Fálkinn - 30.06.1939, Page 2
F Á L K I N N
2
GAMLA BIO
lnnan skamms sýnir Gamla Bió
Ufa-kvikmyndina Heimþrá, sem gerft
'er eftir samnefndu léikriti Herman
Sudermanns. Aðalhlutverkin leika
Heinrich George, fínth Hellberg,
Zarah Leander, Hans Xielsen og
Paul Hörbiger.
Ilmingen er eitt af þýsku fursta-
dæmunum og ber höfuðborg þess
soma nafn. Ameríkanska, fræga söng-
konu ber þar að garði og ætlar hún
að halda þar söngleik. Prinsinn,
verndari furstaríkisins, hafði einu
sinni heyrt þessa söngkonu syngja
í London og orðið gagntekinn af
hrifningu. Henni er því tekið með
kostum og kynjum, er hún kemur til
llmingen.
Ein af virðulegustu herforingja-
fjölskyldum borgarinnar er von
Schwartze. Höfðingi ættarinnar er
Leopold von Schwartze, uppgjafa
ofursti. Hann er ékkjumaður, en á tvær
dætur, eða rjettara sagt eina, þvi að
eldri dóttirin er horfin að heiman
fyrir 8 árum. Síðan hefir hann ekki
frjett neiU af henni, en við hvarf
hennar fjell skuggi á ættina, sem
honum virðist aldrei muni hverfa.
Vngri dóttirin ætlar að fara að gifta
sig ungum flokksforingja i hernum.
Gamla manninum vantar fje til þess
að geta haldið brúðkaup dóttur sinn-
ar svo veglegt, sem ættinni cr sæm-
andi. — Úr þessu rætist þó vonum
skjótar fyrir gamla manninum, því
að söngkonan fræga, sem komin er
1 bæinn, er engin önnur en hin glat-
aða dóttir hans. Heimþráin liefir
lokkað hana heim með 7 ára telpuna
sína. Þar hittir hún mann, sem fyr-
ir nokkrum árum liafði reynt að
vinna ástir hennar, en ekki tekist.
—• í bankanum í Ilmingen er nu
orðinn bankastjóri, maðurinn, sem
hún hafði hitt í Berlín fyrir 8 árum
og tekið ástfóstri við, en frá honum
hafði hún ekkert heyrt síðan. >
Hjer byrjar leikurinn að stiga.
Undiralda heitra og baráttukendra
tilfinninga gefur leiknum meira og
eftirtektarverðara svigrúm og sjer-
kennileikinn í persónugerðinni krist-
allar frá sjer glömpum, er ylja um
hjartaræturnar. Stolt ættarinnar,
slerklynda og sjálfstæða dóttirin og
hin óliku skapeinkenni hinna tveggja
manna, tengja saman hin fjarskykl-
ustu bönd mannslundarinnar. Skap-
festan og liin barnslega fórnfýsi
ganga með sigur af hólmi. — Söng-
urinn í myndinni verður öllum
minnisstæður. Hann mildar jarðveg-
inn fyrir áhrif þeirrar túlkunar,
sem kemur fram i myndinni.
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Skúli Skúlason.
Lúðvík Kristjánsson.
Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested
Aðalskrifsloja:
Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210
öpin virka daga ld. 10-12 og 1-(i.
Skrifstofa i Oslo:
Anton Schjötsgade 14.
Blaðið kemur út hvern föstudag.
Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán.,
kr. 4.50 á ársf.j. og 18 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftir greiðist fyrirfram.
Auglýsingaverð: 20 anra millim.
HERBERTS prent.
Skraððaraþankar
Magnús sálarháski kvaðst hafa
lifað á guðsorði og munnvatni
sínu, lengur en inönnum þótti
trúlegt. Og hjerna rjett eftir
aldamótin, sagði góður maður,
að hann gæti lifað á 25 aurum
og ættjarðarást. — Hann fór tii
Ameríku og lifir enn.
Maðurinn sagði þetta i gamni.
En það eru margir, sem gerst
hafa til þess að lifa á ættjarð-
arástinni, — og helst dálítið
meira en 25 aurum i viðbót.
Það eru mennirnir, sem láta
það jafnan hljóma, að þeir sjeu
að gera þetta og þetta fyrir
föðurlandið, og leggi alt sitt í
sölurnar fyrir föðurlandið. Til-
gangurinn er sá, að nota þetta
sem auglýsingu á þá fáfróðu
menn, sem vilja trúa því. Og
það tekst oft.
Sanna föðurlandsvini er ávalt
hægt að þekkja frá þessum
skrumurum á því, að þeir minn-
ast aldrei á sinn verknað. Þeim
finst ekki ástæða til þess, og þeir
vita ekki af því, sem þeir gera
í þessu efni, vegna þess að þeim
er það eiginlegt. Jafnvel þó að
þeir viti, að þeir sjeu orðnii'
þjóðforingjar, vitna þeir aldrei
i það, sem þeir hafi gert þjóð-
inni til hagsbóta. Og síst af öllu
nota þeir liað sjálfum sjer til
hagsbóta.
Sannur föðurlandsvinur er
aldrei sjálfselskur, og hugsar
ekki einu sinni um, að sjá sjálf-
um sjer farborða. Hann er eng-
inn „forretningsmaður11. Tómas
Sæmundsson, Jón Sigurðsson,
Baldvin Einarsson og Hannes
Hafstein hefðu allir átt besta
tilveru í þeim heimi, sem engir
peningar væru til í. Og svo er
um fleiri spámenn af þeim
flokki.
Þeirra dæmis ættu þeir að
minnast — ef vit hafa til — sem
þykjast vera föðurlandshetjur
og ávaxta traust auðtrúa fólks
á sínum eigin reikningi og nota
það misfengna traust sjer í liag..
Þeir hugsa ekki um sinn eigin
dóm, hvort heldur hann verður
dómur gleymskunnar eða for-
dæmingarinnar, heldur um það
eitt, að skara vel að kökunni,
meðan þeir sjálfir geta haldið
á skörungnum. Þeim er sama
um, þótt engin „eftir lifi minning
mæt, þótt maðurinn deyji,“ en
hitt fyrir öllu, að lifa liátt með-
an lift er og deyja siðan. —
Þeirra dauði er eilífur — liinna
er enginn, því að verknaður
þeirra og eftirdæmi lifir. Þeir
gleymdu altaf sjálfum sjer, en
mundu altaf föðurlandið. — Og
föðurlandið man þá. En gleymir
hinum, sem gleymdu því vegna
sjálfs sín, þó að þeir hefðu það
á tungunni.
Felix Guðnuindsson, kirkju-
garðsv., verður 55 ára 3. júlí.
Halldór Stefánsson, læknir.
verður 55 ára 3. júlí.
Björn Guðmundsson, skólastjóri
að Núpi, varð 60 ára 26. þ. m.
í NÆSTA BLAÐI FÁLKANS:
Grein um húsfrú Ólöfu á Skarði. — Grein um tónskáld-
ið Mendelsohn. — Frá liðnum tímum, eftir Oscar Clausen.
— Frjettamyndir. — Tvær sög-ur. — Skrítlur. — Barna-
dálkur. — Kvennadálkur. — Krossgáta o. m. fl.
* Allt með íslenskum skipum! t
Gullbrúðkaup eiga 2. júlí n. k., hjónin Solveig Eggertsdóttir og
Jón Pjetursson, nú til heimilis að Hofi á Höfðaströnd.
ARÐUR TIL HLUTHAFA.
Á aðalfundi fjelagsins þ. 24. þ. m. var samþykt
að greiða 4% — fjóra af hundraði — í arð til
hluthafa fyrir árið 1938.
Arðmiðar verða innleystir á aðalskrifstofu fje-
lagsins í Reykjavík, og á afgreiðslum fjelags-
ins út um land.
H.f. Eimskipafjelag íslands.