Fálkinn


Fálkinn - 02.06.1939, Blaðsíða 1

Fálkinn - 02.06.1939, Blaðsíða 1
22. XII. Reykjavík, föstudaginn 2. júní 1939. Kirkja og bær á Þingvöllum. Við Þingvallastað eru flestir stærstu viðburðir Islandssögunnar tengdir öldum saman. Þar var alþingi háð og þar var kristni iög- tekin árið 1000. — Yfir engum einum íslenskum stað hvílir jafnmikil helgi og honum. Það má vera sljór maður, er ekki finn- ur blóðið hitna sjer í æðum við að koma þangað. I þau tvö skifti, sem íslendingar hafa efnt til verulegra þjóðhátíða, 1874 og 1930, hafa þær farið fram á Þingvelli. Og án efa á þjóðin eftir að koma þar saman á þriðju stórhátíðina árið 2000, á þúsund ára af- mæli kristnilögtökunnar. — Á myndinni sjest kirkjan á Þingvöllum og nýji bærinn. Vart er það okkur til sóma, að hafa eng- an prest á Þingvöllum, á staðnum þar sem kristnin var lögtekin fyrir forsjá Þorgeirs Ljósvetningagoða og merkilegustu þætt- irnir úr kristnisögu okkar hafa gerst. Mundi engin nálægra menningarþjóða telja slikt virðingu sinni samboðið undir slíkum kringumstæðum að leggja prestsetrið niður. Verður vonandi bráðlega úr þessu bætt. — Myndin er tékin af Þorsteini Jósefssyni rithöfundi og sýnir auk kirkju og bæjar á Þing\öllum Öxará, þar sem hún nálgast ósa sína.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.