Fálkinn


Fálkinn - 23.06.1939, Blaðsíða 6

Fálkinn - 23.06.1939, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N SJÓÐÞURÐ. Smásaga eftir Jóhannes Jakobsen. . . . Axel Holmvik, í hinu kunna kaup- sýslufyrirtæki Bergre og Hoimvik h/f, braut morgunblaðið vandlega saman og lagði það frá sjer á skrif- borðsbrúnina, þegar sameigandi hans kom inn á skrifstofuna. Kristian Bergre var hár og Iremur grann- vaixnn. Andlitið svipmikið með sterk- um dráttum og nefið ekki stórt en beint. Hann var sköllóttur, svo að ekki sá í liár, nema aftan við gagn- augun og neðst í hnakkanum. Á að giska um fimtugt. Bergre var ó- kvæntur og bjó einn í stórum einka- bústað fyrir utan borgina. Hann var hinn eiginlegi framkvæmdastjóvi firmans, en ijet Holmvik fjelaga sinn, sem var mikils metinn starfsmaður firmans, annast daglegar fram- kvæmdir. Holmvik varð talsvert hisSa á, að sjá Bergre þarna á þessum tíma dags. Og honum varð ekki um sel er hann sá, að Bergre var o- venjulega alvarlegur á svipinn og leit hvast á hann, um Ieið og hann sett- ist andspænis honum við skrifborðið. Hann skyldi þó aldrei .... Nci, það náði ekki nokkurri átt, að láta sjer detta þaff i hug. Enginn lifandi sál hafði hugmynd um, að Holmvik hafði tekið sjer bráðabirgðalán úr sjóði fyrirtækisins. Það voru nokkur þúsund krónur, sem hann ætlaði sjer að endurgreiða smám saman. Holmvik þurfti mikið til að lifa af, og ekki hafði það minkað, er hann l'yrir sjö árum kvæntist fallegustu stúlkunni i bænum, Gettu, dóttur Haraldsens konsúls. Getta var ljóm- andi. Heillandi og laðandi og ljóm- andi skapfjörug. Og það var eftir að kröfur Gettu til þæginda lífsins fóru að yfirstíga ónógar tekjur Holmviks, að liann neyddist við og við til þess, að gripa til sjóðsins — smálán, sem aldrei voru borguð aftur og urðu þessvegna með tímanum að stórri fúlgu. Bergre ræskti sig. „Já kunningi, þú horfir svo á- hyggjufullur á mig“, sagði hann. „Jeg sje að þú munir skilja, hvers- vegna jeg er hingað kominn. Jeg verð að játa, að mjer varð bylt við, þegar jeg fór heim með sumar bæk- urnar í gærkvöldi og sá, að það vant- aði í sjóðinn. Að því er jeg gat best sjeð eru það tólf til fjórtán þúsund krónur, sem um er að ræða.“ Holmvik fjekk krampadrætti. Hjart- að hamaðist í brjóstinu á honum. Svo að Bergre hafði þá komist að þessu! „Þú þarft ekki að segja meira, Bergre,“ sagði hann hás. „Jeg sje að þú veist alt.“ Hann strauk þreytulega um liárið á sjer og þurkaði af sjer nokkra roitadropa, sem höfðu komið fram á enninu. Og svo kendi hann velgju og ógleði. Svona átti þá æfiferli hans að Ijúka, sem heiðarlegs og virts borgara í bænum. Hann laut fram og gróf andlitið í höndum sjer. Bergre stóð upp og lagði hendina á öxlina á honum. „Mjer þykir þetta ákaflega leiðin- legt, Holmvik,“ sagði hann, „en það er skylda mín gagnvart firmanu, að sjá um að sjóðþurðin verði greidd.“ Hann rendi augunum á dagatalið á þilinu. „í dag er tuttugasti og þriðji,“ sagði hann. „Eftir tvo daga koma endurskoðendurnir. Jeg get þess- vegna ekki gefið þjer lengri frest, þó jeg væri allur af vilja gerður. Þú verður að útvega þjer þessa upp- hæð innan tveggja daga. Hjá því verður ekki komist. Og á meðan, þá fá ekki aðrir en þú og jeg að vita um þetta mál. Þú verður að gera það sem þú getur. Jeg get því miður ekki hjálpað þjer — jeg vona að þú skiljir það.“ Holmvik stóð hægt upp, með mestu erfiðismunum. „Þakka þjer fyrir,“ sagði hann slutt. Hann rjetti fram hendina. Bergre ljet sem hann sæi það ekki. „Nú fer jeg,“ sagði hann. „Ef þú þarft eitthvað að tala við mig í dag, skaltu hringja. Við tölum saman á inorgun.“ Þegar hurðin lokaðist á eftir hon- um, gekk Holmvik út að glugganum og horfði út á götuna, á umferðina og götulífið. í hvert skifti sem stóru almenningsvagnarnir fóru hjá, fann hann að gólfið nötraði undir fótun- um á honum. Og taugarnir i honum nötruðu alveg eins, þessa stundina. Ilann varð að stilla sig, að hníga ekki út af. Hann tók whisky og sódavatn úr Iitlum skáp á þilinu og helti í glas og svolgraði úr því. Höndin skalf svo mikið, að hann skvetti úr glas- inu á borðið. Hann varð að reyna að liájrka af sjer. En tilhugsunin um sjóðþurðina gagntók hann á nýjan leik, ennþá ákafar en áður, þyrmdi yfir hann og dró úr lionum allan mátt. Holm- vik vissi svo mæta vel sjálfur, að hann gæti ekki útvegað þessar tólf þúsund krónur innan tveggja daga — það var óhugsandi. Hann sá í huga sjer, hvernig mál- inu mundi vinda fram. Það mundi berast út um bæinn, að hann — mikilsvirtur og vel metinn kaupmað- urinn og fyrverandi bæjarfulltrúi, Axel Holmvik, hefði stolið úr eigin hendi — svo kæniu nærgöngular blaðagreinar og kveljandi i-jettar- höld. Auðvitað mundi Getta heimta skdnað. Getta, já, sem hann hafði gert alt fyrir — líka það að grípa til sjóðsins. Hún mundi vafalaust verða fyrst allra til þess að snúa við hon- um bakinu. Hann vænti einskis stuðn- ings af henni. Hann vatt sjer við þegar barið var á dyrnar. Það var sendillinn sem kom inn með nokkur brjef, er hann hafði sótt í pósthólfið. „Gerið þjer svo vel!“ Drengur- inn lagði brjefin gætilega á borðið. „Þökk fyrir. Það er víst ekki fieira að gera í dag,“ sagði Holm- vik utan við sig og góndi út í blá- inn. „Þú mátt fara.“ „Þakka yður fyrir!“ Drengurinn hneigði sig og fór út. Holmvik var alveg óhræddur við endurskoðendurna. Gömlu karlarnir Iveir, sem voru vanir að líta yfir fcækurnar höfðu aldrei rekið sig á neinar villur i reikningunum áð- ur, svo að það var ósennilegt, að þeii mundu gera það fremur nú. Nei, hann var hræddari við Berg- re, nú mundi hann ekki þora að trevsta honum framar, eins og liann hafði gert hingað til. Bergre hafði fengið höggstað á honum og þurfti ckki annað en reiða öxina. Hann hafði upp fyrir sjer orðin, sem hann hafði sagt: „Jeg get því miður ekki hjálpað þjer. Vona að þú skiljir það!“ Já — hann skildi það. Bergre var eini maðurinn, sem vissi um þetta. Bara að það gæti nú eitthvað komið fyrir hann ■— slys eða þvíumlíkt! Nei — var hann brjálaður, að hugsa svona? Holmvik lieyrði bifreið staðnæm- ast á götunni, rjett fyrir utan glugg- ann. Hann gekk út að glugganum og leit út. Fölur eins og nár og skjálfandi frá hvirfli til ilja, stóð hann jiarna og horfði á manninn. Það var lögregluþjónn, sem snar- aðist út úr bifreiðinni, sagði eitt- hvað við bifreiðarstjórann og þrammaði svo yfir gangstjettina, að dyrunum. Svo að lögreglan var komin íd að sækja hann! Bergre hafði þá þrátt fyrir alt kært hann fyrir lög- reglunni. En — þeir skyldu ekki taka hann lifandi. Ekki lifandi —- ekki lifandi! Orðin hljómuðu hvað eftir annað í huga hans. Hann skjögraði að skrifborðinú'* og settist. Þreifaði í jakkavasa sin- um og tók upp lítinn lykil. Með rökum höndum lauk hann upp skúffu, sem altaf var læst og tók upp skammbyssu. Hún var hlaðin þremur skotum. Nú heyrði hann Iögreglumann- inn i stiganum. Holmvik miðaði hlaupinu á hægra gagnaugað og hleypti af. Hvellurinn af skotinu var svo mikill, að veggirnir nötruðu um stund, eins og þeir ætluðu að hrynja. Lögreglujijónninn hratt upp dyr- unum i fáti en hörfaði ósjálfrátt skref til baka, er hann sá Holm- vik liggja á grúfu á gólfinu með rjúkandi skamiiibyssuna liggjandi hjá sjer. Fólk kom þjótandi að af næstu hæðum til þess að sjá hvað gersl hefði. — Lítill máður fullorðinn, kringluleitur í andliti með gull- spangargleraugu, tók i handlegginn á lögreglumanninu. „Var eitthvað að athuga við Holm- vik, úr því að þetta skyldi koma fyrir? Jeg meina — komuð þjer i þeim erindum að taka hann fast- an?“ bætti liann við. • „Nei, öðru nær!“ Lögregluþjónn- inn hristi höfuðið. „Jeg kom til þess, að tilkynna honum,“ sagði hann hægt, „að fjelagi hans, Krist- jan Bergre hefir orðið fyrir slysi. Það ók vörubifreið á hann áðan, þegar hann var á leiðinni hjeðan, og hann dó að vörmu spori.“ NÝTÍSKU ROBOT. Enskur verkfræðingur hefir búið til robot eða vjelamann úr gömlum bif- reiðahlulum. — Getur hann staðið upp af stól, gengið um gólf og talað, eftir þráðlausum fyrirskipun- um. Hugvitsmaðurinn er að láta gasgrímu á piltinn, svo honum sje óhætt. □ rekkið Egils-öl Edvard Benes. Þegar stórveldin fórnuðu Tjekkó- slóvakíu fyrir friðinn síðastliðið 1 haust, kostaði sú fórn Edvard Benes forsetatignina. Því að það var fyrst og fremst stefna hans, sem beið ó- sigur við það tækfæri. Hann miðaði * framtíð landsins við bandalag og vináttu Frakka og Breta og það sásl þcgar á reyndi, hve sú vinátta reyndist mikils virði af þeirra hálfu. Þessvegna varð hann að fara, og byrja nýja útgerð og verri en hann hafði fyrir stríðið, því að þá átli hann alt að vinna. Nú ekkert. Edvard Benes var tíunda barn foreldra sinna, sem voru fátæk, en tókst þó að koma börnunum til menta. Á skólaárum sínum hafði liann mestan áhuga fyrir knatt- spyrnu og knattspyrnunni átti hann að þakka, að hann þurfti ekki að gegna herþjónustu í liði Austurrikis. Hann meiddist sem sje svo á fæti, að hann var ekki talinn jijónustu- fær. Hann kyntist Masaryk fyrst, sem kennara sínum við háskólann í Prag og bundust þeir órjúfandi vináttu. Rúmlega tvitugur fór hann til Parisar til framhaldsnáms og lielsti ferðastyrkurinn var samskotafje, sem Alliance Francaise hafði gefið hon- um. Átti hann 60 austurrískar krón- urn, þegar hann kom til Parísar. Þar svalt liann nokkur ár, en skrifaði l'itlsisgreinar um framtíð Tjekka, hvar sem hann kom þvi við. Þegar stríðið hófst þótti Masaryk sem nú væri kominn tími til að láta til skar- ar skríða og á stríðsárunum stofn- uðu þeir Benes einskonar byltingar- nefnd í París, sem varð undanfari hinnar nýju stjórnar Tjekkóslóvakíu. Þegar Tjekkóslóvakía varð sjálfstætl riki, 28. okt. 1918, varð Benes ut- anrikisráðherra og síðan forsætis- ráðherra, þangað til hann var kjör- inn forseti eftir Masaryk, árið 1934. Hann var jafnan aðalfulltrúi Tékkó- stóvakíu í ráði og á þingum alþjóða- sambandsins, og er sá inaður, sem þar hefir átt lengst sæti. Og það ma segja, að alþjóðasambandið færi i gröfina um leið og Benes hröklaðist frá Tékkóslóvakíu. Svo magnlaust var það orðið, þegar deilan reis í fyrrahaust, að það var ekki eina sinni spurt ráða. , Benes er enn maður á besta aldri, aðeins 55 ára, þó að hann liafi lang- an stjórnmálaferil að baki sjer. Nú er hann á fyrirlestrarferð um Banda- ríkin, og segir sagan, að hann muni taka að sjer prófessorsembætti þar. Sje svo, er hann fyrsti fyrverandi forseti, sem verður prófessor. Fálkinn er fjSlbrejrttasta blaðið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.