Fálkinn


Fálkinn - 05.05.1939, Blaðsíða 11

Fálkinn - 05.05.1939, Blaðsíða 11
F A L K I N N 11 YKC/tVI LE/&H&URHIR Uíkingarnir í hEÍmavistarskúlanum. (Framhaldssaga meö mijndum). '4) — Passaðu l^að sem kemur þjer sjálfum við, durgurinn þinn! — hrópaði Jörgen til hins digra bekkjarhróður síns, sem sat sneypt- ur i miðjum ganginum og reyndi að herða sig upp til að rísa aftur á fætur. — Við getum borðað mat- inn okkar án þinnar hjálpar — skaut Pjetur inn i — og því næst fóru ofurhugarnir fjórir aftur að ræða um fyrirhugaða ferðalagið. LEYNIBRJEF — GÓÐ AÐFERÐ. Hjerna getið þið lært að skrifa leynibrjef svo að þið getið skrifast á við kunningja ykkar án þess að nokkur skilji hrjefin, þó í þau kom- ist, néina þeir sem liafa „lykil“ að þeim, en í þessu tilfelli eru það engir nema þið og kunningjar ykk- ar. — Lykilinn búið þið til úr fer- hyrndum pappír. Lengst lil vinstri er komið fyrir bókstöfum stafrófsins ekki í rjettri stafrófsröð heldur er henni mjög ruglað. Þar sem nú bæði skal nota „lykilinn" til að skrifa brjefin með og til að þýða leynibrjefin, er þau berast, verða allir „innvígðir" að hafa sama lyklakerfið. Sje nú skrifað hrjef, er lagður gagnsær pappir yfir „lykil- inn“ og með því móti finst bók- stafurinn, sem brjefið byrjar á, og i skurðpunktinum i fyrstu ferhyru- ingsröðinni fyrir utan þenna bók- staf er settur greinilegur punktur á gagnsæa pappírinn. Á myndinni NÝJASTA NÝTT FYRIR HNEFALEIKAMENN. Myndin sýnir vjelrænan linefa- leikara, eða áhald, sem er mjög að hreiðast út í hnefaleikaskólum. Og við getum orðið ásátt um að þetta áhald er engu síður „spennandi" en gamli hnefaleikaboltinn. ■— Það samanstendur af tveim hnefaleika- hönskum, sem settir eru á tvær hreyfanlegar málmstengur, er stjórn- að er af hnefaleikastjóranum. — Á hvorum armi er gikkur eins og á byssu. Og þegar hnefaleikastjórinn þrýstir á annan livorn gikkinn gefur sjáið þið, hvernig fyrsti punktur- inn er settur fyrir aftan bókstafinn „C“, en sá næsti fyrir aftan „H“, — og nú lialdið þið áfram að lesa á þenna liátt í þá átt sem örin bendir til hægri, og þá lesið þið orðin „Chamberlain — London.“ Þetta dæmi sýnir ykkur betur en nokkuð annað, hvernig aðferðin verkar. Þegar nú ekki er rúm fyrir fleiri punkta er byrjað á nýjan leik að framan, en þá með einhverju öðru merki, t. d. krossi. Eigi nú brjefið að verða ennþá lengra, er þriðja merkið valið næst, t. d. litill hringur, eða þríhyrningur. Eigi maður nú að lesa brjefið, ])arf aðeins að leggja brjefið yfir lykilinn, sem maður hefir sjálfur, og finna einstaka hókslafi eftir því kerfi, sem jeg heli nefnt. Talið um það fyrirfram hvaða mismunandi merki nota skal í röðinni — t. d. punktur, því næst kross — og loks- ins hringur o. s. frv. — Efst til hægri sjáið þið dæmi um slíkt brjef. hanskinn sem gikkurinn stendur í sambandi við skarpt, þungt högg. Þetta verkfæri er sjerstaklega ætl- að til æfinga. Högg hanskans or- sakast af þrýstilofti, sem rúmast í hinu súlulaga fótstykki áhaldsins. Eitt af leikritum hins fræga enska leikritahöfundar Bernliard Shaw (en noltkur leikrit eftir hann hafa ver- ið sýnd hjer í Reykjavík), heitir „Eins og Metúsalenr forðum". í því leikriti er rætt um það böl mann- kynsins, að mennirnir skuli ekki verða nema 60 ára gamlir að meðal- fali, þ. e. að þeir skuli vera komnir að því að deyja, þegar þeir loksins eru orðnir vitrir og kunna að lifa, en þyrftu að verða 300 ára til þess að geta notið lífsins, þegar þeir eru búnir að læra að lifa. Lætur Sliaw nokkrum mönnum takast að verða svona gamlir, en því fylgja ýms vandræði, og spinst leikurinn út af hví. Norðmenn hafa nýlega friðað ís- hjörninn á Kóngslandi á Svalbarða, en ísbjörninn hefur hvergi verið lriðaður áður. 5) Örskömmu síðar voru þeir fjel- agarnir á leið niður að hátabrúnni. Bent, glaði gjafarinn, har matar- körfuna á öxlinni. Þeir voru í harja góðu skapi, hlóu og skeggræddu, iðandi af tilhlökkun. Þegar þeir voru rjett komnir að bátabrúnni lieyrðu þeir mótorskelli. Þeir námu staðar. — Nú — það eru þá „Vík- ingarnir“, sem eru að leggja upp í leiðangur, — sagði Bent hlæjandi, er hann sá smámótorbát, með 5 drengja áhöfn, sem i sama bili lagði frá hrúnni. 0) Það sem eftir var leiðarinnar ræddu „Ofurhugarnir“ í ákafa um „Víkingana“, sem var fjelagsskapur eitthvað svipaður þeirra, en ]ió var sá mismunur á að „Vikingarnir" voru nýliðar í eintnn af efri hekkj- um skólans. — Hvað skyldu þeir nú lengi hafa áhuga fyrir víkinga- starfinu — sagði Pjetur, — það er ekki meira en mánuður síðan að þeir skiftu um nafn. Áður hjetu þeir „Snörukastararnir“. — Og það gerðu þeir af engu öðru en þvi að þeir gátu náð sjer í þenna gamla mótorbát. Næsta skifti: Enskur verkfræðingur, Grover, llaug fyrir skömmu síðan frá Stokk- hólmi til Moskva í lítilli sportflugu lil að sækja konuna sína, sem er rússnesk, og var það mjög hættu- leg flugferð. Hann var tekinn fast- ur í Rússlandi, en var seinna látinn laus og ekki nóg með það lieldur leyfði Stalin honum að taka kon- una með sjer til baka. * HALIFAXMAÐURINN RJEÐIST Á STÚLKUNA. Maður i Halifax, sem enginn liefir ennþá haft upp á, hefir undanfarið ráðist á konur og sært þær með rakhníf. 13 konur eru sagðar hafa lent í höndunum á honum. Ein þeirra, ungfrú Winifred Walsch, sjest hjer á myndinni eftir að bund- ið hefir verið um sár hennar. Danskur maður, að nafni Sven Clausen, hefir ritað hók um að nauðsynlégt sje, að Danir, Norð- menn og Sviar hindust samtökum um að láta þessi þrjú mál ekki fjar- lægjast meira, en orðið er, og helst koma sjer saman um, að láta sem flest orð þýða hið sama i öllum málunum. Sýnir hann fram á, að mikil breyting hafi orðið á síðast- liðinni öld, þannig, að orð, sem þýddu hið sama í tveimur eða þremur málunum, fyrir hundrað árum, merki nú sitt hvað, eða þá að ný orð sjeu tekin upp fyrir þau, í sumum málanna. En af orðum sem tálcnuðu nýjung, eða ný liugtök, hefir oft verið tekið upp sitt orðið í hverri tungunni. Gengiö ú land ú Paradisarey.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.