Fálkinn


Fálkinn - 09.06.1939, Síða 14

Fálkinn - 09.06.1939, Síða 14
14 F Á L 71 I N N FRÁ SJÓMANNADEGINUM. Framh. af bls. 3. merin voru, sem druknuðu í sjó hjer við land síðastl. ár. Ætlast er til að árlega verði bætt við jafnmörgum stjörnum og mennirnir verða, sem drukna í sjó. — Sjómarinadagsráðinu barst einn- ig að gjöf Bandaríkjafáni frá Mar- grjeti Viihjálmsson. Maður hennar, Sigurður Vilhjálmsson, hafði verið 25 ár i siglingum og eignast þenna fána og ætíð liaft á honum hinar mestu mætur. — Við Leifsstyttuna fluttu og ræður fulltrúi sjóriianna, Sigurjón Einarsson, skipstjóri úr Hafnarfirði, Ásgrimur Vigfússon, sem fulltrúi atvinnurekenda, og at- vinnumálaráðherra. Karlakór sjó- manna og lúðrasveitin sungu og spil- uðu á miili ræðanna. Á íþróttavellinum fór frain reip- tog milii skipverja af Garðari ir Hafnarfirði og Jóns Ólafssonar úr Reykjavik. Fóru leikar þannig, að Jón vann. Þar var einnig þreytt knattspyrna. Þrettán skip tóku þátt i kapp- róðrinum og vann róðrarsveitin af línuveiðaranum Sigríði. — Vigfús Sigurjónsson úr Hafnarfirði bar sig- ur úr bítuin bæði í stakkasundi og björgunarsundi. Meðan stóð á róðr- inum og sundinu var þjettskipað af fólki kringum höfnina. Um kvöldið var fagnaður á Hótel Borg. Þar voru fluttar margar ræður og auk þess söng þar sr. Garðar Þorsteinsson og Karlakór sjómanna. Einnig voru afhent þar verðlaun fyrir unnin afrek í íþróttum dags- ins. Pjetur Magnússon af v.b. Her- móði var heiðraður fyrir að bjarga fjelaga sínum frá druknun og hlaut bikar að launum. Voru menn á einu Minnisvarði ú gröf úþelcta sjóniannsins. máli um það, að hann hefði með því að kasta sjer í sjóinn í myrkri og vonsku veðri og tekist að bjarga lífi fjelaga síns, unnið mesta björg- unarafrek ársins. Hátíðahöldin öll fóru hið hesta fram. Viða annarssíaðar á landinu var Sjómannadagurinn haldinn heig- ur. — Sjómannastjettin á auðsjáan- lega mikiu vinfengi að mæta á Sjó- mannadaginn, en það er ekki nóg, í þeim skilningi eiga allir dagar ársins að vera sjómannadagar, þvi að: Sjómenn íslands, hetjur hafsins, halda vörð um land og þjóð. Frú sjómenskusýningunni. fteipclrútturinn ú íþróttavellinum. fslandsgliman 1939. Íslandsglíman fór fram 31. f.m. suður á íþróttavelli. Þátttakendur voru 10: 7 Ármenningar og 3 Vest- manneyingar. Var allmikill mann- fjöldi kominn saman til að horfa á glímuna og virtist hann skemta sjer vel, þrátt fyrir kalt veður. — Glíman liófst stundvíslega, og var hjer um skemtilega framför að ræða að því ieyti. Úrslit Glímunnar urðu þau, að Ingimundur Guðmundsson (úr Ár- mann) vann íslandsbeltið. Feldi hann alla keppinauta sína, fyrir- hafnarlítið, að því er virtist, og varð því að maklegleikum glímukonung- ur íslands. Næstur Ingimundi varð Skúli Þor- leifsson og hlaut hann fegurðar- glímuverðlaunin. Næstir Skúla að vinningum voru þeir Kjartan B. Guð- jónsson og Sigurður Guðjónsson úr Vestmannaeyjum, með 6 vinninga livor. — Þessir fjórir, sem hjer hafa verið nefndir, báru mjög af uin sigursæld og bragðfimi, og verð- ur ekki annað sagt, en þeir allir hafi sýnt mörg falleg brögð. En binsvegar er þess ekki að dytjast, að margar glímurnar voru nauða ljelegar og langt fyrir neðan þær kröfur, sem gera verður til þeirra, er .sýna sig á Íslandsglímunni. Þvi miður sannaði þessi íslands- glíma sem heild, að glíman er í hnignun, og er það allmikið á- hyggj uefni gömlum glímuinönnum og glímuvinum, ef svo skyldi fara, að þessi þjóðariþrótt skyldi falla „i gleymsku og dá“. — Það hefir verið á það bent með rjettu, að nauðsyn bæri til að gera glímuna að barna- skólanámsgrein og taka drengina til æfinga í henni; og svo mikið er víst, að enginn verður góður glimu- rnaður, nema hann temji sjer -íþrótt- ina frá barnæsku. — Sennilega verð- ur þetta besta ráðið til þess að end- urreisa hgna til þess vegs, sem henni ber. — — — Ingimundur Guðmundsson. Kaupm. Þorsteinn Þorsteihsson Keflavík, verður 75 ára II. þ.m. Guðvarður Vigfússon, fisksali Grettisg. 57B, verður 70 ára Í3: þessa mánaðar. Ilenedikt G. Waage, forseti 1. S. /., verður 50 ára 74. þ. m. Ólafur Magnússon, kgl. hirðljás- myndari, verður 50 ára 15. þ.m.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.