Fálkinn


Fálkinn - 02.06.1939, Blaðsíða 13

Fálkinn - 02.06.1939, Blaðsíða 13
FÁLKI.N N 13 Setjiðþið saman! 3, 4, 6. 8. !). 10. 11. 12. 13. U. ir>. w. 17. 18. 11). 20. 21. 22. 23. 24. 25. 149. 1. Stuldur 2. Danskt kvenheiti 3. Skagi á Rússlandi 4. Mannsnafn 5. Erlend inynl (i. Skipsnafn 7. Sigarettutegund 8. Sort i spilum 9. Borg í Noregi 10. Bílategund 11. Veitinga.staður i Reykjavik 12. Upphrópun 13. Framyfir 14. lnnyfli 15. Manntegund 10. Atviksorð 17. Hótun 18. Kvikmyndaleikari í Hollywood 19. e——Málmsalli 20. Kvenheiti 21. Fjöll á íslandi 22. Gyðja 23. Vatnadýr 24. Hestsnafn 25. Sætur lögur. Samstöfurnar eru alls 58 og á að búa til úr þeim 25 orð er svari til skýringarorðanna. Fremstu stafirnir taldir ofan frá og niður og öftustu stafirnir, taldir neðan frá og upp eiga að mynda: Eina rakarastofu og fjórar hár- greiðslustofur í Reykjavík. Strikið yfir hverja samstöfu um leið og þjer notið hana í orð og skrifið orðið á listann til vinstri. Nota má ð sem d, i sem í, a sem á, o sem ó, u sem ú, — og öfugt. aa—a t—a n—a I—á—ás t—bl a—b ro n e -d—d i n—dver—f j ö—f o—f r am—gu 11 —go—gju—gar—ha—juno—krim—II —11 ó—1 u n—1 ó—gu—1 a n t i c—n—nei—- n u n—n a—o t—op—o g—o s—u—ú t—u n i —ull—ur—rú—rd—r—sir—sti—kke— sau--se—ssa—tig. Alll með Islenskum skrpum' «fi FLUGMÁLASTJÓRI FRANCOS er Kindelau hershöfðingi, sem sjest lijer á myndinni, ásamt einum dug- legasta hermanninum á Spáni, Gar- cia Morato. Það er Kindelau, sem hefir skipulagt allar hinar svívirði- legu loftárásir á Barcelona i vetur, sem án þess að hafa nokkra hern- aðarlega þýðingu hafa orðið fjölda varnarlausra kvenna og barna að bana. Howard Low í Los Angeles lifir á þvi að ganga á milli fólks í spila- sölunum og selja því verndargripi. Svo lengi getur maður haldið sjer utan við, að maður lendi sjálfur að síðustu fyrir utan. HVAÐ ER GENTILMAÐUR? Hjer er skýrgreining á því: — Hlýtt lijarta, róleg rödd, kurteis orð, kurteisleg framkoma, hönd sem er reiðubúin til að hjálpa. Ekkert er honum of smátt, þegar það getur orð- ið öðrum til góðs. Laus við' oflát- ungshátt. Gagnvart hinum sterka: hugrakkur. Gagnvart liinum veika: riddara- legur. Gagnvart öllum mönnum: heiðar- legur. Margir eru þeir er leggja miklu meira kapp á að fá lánaða eina krónu en græða hana. Himininn hefir gát á þvi að enginn afli sjer hamingju með óheiðarlegu móti. Þú skalt aldrei eiga uppliaf að deilunni, og ekki heldur verða sá seinni til að binda enda á hana. Hversvegna er fólk svona óglatt. Það er af þvi að það væntir gleð- innar frá öðrum. Það ætti sjálft að gleðja aðra, þá yrði það glatt. Garborg. Nirfillinn á ekki gullið heldur gullið nirfilinn. FLUGVJELAVERKSTÆÐI Á HJÓLUM. Amerikumenn hafa orðið fyrstir til að búa lil hreyfanleg verkstæði til þess að gera við flugvjelar, sem hlekkist á svo að þær verða að lénda fjarri flugvöllum. Þetta eru gríðar stórar hifreiðar með allskon- ar smíðatólum, varahlutum, kast- ljósum, útvarpi, lyftivjelum og öðru, og geta tekið flugvjelarnar i heilu lagi og flutt þær burt ef með þarf, eða gert við þær, svo framarlega sem þær hafa ekki farið alveg í mjel. og Ridley fanst það ekki nema eðlilegt, þó að brjefið væri óundirskrifað. En honum kom á óvart að sjá, að ástæðan til hótan- anna var alt önnur en hann liafði haldið. Levinsky Iiafði ekki okrað á brjefritaran- nm eða gengið hart að honum um borgun, heldur hafði hann blátt áfram neitað mann- inum um lán. En það var auðsjeð, að brjef- ritaranum lá mikið á peningum og hann var mjög margorður um þau rangindi að „bjóða í auglýsingum að veita lán án efna- hagsrannsókna og spyrja svo í þaula.“ „Mjer finst jeg kannast við skriflina," sagði Rosenbaum. „Jeg liefi sjeð hana áður, og það ekki alls fyrir löngu. Jeg verð ekki lengi að athuga lánbeiðnirnar fyrir síðustu vikurnar og athuga hvort nokkur þeirra er með þessari skrift." Hann opnaði aðra skúffu og leitaði í henni með miklum ákafa. Alt i einu hætti skrjáfið í pappírnum og hann tók hróðug- ur fram blað. „Hjerna er það, fulltrúi. Jeg er viss um, að þetta er sama skriftin.“ Ridley skoðaði brjefið, sem liinn lagði fyrir liann. James Tomlin, þrjátíu og fjögra ára, skósmiður í East Parade 29. bafði að því er brjefið bar með sjer, beðið um lán að upphæð tvö lmndruð og fimtíu pund og það virtist ekki vera að ástæðulausu, að hann kvartaði undan spurningum af lánveitand- ans hálfu. Þetta var tvöfalt blað í arkar- broti og langur lisli af spurningum skrifað- ur á það. Fljótt á litið virtist þetta vera eins og framtalsskýrsla, en þó frábrugðið slíku plaggi að því leyti, að hægt var að sjá, hvað átt var við með spurningunum, þó flóknar væri. Það varð að bera þetta plagg nákvæm- lega shman við hótunarbrjefið, því að rit- hönd þeirra sem eru óvanir að skrifa, vant- ar jafnan alla festu og einkenni, eins og rit- Iiönd barna. En þrátt fyrir það var Ridley sannfærður um, að sama rithöndin væri á báðum skjölunum. Hann stakk þeim í vas- ann og lijelt síðan stytstu leið til East Par- ade 29. — James Tomhn var ekki nein bæjarprýði í Southbourne. Fortíð lians var talsvert mó- flekkótt og fulltrúinn hafði haft talsvert saman við hann að sælda áður, sem starfs- maður lögreglunnar. Þó svo ætti að heita að hann gerði við skó og að það kæmi fyrir, að liann tæki sjer slíkt verk í hönd, þá gerði hann ekkert til þess að draga að sjer skifta- vini. Litli timburkofinn, sem hann hufðist við í, var oftar lokaður en opinn og ekki þurfti að finna Tomlin það til foráttu, að hann hefði of langan vinnutíma. Alvarlegir glæpir höfðu aldrei sannasl á liann, en lögreglan hafði samt illan bifur á honum. En liann hafði verið svo heppinn. að aldrei höfðu fengist sönnunargögn á hendur hon- um um afbrot, og þessvegna voru það ekki nema smáyfirsjónir, sem skrifaðar liöfðu verið hjá honum i lögreglubækurnar. Áfeng- islögin og veðmálareglugerðirnar voru helstu ásteytingarsteinar Tomlins Hann hafði brotið flutningalögin, lögin um notkun skotvopna, lokunartíma sölubúða og slitið ýmsa aðra þræði í löggjafarvefnum, sem vafinn var utan um hann eins og aðra borgara þjóð- fjelagsins. Hann hjelt því fram, að liann bryti jfldrei þau lagaboð, sem þung refsing lá við. Lögreglan var þeirrar skoðunar, að hann gætti meiri og meiri varúðar, eftir því sem brotið væri alvarlegra. Hann stóð við dyrnar hjá sjer þegar full- trúinn kom. Þetta var lítill og væskilslegui- maður með góðlátleg augu, sem vógu dá- lítið á móti villimannssvipnum á órökuðu andlitinu. Ekkert hafði hann um hálsinn og á fótunum var hann með græna tusku- skó, sem virtust sanna öllum heimi, að annaðhvort væri dagsverki hans lokið i dag,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.