Fálkinn


Fálkinn - 02.06.1939, Blaðsíða 8

Fálkinn - 02.06.1939, Blaðsíða 8
8 F Á L K 1 N N GULLNA AGNIÐ ÞORPARASAGA FRÁ AMERfKU. . . þAÐ BAR EKKf oft við, að Samuel Chilten væri ánægð- ur með sjálfan sig, því að hann var skartgripakaupmaður að starfi til og hölsýnismaður að innræti. En þegar hann sat í klefanum innan við búðina sína í Kensington og starði á gull- diskinn þykka, sem liann hafði lceypt um morguninn og borgað nokkur þúsund dollara fyrir, gat hann samt ekki kæft niðri í sjer ánægjuna yfir þessari verslun, sem áreiðanlega mundi gefa honum 100% hagnað í aðra hönd. Fimm mínútum síðar, er liann hafði farið með dýrgripinn inn í búðina og komið honum fyrir í öndvegisplássið í sýnigluggan- um, óskaði hann sjálfum sjer til hamingju með þá æfilöngu venju sína, að hafa jafnan á sjer eða geyma hjá sjer svo mikið í reiðu fje, sem nam helmingnum af andvirði gull- disksins dýrmæta. Þessai’i venju sinni átti hann það að þakka, að hann hafði oftar en einu sinrii getað gert bestu tækifæriskaup, af því að keppinautar hans höfðu ekki haft svo mai’ga pen- inga á reiðum höndum. Chilten furðaði sig á, livei's- vegna frú Brownlee hefði ekki sent eftir einhverjum skartgripa- salanum i Maiden Lane, en liún var orðin gömul og þurfti auð- sjáanlega á peningum að halda, og af því að hann var þarna steinsnar frá heimili liennar hafði hún víst snúið sjer til hans og gefið honum þetta ljómandi tækifæri — besta tækifærið, sem hann hafði fengið á sinni löngu starfsæfi. Hinn gamli og þrautreyndi kaupmaður bjóst ekki við að geta selt diskinn að vörmu spori, því að liann vissi, að þeir voru ekki nxargir, sem liöfðu efni á að kaupa svona gulldisk og snara út mörg þúsund dollurum. En það mundi altaf verða hægt, að selja diskinn — til dæmis ein- hveri’i gjafarnefnd eða klúbbrit- ara, sem þurftu að halda á fall- egri tækifærisgjöf. Fram að miðdegi hafði aðeins einn maður komið inn í búðina og lceypt lítinn servíettuhring, og þegar klukkan var þrjú h'afði Chilten verslað fyrir sex dollara og fimtíu cent. Þegar hann loks- ins sá karlmann, hermannlegan að burðum og um þrítugt, koma að dyrunum, leist honum svo á manninn, að hann mundi frem- ur vera lánþiggjandi en kaup- andi. „Hefir Cairns kapteinn ekki komið liingað ennþá?“ spurði maðurinn þegar Chilten kom á móti honum. „Cairns kapteinn,“ át Cliilten eftir, „hver er Cairns kapteinn ?“ „Hann er yfirboðari minn,“ svaraði gesturinn alvarlegur, „og hann bað mig um, að koma hingað klukkan þrjú. — Hann mintist á það, áður en liann fór til hádegisverðar með hershöfð- ingjanum og nokkrum kunn- ingjum sínum, að hann hefði sjeð í glugganum hjá yður eins- konar gulldisk, sem liann ætlaði sjer að kaupa, og bað mig um að koma hingað til þess að bera diskinn fyrir sig á gistihúsið hans. Kapteinninn misti hægri handlegginn í ófriðnum og á bágt með að hera nokkuð en enda þótt hann hefði háða handleggina er það næsta ótrú- legt, að hann færi að hera nokk- uð sjálfur á milli húsa. Chilten tautaði eitthvað. Hann feldi sig ekki við úllit eða augna- ráð gestsins — og þegar á það var litið: Hvað ætlaði liðsforingi í liernum að gera við gulldisk, sem var mörg þúsund dollara virði? „Ef yður stendur á sama, herra,“ hjelt gesturinn áfram, „þá ætla jeg að koma aftur eftir hálftíma. Viljið þjer þá gera svo vel að segja kapteininum ]iað, Jiegar hann kemur, að jeg hafi verið lijer og komi bráðum afíur.“ Búðarhurðin laukst aftur á eftir honum og skartgripasal- inn fór að hugsa. Hann mintist fyrri tildraga að því, að ókunn- ugir menn liöfðu ætlað sjer að pretta hann. Og hann gat ekki að sjer gert að brosa, er hann liugsaði til þess, að jafnan þurfti að minsta kosti tvo svikara til þess að fremja pretti og fjár- svik, og að venjulega aðferðin var sú, að annar svikarinn ruddi liinum braut. Það gat vel verið, að Cairns kapteinn væri í alla staði eins og þessi undirmaður hans eða samverkahrappur liafði sagt, en Samuel Chillen var staðráðinn í því, að láta ekki gulldiskinn fara út yfir búðarborðið fyr en hann væri borgaður upp í topp, jafnvel þó kapteinninn kæmi með lieila tylft af hershöfðingj- um með sjer, til þess að bera vitni um, að hann væri heið- virður maður. Og hann ætlaði sjer ekki að taka við ávísun. Klukkan var á mínútunni hálffjögur þegar dyrabjallan hringdi aftur. Saniuel Chilten stóð letilega upp úr stólnum og gekk fram að búðarborðinu. Maðurinn, sem inn kom, var hár vexti og hinn fyrirmann- legasti, á að giska um fertugt. Hægri jakkaermin hjekk tóm niður með jakkanum, og Chilten skildi þegar, að þetta mundi vera Cairns kapteinn. „Hefir þjónn minn komið hingað?“ hóf gesturinn máls. „Já,“ svaraði skartgripasalinn hroshýr, „hann kom hjerna inn um klukkan þrjú, en af því að þjer voruð ekki kominn, sagðist hann ætla að skreppa hjerna í næsta liús á meðan. Hann lofaði að koma hingað aftur klukkan hálffjögur. Jeg geri ráð fyrir, að það sje Cairns kapteinn, sem jeg tala við.“ Gesturinn kinkaði kolli. „Jeg gekk lijerna framhjá húðinni yðar í morgun,“ sagði maður- inn, og þá varð mjer litið á þenn- an sjaldgæfa gulldisk, sem þjer hafið sett í sýningargluggann yðar. Hvað á hann að kosta?“ „Fimm þúsund dollara,“ svar- aði Chilten. „Jæja - jeg geri ráð fyrir, að hann sje þess virði,“ sagði Ca- irns kapteinn og brosti. „Það ei ekki fyrir sjálfan mig, sem jeg hefi hugsað rnjer að kaupa hann jeg hefi sannast að segja alls ekki efni á þvi - en ofurst- inn minn lætur af embætti fyrir elli sakir i lok næsta mánaðar, og við — nokkrir vinir hans liöfum ráðgert að gefa honum minningargjöf í tilefni af því. Jeg er gjaldkeri okkar, og nú er svo komið að við höfum safn- að saman 7000 dollurum, svo að jeg álít, að við getum varið 5000 dollurum í gjöfina." „Jeg er viss um, að honum verður þetta mjög kærkomin gjöf,“ svaraði Chillen. „Jeg keypti þennan gulldisk núna i niorgun, af konu, sem forðum daga giftist inn í stórgöfuga ætl. Ilún vildi selja diskinn vegna þess, að liún átli ekki neina erf- ingja. Hún sagði, að ef þjófarnir í Chicago kæmust að ]iví, að hún geymdi svona verðmætan grip á heimili sínu mætti hún búast við, að hafa ekki frið fyrir innhrotsþjófum.“ „Jeg skil,“ svaraði Cairns kap- teinn. „Jæja, hr. Chilten, þjer þekkið nrig ekki vitund, og þess- vegna get jeg eins vel verið rummungsþjófur eins og jeg væri Cairns kapteinn." Skartgripasalinn hló dátl. „Jeg lullvissa yður um, herra minn, að engum gæli dottið í hug að þjer væruð annað, en þjer eruð: háttsettur liðsforingi og heiðurs- maður. Mjer þykir slæmt að sjá, að þjer skuluð hafa mist annan handlegginn.“ „Það er hæði sorglegt og baga- legt,“ sagði liðsforinginn, „en það hefði þó getað verið verra.“ Það dimdi yfir andlitinu á hon- um. Svo reyndi hann að taka á sig glaðlegri svip og sneri sjer að búðarborðinu, þangað sem gulldiskurinn stóð á, þvi Chilten liafði tekið hann fram. „Þetta verður lang hentug- asta gjöfin,“ sagði hann ánægð- ur. „Segið þjer mjer, hefi jeg ekki tíma ennþá til að skreppa í bankann og víxla ávísun?" Gesturinn liafði ekki fyr slepl orðinu en skartgripasalann fór að gruna ýmislegt á ný. Hann gal ekki annað skilið, en að manninum væri það fullljóst sjálf um, að allir bankar liöfðu þeg- ar lokað fyrir hálftima. Hann sótli í sig veðrið og hjó sig undir þá væntanlegu atlögu, að gestur- inn mæltist til að fá að borga með ávísun. Ávísun! —- Gamli kaup-maðurinn átti bágt með að stilla sig um að hlæja, er hann hugsaði til svo fávíslegrar uppá- stungu. „Jeg er hræddur um, að það sje orðið of seint, því að hank- arnir eru búnir að loka,“ svaraði Chilten og Iiorfði hvast á mann- inn. „Það var leiðinlegt," sagði kapteinninn. „Við vorum saman i svo skemtilegum hádegisverði, að jeg tók ekkert eftir hvað tím- anum leið.“ „Ef þjer kærið yður um,“ sagði skartgripasalinn, „þá skal jeg geyma gulldiskinn í peninga- skápnum mínum í nótt og liafa liann tilbúinn þegar þjer viljið í fyrramálið. Þá getið þjer kom- ið og gert upp viðskiftin.“ „Jeg er þvi miður hræddur um, að það sje ógerningur,“ svaraði kapteinninn loðmæltur. „Jeg verð endilega að hafa gull- diskinn heim með mjer í kvöld.“ Chilten varð á nýjan leik að kæfa niðri i sjer hláturinn. Það var gamalt bragð, sem þessi kapteinn ætlaði sjer að nota. Hví- likt barn. Hann var auðsjáan- lega ekki aðeins þjófur og prakk- ari heldur heimskur líka. Að lifa á tuttugustu öldinni og ælla sjer að reyna að leika á skart- gripasala, með þrjátíu ára reynslu að baki sjer, með jafn gömlu og úreltu bragði. Það varð leiðinleg þögn í

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.