Fálkinn


Fálkinn - 30.06.1939, Qupperneq 4

Fálkinn - 30.06.1939, Qupperneq 4
4 F Á L K I N N LG. HIN TRÖLLAUKNA EFNAVERKSMIÐJA ÞJÓÐVERJA. Vistra-gerviull kemur hvíi og gljáandi út úr þurkþressimum. Efnafræðin er ekki fyrir alla, en efni þau, sem hún finnur og gerir nothæf, koma öllum að haldi. Sum þeirra, svo sem læknislyf, litunar- efni, tilbúinn ábúrður, ilmvötn, gervisilki og kvikmyndir, eru orSin ómissandi fyrir allar menningar- þjóðir, og jafnvel frumstæSar þjóS- ir geta varla án þeirra verið. Allar þessar vörur og ótal fleiri eru fram- leiddar á grundvelli þeirra þekking- ar og kunnáttu, sem efnafræSi nú- límans hefir miSlað okkur. Þýskir efnafræðingar eins og t. d. Liebig, Hoffmann og Bayer hafa átl sinn þátt í því að byggja upp efni- ið'naS („kemiskan" iðnað) vorra daga. SíSan fy.rir 75 árum hefir þessi iðnaður tekið stórum framför- um jafnt í Þýskalandi, Bretlandi, Bandaríkjunum og Frakklandi. Hluti ÞjóSverja i alþjóðaverslun með lita- efni nemur nú um G0%, með lyf 35%, með gerviefni (gervisilki o. s. I'rv.) um 33%. Frakkar aftur á móti standa fremstir í framleiðslu ilm- vatna-og snyrtivara. Af öllum efna- vörum („kemiskum'1 vörum), sem eru frandeiddar í heimi, framleiða ÞjóSverjar einir um 30%. ÞaS; var því engin furða, þótt stærsta framleiðslufyrirtæki í þessari iðn- grein eigi einnig heima í Þýskalandi, fjelagið I. G. Farbenindustrie Ak- liengesellschaft. Hlutafje og eignir þessa fjelags, sem hefir aSalbækistöö sína í Frankfurt við Main, nema 2,500 miljónum króna, sem gera það að einu stærsta fyrirtæki heimsins. Byrjunin, fyrir rúmlega 75 árum, var að sjálfsögðu miklu minni eða jafnvel hjákátlega lítil. Forfeðui þessa risafyrirtækis sátu í bakhcr- bergjum i nokkrum smáborgum i SuSur-Þýskálandi, kengbognir yfir tilraunaglösum, vogum og tölum, og þó að „Badische Anilin & Soda- fabrik" hefði um 1870, 20 manns í vinnu, gerðu hvorki eigendur henn- ar nje þeir, sem lilógu að uppátæki þeirra, sjer grein fyrir framtiðar- möguleikunum. Þessi verksmiðja, ásamt nokkrum öðrum í þessari grein, náði örum vexti eftir aldamótin. Heimsstyrjöld- in setti þeim ný verkefni (t. d. vinslu tilbúins áburðar úr lofti) og flýtti fyrir þróun þeirra, en á árun- um eftir stríðið horfði lengi svo við, að viSskiftaörðúgleikar og innbyrðis samkepni myndu koma þeim á von- arvöl. Var því tekið það ráð (1925) að sameina „Badische Anilin- & Spdafabrik", „Farbenfabriken Bayer & Co.,“ „Léopold Casella & Co,“ „Kalle & Co.,“ „Chemische Fabrik tíriesheim-Elektron“ og nokkur önn- ur fjelög í „I. G. Farbenindustrie Aktien- Gesellschaft.“ „I. G.“ er skammstöfun á „Interessen- Gemein- schaft," hagsmunasamband, og mætti því leggja heiti fjelagsins út með „Hagsmunasamband litaiðnaðar h. f.“ Þar eð fyrirtækin, sem nú voru sameinuð höfðu frá fyrsta tilrauna- skeiði yfir að ráða óteljandi upp- götvunum, einkarjettindum og sjer- leyfum, var um leið stofnað til ná- innar samvinnu við allmörg fyrir- læki út um heim, svo sem „Standard Oil Co.“, „Imperial Cliemical Indu- Sýrugeymar /. G.-verksmiðjtmnar i Höchst, stries Ltd.“ (í Englandi), „I. G. Chemie“ (í Sviss) og „American I. G. Chemical Corporalion.“ Þar að auki bafa þúsundir verksmiðja og hluta- fjelaga um allan heim samband við I. G„ vegna einkarjettinda, fram- Iciðslureglna og nýrra uppgötvana: áhrif og afskifti I. G. eru ef til vill meiri og sterkari en margan grunar. I Þýskalandi á I. G. sem einkaeign 8 verksmiðjur og 7 kolanámur og meiri hluta hlutafjár í 12 öðrum verksmiðjum, með samtals rúmlega 200,000 verkamönnum og starfs- mönnum. Ennfremur er I. G. í fjár- hagslegu og verklegu sambandi við 10 stærstu iðnaðarfyrirtæki í Þýska landi, þar á meðal Ford í Köln. Áhrifa I. G. gætir I öllum iðnaði Þjóðverja, ekki sist á þessum árum, er fjögurra ára áætlanir þeirra til betri hagnýtingar innlendra efna út- heimta æ meiri pekkingu á sviði efnafræði og efnaframleiðslu. StarfssviS einkafyrirtækja I. G. skiftist í 9 greinar: 1) litir og litunarefni, 2) efnavör- ur, 3) læknislyf, h) Ijósmyndavör- ur, 5) gervisilki og gerviull, 6) ilm- efni, 7) tilbúinn áburður, 8) bensín og olíur, 9) fíúna-gúmmí. Fyrir framleiðsluvörur sínar í hverri einustu af þessum 9 grein- um fekk I. G. hæstu verðlaunin á heimssýningunni í París 1937. 1) Af litunarefnum þeim, er I. G. framleiSir, hefir „lndanthren“ hlot- ið mesta útbreiðslu við litun á alls- konar vefnaði, að meðtöldu gervi- silki, sem reyndist framan af erfitl lil litunar. Litunarefni þetta og yfir höfuð allir „kemiskir" litir eru unn- ir úr tjöru eða öðrum afgangi af vinslu og hagnýtingu kola og málma. Hjer á landi eru I. G. litaefni, keypt beint eða fyrir milligöngu sjerverk- smiðja, einnig allmikið notuð í ullarverksmiðjum, málningar-, sæl- gætis- og snyrtivörugerðum og síð- ast, en ekki síst af listmálurum. Hin svokallaðá „Títan“-hvíta er einnig mikið þekt sem olíumálning eða utanhússmálning. Hvíta þessi er, eftir uppskriftum I. G„ unnin i öllum iðnaðarlöndum úr svartasta grjóti, sem hugsast getur, hinu svo- kölluðu Ilmenit, sem finst sjerstak- Iega mikið af í Noregi. Þetta kol- svarta grjót þarf að fara all-langan veg um katla með uppleysandi sýru og aðra með glóandi hreinsunareld, þangað til að það dettur niður í

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.