Fálkinn


Fálkinn - 21.07.1939, Qupperneq 8

Fálkinn - 21.07.1939, Qupperneq 8
8 F Á L K I N N ANN MARTENS. SAGA UM ÁST KONU. EFTIR EMIL JÖRGENSEN. JjEGAR klukkurnar hringja til niessu á sunnudögum, á inaður altaf vist afi sjá ákveðna manneskju í hópnum, sem keniur til kirkju neðan úr sjávarþorpinu. Hvort hann rignir eða snjóar, hvort sólin bakar eða stormurinn ólmaðist í kapp við freyðandi Vesturhafið, — altaf fer Ann Martens í guðshús á hverjum sunnudegi allan ársins liring, upp í kirkjuna, sem stendur eins og virki upp úr sandhólunum við ströndina. Það sópar að henni Ann Martens. Það er drotningartign yfir henni þegar hún gengur upp kirkjuveginn, í jijóðbúningi vesturjóskra kvenna og heldur sálmabókinni með silfur- spennunum upp að sjalinu. Svipur- .inn á fríðu og ábúðarmiklu andlitinu er ef til vill dáiítið harður, en drætt- irnir rúma ilýrkeyptá reynslu, sem hefir skapað óbifandi sannfæringu. F.n jafnframt strangleiknum skín hjartagæskan líka út úr andlitinu, kærleikur skilningsins og samúðar- innar, sem aðeins getur þróast við djúpa þjáningu og sjálfsafneitun. Meðan presturinn talar og söngur- inn hljómar situr hún teinrjett og hljóð á bekknum sinum, utarlega í kirkjunni. Blæbrigði hugsána henn- ar speglast ekki í andlitinu, þvi að fyrir henni er trúin ekki augnabiiks geðhrif eða tækifærisfiík — heldur sjálft iífið. Trúin, ströng og voldug en jafnframt læknandi, er uppistáða tilveru hennar. Og þögul Jabbar hún aftur heim í húsið sitt við liafið. Vindurinii leik- ur sjer að silfurgráum iokkunum, sem gægjast undan höfuðsjalinu. Sandurinn feykist hvíslandi um fæt- ur heiinar og svörtu gljáskóna; fyr- ir neðaii sandhólana syngur hafið raunasönginn um eilífðina eða það öskrar í freyðandi reiði. Græna hurð- in lokast hægt eftir Ann Martens, og enginn sjer hana framar i dag. NN MARTINS er sextug, ógift og á nóg fyrir sig að leggja, því að hún erfði alt eftir föður sinn, gamla bátasmiðinn, en hann er dá- inn fyrir íöngu. Hún hefir lifað ein í mcirg ár, en hún hefir stilli- íéga en ákveðið vísað þeiin á hug, sem boðisl hafa til að binda enda á einveru hennar og þeir eru orðnir margir samtals, því fasl fram að fimtugu var Ann Martens svo ung og falleg. að ungir menn fengu hjartslátt þegar þeir sáu hana. Hvað hefst hún að? — Hvernig fer hún að láta timann Iíða, í afskekta húsinu þarna i sandlióhinum? Jæja, fyrst er nú það, að haída húsinu hreinu, og þar er alt hreint, fágað og fagurl; svo er jiú garður- inn, sem er einstakur i sinni röð þar um slóðir, þvi henni hefir tekist að láta fjölda af blómum, jurtum og runnum þrífast þarna í mögrum saiulinum. Eða hún heklar og saum- ar — eða hjálpar þeim sem bágl eiga, svo litið ber á. Hún les í biblí- unni á hverjum degi og sækir þang- að sálarfró. Stundum situr hún um sólarlagið og mænir á óendanlegt hafið, sem verður eins og logandi glóð út við sjóndeildarhringinn, eins og verið væri að halda himneska hátíð þar. En ef hann hvessir og stormurinn skefur sandinn á rúðurnar og ýlfr- ar og vælir i hvierri gátt — og er hafið lyftir bólgnum barmi í org- andi bræði og heggur freyðandi tönnuin i skjálfandi ströndina — þá fer hún upp úr rúminu, hleypir sjer i nauðsynlegustu flíkurnar og sest við borðið með bænabókina sína, og þar situr luin klukkutíma eftir klukkutíma og biður fyrir þeim, sem eru á sjónum, meðan storinurinn ólmast og logandi öldurnár velta brimlöðrinu upp í fjöruna. gVONA óveðursnótt var það, fyr- ir meira en þi'játiu árum, sem rekaldi úr skipi skoJaði á land þarna í fiskiverinu, sem Ann Mart- ens bjó í ]iá, ásamt föður sinum. Og á rekaldinu bjargaðist maður í land. Jörð, himinn og haf var í einni hræru, en ein aldan lyfti rekaldinu upp úr brimlöðrinu og kastaði þ.d upp í mölina i fjörunni. Og þar fann hún manninn, með- vitundarlausan og með blæðandi sár á hnakkanum. Bæði hún, faðir lienn- ai og aðrir nærstaddir hjeldu að hann væri dauður, en maður bjarg- ar jafnvel dauðum mönnum líka og hann var svo borinn upp i húsið bátasmiðsins. Ann Martens sá fyrst ]iá, hve fallegur maðurinn var, og liann var lifandi ennþá. Og hin ágæta umönn- un og hjúkrun hennar bjargaði iífi hans. Það liðu margir dagar þangað til hann vaknaði úr dauðadáinu, en Ann Martens hafði varía augun af honum allan þann tíma. Og þegar liann opn- aði augun í fyrsta sinn, stóð hún yfir honum og reyndi að lesa hugs- anir hans. „Eruð þjer danskur?“ spurði hún hægt og svo greinilega sem hún gal. Hann svaraði engu — horfði bara á hana með annarlegu brosi. „Þjer skiljið mig ekki?“ sagði lnin vonsvikin. „Jú — jú.“ Aftur kom þetta sinnu- leysisbros. „Jeg skil yður ....“ Eftir fáeinar sekúndur hafði hann lagt augun aftur. En brosið var eiin á vörunum. Hún hljóp til föður síns, sem var að smíða úti. „Hann hefir fengið rænuna •— hann er danskur,“ sagði lnin við gamla manninn. „Þegar hann raknar við næst, þá fáuni við ef til vill að vita eitthvað meira — en nú er best að við gerum prestinum orð.“ Mannauminginn, sem lá þarna milli heinis og helju, var sá eini, sem komist liafði lífs af eftir skip- strandið þarna um nótlina. Menn höfðu gengið fjöruna til þess að leita að likuni, en þau rak engin, og af því litla, sem rak á land, mátti ráða, að skipið hafði verið enskt. En hvorki var hægt að ákveða nafn þess nje heimilisfang. Skýrslan, sem yfirvöldin fengu um strandið, hafði því verið býsna ó- fullnægjandi. Það varð að bíða á- tekta og sjá hvernig færi um mann- inn, sem var i góðum höndum hjá Ann Martens. Ef liann hjarnaði við mundi hann geta gefið nánari upp- lýsingar um skiptapann. Nokkrum klukkutínnim eftir að hann raknaði fyrst úr rotinu, fjekk hann meðvitundina aftur. „Liður þjer betur núna?“ spurði Ann Martens og tók í hendina á honum. Hann horfði spyrjandi á hana. „Þakka 'yður lyrir — mjög vel,“ muldraði hann eins-og uppúrsvefni. En það er víst mál að fara á fætur. Hvar er jeg — livað er klukkan?“ „Þjer megið ekki fara á fætur strax,“ svaraði hún róleg. „Þjer verðið að safna kröftum fyrst. Mun- ið þjer nokkuð af því sem skeði?“ „Skeði?“ muldraði hann. „Því, sem skeði? — Öldurnar — öldurnar koma og fara aftur — koma og fara altaf — altaf — endalaust.“ Hann þagði og vissi auðsjáanlega hvorki upp nje niður. Ennið varð rakt af svita. Unga stúlkan horfði þreytulega á hann og sagði: „Munið þjer — ekkeii?" Munnvikin á honum kipruðust og svipurinn varð vandræðalegur og Ann fann, að höndin á honum titr- nði. „Hvað ætti jeg að niuna?“ hvísl- aði hann angurvær. „Öldurnar — endalaust — altaf eins.“ „Munið þjer ekki, að þjer voruð á siglingu og skipið fórst?“ tók Ann fram i og brjóst hennar engdist af kvíða. „Siglingú?“ Hún gat sjeð að hann reyndi eins og hann gat, en gafst upp — án þess að minnið kæmi. „T'jer vitið víst hvaðan þjer kom- uð - hvar þjer eigið heima — hvað þjer heitið? Þjer munið víst — hana móður yðar?“ „Móður — móður?“ Hann vætti varirnar. „Móður — nei - jeg man ekki. Drottinn mínn!“ „Þjer munið drottinn ■— þjer mun- ið droltinn!“ hrópaði hún. Hann settist upp við dogg. „Já,“ hvíslaði hann hreiinlaust. — En hann er — langt — langt í burtu — og hann hefir — tekið frá mjer vitið!“

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.