiskanna, a.
m, k. meðfram, og ýmislegt furðu-
legt athæfi skorkvikinda. En lijá
þeim kemst liklega ófreskisgáfan á
hæst stig i dýraríki jarðar vorrar.
— Hversu nákvæm samstillingin er
milli dýra, má glögl sjá ef vjer at-
hugum t. d. sílatorfu. Hreyfingarnar
geta þar verið nálega einsog torfan
væri einn likami.
II.
Mennirnir hafa, er sótt var fram
til að verða hugsandi vera, að miklu
leyti tapað ófreskishæfileikum dýra-
foreldis síns. En það er mjög íhug-
unarvert, að í svefni -— og hinu ná-
skylda miðilsástandi — kemur ó-
freskisgáfan og sambandshæfileikinn
aftur fram. Það er auðvelt að komast
að ráun um það á miðilfundi, að
hinn sofandi miðill svarar spurn-
ingum sem einungis eru hugsaðar.
Og í svefni eru allir skygnir, og það
svo að þeir sjá það sem gerist á
öðrum jarðstjörnum, eins og sýna
má fram á með óyggjandi rökum.
En framundan er, að nedurheimta
óíreskisgáfu dýraforeldris vors og að
vísu að koma henni á miklu hærra
stig en áður, svo að vér náum full-
um tökum á þessum, hæfileika, í
sambandi við vakandi hugsun. Mun-
um vjer þá geta hugsast við (líkt
og' nú er talast við) og sjeð „of
heima alla“ eftir því sem þörf er
fyrir. En mikið þarf að vitkast og
vænkast ef ekki eiga að verða vand-
ræði úr því að menn viti í huga
annara. Og það þarf að verða auð-
velt að uppgötva óhræsin, sem nota
vilja slíka hæfileika til ills, og hafa
hemil á þeim.
21.—26. apríl.
Helgi Pjeturss.
BEYINN í TUNIS.
Myndin sýnir beyinn í Tunis, sem
ríkir yfir löndum Frakka í Norður-
Afríku. Tunis hefir verið land, sem
mikið hefir verið rætt um upp á
siðkastið vegna þess að ítalir hafa
gert kröfu til að fá landið.