Fálkinn


Fálkinn - 02.06.1939, Blaðsíða 12

Fálkinn - 02.06.1939, Blaðsíða 12
12 F Á L K 1 N N STANLEY SYKES: Týndi veðlánarinn. 7 „Já, þetta er alveg rjett hjá yður,“ sagði hann er hann tók eftir vírspotta, sem lijekk út úr kilinum. Hafið þjerekki hníf á yður?“ Purley var lengi að leita í vösunum, þang- að til liann kom með hníf og rjetti póst- meistaranum hann. „Þakka yður fyrir,“ sagði póstmeistarinn og fór að skafa umbúðirnar af endanum á vírnum til þess að geta hnýtt endana saman. „Það er einhver af þessum bjeuðum síma- strákum, sem hefir fordjerfað þetta. Það var i lagi fyrir rúmum klukkutíma, því að þá notaði jeg bókina. Ef þeir rekast hingað inn oftar þá skulu þeir eiga mig á fæti.-- Hótanir Murdoehs urðu að lágu tauti, því að liann var með allan hugann við að reyna að þræða vírnum gegnum bókina, en hann var ekki beinlínis liðugur í fingrunum. Áð- ur en viðgerðinni var lokið hafði Ridley skelt aftur vasabókinni sinni og var að stinga áhöldum sínum í vasann. „Nú er jeg búinn“, sagði hann. „Jeg lagði brjefið á borðið. Þakka yður kærlega fyrir, Murdock. Það sjer ekkert á brjefinu eftir mig, svo að enginn þarf að vita að jeg bafi snert á því, ef því er að skifta.“ Purley labbaði í hægðum sínum að horð- inu og tók upp brjefið, sem var óupptekið. Hvað meinti fulltrúinn með öllum þessum mælingavitleysum og stækkunarglerinu? — Leynilögreglumaðurinn gal skilið, að honum væri áríðandi að fá að vita hvað í brjefinu stæði, en hitt fanst honum liámark heimsk- unnar að fara að mæla umslagið eins og gerfinjósnarar í skáldsögum. Og svo alt þetta bull um miðlafundi og anda. — Hann var hugsandi þegar hann fór með yfirmanni sinum á lögreglustöðina aftur. „Þetta tókst ágætlega,“ sagði Ridley, opn- aði vasabókina sína og lagði hana á borðið. „Var þessi vírspotti laus, eða losaðir bú-------?“ „Jeg losaði hann,“ sagði Purley og glotli. „Skemdir að yfirlögðu ráði, á eignum hins opinbera,“ svaraði fulltrúinn. „Jeg gleymi að refsa fyrir það. En það kom að tilætl- uðum notum. Jeg náði afriti af hjerumbil öllu brjefinu. „Ha-a?“ „Innihald brjefsins, já.“ Það hefði verið mannúðlegra af Ridley, ef hann hefði ekki dregið hinn svona lengi á upplýsingunum. „Hjerna er það. Jeg náði ekki alveg öllu innihaldinu, en nógu til þess að sjá, að við höfum dregið núll. Hjerna er efnið: ,,Kæra Kate:— Þakka þjer kærlega fyrir þinn hlýja samúðar- vott í tilefni af missi ástvinar míns. Það gerir hversu stóra sorg sem er Ijettbærari, að finna að aðrir taka þátt í henni með manni. Jeg get varla gert mjer grein fyrir því ennþá, hve mikið jeg hefi misi. Þegar við komum lil Soulhb..... vonandi það að Ilarry mundi ...... hressast aftur. En hjer virðist vera harmsögustaður; i morgun kom lögregluþjónn ..... var að leita að manni, sem var horf .... skil ekki lwers- vegna jeg var spurð um hann. Jeg býst við hjerna þangað til jarðarförin er gengin um garð þá hlakka jeg til að nota þitt góða boð ..... lœt þig vita síðar, hvenœr þú mátt eiga von á mjer. Það verður gaman ........ dvelja einhversstaðar þar sem maður er ekki einn. Þín Janet. „Við höfum gert okkur alt þetta ómak til ónýtis,“ hjelt Ridley áfram. „Þetta er bara venjulegt svar við hluttekningarbrjefi. En bvað sem því líður þá var þetta skemtileg tilraun.“ Purley hristi höfuðið. „Er yður alvara að segja, að —“ sagði liann. „Mjer er alvara að staðliæfa, að þetta er rjett afrit af brjefinu sem lá í umslaginu, að svo miklu leyti sem jeg gat sjeð það. Jeg á ekki þessa uppgötvun sjálfur.“ , En þjer gátuð ekki — þjer opnuðuð ekki ' :efið?“ „Nei, jeg opnaði þaó ekki.“ „Hvernig fóruð þjer þá .... ?“ „Munið þjer ekki livað jeg sagði yður um miðilinn, sem las lokuð brjef á miðilsfundi ?“ „Jú, en jeg hjelt að það væri einskonar töfrabragð og aðrir hefðu verið í vitorði með miðlinum." „Hann sagði að andarnir læsu brjefin fyrir sig.“ „Já, en hvernig er farið að þessu?“ „Það er vínandi, sem hjálpar til þess, en ekki andar eins og þjer meinið. Lítið þjer á. Nú skal jeg sýna yður það.“ Ridley tók blað upp úr vasanum og skrif- aði á það nafn sitt og heimilisfang, bæði með bleki og blýant. Svo lagði hann það í umslag og lokaði þvi. „Eruð þjer viss um, að þjer getið ekki lesið þetta án þess að opna umslagið?“ spurði hann og rjetti Purley brjefið. -,,Jeg er alveg viss um það,“ svaraði hinn. Honum var nóg að renna augunum á svell- þykt umslagið, til að svara neitandi. Ridley tók nú glas úr vasa sínum og lielti nokkrum dropum úr því í bómull og strauk umslagið. Pappírinn var undir eins gagn- sær, svo að auðvelt var að lesa bæði blek- og blýantskriftina i gegn. „Þetta er aðeins hálft bragðið,“ sagði hann svo. „Það má nota margt til þess að gera pappír gagnsæan. Til dæmis sterín, olíu o. fl. En þjer getið ekki makað pappír i oliu og fengið eigandanum hann aftur eftir nokkrar mínútur. En jætta efni sjáið þjer nú!“ Um leið og hann sagði þetta hafði voti bletturinn smáfærst saman um leið og vín- andinn gufaði upp og eftir örstutta stund var pappírinn í umslaginu orðinn eins og Iiann átti að sjer. „Þetta er sniðugt bragð til þess að sýna kunningjunum. En það verður að nota hrein- an vínanda. í methylalkóhóli er vatn og það setur bletti á pappírinn, en eftir hreinan vínanda sjást engir hlettir. Steinolia dugir vel líka, en það er svo mikil lykt af henni. Orðin sem vantar voru undir límingunni á umslaginu. Yínandinn kemst ekki gegnum tvö lög af pappír og lag af lími. Þjer hafið víst haldið að jeg væri að gera að gamni minu.“ „Jeg vissi ekki hvað jeg átti að halda,“ stamaði Purley vandræðalegur. „Jeg gat ekki sjeð hvað þjer ætluðust fyrir. Þessar mælingar — — „Þær voru bara látalæti. Ekki lil neins gagns, svo jeg viti, nema til að villa Mur- doch gamla sýn og gefa mjer átyllu til að handleika umslagið. Jæja, livað sem því líð- ur þá er þetta alt unnið fyrir gíg, og við verðum að byrja á nýjan leik.“ III. KAPÍTULI: Tomlin skerst í leikinn. Ridley fulltrúi hafði mælt svo fyrir við na.turvörðinn á stöðinni, að hann skyldi lát- inn vita ef einhverjar óvæntar frjettir kæmu úr Castle Road, en hann fjekk að sofa í friði. P. .1. Jones, fyrri næturvörðurinn, hafði lát- ið hoðin ganga áfram áður en hann fór al' stöðinni, en það gerðist ekki neitt athuga- vert. Johnson & Johnson útfararstjórar l öfðu komið með líkkistu í húsið síðdegis um daginn og ekkjan hafði um kvöldið luugðið sjer til frú Valette, sem hafði saumastofu fyrir sorgarfatnað, er hún saum aði á einum sólarhring. Það átti auðsjáan- lega ekki að breyta út af venjulegum og villimannalegum jarðarfarasiðum. Maðurinn sem hafði tekið við af Jones um nóttina, hafði enn minni frjettir að segja. Það var dimt í húsinu eftir klukkan hálf tíi' og eins hljótt og vera ber i hverju heiðarlegu húsi, þangað til klukkan sjö um morguninn. Ridley las þessar tilkynningar og kallaði varðmanninn þegar heim og bölv- aði sjálfum sjer fyrir að vera að eyða tíma í ástæðulausar eftirgrenslanir. Stöðvarvörð- urinn sagði honUm, að hann hefði hringt til Croft Villa og þar hefði ekkert verið að frjetta. Skömmu síðar kom Rosenbaum og sagðist hafa komið við á skrifstofunni og þar hefði alt verið lokað eins og þeir höfðu skilið við þar daginn áður. Ridley hyrjaði dagsverkið með því að fara með skrifaranum á skrifstofu Levin- skys enn á ný og rannsaka hrjefaskifti veð- lánarans. Þeir fóru þegjandi gegnum mörg hólf af brjefum. lásu brjef eftir brjef og lögðu þau til hliðar, því að ekkerl var á þeim að græða.. Reikninga, tilkynningar og kvittannir töldu þeir með öllu þýðingar- laust fyrir málið. Skrifarinn gretti sig þeg- ar þeir byrjuðu á neðsta brjefahólfinu. „Það eru ekki miklar líkur til, að við finnum nokkuð hjer,“ sagði hann, um leið og hann dró út skúffuna. „Jeg mundi hafa tekið eftir ef eitthvað grunsamlegt hefði verið við brjefin síðustu tvær vikurnar.“ „Það skiftir engu máli,“ sagði Ridley, „við verðum að skoða það samt, það dugir ekki að hætla við hálfnað verk. þegar öllu er á hotninn hvolft vitum við ekki hverju við erum að leita að, svo að við megum ekki ganga að neinu sem gefnu“. Alt i einu rak skrifarinn upp stór augu og sagði forviða: „Þetta hefi jeg aldrei sjeð áður! Og þó hefi jeg altaf haldið, að öll aðsend hrjef færi gegnum mínar liendur. Þetta brjef hlýt- ur að hafa verið senl heim til hans og hann svo sett það sjálfur í skjalamöppuna.“ Hann losaði blað úr þunnum ljósrauðum pappír úr möppunni, og rjetti fulltrúanum jiað. Þetta var Ijelegur pappír, brjefsefni, sem seld eru saman umslög og örk fyrir fáeina aura hver tiu stykki. Lesmálið var pár og efnið hótanir um, að „koma við- takandanum fyrir kattarnef“ eða á þann stað, að hann fyndist aldrei aftur. Brjefið var ódagsett en hafði verið látið i möppuna með brjefum, sem dagsett voru 25. april,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.