Fálkinn


Fálkinn - 02.06.1939, Blaðsíða 6

Fálkinn - 02.06.1939, Blaðsíða 6
F A L K I N N 6 THEODÓR ÁRNASON: Merkir tónsnillingar lífs og liðnir. Franz Liszt. (181 1—1880) Miklum mun bjarlara var yfir æfi þessa mikla snillings, en flestra annara hinna merkustu tónlista- manna. Hann var undrabarn, líkt og Mósart, og var látinn koma fram opinberlega 9 ára gamall (i Oeden- burg) í fyrsta sinn. Þá vann hann hinn fyrsta glæsilega sigur sinn sem píanósnillingur og upp frá þvi má segja, að hamingjan slepti aldrei af lionum hendinni. Æfisaga hans er l>ví mjög ólik æfisögum flestra hinna meistaranna miklu. Hann átti aldrei í neinu basli eða baráttu, svo að teljandi væri. Altaf og at- staðar var hann dáður og tignaður, fyrst og fremst sem hinn glæsileg- asti pianósnillingur, sem uppi hafði verið. Hann stóð sig þessvegna vel við það, að taka upp baráttu fyrir aðra, sem erfitt áttu uppdróttar og inættu misskilningi eða skilnings- leysi, enda var honum í blóðið bor- in dæmafá hjálpfýsi. Og eflaust er sá þátturinn í æfistarfi hans ekk. Jivað þýðingarminstur. Hann gerðist talsmaður hinnar upprennandi kyn- slóðar tónsnillinga með því, að koma á framfæri listaverkum þeirra, sem ýmist hafði verið hafnað, eða ekki hlotið þá viðurkenningu, sem hann taldi þeim bera. Og í þessu sem öðru, brást honum ekki sigur. Ým- ist tiilkaði hann þessar tónsmíðar sjálfur ó slaghörpuna, af sinni af- burða snild, — og umritaði þá jafn- vel heilar sýmfóniskar tónsmíðar fyrir það liljóðfæri. eða hann undir- bjó og stjórnaði sjálfur uppfærsluni slikra verka. — Mikitvirkástur var hann á þessu sviði árin, sem hann var hljómJistarst jóri Jiirðleikhúss- ins i Weimer. Þar tók hann meðal annars til meðferðar ekki færri en 11 sönglög þálifandi tónskálda, með skömmu millibili (m.a. „Lohengrin'“, ,,Tannhauser“ og „Fljúgandi Hol- Jendinginn*' eftir Wagner, „Benvwn- uto Oellini" eftir Berloz, „Genoveva" Schumanns og „Alfonso og Estr- ella“ Schuberts), sem ýmist höfðu mistekist annarsstaðar, eða verið liafnað. Franz Liszl fæddist í Raiding (skamt frá Oedenburg) í Ungverja- lahdi 22. november 1811. Faðir lians var bústjóri Esterhazy fursta og svo fær píanóJeikari, að liann gat veitt syni sínum góða undir- stöðutilsögn á hljóðfærið. En eftir að hann kom fram i Oedenburg, eins og áður er getið um, urðu ýms- ir efnamenn til ]iess að veita honum sex ára námsstyrk. Stundaði Jiann síðan nóm í Yínarborg og var Czer- ny píanókennari hans, en Salieri kendi honum hljóðfræði. Árið 1823 kom hann fram opinberiega þar og vakti fádæma athygli. Og til merkis um, að þar hafi ekki verið uni neinn hjegóma að ræða, má geta þess, að þar var Beethoven gamli fremstur í flokki aðdáenda lians. Fjiilsk.vldan flutti nú til Parísarborgar. Þar var Liszt að vísu neitað um upptöku á hljómlistaskólann, vegna þess að hann var útlendingur. En hann varð brátt ákaflega vinsæll og tíður gest- ur í veislusölum tieldra fólksins. Hann kyntist ýnisum merkum mönn- um, sem þá voru uppi, svo sem Lamartine, Victor Hugo, George Sand, Lamennais o. fl. og höfðu þau kynni mikit áhrif á þroska hans sem listamanns. En þeir tón- listamennirnir, sem mest áhrif höfðu á hann, munu hafa verið þeir Chopin og Paganini. Hann heyrði til Paganini 1831. Og mælt er, að þá hafi hann sett sjer það takmark, að verða sá afburða snillingur á sitl htjóðfæri, sem Paganini var á fiðl- una. Og þetta tókst honum. Hann eyddi niörgum árum til undirbún- ings. En órangurinn var svo glæsi- legur sem verða mátti, áheyrend- urnir stóðu á öndinni. Það yar eins og um Paganini, að mönnum datt ósjálfrátt í hug, að ekki væri ein- leikið um þá dæmalausu leikni og þann feikna þrótt. Það var eins og slagharpan yrði að heilli hljómsveit undir höndum hans, — en þó gat leikurinn líka verið svo undur ljúf- ur og þýður. Arin, sem hann var að undirbúa sig, var hann ýmist i Svisslandi eða ftalíu, og bjó þá með d’AgouIt greifa- frú, en hún var kunnur rithöfundur (rithöfundarnaln hennar var Daniel Stern). Með henni átti hann 3 börn og var eitt þeirra Cosima, sem um er getið í æfiógriiii Wagners, og var fyrst gift Hans v. Bulow, en skildi við liann og giftist Wagner. Árin 1839—47 var Liszt á sífeld- um hljómleikaferðalögum um Evrópu þvera og endilanga, og vakti hvar- vetna svo mikla og almenna hrifn- ingu og aðdáun, að ekkert dæini er hliðstætt í sögu tónlistarinnar. En 1847 sest hann að í Weimar, eins og fyr er getið. Og þá hefst hið stórmerka tímabil í æfi hans, sem tónskálds, hljómsveitarstjóra og kennara. Þaðan flutti hann til Róma- borgar og stundaði þar guðfræði- nám, varð vinur páfans sjálfs og tók prestsvígslu. Hann kom ekki til Weimar aftur fyrr en árið 1870. En seinustu æfiárin var hann ýmist í Rómaborg, Biulapest, (en þar hafði hann gerst forseti hins ungverska tónlistaháskóla) eða Weimar. Hann var staddur i Bayreulh er liann ljcst skyndilega, og var þar að sjá um sýningu á „Tristan og isolde“ Wagners. Liszt er talinn fremstur i flokki allra píanósnillinga og kennari hafði hann verið afburða góður. En um tónsmiðar lians eru enn mjög skift- ar skoðanir og er fjarri því, að ]>ær hafi hlotið almenna viðurkenningu. Hinsvegar verður starf hans sem hljómsveitarstjóra jafnan mikils metið. Og ennfrennir var hann snjall rithöfundur. í stuttu ináli má um hann segja, að hann hafi verið einhver fjölhæfasti tónsnillingurinn, sem ui>i>i hefir verið og að mikill ljómi er uni minningu lians. (Tónsmíðar Liszts: Af orkester- verkum hans eru merkust 15 sým- fónisk „kvæði', en af píanó-tónsmíð- unum eru kunnastar ungverslui Rap- sodíurnar). Manuel Azana. Eftií- borgarastyrjöld i hálft þriðja ár hefir loks yfir lokið á Spáni, með ósigri Kataloníumanna í viðureign- inni við Franco. Sjálfur forseti lýð- veldisstjórnarinnar hefir flúið land og sest að í frönskum smábæ, því að í Spáni bíður hans ekkert neina dauðinn. Manuel Azana er í rauninni lær- dómsmaður frekar en stjórnmálainað ur. Hann fæddist árið 1880 í smá- bænm Alcala de Henares, aðeins 34 km frá Madrid og var af fátæku for- eldri, en svo efnilegur til náms, að hann fjekk fljótlega styrk og komsl á skóla Augústusmunkanna i Escorial höll. Þar var strangur agi og ólíf- ræn kensla og fyltist Azana biturleik lil munkanna, lærifeðra sinna. Stafar ]>aðan hatur hans til kirkjuvaldsins á Spáni, sem varð einn aðalþáttur- inn í borgarastyrjöldinni. Azana var loks rekinn úr skólanum, fyrir að hafa í vörslum sínum myndir, sem klerkunum fundust ekki sem siðleg- astar. Azana hefir lýst veru sinni þarna í skólanum í bók sem heitir „Garður bræðranna". Nú komst Azana til Parísar og hjelt þar áfram námi og kyntist hin- um róttæku skoðunum sanitíðarinn- ar. Varð honum iiú fyrst fyllilega Ijóst hvílíkt miðaldaástand var rikj- andi í hans eigin föðurlandi. Þegar hann hvarf heim aftur lók hann doktorspróf í lögum, og varð um tínia háskólakennari en síðan skrif- stofustjóri í dómsmálaráðuneytinu. í klúbbnum Athenaeo hitti hann rót- tæka skoðanabræður og fór nú að gefa sig að stjórnmálum. Ásaint Lerroux, Domingo og Alcala Zamora stofnaði liann nefnd til að berjasl gegn einræði Primo Rivera, en það ráðabrugg komst upp og voru þeir handleknir liann og Zamóra árið 1930. En þegar konungur varö að segja af sjer, árið 1931, varð Azana hermálaráðherra nýju stjórnarinnar. Azana var furðu litill veruleikans maður og kunni ekki brögð þau og brellur, sem stjórnmálamepn geta ekki verið án, ef þeir eiga „að lifa lengi í landinu." Eftir að hann varð forseti gat hann livorki gert and- stæöingum sínum nje flokksmönnuin lil hæfis og óánægjan magnaðist í landinu uns alt fór í bál og brand og borgarastyrjöldin Iiófst, í júli 1930. Flokkur hans var ósamstæð- ur og ofsafengnir byltingamenn óðu uppi meira en góðu hófi gegndi, og Azana var ekki maður til að halda í hemilinn á þcim. Hann er landflótta núna, af því að hann var ekki rjett- ur maður á rjettum stað. Góður vilji og góð trú eru verð- mæti, sem við eigum að varðveita veii Eugéne Olaussen. KD'KLUX-KLAN. Að því ,er tíðindi að vestan herma er hinn annálaði Ku-Klux-Klan hrevf ing að sækja í sig veðrið o‘g ætlar nú að hefja nýja atlögu í stjórnmálum Bandaríkjanna. Þegar þetta fjelag var stofnað í fyrstu átti það að verða skemtifjelag. En nafn þess otli því, að fjelagið tók aðra stefnu. Eigi alls fyrir löngu skipaði Roose velt nýjan hæstrjettardómara. I>að var Hugo Black senator frá Alabama. Bráðlega kom ]>að á daginn, að hann hafði verið meðlimur Ku-Klux-Klan og nú varð uppi fótur og fit um öll Bandaríkin.. Átli þessi bófaflokkur að eignast fulltrúa í sjálfum hæsta- rjetti Bandaríkjanna? Það luifði ver- ið hljótt um flokkinn lengi og menn voru farnir að halda að hann væri ekki til lengur. Það var farið að at- huga þetta: jú, flokkurinn var til og meira að segja miklu öflugri en hann hafði verið lengi. I kjölfar styrjalda og kreppu hafa ávalt risið upp leynifjelög i Banda- ríkjunum, með ýmsu markmiði. Ku- KIux-Klan var stofnað eftir borgara- styrjöldina 1861—65, er Suðurríkin biðu ósigur. Var þröngvað svo rjetti þeirra, að þeim lá við örvæntingu. Ileimili voru leyst upp og margar fjölskyldur, sem áður höfðu lifað i góðmn efnuin stóðu nú uppi bjargar- lausar en heimilisfaðirinn var fall- inn á vígvellinum. Þeir sem komust lifandi heim úr styrjöldiinni fengu kalda aðkomu. Þrælarnir, sem áður höfðu verið verðmæt eign og góð verslunarvara höfðu eki aðeins feng- ið frelsi heldur algert jafnrjetti við hvíta menn og þar á meðal kosn- ingarjett. Þessir leysingjar voru nú i meirihluta i suðurríkjunum. Svo komu hermennirnir heim, i i eymdina og atvinnuleysið. Það er sagt að suðurríkin hafi ekki náð sjer eftir styrjöldina enn þann dag í dag, og enn er mismunur á, fólki og við- horfi þess í norður- og suðurríkj- unuin. Smábærinn Pulaski í Tennessee kom allmikið við sögu í styrjöldinni ]>ó að hann hefði ekki nema 3000 ibúa. En af þeim voru 2000 svartir. í þessum smábæ var Ku-Klux-Klan stofnað. Það var ekki fyr en löngu eftir stofnun fjeíágsins, að fjelags- menn tóku upp á því að nota livíta sloppa með mynduni af beinum í l ross, höfuðskeljum og öðrum mynd- um. Kápurnar voru hengdar ofan á hatt, sem var eins og sykurtoppur i laginu, svo að sá sem í kápunni var virtist vera ferlega langur. Til- gangurinn með þessum klæðnaði var í upphafi sá að vekja forvitni fólks, svo að fólk sækli um að komast inn í fjelagið. Ku-KIux-KIan Jióttist vera fjelag, sem ekki veilti nema einstaka manni inntöku og Ijet heita svo, að inntökuskilyrðin væri ströng. Það var besta ráðið til þess að gera fólk fíkið í að komast í fjelagið. Eftir styrjöldina varð ný kreppa og sívaxandi atvinnuleysi. Við það óx Ku-Klux-Klan á ný, ekki sist vegna áróðurs Hearts-blaðanna gegn kommúnistum. Þreyttust blöð þessa voldugasta blaðakongs veraldar al- drei á því að úlmála, hvílíkur voði þjóðinni gæli stafað af kommúnism- anum, og gengu blöðin svo langt, að stimpla hvern þann mann, sem ekki var borinn og barnfæddur í Banda- ríkjunum, sem kommúnista og bylt- ingarmann. Um eitt skeið unnu Ku- Klux-KIan ýms hermdarverk eii svo varð hljótt um fjelagið á ný. En nú tala Ameríkumenn' aftur um þennan leynifjelagsskap og segja að hann sje að stofna til kynþáttastríðs. Menningu svartra manna hefir fleygt afar mikið fram og eru þeir að verða raunverlega rjetthærri en áð- Framh. ú l>ls. 15. *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.