Fálkinn - 23.06.1939, Síða 11
F Á L K I N N
11
GULUR ÚTIKJÓLL
MEÐ TILHEYRANDI JAKKA.
Þessi snotri kjóll með kolerojakk-
anum er handprjónaðtir. Til þess að
kantarnir beri sig betur eru þeir
slungnir í maskinu með dökkrbúnu,
og gerir það sitt til þess að prýða
kjólinn.
orðið að læra 3—4 tungumál auk
síns eigin, og sumir læra málin öll.
Ungverjar eru farnir að ofsækja
Gyðinga eftir þýskri fyririnynd. -—
Gekk forsætisráðherra þeirra mjög
framarlega i þessu. Nú hefir það
komið á daginn, að langafi þessa
forsætisráðherra, var hreinn gyðing-
ur, og þvi hefir ráðherranum, dr.
Imredy, þótt viðfeldnara að segja af
sjer. En hann hefir ekki breytt um
stefnu gagnvart gyðingunum fyrir
því. —
MARINEBLÁ PEYSA.
Prjónaaðferð: Brugðnar 2 og prjón-
aðar 2. Hún lætur ekki mikið yfir
sjer peysan sú arna, en liún er sjer-
lega hentug í allskonar ferðalög og
sport.
DIÍÖFNÓTTA DRAGTIN,
sem undanfarið hefir orðið að víkja
fyrir þeirri röndóttu eða einlitu, er
nú komin aftur í tísku og vonandi
fær hún góðar viðtökur, því hentugri
dragt er vart hægt að hugsa sjer.
SPORTDRAGT
i grænum lit. Kaflarnir í jakkanum
eru í sama lit og blúsan. Pilsið er
stutt og felt eftir nýjustu tísku. Til
tilbreytingar frá rennilásnum er pils-
inu smelt saman með smellum, eins
og oft eru notaðar á buddum, og er
þeim komið fyrir á leðurrenningi,
eins og myndin sýnir.
ItÓSÓTTUR KJÓLL,
sem engin stúlka getur verið án í
sumar. Fellingarnar kljúfa munstrið
á þann skemtilega liátt, að við liverja
hreyfingu er eins og blómin blakvi
í hægum vindi!
í bænum Zarewbrocli í Búlgaríu
búa tólf þjóðflokkar, sem allir lialda
trútt við tungu sína og þjóðsiði. •—
Samkvæmt síðasta manntali voru í
bænum 1100 Búlgarar, 548 Tartarar,
300 Þjóðverjar, 300 Pólverjar, 240
Rúmenar, 220 Tjeklcar, 204 Tyrkir,
SUMARKLÆÐNAÐUR.
Það er Rose Valois, sem ber á-
byrgðina á þessum hatti, sem minnir
svo óþægilega mikið á gamaldags
,.vaskastell.‘“
200 Rússar, 120 AJbanar og 98 Hol-
lendingar. Alls eru i bænum 8000
manns. Hver þjóðflokkur lifir að
mestu út af fyrir sig, og aldrei hefir
farið orð af ósamkomulagi miJi
þeirra. En sambýlið hefir mest leitt
af sjer, að bæjarbúar hafa að jafnaði
ÞRUMULEIÐARINN OLLI
Væri vísindamenn nútímans spurð-
ir, hve langt sje siðan jörðin var til,
mundi flestum verða um megn að
svara upp á ár. Enskur guðfræðing-
ur, erkihiskupinn Ushar, tilkynti sem
sje, að jörðin hefði verið sköpuð ár-
ið 4004 f. Kr., og annar lærður mað-
ur, varakanslarinn við háskólann í
Cambridge gat ennfremur gefið þær
upplýsingar, að Adam hefði fæðst
23. okt. það ór, klukkan 9 að morgni.
— Visindamenn nútímans gefa all-
flóknar skýringar á orsökum jarð-
slcjálfta, en árið 1755 höfðu menn
einfalda skýringu á þessu náttúru
fyrirbæri. Síra Tornas Prince, sem
þá var kennimaður í Massacliusetts
hafði þá skýringu á takteinum, að
jarðskjálftarnir væru Benjamín
Franklin að kenna. Hann hafði búið
til eldingavarann, sem narraði allar
eldingar ofan í jörðina. Auðvitað
gátu þær ekki unað þar, en þegar
þær brutust um þá hristist jörðin.
Gekk presturinn því berserksgang
gegn eldingavörunum alment, en sjer-
staklega þeim, sem settir höfðu verið
upp i Boston, þvi að þar átti Prince
lieima. Einnig hvatti hann menn til
þess að grafa stórar holur í jörðina,
svo að eldingarnar gætu komist
greiða leið upp aftur, án þess að
hrista jörðina og skaka.
/*/
Blaðamaður í Kaufimannahöfu
hafði svo mikið að gera, að hann
kom aldrei heim fyr en börnin voru
liáttuð, en þegar hann vaknaði ó
morgnana voru börnin farin í skól-
ann. Það var aðeins á sunnudögum
sem þau sáu hann. Einu siuni fekk
hann sig lausan alveg á óvart og
kom heim. Þegar börnin sáu hann,
komu þau hlaupandi til mömmu
sinnar og sögðu: — Mamma, maður-
inri, sem sefur hjerna á sunnudögum,
er kominn.
SCHÁFERHUNDUR Á BÍÓ.
í einu af bestu sætunum í Parísar-
biói nokkru sat schaferhundur. Það
var sýnd danskvikmynd og hundin-
um þótti nóg um og fór að spangóla.
Fólkið, sem sat næst hundinum, var
ekki sem ánægðast og mótmælti að
hundurinn væri hafður þarna. En
ung kona, sem átti hundinn, hjell
því fram að hundurinn hefði borgað
sætið og þar með væri þetla út-
rætt mál. Bióstjórnin leit eins á mál-
ið: borgað er borgað. Og bíógestirn-
ir sættu sig við það. Þegar dans-
myndinni var lokið var sýnd önn-
ur rólegri kvikmynd, enda hegðaði
liundurinn sjer þá ágæta vel.
50 KR. — FYRIR
AÐ DREPA KONUNA.
Það hefir nýlega vitnast suður í
Lausanne, að maður nokkur, sem
vildi losna við konuna sína, hefir
borgað flugmanni 50 kr. fyrir að
drepa hana. Þau voru skilin og
hafði maðurinn verið dæmdur til
að greiða lienni allháan lifeyri. Til
þess að losna við þetta, leigði hann
kunningja sinn til að drepa liana.
Hann bauð henni í bílferð og ok
bílnum sjálfur ok kona hans sat hjá
honum. En í aftur sætinu var morð-
inginn. Skaut hann hana í hnakkann
og síðan hentu þeir líkinu í ána
Rhone.